Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 37 hvort báturinn væri kominn í slipp, ég játaði því, aftur spurðir þú hvort mik- ið hefði verið á honum. Alltaf að hugsa hvað mætti laga og hvað mætti fara betur, þegar maður skoðar bátinn núna, sér maður marga hluti sem þú lagaðir, í sumar áttir þú bæði með bræðrum þínum og með Edda vini þínum fallega daga úti á sjó, marga með okkur fjölskyldunni, við minn- umst þeirra nú. Sjórinn var þér hug- leikinn, í námunda við hann hefur þú verið frá upphafi. Á Líknardeildinni þökkuðum við hvor öðrum fyrir allar stundirnar sem við höfum átt. Það var mér dýrmætt. Hafðu guðlaun fyrir þær allar. Þín vinátta var án skilyrða. Ég mun passa hana Grétu þína, þið áttuð mikið gott að eiga hvort annað, það var styrkur ykkar í þessum veik- indum. Við höfum lært að það er rétt að nota þann tíma sem maður á, hann kemur ekki aftur. Það var gott að vera hjá þér þegar þú kvaddir, en það var líka sárt. Börnin fundu hvað það var kærkomin hvíld og fullkomið frelsi fyrir þig. Að lokum langar mig fyrir hönd fjölskyldu minnar að þakka starfs- fólki Landspítalans á deild 11E, Kar- ítas og sérstaklega starfsfólki Líkn- ardeildar Landspítalans í Kópavogi. Allt þetta fólk vinnur af einlægni og nærgætni að starfi sínu, það verður seint fullþakkað. Elsku Ingibjörg, guð geymi þig og styrki, börn þín og barnabörn. Góður maður og guðhræddur, hjartahreinn og hreinskilinn, vina-vandur og vina bestur, dauðtryggur og djúphygginn, réttsýnn og ráðhollur, orðheldinn og orðgætinn; þeim kærastur, er þekktu’ hann best. (Páll Ólafsson.) Þinn vinur og tengdasonur Bjarni Jónsson Sæll afi minn. Ég vildi bara þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Ég veit að ef ég ætti að nefna allar þá þyrfti ég margar síður af því að góðu stundirnar sem við áttum saman eru óteljandi. En það má nú nefna nokkrar eins og þegar við fórum sam- an í Hítará og þú veiddir tvo gullfal- lega laxa. Það þótti okkur nú rosalega gaman. Og öll matarboðin sem þú bauðst okkur í og öll skiptin sem þú fórst með okkur í fótbolta í garðinum þínum. Þetta voru rosalega skemmti- legar stundir. En þær eru nú miklu miklu fleiri. En ég vil bara þakka þér fyrir allt afi minn. Mér gengur alltaf jafn vel í fótboltanum og í körfubolt- anum. Og loksins komst nú báturinn í slipp og tókst það mjög vel. Þér þótti nú ósköp gaman að dunda þér í hon- um í sumar og maður sér alveg greini- lega hvað þú ert búinn að gera mikið fyrir bátinn. Sjóferðirnar voru rosa skemmtilegar líka. Það væri nú meira hægt að skrifa en nú verð ég því mið- ur að fara að binda enda á þetta bréf. Kær kveðja, þinn afasonur og góð- ur vinur Davíð Rúnar Bjarnason. „Eitt á enda ár vors lífs er runnið,“ segir í gömlum sálmi. Þessi lína kom í huga mér á dánardægri Björgvins Guðmundssonar. Á hverjum jólum, um hver áramót og um hver tímamót í lífinu hugleiða flestir hvað framtíðin beri í skauti sér. Væntingar eru í brjósti að sjá nýja sól, nýtt tungl og nýtt líf, en örlögin taka oft í taumana. Svo fór um þann ágæta vin minn Björgvin, en ég tengdist inn í ætt hans fyrir rúmum tuttugu árum. Björgvin var afar hlýr maður í við- móti, mjög nákvæmur og sinnti öllu í sínu lífi með einstakri samviskusemi, hvort sem var í starfi eða einkalífi. Björgvin var ósérhlífinn með afbrigð- um og fremstur í flokki hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Í lífi sínu hafði hann svo sannarlega