Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 39
unga fólkið þyrfti að skemmta sér.
Nú er Tobba okkar farin í þá ferð,
sem við öll, dauðlegir menn, verðum
að ganga, fyrr eða síðar. Hún var
orðin gömul kona og tilbúin til far-
arinnar. Guðstrú hennar veitti henni
sannfæringu um að á göngu sinni
um hinar ókunnu lendur myndi hún
hitta fyrir foreldra sína og horfna
bræður, sem hún unni svo mjög. Þau
og þeir myndu taka þar á móti henni
og veita henni hlutdeild og leiðsögn
þar sem fegurðin ein ríkir. Og við,
sem eftir lifum, vitum líka, að ef til
er almætti, þá mun henni verða að
þessari ósk sinni. Minning um góða
og glæsilega konu, félaga og vin mun
lifa með okkur og Guð almáttugur
mun blessa hana.
Magnús Hreggviðsson.
Sómakonan Þorbjörg Magnús-
dóttir lést 4. desember sl. Farin á
annað tilverustig, þar sem stór hóp-
ur bræðra, ásamt foreldrum, hefur
vafalaust tekið henni fagnandi.
Kattavinurinn Þorbjörg, sem kom
fram við alla ketti sem hefðarkettir
væru, átti einn lengi vel, sem var
henni góður félagsskapur, hún bjó
ein á Freyjugötunni þá. Eigendur
fiskbúðarinnar, góðir grannar og
hjálpsamir, gaukuðu oft að henni
ýmsu góðu sem varð að veislu að
hefðarkattar kröfum. En þar kom að
kisi hennar veiktist og var svæfður
og saknaði hún hans mikið. Engu
var líkara en hefðarköttur einn í ná-
grenninu fyndi á sér hvernig henni
leið, því hann fór að venja komur
sínar inn um gluggann, ekki fékk
hann síðri umhyggju eða traktering-
ar en hinn og létti henni tilveruna.
Húmoristinn Þorbjörg, hispurs-
laus og hreinskilin, kryddið í tilver-
unni, sem hafði gaman af að segja
sögur og rifja upp spaugileg atvik
frá árum áður. Komu bræður henn-
ar þar oft við sögu og leyndi sér ekki
stoltið í þeirra garð.
Hreinláta Þorbjörg, allt varð að
vera skínandi hreint, hvergi blettur
né hrukka, vandlega raðað í skápa
og skúffur. Trúlega komin með bón-
kústinn þunga og líka farin að gljá-
pússa skó bræðra sinna á nýja
staðnum.
Megirðu eiga góða heimkomu,
mín kæra, Guð geymi þig.
Guðlaug Guðjónsdóttir.
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 39
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
milli kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkj-
unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12.
Léttur hádegisverður að lokinni bæna-
stund. Allir velkomnir.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður
á sanngjörnu verði að helgistund lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara
starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Félagsvist
mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl.
13. Bridsaðstoð á föstudögum kl. 13.
Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma
511 5405.
Laugarneskirkja. Þriðjudagur með Þor-
valdi kl. 20.30. Þorvaldur Halldórsson
leiðir lofgjörðina við undirleik Gunnars
Gunnarssonar á flygilinn og Hannesar
Guðrúnarsonar sem leikur á klassískan
gítar. Gengið er inn um aðaldyr kirkju, eða
komið beint inn úr Fullorðinsfræðslunni.
Kl. 21 fyrirbænaþjónusta við altarið í
umsjá bænahóps kirkjunnar.
Neskirkja: Litli kórinn – kór eldri borgara
kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All-
ir velkomnir.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl.
10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16. Starf fyrir
10–12 ára kl. 17.30.
Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í
safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf
með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim-
ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára
börnum í Ártúnsskóla.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund á aðventu
kl. 12. Tónlist, ritningarlestur og bæn. Allir
velkomnir. Bænaguðsþjónusta með altar-
isgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma
til sóknarprests í viðtalstímum hans.
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús
kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og
spjall. Kaffiveitingar, alltaf eitthvað gott
með kaffinu. Kirkjukrakkar með börn á
aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æsku-
lýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í
Grafarvogskirkju kl. 20.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl.
9.15 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs-
sonar. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Sam-
verustund kl. 14.30–16. Fræðandi inn-
legg í hverri samveru. Lagið tekið undir
stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur. Kaffi og
stutt helgistund. Allir hjartanlega velkomn-
ir. Starf með 8–9 ára börnum í borgum kl.
