Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E f hann væri ekki einn af viðbjóðsleg- ustu fjöldamorð- ingjum síðari tíma væri hægt að segja að endirinn á valdaferlinum, sjálf handtakan á laugardag, væri hlægileg og í óperettustíl. En hvernig gat það gerst að þessi maður, Saddam Hussein, fengi stuðning vestrænna lýðræðis- þjóða á sínum tíma þótt mörgum væri ljóst hvers konar fantur þarna var á ferð? Hér skal strax tekið fram til að forðast misskilning að klisjan um að Bandaríkjamenn hafi sjálfir „vopnað Saddam“ byggist að mestu á hártogunum. Þegar árið 1996 gerði virtur sérfræðingur í hermálum, Anthony Cor- desman, rann- sókn á því hverjir hefðu selt Írökum vopn frá 1973, þegar Saddam varð fyrst veru- legur áhrifamaður í landi sínu, til 1990, þ. e. fram að viðskiptabanni SÞ. Í ljós kom að þrjú ríki, Sovét- ríkin, Frakkland og Kína, seldu Írökum samanlagt vopn fyrir alls 47 þúsund milljónir dollara. Á sama tímabili seldu Bandaríkja- menn honum að vísu vopn – en aðeins fyrir fimm milljónir doll- ara. Þannig að þeir vopnuðu vissulega Saddam en er ekki meiri ástæða til að gagnrýna aðra og stórtækari sölumenn? Þeir sem fylgdust með sjón- varpsmyndum frá fyrra Íraks- stríðinu 1991 heyrðu sérfræð- ingana útlista vandlega hverrar gerðar brunnir skriðdrekarnir, sem lágu eins og hráviði um víg- völlinn, væru. Þeir voru nær allir af sovéskri gerð. Í upphafi átak- anna flúðu íraskir flugmenn á herþotum sínum til Írans og voru kyrrsettir þar. Flugvélarnar voru sovéskar, af gerðinni MiG, einnig átti Saddam eitthvað af frönskum Entendard-vélum. Bandaríkja- menn seldu að vísu Írökum bíla og þyrlur en sáralítið af vígtólum. Allt hefur þetta margsinnis komið fram í fréttamiðlum og bókum sérfræðinga í málefnum Íraks, manna á borð við t.d. Bret- ann Con Coughlin og Bandaríkja- manninn Kenneth Pollack. Þar með er ekki sagt að Bandaríkjamenn séu saklausir af stuðningi við Saddam en hér rétt að rifja upp aðstæðurnar fyrir aldarfjórðungi. Árið 1979 hrifs- uðu ofstækisfullir múslíma- klerkar völdin í Íran og hvar- vetna, jafnt á Vesturlöndum sem í Sovétríkjunum og Kína, fylltust menn ótta við að allt færi í bál og brand í heimi íslams. Allir lögð- ust því á eitt og þjóðernissinnaði heiðinginn Saddam var líka smeykur við uppgang klerkanna. Hann var „óvinur óvinar míns og þess vegna vinur minn“, var rök- semdafærslan á Vesturlöndum. Árið 1980 hvatti fulltrúi demó- kratans (og síðar friðarverð- launahafans) Jimmy Carters, þá- verandi forseta Bandaríkjanna, Saddam til að ráðast á Íran. Eft- irmaður Carters, repúblikaninn Ronald Reagan, studdi líka Sadd- am og á sömu forsendum. Nánast allt var talið leyfilegt í baráttunni gegn klerkunum. Einn af ráðherrum Reagans, Donald Rumsfeld (sá hinn sami og nú er í Pentagon), heimsótti meira að segja Saddam í Bagdad til að styrkja böndin og Banda- ríkjamenn veittu Írökum gervi- hnattaupplýsingar um hreyfingar íranska hersins. Einnig fengu Írakar bandarískt gjafakorn og stjórnvöld í Washington fengu vini sína í Sádi-Arabíu og Kúveit til að veita Saddam stórlán til að fjármagna stríðið. En það er hins vegar rangt að Rumsfeld hafi verið með efna- vopn í rassvasanum og gefið íraska leiðtoganum þau að skiln- aði 1983. Áðurnefndur Coughlin segir í bók sinni, Saddam The Secret Life, ítarlega frá því