Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Maður ársins. Úlfar og fiskarnir Árstíðirnar og fiskmetið Sá litríki og víðförlimatreiðslumeistariÚlfar Eysteinsson hefur sent frá sér mat- reiðslubók, Úlfar og fisk- arnir. Bókin er gefin út af PP forlagi og kom hún jafnframt út í Danmörku og Noregi samhliða útgáf- unni á Íslandi. Morgun- blaðið sló á þráðinn til Úlf- ars í vikunni og fræddist dálítið um bókina. Er þetta svona hefð- bundin uppskriftabók, Úlf- ar? „Að vissu leyti er hún það, en uppsetning á efn- inu er vonandi frumleg. Á sínum tíma var ég í morg- unútvarpi á Rás 2 og hafði það fyrir sið að koma með eina til tvær uppskriftir. Hugmyndin var að þær væru þannig að upplagi að mögu- leiki væri á því að fólk gæti munað þær þótt það væri t.d. að keyra í vinnuna. Þær voru einnig hugs- aðar þannig að það þyrfti ekki að verða sér úti um einhver framandi krydd sem maður notaði kannski bara eina matskeið af og síðan aldrei meir. Þessum uppskriftum hef ég haldið til haga og er með ýmsar þeirra veitingastaðnum mínum Þremur Frökkum. Síðan er hugmyndin að bókinni kom sl vetur, fór ég í bankann og dró einnig fram nokkrar nýjar upp- skriftir.“ Þú nefndir frumlega uppsetn- ingu. „Ég skrifa þetta út frá árstíð- unum. Til dæmis hrygnir stein- bítur í desember og Þingvalla- bleikjan nýbúin að hrygna. Þá er maður ekkert að hugsa um þær tegundir. Það spyr enginn um hrogn og lifur í ágúst og loðnan kemur ekki til sögunnar fyrr en í febrúar. Fisktegundirnar eru teknar fyrir með þessum hætti. Þá fjalla ég um allar tegundirnar og læði að litlum sögum af þeim þar sem vera ber. Til dæmis í kaflanum um kolann, þar segi ég frá því þegar við guttarnir í Hafn- arfirðinum útbjuggum háf úr reiðhjólagjörð og slökuðum verk- færinu niður af bryggjunni. Lét- um það síðan liggja við botninn með beitu í nokkrar mínútur og rykktum því síðan upp. Þannig veiddum við 15 til 20 kola í hverju hali og fórum síðan um bæinn og seldum. Lýsi og mjöl keypti af okkur kílóið á eina krónu. Þá er lítil saga af því þegar einhver trillukarlinn lét okkur guttana hafa hnísu, mest til að stríða okk- ur. Við vorum ekki nema 9 til 10 ára og vorum voðalega spenntir. Á endanum fórum við með hana í kerru upp á fótboltavöll og það sóttu sér allir hníf og disk og skáru dýrið niður. Það var hnísa að borða um allan Hafnafjörð þá um kvöldið. Eins og þú sérð, ligg- ur við að hafa megi þessa bók á náttborðinu.“ En uppskriftirnar eru aðalmál- ið ekki satt? „Jú, ég er með 50 uppskriftir og eru myndir af um helmingi þeirra. Þarna kennir margra grasa. Eigin- lega allra grasa. Þarna er t.d. uppskriftir allt frá hámeri til trjónukrabba og öðuskeljar. Þarna eru ufsi, steinbítur, loðna, síld, þorskur, laxfiskar, meira að segja áll og hrefna, en það er skemmtileg tilviljun að einmitt í sumar hafi aftur verið byrjað að veiða hrefnu.“ Fyrir hverja ertu að skrifa þetta, Úlfar? „Alla sem hafa áhuga á mat og skemmtilegum tilraunum. Síðustu fimm til tíu árin hafa eldhúsin í þjóðfélaginu fyllst af nýju ungu fólki sem hefur ekki kynnst mat- reiðslu í skólanum eins og ég gerði. Það hefur aldrei séð fiskinn í frystihúsinu eins og hvert mannsbarn gerði áður. Maður þarf ekki annað en að fara í stór- markað og kíkja ofan í körfurnar hjá þessu unga fólki til að sjá hver smekkurinn er. Í raun og veru hef ég áhyggjur af þessu og vil gera mitt til að snúa þróuninni við.“ Er Íslendingum við bjargandi í fiskneyslu og fordómum gagnvart mörgum tegundum á borð við þorsk? „Það vill nú svo til að síðustu fimm árin hefur orðið mikil breyt- ing til batnaðar. Áður þýddi lítið fyrir fisksala að hafa t.d. þorsk í borðinu, en núna fer hann til jafns við ýsuna, enda að mörgu leyti safaríkari og meðfærilegri heldur en ýsan. Það eru komnar nokkrar svona „delikatessen“-fiskbúðir og sjálfur er ég með einhvern mót- þróa og hef t.d. ekki verið með ýsu á matseðli Þriggja Frakka síðustu fimm árin.