17–18 í umsjón Dóru Guðrúnar og Bóasar.
Starf með 10–12 ára börnum á sama stað
kl. 18–19 í umsjón Dóru Guðrúnar og
Bóasar.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í
safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum
3, kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12.
SELA yngri deild kl. 20–22.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í
dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12
ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar
stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðs-
félagið (Megas) heldur vikulegan fund kl.
19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi
þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdótt-
ir og Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er
opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er
opið hús fyrir unglinga 13–15 ára.
Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað
og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir
frí galvösk að vanda.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Bænastund kl. 09.
Keflavíkurkirkja. Leikskólabörn fjöl-
menna til kirkju kl. 10.30 og 14.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15.
Jólafrí hjá kirkjuprökkurum. Sjáumst í
sunnudagaskólanum og minnum á jóla-
trésskemmtunina í safnaðarheimilinu 28.
desember. Byrjum svo aftur á sama tíma í
janúar. Kl. 16 Litlir lærisveinar Landa-
kirkju. Kóræfing hjá yngri hóp 1.–4. bekk-
ur. Kl. 17 Litlir lærisveinar Landakirkju.
Kóræfing eldri hóps, 5. bekkur og eldri.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upp-
lýsingar á www.kefas.is
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 2 (Lndar-
skóli).
Glerárkirkja. Kyrrðar- og tilbeiðslustund
kl. 18.10.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 17.30
Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk.
Safnaðarstarf
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Elskuleg eiginkona mín,
KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingey-
inga, Húsavík, fimmtudaginnn 11. desember
sl., verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju
miðvikudaginn 17. desember og hefst athöfnin
kl. 14.00.
Sören Einarsson
og aðrir vandamenn.
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RÓSU GUÐNADÓTTUR
frá Eyjum í Kjós,
fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
18. desember kl. 13.30.
Amalía H. Skúladóttir, Leonhard I. Haraldsson,
Hallur Skúlason, Lilja Kristófersdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÞÓRUNN MARTA TÓMASDÓTTIR
frá Barkarstöðum í Fljótshlíð,
Snælandi 8,
sem lést föstudaginn 5. desember, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
18. desember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Grétar Haraldsson, Solveig Theodórsdóttir,
Ingileif Svandís Haraldsdóttir, Howard Smith,
Sigurður Haraldsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÁSGEIR P. ÁGÚSTSSON
frá Stykkishólmi,
Aflagranda 40,
sem lést fimmtudaginn 11. desember sl., verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 19. desember kl. 10.30.
Erla Jónsdóttir,
María Ásgeirsdóttir, Ágúst Breiðfjörð,
Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir, Davíð Þjóðleifsson,
Ásgeir Páll Ágústsson,
Kristmann Jóhann Ágústsson,
Hrefna Kristín Ágústsdóttir,
Anna Sólveig Davíðsdóttir,
Jón Davíð Davíðsson.
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Ási,
Breiðdalsvík,
sem lést á elliheimilinu Grund miðvikudaginn
10. desember, verður jarðsungin frá Heydala-
kirkju laugardaginn 20. desember kl. 14.00.
Minningarathöfn fer fram í minni kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn
17. desember kl. 15.00.
Jón Einarsson, Ellen Svavarsdóttir,
Lúðvík Einarsson, Þóra Björk Benediktsdóttir,
Eyþór Einarsson,
Eygló Einarsdóttir,
Rúnar Hannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu minn-
ingu okkar ástkæru móður,
SIGNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR,
Hrafnistu Reykjavík,
áður Efstasundi 3.
Sérstakar þakkir sendum við heimilisfólki, svo
og starfsfólki Hrafnistu Reykjavík.
Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð.
Elín Ingólfsdóttir,
Örn Ingólfsson, Lovísa Guðrún Jóhannsdóttir,
Bjarni Ingólfsson, Erna Agnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug,
samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ást-
kærs bróður okkar og fósturföður,
ÁRNA JÓNASSONAR
vélstjóra,
Skúlagötu 10,
Reykjavík,
sendum við innilegar þakkir og kveðjur.
Kristín Jónasdóttir, Sigurjón Jónasson,
Kristinn Atlason,
Ída Atladóttir,
Auður Atladóttir,
Anna Atladóttir,
Atli Hilmar Hrafnsson.
Eiginmaður minn,
HAUKUR PÉTURSSON
múrarameistari,
Aðallandi 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju fimmtu-
daginn 18. desember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elínborg Sigurðardóttir.
MINNINGAR