hvernig Írakar notuðu ýmsar að- ferðir á níunda áratugnum til að afla sér búnaðar og þekkingar til að búa til gereyðingarvopn. Þeir fengu hjálp frá Frökkum og ekki síst þáverandi forsætisráðherra Frakka, Jacques Chirac, (alveg rétt, þeim sama) til að smíða kjarnaofn. Á síðustu stundu tókst með fjölþjóðlegu átaki að hindra Frakka í að selja Saddam tegund af kjarnaofni sem hefði dugað til að framleiða efni í nokkrar kjarn- orkusprengjur. Írakar sendu einnig sakleysis- lega fulltrúa sína á fund vest- rænna stórfyrirtækja, þ.á m. Dupont í Bandaríkjunum, og sögðust ætla að reisa verk- smiðjur til að framleiða áburð og fleiri efnasambönd. Margt af því sem notað er í slíkum verk- smiðjum kemur með dálitlum breytingum að góðu gagni við framleiðslu efnavopna. Dupont- menn áttuðu sig að lokum á brell- unni en sumt af upplýsingunum þaðan kom Írökum samt að gagni. Seinna fengu þeir enn betri upplýsingar frá evrópskum fyrirtækjum og fleiri aðilum. En Saddam hafði líka áhuga á sýklavopnum og fékk óvænta að- stoð. Bandarísk stofnun sem ann- aðist rannsóknir á búfjársjúk- dómum sendi um 30 ríkjum sem börðust við miltisbrand sýnis- horn af bakteríunni og var ætl- unin að vísindamenn umræddra ríkja notuðu þau gegn sjúkdómn- um. Írak var eitt þessara ríkja og eftir á getum við gagnrýnt ábyrgðarleysið hjá bandarísku stofnuninni. Þar voru menn ekki á varðbergi – sem er ekki það sama og að gefa Saddam sýkla- vopn. Hentistefna vestrænna þjóða og ekki síst forysturíkisins, Bandaríkjanna, í Mið-Austur- löndum síðustu áratugina og áhugaleysi þeirra á því að stuðla þar að lýðræði og mannréttind- um er nokkuð sem ber að for- dæma. En þá gengur ekki að finna því allt til foráttu að loksins sé snúið við blaðinu og harð- stjórar barðir niður, þótt seint sé. Siðlegra væri að fordæma lýð- ræðisþjóðina Frakka fyrir að reyna að grafa undan þeim til- raunum sem nú eru loks gerðar til að bæta ástandið og hjálpa al- menningi í arabalöndum til að njóta frelsis, jafnréttis og bræðralags. Víst fékk hann hjálp Á síðustu stundu tókst með fjölþjóðlegu átaki að hindra Frakka í að selja Saddam tegund af kjarnaofni sem hefði dugað til að framleiða efni í nokkrar kjarnorkusprengjur. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ✝ Björgvin Guð-mundsson fædd- ist í Hvammi í Kaldr- ananeshreppi í Strandasýslu hinn 10. febrúar 1933. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 9. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Jón Arn- grímsson, f. 28. júlí 1893, d. 3. júlí 1985, og Rósa Kristmunds- dóttir, f. 25. sept. 1898, d. 4. feb. 2002. Systkini Björgvins eru: Óskar, f. 9. ágúst 1925; Anna Guðrún, f. 4. júní 1927; Kristmundur, f. 7. sept. 1928; Arngrímur Kristmann, f. 26. okt. 1930, d. 18. júní 1965; og Hörður, f. 3. apríl 1941. Hinn 16. janúar 1965 kvæntist Björgvin Ingibjörgu Steingríms- dóttur, f. 20. des. 1943 í Reykja- vík. Börn þeirra eru: 1) Gréta Björgvins- dóttir, f. 12. des. 1963, gift Bjarna Jónssyni, f. 2. júlí 1961. Börn þeirra: Rakel Tanja, f. 1. jan. 1985, Róbert Bjarni, f. 6. júní 1987, Davíð Rúnar, f. 5. maí 1989, og Dagur Freyr, f. 11. nóv. 1993. 2) Guð- mundur Jón Björg- vinsson, f. 16. sept. 1965. Börn hans með Hjördísi Bjerkhoel Andrésdóttur: Íris Andrea, f. 8. apríl 1990, Tumi, f. 7. okt. 1994. 