Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 20

Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hafnarfjörður | Sérstakur kynn- ingarfundur fyrir foreldra um for- varnir og fjölskyldumál verður haldinn á vegum Foreldraskólans í Gamla bókasafninu klukkan 19:15 í kvöld. Þar munu fara fram umræður og fræðsla fyrir hafn- firska foreldra um það sem líta ber til þegar jól og áramót nálg- ast:  Davíð Bergmann sem er fyrr- verandi vandræðabarn og núver- andi meðferðarfulltrúi mun fjalla um reynslu sína og þann lærdóm sem draga má af henni.  Arnar Ævarsson, frá fé- lagsmiðstöðinni Vitanum Lækjar- skóla, mun fjalla um gildi sam- verustunda fjölskyldunnar.  Jóhanna Fleckenstein starfs- maður Götuvitans, sem unnið hef- ur úti meðal ungs fólks á gamlárs- kvöldi, mun fjalla um reynslu Götuvitans af unglingum á ára- mótum.  Ennfremur munu fara fram umræður og hópavinna meðal foreldra. Foreldraskólinn er samstarfs- verkefni ýmissa aðila í Hafnarfirði er láta sig forvarnir og fræðslu til foreldra varða. Hann er ætlaður foreldrum í Hafnarfirði. Foreldra- skólinn stendur fyrir fræðslu- og upplýsingakvöldum í vetur í Gamla bókasafninu, þar sem for- eldrar og aðrir áhugasamir fá tækifæri til að taka þátt í áhuga- verðu verkefni og vera með í mót- un skólans. Hvert kvöld verður tekið fyrir ákveðið málefni t.d. samskipti for- eldra og unglings, jákvæð sam- skipti, gildi samveru fjölskyld- unnar, áfengis- og vímuefnamál, útivistartíma, fjármál unglinga og Samstöðu og samheldni foreldra. Verkefnið er fjölþætt og áhersla á að foreldrar verði virkir þátttakendur. Hvert kvöld verður sjálfstætt og ættu því allir að geta fundið áhugavert málefni. Foreldraskóli í forvörnum Kópavogur | Útgáfuhátíð vegna bók- ar um dr. Helga Pjeturss var haldin í Bókasafni Kópavogs um daginn. Jarðfræðiafrek Helga, sem var fyrsti Íslendingurinn sem lauk dokt- orsprófi í jarðfræði, voru dregin fram í dagsljósið auk þess sem höf- undar bókarinnar kynntu hana og árituðu. Á bókarkápu segir meðal annars: „Jarðfræðingurinn Helgi Pjeturss (1872–1949) var fyrsti Íslending- urinn sem lauk doktorsnámi í jarð- fræði. Hann tók þá ákvörðun á ung- lingsárum að verða jarðfræðingur og stunda rannsóknir á Íslandi en fyrir hans tíma hafði fræðigreinin mest einkennst af landkönnunum og yf- irlitsrannsóknum. Helgi komst fljótt í álit meðal erlendra vísindamanna. Ekkert starf við hæfi bauðst honum á Íslandi en styrkir gerðu honum kleift að stunda rannsóknir um ára- bil með frábærum árangri.“ Morgunblaðið/Þorkell Höfundar bókarinnar, þau Þorsteinn Þorsteinsson, Elsa G. Vilmundar- dóttir og Samúel D. Jónsson, glugga í nýtkomna afurð sína. Bók um Helga Pjeturss kynnt Pottaskefill í bæinn | Pottaskefill heitir jólasveinninn sem í dag kemur til byggða og að vanda mun hann líta inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Pottaskefill ku vera afar hrifinn af hreindýrum og mun væntanlega heimsækja þau um tvöleytið. Á morgun er síðan von á Askasleiki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, en hann er hrifnari af kindunum, svo töluvert meiri líkur eru á að finna hann þar um tvöleytið á morgun. Mosfellsbær | Fjárhagsáætlun Mos- fellsbæjar fyrir árið 2004 hefur verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjar- stjórn. Áætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarafkoma bæjarsjóðs fyrir fjármagnsliði verði jákvæð um 198 mkr. sem er 26% betri afkoma en út- komuspá fyrir árið 2003 gerir ráð fyrir. Til samanburðar var útkoman neikvæð um 152 mkr. á árinu 2002 og er því um að ræða um 350 mkr. um- skipti á rekstri bæjarsjóðs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sendu frá sér. Samkvæmt áætluðu sjóðsstreymi bæjarsjóðs og þegar tekið hefur ver- ið tillit til reiknaðra stærða eins og afskrifta og verðbóta er gert ráð fyr- ir að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 226 mkr. á árinu 2004, jákvætt um 191 mkr. árið 2003. En til sam- anburðar var veltufé frá rekstri nei- kvætt um 103 mkr. árið 2002. Í samstæðureikningi er ráðgert að til nýframkvæmda verði varið um 340 mkr. Ber þar hæst framkvæmd- ir við 2. áfanga Lágafellsskóla að upphæð 91 mkr., hönnun nýs leik- skóla að upphæð 10 mkr., fram- kvæmdir við nýja sundlaug og íþróttahús á vestursvæði að upphæð 70 mkr., búningshús að Tungubökk- um að upphæð 13 mkr., stækkun golfvallar að upphæð 7 mkr., flutn- ing bókasafns að upphæð 10 mkr., endurgerð eldri gatna að upphæð 40 mkr. og fráveituframkvæmdir að upphæð 70 mkr. Í fréttatilkynningunni segir enn- fremur: „Á yfirstandandi fjárhags- ári hefur samstaða og ábyrgð stjórn- enda bæjarins og forstöðumanna sviða og stofnana skilað bæjarsjóði Mosfellsbæjar verulegum árangri. Tekist hefur að snúa rekstri bæjar- sjóðs við og er staðan nú þannig að reksturinn er að skila verulegum fjármunum upp í fjárfestingar í stað þess að rekstrarhalli hafi verið fjár- magnaður með lántökum. Skulda- söfnun hefur verið stöðvuð.“ Afkoma batnar Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2004 MEIRIHLUTI sveitarstjórnar Hörgárbyggðar hefur hafnað erindi frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar þess efnis að láta fram fara jarðvegsrann- sóknir í landi Skúta en þar átti að kanna hvort jörðin væri álitlegur kostur undir nýjan sorpurðunarstað. Helga A. Erlingsdóttir, sveitarstjóri Hörgárbyggðar, sagði að málið hefði verið skoðað fram og til baka. Meiri- hluti sveitarstjórnar hafi ekki viljað sorpið á þennan stað og setti m.a. fyr- ir sig nálægð við vatnsverndarsvæðin á Laugalandi og Vöglum, svo og við Þelamerkurskóla. „Þetta er mjög erf- itt mál og það má segja að við séum því enn á byrjunarreit,“ sagði Helga. Áður hafði sveitarstjórn Hörgár- byggðar hafnað því að jörðin Gásir yrði næsti sorpurðunarstaður í Eyja- firði, bæði vegna mótmæla íbúa í næsta nágrenni jarðarinnar og einnig vegna nálægðar við fornminjar á Gás- um. Jakob Björnsson, formaður stjórn- ar Sorpeyðingar Eyjafjarðar, sagðist afar óhress með þessa afstöðu sveit- arstjórnar, ekki síst vegna þess að á íbúaþingi í sveitarfélaginu hafi ekki komið fram mikil andstaða við það að þetta svæði yrði skoðað. „Ég botna heldur ekkert í því hvað sveitarstjórn Hörgárbyggðar átti við í bréfi í sum- ar, þar sem fram kemur að hún legð- ist ekki gegn því að aðrir staðir í sveit- arfélaginu verði skoðaðir.“ Næsta skref að skoða Bjarnarhól „Við munum fara yfir stöðuna í stjórninni en ég á ekki von á öðru að næsta skref verði að leita til sveitar- stjórnar Arnarneshrepps en Bjarnar- hóll var sá staður sem þótti næstbesti kosturinn á eftir Gásum í skýrslu um málið.