“ En skatan er nú fiskur desem- bermánaðar, ekki satt? „Jú, biddu fyrir þér. Það líður ekki sá dagur í þessum mánuði að ég er ekki með fullt af fólki borð- andi skötu. Á Þorláksmessu keyr- ir svo um þverbak og þann dag rúlla 400 manns í gegnum staðinn hjá mér, þótt lítill sé, frá klukkan ellefu um morguninn til ellefu um kvöldið. Á aðfanga- dagsmorgni er síðan loftað út, hreinsað til, gluggatjöldin tekin niður og allt viðrað og hreinsað. Á Þorláks- messu einni elda ég yfir 300 kíló af skötu og ilmurinn, eins og ég kalla það, vill sitja eftir. Antiskötu-istar kalla þetta hins vegar fnyk eða fýlu. Nágrannar mínir í Þingholt- unum hafa löngum sagt mér að þeir bæði kvíði þessum degi og hlakki til hans. Stemmingin er góð, en lyktin umdeilanleg.“ Úlfar Eysteinsson  Úlfar Eysteinsson fæddist 23. ágúst 1947. Hann útskrifaðist sem matreiðslumeistari árið 1967. Hann hefur staðið yfir pottunum og pönnunum hjá Leikhúskjallaranum, Hótel Holti, Hótel Loftleiðum, flugeldhúsi Flugleiða, Laugaási, Pottinum og pönnunni og Úlfari og ljóni. Síðustu árin hefur hann rekið veitingastaðinn Þrjá Frakka hjá Úlfari við Baldursgötu. Úlfar á tvö börn, Guðnýju Hrönn og Stefán, og vinna bæði hjá honum á Þremur Frökkum. aldrei séð fiskinn í frystihúsinu SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að gera tillögur um veiðar á ref eða aðrar aðgerðir til að draga úr tjóni af völdum refa í land- búnaði. Nefndin skal fjalla um áhrif refs í íslenskri náttúru svo sem á fuglalíf og gera tillögur um hvernig við skuli brugðist. Nefndin skal jafn- framt fjalla um viðgang refastofns- ins á vernduðum svæðum s.s. Horn- strandafriðlands og áhrif hans á lífríkið og eftir atvikum gera tillögur um aðgerðir á þeim svæðum. Í nefndinni sitja: Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri, for- maður, Áki Ármann Jónsson, for- stöðumaður veiðistjórnunarsviðs, til- nefndur af Umhverfisstofnun, Hrafnkell Karlsson, bóndi, tilnefnd- ur af Bændasamtökunum, Ívar Er- lendsson, tilnefndur af Skotveiði- félaginu, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýra- vistfræðisviðs, tilnefndur af Nátt- úrufræðistofnun, Snorri H. Jóhann- esson, bóndi, tilnefndur af Félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink, og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjar- stjórnar Austur-Byggðar. Nefnd um veiðar á ref REKSTRARFÉLAGIÐ Braut ehf., sem er í eigu Kaupþings Búnaðarbanka, hefur tekið yfir rekstur Svínabúsins í Brautar- holti. Að sögn Helga Sigurðsson- ar, forstöðumanns lögfræðisviðs bankans, er þessi aðgerð hluti af víðtækara samkomulagi um framgang heildarskulda félagsins við bankann. Í tilkynningu bankans segir að þessi ráðstöfun sé hluti af sam- komulagi um uppgjör á skuldum svínabúsins við bankana og með því að halda rekstrinum áfram verði þess freistað að hámarka verðmæti þeirra eigna svínabús- ins sem veðsettar eru í bankan- um. Stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Rekstrarfélags Brautar er Jakob Bjarnason og segir í tilkynningu að aðrar breytingar á starfsmannahaldi séu ekki fyrirhugaðar. Helgi segist ekki geta tjáð sig um skuldastöðu fyrrum eigenda svínabúsins en segir þessa að- gerð vera hluta af víðtækara samkomulagi um framgang heild- arskulda félags þeirra við bank- ann. Helgi segir að nýr fram- kvæmdastjóri Rekstrarfélagsins muni hafa yfirumsjón með fjár- reiðum félagsins en dagleg störf sem tengist framleiðslu og gæða- málum verði áfram með óbreytt- um hætti. „Við erum að fara yfir þetta, bæði birgðir og starfs- mannamál og annað og við reikn- um ekki með því að það verði miklar breytingar að svo stöddu.“ Kristinn Gylfi Jónsson, sem stýrt hefur búinu til þessa, segir þessa aðgerð vera unna í sátt við eigendur Svínabúsins í Brautar- holti og menn ætli í sameingu að vinna málin áfram. Bankinn yfirtekur rekstur svínabús- ins í Brautarholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.