3) Baldvin Björgvinsson, f. 11. nóv. 1967. Barn hans með Sherry Lynn Cormier: Aníta Lena, f. 31. okt. 1990. Útför Björgvins fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Björgvin ólst upp á Hólmavík og tengdist sjómennsku allt sitt líf. For- eldrar hans komu úr Bjarnarfirðin- um, Guðmundur Jón Arngrímsson frá Reykjarvík og Rósa Kristmunds- dóttir frá Goðdal. Guðmundur var sjómaður og verkamaður. Rósa var húsmóðir auk þess að stunda aðra vinnu ötullega. Björgvin fluttist til Hólmavíkur á fyrsta ári með foreldr- um sínum sem þá byggðu sér heimili þar. Hann minntist heimilis foreldra sinna, sem ekki var stórt, ætíð sem yf- irfulls gistiheimilis allra sem leið áttu um eða þurftu húsaskjól eða hjálp af einhverju tagi. Þar var alltaf nóg að bíta og brenna og fannst honum stundum hálf sveitin vera í fæði á heimilinu. Bæði önduðust þau á Hrafnistu í Reykavík en bjuggu á Akranesi um tíma. Björgvin fór snemma á sjó, eða fjórtán ára gamall, síðan flutti hann til Reykjavíkur tveimur árum síðar og sá fyrir sér sjálfur upp frá því. Það voru engar barnaverndarnefndir þá sagði hann oft og hló. Hann stundaði sjó- mennsku, fyrst sem háseti en síðar sem vélstjóri. Þegar Björgvin var sextán ára og nýbyrjaður á sjó á Ing- ólfi Arnarsyni strandaði hann austan við Stokkseyri. Mannbjörg varð. Þessi atburður, ásamt öðrum þar sem hann missti vini sína í skipssköðum, varð líklega til þess síðar að þegar menn vildu komast undan einhverju sem varðaði öryggi manna var hann ósveigjanlegur. Lífið var ekki lagt undir ef hann fékk einhverju um það ráðið. Árið 1952 hóf hann nám í plötu- og ketilsmíði hjá Stálsmiðjunni. Hann lauk því námi en stundaði sjómennsk- una áfram. Þegar hann hætti á sjó tók hann aftur til starfa hjá Stálsmiðjunni og starfaði þar, hlaut meistararéttindi í sinni iðn og vann síðan sem verk- stjóri. Árið 1987 hóf hann störf hjá Siglingamálastofnun sem skipaskoð- unarmaður, bæði við almennar skoð- anir og í sinni sérgrein, sem var stál- skip. Hann þekkti öll stálskip á landinu, hvenær og hvar þau voru smíðuð og hvenær og hvernig þeim hafði verið breytt, hvar og af hverj- um. Bera margir honum vel söguna úr því starfi sem manni sem gott var að tala við og gat leiðbeint mönnum um flest sem sneri að stálskipum, vissir um það að öryggi skipsverjanna var honum hjartans mál. Björgvin lauk störfum hjá Siglingastofnun sjö- tíu ára gamall í vor sem leið. Í Reykjavík kynntist Strandamað- urinn ástinni og ævifélaga sínum Ingibjörgu Steingrímsdóttur. Þau giftust 16. janúar 1965 og hann hætti á sjó til þess að sinna sínu aðaláhuga- máli, fjölskyldunni. Um það eru allir sammála að ekkert skipti hann meira máli en fjölskyldan. Hún var honum allt og hann þurfti ekkert annað. Ým- islegt bjátaði á á lífsleiðinni og nokkr- um sinnum lögðu læknar til hjálpandi hönd, lagfærðu eitt og annað á skurð- arborðinu. Allt hafðist þetta nú af og lífið gekk að mestu vel þótt það væri ekki alltaf auðvelt. Árið 1971 flutti fjölskyldan úr Reykjavík í Kópavog- inn þar sem hún bjó síðan, fyrst á Kársnesbraut 36a en síðan í Hlégerði 16. Þótt fjölskyldan væri Björgvini allt hafði hann áhuga á ýmsu öðru. Mestur tími fór í að sinna garðinum þar sem blóma- og matjurtarækt var stunduð með miklum sóma. Hann hafði líka gaman af að fara í veiði. Honum fannst reyndar alls ekkert