Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 61 „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8 Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár HJ. Mbl GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Jólapakkinn í ár Jólapakkinn í ár KRINGLAN Sýnd kl. 4.50 og 6.55. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl.3.50 og 5.55. Ísl. tal. Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. KEFLAVÍK Kl. 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30.  HJ.MBL ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. KEFLAVÍK Kl. 10.15. B.i. 16. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16.  HJ.MBL „Óvenjuvel skrifuð, sneisafull af fyndnum samtölum...ekta hryllingsmynd, af gamla skólanum... langt síðan það hefur tekist jafn vel að blanda saman gríni og viðbjóði.“ ÞÞ, Fréttablaðið 20% afsláttur af öllum peysum til jóla stærðir: 36-44 stærðir: 42-56 Sími: 568-1626 UM áramótin hefur hin svokallaða ’68-kynslóð jafnan fagnað nýju ári á Hótel Sögu og hafa hinir síungu og síkátu Pops þá leikið undir borðum. Kynslóðin síhressa mun fagna á sama stað að vanda, en þó með breyttu sniði þetta árið. Í þetta sinn eru það íslensku Bítlarnir, Hljómar, sem munu bera hitann og þungann af stuðinu en ekki nóg með það, því að einnig ætlar elsta starfandi rokksveit Ís- lands, Lúdó og Stefán, að troða upp. Þema nýársfagnaðarins er Glaumbær en fyrir um fjörutíu ár- um var haldinn fyrsti dansleik- urinn þar. Hótel Saga er og fjöru- tíu ára og sömuleiðis Hljómar. Það er því ærið tilefni að lyfta sér á kreik. „Hugmyndin með þessu er sú að opna þennan fagnað aðeins,“ segir Hafsteinn Egilsson, veitingastjóri á Hótel Sögu. „Það eru margir sem halda nefnilega að þetta séu lokuð böll, að það sé einhver ’68- klíka sem megi bara fara á þau. En það er af og frá, allir eru vel- komnir.“ Hátíðarræðu flytur Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, sem var fjórtán ára þegar Glaumbær brann. Þokkabótarbræðurnir Gylfi og Halldór stýra þá og leika undir samsöng gesta í borðhaldi. Veislu- stjóri verður fyrrum aðalplötu- snúður Glaumbæjar, Ásta R. Jó- hannesdóttir alþingismaður. Þess má geta að hægt verður að kaupa staka miða á dansleikinn sem hefst eftir borðhaldið, kl. 23.30. Hljómar leika inn nýja árið á Hótel Sögu 68’-kynslóðin opnar sig Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hljómar ætla að fagna árinu 2004 með dansleik á Hótel Sögu. Í FYRRA kom sönghópurinn Ís- lensku dívurnar fyrst fram á sjón- arsviðið og gaf þá út glæsilega hljómplötu, Frostrósir. Platan gekk vel og um svipað leyti hélt hópurinn hljómleika, þar sem sungin voru sí- gild jólalög ásamt félögum úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands, Karlakórnum Fóstbræðrum, Vox feminae og Gospelkór Fíladelfíu. Leikurinn verður endurtekinn næsta fimmtu- dags- og föstudagskvöld en dívurnar í ár eru þær Margrét Eir, Eivör Pálsdóttir, Guðrún Árný, Ragnheið- ur Gröndal og Védís Hervör. Einnig verður Maríus Sverrisson gesta- söngvari en Maríus hefur verið í söngnámi erlendis undanfarin ár. Félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni, Karlakór Fóstbræðra, Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur og Gospel- röddunum, alls hátt í 200 manns, koma einnig að verkefninu. Karl Olgeirsson sér um tónlistar- stjórn og útsetningar líkt og síðast. „Þetta er stórt og umsvifamikið verkefni, sannarlega,“ segir hann, spurður um hvort það sé ekki í mörg horn að líta, með 200 manns í verk- efninu. „En þetta er mjög gaman. Þetta er í raun bara tímafrekt. Maður snertir á mörgum sviðum; klassík, djass og poppi, og starfar þarna með alls kyns tónlistarfólki.“ Karl er inntur eftir því hvort það sé ekki einkennilegt að ein af ís- lensku dívunum sé færeysk. Ekki stendur á svarinu. „Ég hélt að Færeyjar væru hluti af Íslandi!“ segir hann með kerskn- islegum svip. Hann bætir jafnframt við að einhverjir hafi verið að fetta fingur út í það hvað væri díva og hvað ekki. Söngkonurnar sem þátt tækju í þessu væru hins vegar allar sem ein sannkallaðar „dívur“. „Ég hef unnið með þeim flestum áður og það gengur eins og í sögu enda miklar hæfileikakonur,“ segir Karl. „Þær eru ljúfar sem lömb … alla vega gagnvart mér!“ Þess má geta í lokin að tónleikarn- ir verða hljóðritaðir og gefnir út á plötu fyrir næstu jól. Morgunblaðið/Árni Torfason Mynd frá tónleikunum í fyrra: Védís á sviði. Íslensku dívurnar snúa aftur Tónleikarnir verða í Grafarvogs- kirkju og hefjast kl. 20.00 á fimmtudeginum en kl. 21.00 á föstudeginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.