kærleik, vinnusemi, nákvæmni og góða siði að leiðarljósi. Þetta nýttist honum alltaf vel í starfi hvort sem var áður fyrr um borð í fiskiskipum, síðar í Stálsmiðj- unni og um árabil hjá Siglingastofn- un. Björgvin hafði með starfi sínu í Stálsmiðjunni og síðar hjá Siglinga- stofnun yfirburða þekkingu á skipa- tæknimálum og sögu íslenskra skipa síðastliðna áratugi. Snilli Björgvins kom fram í tæknimálum og var marg- ur smíðisgripurinn stór sem smár, sem hann lagði hönd á og margir hafa notið góðs af, oftar aðrir en nánasta fjölskylda hans. Hann var barngóður með afbrigðum og hið sama gilti í um- gengni við þá sem komnir voru á efri ár eða héldu sig til hlés í lífinu. Við alla gat hann talað sem jafningja og viðmælandinn hafði alltaf alla athygli. Oft sást til Björgvins þegar hann vék sér til hliðar meðal fólks, sem ekki var miðpunktur umræðnanna hverju sinni, en þessu hafði Björgvin ein- stakan skilning á. Þetta voru einstak- ir mannkostir. Á sl. vetri lét Björgvin af störfum hjá Siglingastofnun vegna aldurs, eftir farsælt ævistarf og ætl- aði að eiga góða daga með sinni ágætu og afar traustu eiginkonu. Örlögin hafa nú tekið í taumana. Erfiður sjúk- dómur lagði hraustan mann að velli á tiltölulega skömmum tíma. Lífs- mynstur Björgvins hefur á síðari ár- um þróast eftir langan vinnudag, að njóta hvíldar þegar því hefur verið við komið með góðu móti. Björgvin og Ingibjörg hafa getað notað hin síð- ustu ár í að ferðast bæði innan lands sem utan og notið þess svo sannar- lega. Þar voru samrýnd hjón á ferð, enda kom það skýrt fram í sameig- inlegum áhugamálum, sem alls staðar er afar dýrmætt. Myndarlegt og hlý- legt heimili stóð um árabil á Kárs- nesbrautinni, en síðan 1985 í Hlégerði 16 í Kópavogi. Ég sakna vinar. Ég átti í Björgvini góðan vin, sem hafði áhuga á bílum og öllu sem við kom vélum og búnaði. Oft sátum við saman og spjölluðum um þessi mál og sótti ég þangað mikinn fróðleik. Ef hringt var og hann spurður álits var svarið alltaf, ég kem, hjálpfúsari maður var vandfundinn. Margar ferðirnar fór hann með mér á bílasölur, þegar hug- að var að bílakaupum og það síðast hinn 1. september sl., nánast daginn sem í ljós kom hversu alvarleg veik- indi hans voru. Björgvin kvartaði ekki þá, sagðist vera slappur, bar sig alla jafna ákaflega vel. Hann hvatti mig til reynsluaksturs á slæmum malarvegi, og sagði: „Þér er nú óhætt að keyra bílinn. Keyrðu drengur,“ sagði hann. Bíllinn var keyptur. Björgvin gekk hljóðlega um lífið, hann ávann sér hvarvetna traust, enda þufti ekki annað en sjá manninn, eins og hann sagði stundum um aðra. Björgvin var afbragðs fjölskyldufað- ir, þriggja barna og stórrar fjölskyldu sem nú syrgir. Yfirvegaður var hann og sá sannarlega skoplegu hliðarnar á lífinu, henti oft grín að atburðum hins daglega lífs. Ég átti þess kost að ræða við Björgvin í nær tvo klukkutíma viku fyrir andlátið. Við fórum vítt og breitt í samtali okkar og hlógum sam- an að sjálfum okkur, mönnum og mál- efnum. Við hlógum saman þegar við kvöddumst. Vinnusamri ævi heiðurs- manns er lokið. Kærleikur var svo sannarlega ávallt í huga hans til sam- ferðamanna. Þannig minnist ég hans. Magnús Ásgeirsson. Í dag er til moldar borinn mætur maður, Björgvin Guðmundsson skipaeftirlitsmaður. Björgvin lærði plötu- og ketilsmíði hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík og vann þar í mörg ár, m.a. við smíði dráttarbátsins Magna og björgunar- og