Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Góð jólastemmning er í Reykjanesbæ og öðrum byggðarlögum á Suðurnesjum. Eins og aðrir landsmenn skreyta Suðurnesja- menn híbýli sín að innan og sumir að utan einnig. Þegar ekið er um ákveðnar götur í Keflavík og Njarðvík liggur við að maður fái ofbirtu í augun, slíkar eru skreyting- arnar. Óvíða eða kannski hvergi er að finna jafn mörg jólahús. Að öðrum húseigendum ólöstuðum fer fjölskyldan að Týsvöllum 1 í Keflavík þar fremst í flokki. Full ástæða er til að vekja athygli fólks á húsi hans og fleiri fallegum húsum í nágrenninu. Það er vel þess virði að taka rúnt um hverfið í ljósa- skiptunum einhvern daginn eða þegar kom- ið er myrkur. Í leiðinni er sjálfsagt að aka niður Hafnargötuna í Keflavík og sjá upp- lýst Bergið, en það er sérstakt listaverk sem skapar gamla bænum sérstöðu. Reykjanesbær hefur hvatt íbúana til að standa vel að jólaskreytingum húsa sinna með því að efna árlega til samkeppni um fallegustu jólahúsin. Úrslit verða kynnt næstkomandi föstudag. Sigurvegarnir fá viðeigandi verðlaun, inneign á rafmagns- reikning. Sjálfsagt veitir ekki af.    Reykjanesbær og fyrirtæki í bæj- arfélaginu hvetja íbúana ákaft til að kaupa inn í heimabyggð. Verslanir og nýstofnuð miðbæjarsamtök kynna framboðið á kraft- mikinn hátt og standa fyrir ýmsum uppá- komum. Hótel Keflavík, kaupmenn og samstarfs- menn þeirra ganga skrefinu lengra. Hvetja íbúa annarra byggðarlaga til að koma til Reykjanesbæjar til að kaupa inn fyrir jólin. Gulrótin er endurgjaldslaus gisting á glæsi- hóteli. Til þess að fá gistinguna fría þarf vissulega að fullnægja ákveðnum skilyrðum en það helsta er að skila nótum fyrir kaup- um á þjónustu og vörum í Reykjanesbæ sem nemur andvirði gistingarinnar. Gist- ingin á Hótel Keflavík fæst því án endur- gjalds ef smáhluti jólainnkaupanna er færð- ur til Reykjanesbæjar og kemur þá flest til greina.    Hafnargatan í Keflavík er Laugavegur íbúanna í Reykjanesbæ. Á þessu ári hefur hluti götunnar verið tekinn í gegn og hefur tekist vel til. Sá hluti götunnar sem fengið hefur andlitslyftingu er aðlaðandi, ekki síst nýtur lýsingin sín vel í skammdeginu, og rímar vel við það framtak bæjarins, kaup- manna og samstarfsmanna þeirra að hvetja íbúana og gesti til að huga að verslunarleið- angri þangað. Úr bæjarlífinu REYKJANESBÆR EFTIR HELGA BJARNASON BLAÐAMANN Stefnt er að því aðleggja af bílavog-ina á Suðureyri vegna mikils viðhalds- kostnaðar og hárra lög- gildingargjalda, að sögn Guðmundar Kristjáns- sonar, hafnarstjóra Ísa- fjarðarbæjar, á frétta- vefnum bb.is. Þess í stað er ætlunin að taka í notkun tvær nýjar gaff- alvogir frá Póls á Ísa- firði. Hann segir yf- irleitt nægjanlegt að hafa eina slíka til taks en tvær tryggi rekstrar- öryggi. Hann segir að löggildingargjaldið á bílavoginni sé 130 þús- und krónur en einungis 30 þúsund á gaffalvog. Nýju gaffalvogirnar kosta um 260 þúsund krónur hver. Dýr bílavog Ólafsvík | Þótt blási að norðan og kuldaboli bíti í kinnar Ólafsvíkinga láta börnin það ekki á sig fá og eru iðin að fara út að renna sér á sleðum. Þó svo að fremur lítið sé af snjó í bænum má alltaf finna sér smábrekku til þess að fara nokkrar salíbunur. Það borgar sig þó að verjast kuldanum og klæða sig vel. Morgunblaðið/Alfons Úti að leika í Ólafsvík EINAR Kolbeinssonhjó eftir því ífréttum að Keikó drapst ekki, líkt og skepnur