“ Jakob sagði að mest félli til af sorpi á Akureyri og því hafi verið horft til þess að nýr urðunarstaður yrði sem næst bænum. Bjarnarhóll er mun lengra frá Akureyri en t.d. Skútar og Gásir. „Þetta er hið versta mál en það er ekki um annað að ræða en að við leysum það í sameiningu. Þetta er bú- ið að taka mörg ár en það verður að finnast nýr urðunarstaður og það strax,“ sagði Jakob. Til stóð að hætta urðun á Glerárdal nú um áramótin, eftir að starfsleyfið þar rennur út. Vegna þeirrar stöðu sem málið er í hefur verið leitað eftir framlengingu á starfsleyfi þar. Hugsanlegri sorpurðun í landi Skúta í Hörgárbyggð hafnað Enn á byrjunarreit ÁRANGUR akureyrskra íþrótta- manna var góður á árinu en sam- kvæmt þeim upplýsingum sem bor- ist hafa til stjórnar Afreks- og styrktarsjóðs Akureyrar hafa 323 Íslandsmeistaratitlar unnist á árinu. Þá voru margir Akureyringar vald- ir til að leika með landsliðum í hin- um ýmsu íþróttagreinum. Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni mánudaginn 29. desember nk. kl. 16. Auk úthlutunar úr sjóðnum verður nokkrum einstaklingum veitt sérstök viðurkenning og einn- ig verður öllum þeim Akureyr- ingum er unnið hafa til Íslands- meistaratitils á árinu 2003 afhentur minnispeningur Íþrótta- og tóm- stundaráðs. Þá verður og tilkynnt val Íþróttabandalags Akureyrar á íþróttamanni ársins. Það er von Íþrótta- og tómstunda- ráðs að þessir glæsilegu afreks- menn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar, seg- ir í fréttatilkynningu. Góðar veit- ingar verða fram bornar í boði Ak- ureyrarbæjar. Góður árangur íþróttafólks á árinu BRAUTARGENGI, námskeiði fyrir konur um stofnun og rekstur fyr- irtækja, lauk í fyrsta sinn með brautskráningu á landsbyggðinni í vikunni, en alls voru 24 konur út- skrifaðar á þremur stöðum, Ak- ureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Staðirnir voru tengdir saman með fjarfundarbúnaði. Áhersla var lögð á að þátttak- endur kynntust grundvallaratriðum um stofnun fyrirtækja og öllu því sem snýr að fyrirtækjarekstri, stefnumótun, markaðsmálum og fjármálum. Þeir unnu svo í lokin við- skiptaáætlun og komust þannig að raun um hve mikilvæg áætlanagerð er við undirbúning að stofnun og rekstri fyrirtækja Alls tók nám- skeiðið 75 klukkustundir. Það er ein- göngu ætlað konum þar sem sýnt þykir að mikil þörf sé fyrir slíkan vettvang fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í viðskiptalífinu. Verkefnin voru fjölbreytt, m.a. ráðgjafarþjónusta ýmiss konar, mat- vælaframleiðsla, þjónusta við ferða- menn, verslun og þróun á nýjum vörum og vörumerkjum. Veitt var viðurkenning fyrir bestu viðskiptaáætlunina á hverju stað. Á Akureyri kom hún í hlut Sigríðar Bjarnadóttur, á Ísafirði Önnu Guð- rúnar Edvardsdóttur og á Egils- stöðum var það Alda Pálsdóttir sem hlaut viðurkenningu. Morgunblaðið/Kristján Konurnar sem útskrifuðust á Akureyri, fremsta röð f.v. Valdís Viðars- dóttir, Guðrún S. Kristinsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir, sem jafnframt fékk viðurkenningu fyrir bestu viðskiptaáætlunina á Akureyri. Miðröð f.v. Jónína Þorbjarnardóttir, Guðrún Þorbjarnardóttir, Bryndís Kondrup og Fjóla Friðriksdóttir. Aftasta röð f.v. Laufey Petra Magnúsdóttir, Arnrún Magnúsdóttir og Hildur Arnardóttir. Brautargengi veitt   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.