varðskipsins Al- berts, en þau skip voru fyrstu stál- skipin sem smíðuð voru á Íslandi. Auk veru sinnar hjá Stálsmiðjunni hafði Björgvin langa reynslu af sjó- mennsku. Hann hafði ungur farið til sjós og að loknu námi verið vélstjóri á ýmsum skipum, bæði togurum og bátum. Árið 1988 hóf Björgvin vinnu við skipaeftirlit hjá Siglingastofnun rík- isins. Meðal verkefna hans þar voru einkum skoðanir á bol skipa og vél- búnaði auk skoðunar á öxul- og stýr- isbúnaði. Það kom skjótt í ljós að Björgvin var mjög samviskusamur skoðunarmaður og bjó yfir mjög yf- irgripsmikilli reynslu og þekkingu á smíði skipa og búnaði þeirra. Hann vissi nákvæmlega hvar leita átti veik- leika í skipum og var vegna þekkingar sinnar og reynslu mikils metinn skoð- unarmaður bæði af eigendum skipa og sjómönnum jafnt sem samstarfs- mönnum. Hann hafði ávallt á reiðu hvernig standa ætti að viðgerðum og var óspar á ráðleggingar til þeirra sem til hans leituðu varðandi skipa- viðgerðir. Eins og fram hefur komið hóf Björgvin snemma sjómennsku og var fyrstu árin á minni vélbátum sem al- gengir voru í íslenska fiskiskipaflot- anum. Hann var háseti á mb. Ingólfi Arnarsyni frá Reykjavík sem fórst við Þjórsárósa árið 1950 og var áhöfn- inni allri bjargað af björgunarsveit Slysavarnafélags Íslands á Stokks- eyri. Björgvin hafði mikinn áhuga á ör- yggismálum sjómanna og má eflaust rekja þann áhuga að einhverju leyti til þeirrar reynslu sem hann fékk við fyrrgreindan atburð. Þessi áhugi kom oft í ljós þegar hann lýsti skoðunum sínum á eftirliti skipa og hefur efa- laust átt þátt í vönduðum vinnubrögð- um hans. Við vinnufélagar hans hjá Siglingastofnun, en hjá þeirri stofnun hélt Björgvin áfram starfi eftir sam- einingu Siglingamálastofnunar og Vita- og hafnamálastofnunar, höfðum oft áhyggjur af honum þegar hann var við skoðun skipa. Meðal verkefna hans var að skríða um botn og olíu- tanka og kanna ástand bols skipa að innanverðu jafnt sem utan. Þeir sem til þekkja vita að oft er mjög erfitt að athafna sig á slíkum stöðum, skríða þarf um lítil göt og stokka og ekki allt- af hátt til lofts eða vítt til veggja. Þessi störf vann hann af stakri sam- viskusemi, oftast einn að verki. Marg- ar ferðir fór Björgvin á vegum Sigl- ingastofnunar til skoðunar á skipum erlendis, bæði vegna innflutnings skipa eða vegna venjubundins eftir- lits þeirra. Síðastliðið vor lét Björgvin af störf- um hjá Siglingastofnun vegna aldurs, þá orðinn 70 ára. Hann hugsaði sér gott til glóðarinnar að njóta þess að geta verið meira heima með eigin- konu, börnum og barnabörnum og sinna áhugamálum, sem voru marg- vísleg. En eigi má sköpum renna. Björgvin veiktist alvarlega seinna á þessu ári og lést af völdum þess sjúk- dóms hinn 9. des sl. Björgvin Guðmundsson var vand- aður maður og vel liðinn meðal sam- starfsfólks síns. Hann gaf sér ávallt tíma til að liðsinna og leiðbeina fé- lögum sínum og vildi öllum vel. Í smiðju hans var gott að leita. Eiginkonu hans og fjölskyldu send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur um leið og við kveðjum góðan vin og félaga með söknuði. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá Sigl- ingastofnun. Hálfdan Henrysson. Hann Björgvin er dáinn, besti frændi sem hægt er að hugsa sér, Björgvin með fallegu bláu augun og bjarta andlitið. Hann átti í okkur systrum hvert bein, við vorum ríkar sem áttum tvo pabba meðan flestir aðrir þurftu að láta sér nægja einn. Hann hafði áhuga á öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur og var aldrei of þreyttur þegar hann kom af sjón- um til að skoða nýjar stílabækur eða annað merkilegt sem okkur hafði áskotnast. Hann sigldi til útlanda og kom heim með nýjungar eins og for- láta sjónvarp sem hann geymdi hjá okkur og við lágum límdar við skjáinn þótt við skildum ekki stakt orð í ensku. Okkar fannst hann eiga skilið að eignast góða konu og vorum á hött- unum eftir heppilegu kvonfangi handa honum en varð ekkert ágengt. Honum tókst betur upp sjálfum þeg- ar hann eignaðist sína góðu konu Ingibjörgu. Samrýndari hjónum var leitun að og þegar börnin fæddust fengum við ný og ábyrgðarfull hlut- verk sem eldri frænkur og sjálfskip- aðar barnapíur. Aðrir verða til þess að rekja æviferil Björgvins betur en við en með þessum orðum kveðjum við yndislegan frænda sem alltaf átti sinn stað í hjarta okkar þótt árin liðu og hlutverkin breyttust. Missir Ingi- bjargar er mikill og barnanna hans og barnabarna. Megi minningarnar vera þeim styrkur í sorginni. Við systur kveðjum góðan mann og frænda og þökkum samfylgdina. Valdís, Aðalbjörg og Edda. Faðir okkar, afi og bróðir, HALLDÓR HALLDÓRSSON frá Svanahlíð, Akranesi, lést föstudaginn 12. desember sl. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstu- daginn 19. desember kl. 14.00. Sævar Már Halldórsson, Kolbrún Harpa Halldórsdóttir, Inga Dóra Halldórsdóttir, Heimir Berg Halldórsson, Andri Már Halldórsson, Davíð Þór Halldórsson, Pétur Hafliði, Katla Marín og systkini hins látna. Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN EINARSSON, Álfheimum 56, lést á heimili sínu laugardaginn 13. desember síðastliðinn. Stefanía Björnsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson, Inga Þórðardóttir, Þorlákur Pétursson, Áslaug Þórðardóttir, Bragi Svavarsson, Sigríður H. Sverrisdóttir, Adrian J. King og barnabörn. Kveðja frá Golf- klúbbnum Hamri Enn einu sinni er höggvið skarð í félagatöluna hjá Golfklúbbnum á Davík. Að þessu sinni er það hún Helga okkar. Helga fór að starfa með okkur fyrir nokkr- um árum og féll strax vel inn í hóp- inn. Hún naut þess að spila golf og átti svo margar ánægjustundirnar með okkur hinum bæði á vellinum og í golfskálanum. Félagar fundu fljótt að þar fór traust og heilsteypt per- sóna og því voru henni falin erfið HELGA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR ✝ Helga KristínSigurðardóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 30. júní 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 4. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Dal- víkurkirkju 13. des- ember. verkefni sem hún leysti af kostgæfni og einurð á sinn hátt og þannig að að fáir urðu varir við en flestir tóku eftir að skil- aði árangri. Á síðasta ári völdu félagar hana Hamar ársins sem er æðsta viðurkenning fé- laga í klúbbnum. Veik- indi hennar gerðu vart við sig í sumar og margir söknuðu vinar í stað og félaga á vellin- um. Við vorum þó von- góð allt þar til fyrir stuttu síðan að séð var að ekki yrði lengra haldið. Kær vinkona og félagi er farin. Hennar er sárt saknað. Við geymum með okkur dýrmætar minningar. Aðstandendum vottum við inni- lega samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau. Guð blessi minningu Helgu Sig- urðardóttur. F.h. Golfklúbbsins Hamars, Guðm. Ingi Jónatansson. AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.