Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 47

Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 47 Glæsilegar förðunartöskur í miklu úrvali snyrtivörudeildir Örfá sæti laus í 10 daga skí›afer›ina Ein me› öllu til Val di Fiemme 14. - 24. janúar. Fararstjóri er Einar Sigfússon. www.urvalutsyn.is 118.100 kr.* ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 24 03 10 /2 00 3 *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá hóteli erlendis, lyftukort, gisting me› hálfu fæ›i í 10 nætur og íslensk fararstjórn. Sta›greitt m.v. tvo í herbergi me› hálfu fæ›i á hótel Shandrani. b‡›ur öllum sem kaupa skí›afer› hjá Úrval-Úts‡n 20% afslátt af skí›afatna›i og ö›rum skí›avörum. Ver›: Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 Úrval-Úts‡n ÍSLENSK jólamessa var haldin í hallarkapellu mótmælendakirkju Bruss- elborgar á laugardaginn. Í forföllum séra Jóns Aðalsteins Baldvinssonar messaði séra Sigurður Arnarson og félagar í Íslandsfélaginu í Belgíu sáu um forsöng af miklum myndarskap. Messan var helguð jólunum og börn- unum, sem höfðu æft Bjart er yfir Betlehem og Jesús er besti vinur barnanna í Íslenskuskólanum í Brussel. Þá var einnig skírð ung íslensk stúlka sem fæddist í Brussel í september, Arndís Tómasdóttir, dóttir hjónanna Tómasar Möller, fulltrúa fjár- málaráðuneytisins við sendiráð Íslands í Brussel, og Helenu Árnadóttur. Kirkjugestir voru að sögn afar ánægðir með að fá íslenska messu og þegar söfnuðurinn söng saman Heims um ból komust allir í sannkallað jólaskap. Íslensk jólamessa í Brussel Morgunblaðið, Brussel Borgarbókasafn kl. 17–18 Dag- skrá um myndasöguna Blóðregn í aðalsafni. Höfundarnir, Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björg- vinsson, kynna verkið með orðum og myndum. Í DAG MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjöl- skylduhjálpar Íslands, fyrir hönd kvenna í samtökunum: „Fjölskylduhjálp Íslands hefur haf- ið starfsemi sína og er nú opin öllum einstaklingum, óháð kyni, aldri og bú- setu, og er opið alla fimmtudaga frá kl. 14 til 17. Fjölskylduhjálpin er til húsa í Eskihlíð 2–4, í fjósinu þar sem Hagkaup hóf rekstur við Miklatorg. Undirbúningur að stofnun Fjöl- skylduhjálpar Íslands hófst um mitt sumar sem leið. Þær konur sem stofn- uðu og/eða starfa fyrir Fjölskyldu- hjálp Íslands eru eftirfarandi: 1) Guðrún Magnúsdóttir, starfaði í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir hönd Húsmæðrafélags Reykjavíkur sl. 12 ár, en sagði af sér störfum fyrir Mæðrastyrks- nefnd á aukaaðalfundi nefndar- innar 6. nóvember 2003. 2) Anna Auðunsdóttir, starfaði í nokkur ár fyrir Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur fyrir hönd Húsmæðrafélags Reykjavíkur, en sagði af sér störfum fyrir Mæðrastyrksnefnd á aukaaðal- fundi nefndarinnar 6. nóvember 2003. 3) Ragna Rósantsdóttir, starfaði í 12 ár fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir hönd Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, en sagði af sér störf- um fyrir Mæðrastyrksnefnd á aukaaðalfundi nefndarinnar 6. nóvember 2003. 4) Unnur Jónasdóttir, hefur starfað og starfar fyrir Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur fyrir hönd Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík sl. 27 ár og þar af for- maður nefndarinnar í 17 ár. 5) Ásgerður Jóna Flosadóttir, starf- aði fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir hönd Félags háskólamenntaðra kvenna sl. 8 ár og þar af formaður nefndarinnar í 5 ár, en sagði af sér störfum fyrir Mæðrastyrksnefnd á aukaaðal- fundi nefndarinnar 6. nóvember 2003. 6) Ingibjörg Arilíusardóttir, nýliði í hjálparstarfi. 7) Eyrún Antonsdóttir, nýliði í hjálp- arstarfi. 8) Díana Björnsdóttir, með margra ára reynslu í hjálparstarfi. 9) Anna Björgvinsdóttir, nýliði í hjálparstarfi. 10) María Jóhannesdóttir, nýliði í hjálparstarfi Eins og að ofan greinir búa þær konur sem eru í sjálfboðastarfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands yfir 60 ára reynslu við hjálparstarf á Íslandi. Á næstu mánuðum mun fjöldi kvenna koma til starfa hjá Fjölskylduhjálp- inni. Mannúð og kærleikur eru höfð að leiðarljósi í starfi Fjölskylduhjálpar- innar. Í dag er Fjölskylduhjálpin fullbúið líknarfélag, þökk sé þeim fjöl- mörgu fyrirtækjum í landinu sem gerðu það kleift, og starfar Fjöl- skylduhjálpin í þágu þeirra sem minna mega sín óháð kyni, aldri eða búsetu. Fjölskylduhjálpin úthlutar vikulega matvælum, fatnaði á konur, karla og börn, leikföngum, bús- áhöldum, húsbúnaði, barnavörum s.s. notuðum barnavögnum o.fl. Eftir því sem Fjölskylduhjálpin eflist með hjálp allra landsmanna verður hægt að hjálpa þeim allra fátækustu við að leysa út nauðsynleg lyf. Síðan Fjöl- skylduhjálpin hóf störf fyrir nokkrum vikum hefur verið hægt að hjálpa yfir 1. 500 manns með matvæli o.fl., en þó aðeins fyrir mikinn velvilja fyrirtækja og einstaklinga í landinu. Það er ósk okkar hjálparkvenna að þeir sem af- lögufærir eru, jafnt einstaklingar og fyrirtæki, styðji við bak þeirra sem minna mega sín í landinu með því að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálp- ar Íslands kt.: 660903-2590, banki: 101–26–66090. Móttaka matvæla og annarrar vöru er alla miðvikudaga frá kl. 13 til 17 í húsakynnum Fjölskyldu- hjálpar Íslands.“ Yfirlýsing frá Fjöl- skylduhjálp Íslands ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.