skemmtilegt þegar ekkert veiddist. Þegar hann komst í smáróður á trillu naut hann sín vel og var fiskinn og af- kastamikill með eindæmum. Því feng- um við að kynnast í sumar sem leið. Björgvin var líka sannur vinur vina sinna og hjálpsamur þeim þegar þurfti á að halda við hvort sem var húsbyggingar eða bílaviðgerðir. Fjöl- skyldan og börnin voru honum meira virði en allt annað og þegar barna- börnin bættust við áttu þau greiða leið að hjarta hans. Í honum fundu þau sannan vin sem þótti jafn vænt um þau öll án þess að gera upp á milli þeirra. Í samskiptum við barnabörnin var fölskvalaus umhyggja fyrir þeim og stolt. Með Björgvini Guðmunds- syni er farinn heilsteyptur maður og sannur vinur sem margir hefðu viljað njóta samvista við mun lengur. Það er með einlægu þakklæti og virðingu sem við kveðjum pabba okk- ar. Faðmur hans var hlýr og gott að eiga hann að. Gréta, Guðmundur Jón og Baldvin. Það er skrýtið að skrifa grein til minningar um þig, tengdaföður minn, sem hættir að vinna nú í vor og ætl- aðir að fara að sinna þínum áhuga- málum. Eitthvað reikna ég með að þetta verði fátæklegt með hliðsjón af þeim kynnum sem ég átt af þér. Allan þennan tíma í hvert skipti sem eitt- hvað stóð til þá byrjaðir þú alltaf á því að biðja afsökunar á tilveru þinni, annað hvort á þann hátt að þú yrðir ekki fyrir en þér þætti gaman að hjálpa, eða að þú myndir gjarnan vilja fá að vera með ef þú yrðir ekki fyrir, lítillæti og hógværð var þitt aðals- merki. Það sem gleður mig á þessari sorgarstund er að allar þær minning- ar sem ég og fjölskylda mín eiga um þig eru góðar. Við Gréta giftum okkur fyrir rúmum tuttugu árum og á þess- um tíma hefur aldrei styggðaryrði fallið á milli mín og þín, þú varst ekki bara tengdafaðir minn, heldur vinur minn líka. Ég á margra góðra stunda að minnast alveg frá byrjun, fyrst í því að fá aðstoð með að skipta um bremsur á bjöllunni hennar Grétu, síðan að laga Lödur og allan þann bílaflota sem verið hefur þessi ár, bíl- arnir hafa lagast en annað tekið við. Alltaf komstu þegar eitthvað þurfti að gera, alltaf boðinn og búinn, færðir mér vinnugalla og aðstoðaðir á alla lund. Ég man eins og gerst hefði í gær hve stoltur þú varst þegar þú leiddir Grétu inn kirkjugólfið og brostir, hún var falleg, alveg svakalega falleg, þú sagðir að hún væri fallegasta stúlkan í heiminum, þú sagðir henni að þú myndir ganga í sjóinn fyrir hana. Þið voruð miklir vinir og mjög náin, það sýndi sig best í veikindum þínum að hún vék þér ekki frá. Þið gerðuð með ykkur þann samning að hún myndi fylgja þér í gegnum þessi veikindi eins og þú hefur fylgt henni í gegnum allt þykkt og þunnt. Hún og Ingibjörg máttu ekki af þér sjá. Á morgnana var Ingibjörg hjá þér og svo tók Gréta við, þannig var þetta í langan tíma. Ég veit ekki hvar ég á að bera niður svo margar minningar á ég um þig. Þú hélst Rakel Tönju stoltur undir skírn. Við fórum öll fjölskyldan með þér og Ingibjörgu í ferðalag á litlu rútunni okkar norður á Hólmavík og í Bjarnarfjörð. Þegar maður ferðaðist með þér þá bentirðu á fjöll og firnindi og þekktir allt með nöfnum og sagðir manni til. Ég man að við gistum öll hjá Hrólfi og Nönnu á Hólmavík, Hrólfur var fermingarbróðir þinn og var mjög gaman að vera þar. Til berja fórum við og tíndum hrein ósköpin af berjum, við fórum í