eiga vanda til, heldur dó: Heyra má harmþrunginn grátinn því heilmikið gefur á bátinn. Raunalegt gól, um rjúpnalaus jól. – Og hvalurinn Keikó er látinn. Menn veltu því fyrir sér hvort Hallur Hallsson yrði spurður sinnar „uppáhalds spurningar“ í kjölfarið á fráfalli Keikós, – ertu bitur? Hjálmar Freysteinsson orti: Nú er dimmt á norðurslóð, nú er Keikó allur. Agndofa spyr íslensk þjóð: Ertu bitur Hallur? Að lokum jólastemmning Guðmundar Guðna: Bráðum verða blessuð jól boðuð öllum heimi þá er eins og árdagssól inn í hjartað streymi. Keikó allur pebl@mbl.is Mývatnssveit | Nú er ísinn orðin traustur á Mývatni og nokkur snjór hefur fallið hér að und- anförnu. Það gefur mönnum til- efni til að taka fram gönguskíðin og viðra sig á skíðum. Fátt er betur til þess fallið að fríska lík- ama og sál í skammdeginu. Þó að komið sé kvöld og myrkur þá er hvergi betra að horfa á stjörnur og gervitungl en af ísilögðu vatn- inu. Hér hefur einn göngumaður, Pétur Bjarni Gíslason, úr Björg- unarsveitinni Stefáni, lent í því að bleyta skíðin á ísnum, slíkt kemur fyrir þar sem vatn hefur náð að flæða ofan á ísinn. Þá get- ur þurft að taka af sér skíðin og skafa ís neðan úr þeim til að end- urheimta rennslið. Pétur Bjarni hafði ekki annað tiltækara en að nota stálkantana á öðru skíðinu til að skafa neðan úr hinu. Morgunblaðið/BFH Ganga á vatninu í skammdeginu Skíðaganga Húsavík | Norska fyrirtækið Glucomed hefur gert samning um kaup á heitu og köldu vatni við Orkuveitu Húsavíkur í tengslum við kítínverksmiðju sem fyrir- tækið hyggst byggja í bænum. Þá hefur fyrirtækið fengið vilyrði hjá bænum fyrir lóð und- ir starfsem- ina. Kítínið, sem er unnið úr rækju- skel, verður notað til að framleiða lyfið gluco- samine sem styrkir brjósk og bandvef líkamans. Lyfjaframleiðslan verð- ur, ef allt gengur eftir, á Húsavík en kít- ínverksmiðjan sjálf verður byggð í fyrsta áfanga, hugsanlega strax á næsta ári. Samkvæmt áætlun norska fyrirtækisins, sem á einkaleyfi á aðferðinni sem verður notuð við framleiðslu lyfsins, er gert ráð fyrir að starfsemin verði að fullu upp- byggð árið 2007. 20 manns fá vinnu Tryggvi Finnsson hjá Atvinnuþróunar- félagi Þingeyinga segir verkefnið hafa haft langan aðdraganda „en við metum það þannig að menn séu nú tilbúnir að fara út í hönnun og undirbúning verklegra framkvæmda í tengslum við verkefnið“. Ástæðan fyrir því að Húsavík er hent- ugur staður fyrir framleiðsluna er sú að aðferðin sem beitt er krefst 120–125 gráða heits vatns og einnig þarf mikið af 4 gráða köldu, hreinu vatni. „Þessar aðstæður eru hér á Húsavík,“ segir Tryggvi og bætir við að rækjuskelin sem þarf til framleiðsl- unnar muni í það minnsta að stórum hluta koma frá fyrirtæki á Húsavík. Þegar starfsemin er komin í fullan gang er áætl- að að um 20 manns geti fengið vinnu hjá fyrirtækinu. Tryggvi segir að Húsvíkingar bindi von- ir við að koma Glucomed til bæjarins muni aðeins marka upphafið og fleiri fyrirtæki í lyfjaiðnaði fylgja í kjölfarið. Glucomed ehf er í eigu Glucomed AS í Haugasundi í Noregi. Hluthafar eru t.d. lyfjafyrirtækið Weifa AS í Noregi og þýska fyrirtækið Kreeber Ghbh Ham- burg, sem framleiðir ýmis efni til lyfja- gerðar. Glucomed er skráð á verðbréfa- markað í Noregi, segir á heimasíðu Atvinnuþróunarfélagsins. Stefnt að byggingu kít- ínverksmiðju á næsta ári Frá Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.