Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 47 Glæsilegar förðunartöskur í miklu úrvali snyrtivörudeildir Örfá sæti laus í 10 daga skí›afer›ina Ein me› öllu til Val di Fiemme 14. - 24. janúar. Fararstjóri er Einar Sigfússon. www.urvalutsyn.is 118.100 kr.* ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 24 03 10 /2 00 3 *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá hóteli erlendis, lyftukort, gisting me› hálfu fæ›i í 10 nætur og íslensk fararstjórn. Sta›greitt m.v. tvo í herbergi me› hálfu fæ›i á hótel Shandrani. b‡›ur öllum sem kaupa skí›afer› hjá Úrval-Úts‡n 20% afslátt af skí›afatna›i og ö›rum skí›avörum. Ver›: Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 Úrval-Úts‡n ÍSLENSK jólamessa var haldin í hallarkapellu mótmælendakirkju Bruss- elborgar á laugardaginn. Í forföllum séra Jóns Aðalsteins Baldvinssonar messaði séra Sigurður Arnarson og félagar í Íslandsfélaginu í Belgíu sáu um forsöng af miklum myndarskap. Messan var helguð jólunum og börn- unum, sem höfðu æft Bjart er yfir Betlehem og Jesús er besti vinur barnanna í Íslenskuskólanum í Brussel. Þá var einnig skírð ung íslensk stúlka sem fæddist í Brussel í september, Arndís Tómasdóttir, dóttir hjónanna Tómasar Möller, fulltrúa fjár- málaráðuneytisins við sendiráð Íslands í Brussel, og Helenu Árnadóttur. Kirkjugestir voru að sögn afar ánægðir með að fá íslenska messu og þegar söfnuðurinn söng saman Heims um ból komust allir í sannkallað jólaskap. Íslensk jólamessa í Brussel Morgunblaðið, Brussel Borgarbókasafn kl. 17–18 Dag- skrá um myndasöguna Blóðregn í aðalsafni. Höfundarnir, Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björg- vinsson, kynna verkið með orðum og myndum. Í DAG MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjöl- skylduhjálpar Íslands, fyrir hönd kvenna í samtökunum: „Fjölskylduhjálp Íslands hefur haf- ið starfsemi sína og er nú opin öllum einstaklingum, óháð kyni, aldri og bú- setu, og er opið alla fimmtudaga frá kl. 14 til 17. Fjölskylduhjálpin er til húsa í Eskihlíð 2–4, í fjósinu þar sem Hagkaup hóf rekstur við Miklatorg. Undirbúningur að stofnun Fjöl- skylduhjálpar Íslands hófst um mitt sumar sem leið. Þær konur sem stofn- uðu og/eða starfa fyrir Fjölskyldu- hjálp Íslands eru eftirfarandi: 1) Guðrún Magnúsdóttir, starfaði í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir hönd Húsmæðrafélags Reykjavíkur sl. 12 ár, en sagði af sér störfum fyrir Mæðrastyrks- nefnd á aukaaðalfundi nefndar- innar 6. nóvember 2003. 2) Anna Auðunsdóttir, starfaði í nokkur ár fyrir Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur fyrir hönd Húsmæðrafélags Reykjavíkur, en sagði af sér störfum fyrir Mæðrastyrksnefnd á aukaaðal- fundi nefndarinnar 6. nóvember 2003. 3) Ragna Rósantsdóttir, starfaði í 12 ár fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir hönd Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, en sagði af sér störf- um fyrir Mæðrastyrksnefnd á aukaaðalfundi nefndarinnar 6. nóvember 2003. 4) Unnur Jónasdóttir, hefur starfað og starfar fyrir Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur fyrir hönd Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík sl. 27 ár og þar af for- maður nefndarinnar í 17 ár. 5) Ásgerður Jóna Flosadóttir, starf- aði fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir hönd Félags háskólamenntaðra kvenna sl. 8 ár og þar af formaður nefndarinnar í 5 ár, en sagði af sér störfum fyrir Mæðrastyrksnefnd á aukaaðal- fundi nefndarinnar 6. nóvember 2003. 6) Ingibjörg Arilíusardóttir, nýliði í hjálparstarfi. 7) Eyrún Antonsdóttir, nýliði í hjálp- arstarfi. 8) Díana Björnsdóttir, með margra ára reynslu í hjálparstarfi. 9) Anna Björgvinsdóttir, nýliði í hjálparstarfi. 10) María Jóhannesdóttir, nýliði í hjálparstarfi Eins og að ofan greinir búa þær konur sem eru í sjálfboðastarfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands yfir 60 ára reynslu við hjálparstarf á Íslandi. Á næstu mánuðum mun fjöldi kvenna koma til starfa hjá Fjölskylduhjálp- inni. Mannúð og kærleikur eru höfð að leiðarljósi í starfi Fjölskylduhjálpar- innar. Í dag er Fjölskylduhjálpin fullbúið líknarfélag, þökk sé þeim fjöl- mörgu fyrirtækjum í landinu sem gerðu það kleift, og starfar Fjöl- skylduhjálpin í þágu þeirra sem minna mega sín óháð kyni, aldri eða búsetu. Fjölskylduhjálpin úthlutar vikulega matvælum, fatnaði á konur, karla og börn, leikföngum, bús- áhöldum, húsbúnaði, barnavörum s.s. notuðum barnavögnum o.fl. Eftir því sem Fjölskylduhjálpin eflist með hjálp allra landsmanna verður hægt að hjálpa þeim allra fátækustu við að leysa út nauðsynleg lyf. Síðan Fjöl- skylduhjálpin hóf störf fyrir nokkrum vikum hefur verið hægt að hjálpa yfir 1. 500 manns með matvæli o.fl., en þó aðeins fyrir mikinn velvilja fyrirtækja og einstaklinga í landinu. Það er ósk okkar hjálparkvenna að þeir sem af- lögufærir eru, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, styðji við bak þeirra sem minna mega sín í landinu með því að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálp- ar Íslands kt.: 660903-2590, banki: 101–26–66090. Móttaka matvæla og annarrar vöru er alla miðvikudaga frá kl. 13 til 17 í húsakynnum Fjölskyldu- hjálpar Íslands.“ Yfirlýsing frá Fjöl- skylduhjálp Íslands ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.