Sunnudal, Goðdal og Bjarnarfjörð. Það var góð ferð. Þrátt fyrir að þú hefðir farið að heim- an til sjós fjórtán ára og farinn að sjá fyrir þér sextán ára, þá þekktirðu alla staði og alla hluti. Í öll þessi ár höfum við farið í margar veiðiferðir, ekki alltaf til fjár en alltaf til skemmtunar, ég spurði þig á dánarbeðinum hvort þú myndir eftir öllum bleikjunum í Vatnsdal og þú sagðir já, og sagðir manstu við bara kipptum þeim á land, það voru heil ósköp sem við veiddum, þú varst snillingur með spúninn, það var þitt uppáhaldsveiðarfæri, í hvert skipti þegar hnýtt var á, þá sagðir þú og brostir um leið, Bjarni, svo gerir mann svo og svo gerir mann svoddan, þannig minntumst við báðir flug- unámskeiðs sem við fórum á fyrir mörgum árum og hlógum. Við byggð- um hús og þú varst þar, við fluttum myndastofu og þú varst þar, fyrir tveim árum keyptum við húsnæði fyr- ir myndastofuna, í rúman mánuð komst þú eftir vinnu á hverjum degi, spurðir aldrei hvort þyrfti, heldur komst því þú vissir að við þurftum að- stoð, samt spurðir þú á hverjum degi, verð ég nokkuð fyrir eða get ég gert eitthvað án þess að vera fyrir. Eitt man ég eftir á þessum tíma sem kemur brosi fram hjá mér núna. Ég hafði verið að sprautumála alla veggi og eitthvað stóð sprautan á sér, stundum varstu hvatvís og vildir hjálpa strax, tókst af mér sprautuna og skoðaðir, barst hana að andlitinu á þér og skoðaðir nánar, í flýti tókstu í gikkinn og ég hef aldrei séð aðra eins sjón og annan eins undrunarsvip. Ég fékk mig ekki til að brosa og reyndi að halda stillingu minni, þú varst hvítur frá toppi til táar, það var málning í eyrunum á þér. Baldvin sonur þinn hoppaði um öll gólf brjálaður úr hlátri, þú brostir, það var málning á öllum tönnunum í þér, þú tókst niður gleraugun og það var það eina sem ekki var hvítt. Við hlógum allir eins og vitleysingar, það var gaman þá, þú hlóst mest að sjálfum þér. Það sem ég held að ég hafi lært af umgengni minni við þig og vona svo sannarlega að verði mitt veganesti er að það er miklu betra að gefa en að þiggja. Þú hafðir alltaf tíma til að spjalla eða tíma til að hlusta. Börnin mín hafa verið að rifja upp þá tíma sem þau hafa átt með þér, Rakel minnist þess að þú varst alltaf góður og faðmaðir hana, gafst þér tíma til að spyrja hvernig henni vegnaði og hafð- ir áhuga á því sem hún tók sér fyrir hendur. Í vetur ætlaðir þú að laga bíl- inn hennar eins og svo marga bíla áð- ur. Róbert Bjarni minnist þess þegar þú útgerðarstjórinn á Litlanesi sigld- ir allan daginn í vor á svartfuglsveið- ar, fórst með hann upp á Sandskeið svo hann gæti flogið, þið höfðuð gert það samkomulag að þú yrðir hans fyrsti farþegi. Dagur Freyr minnist þess þegar við þrír fórum að veiða þorsk í stað þess að horfa á einhverja „júróvisíon“ vitleysu eins og þú sagðir. Davíð minnist þess að þú fórst með okkur í Hítará og þú fékkst lax, þann fyrsta í mörg ár og vildir að við tækjum stöngina. Við föðmuðum þig og kysst- um þegar hann kom á land, þvílík var gleðin og þú varst svo hissa, og þú fékkst annan. Það var gaman þá. Í vetur ætluðum við að fara yfir vélina úr bátnum, fara með hana í skúrinn þinn og gera hana fína. Ég veit að þú fylgist með okkur, útgerðarstjórinn á Litlanesi. Þú spurðir á sunnudaginn BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.