Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND 24 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ akra og planta trjám og skjólbelt- um. Þetta er ein besta bújörðin á Fljótsdalshéraði.“ „Það er gamall brandari að ég hafi verið með króníska kúadellu þegar ég byrjaði að búa,“ segir Ey- mundur. „Við vorum með kýr hér í tíu ár og kjötframleiðslu ein fimm ár í viðbót. Það var blessaður kvótinn sem breytti áherslunum hjá mér. Það var verið að setja á kvóta upp- hafsárin okkar í Vallanesi og við lentum illa í svokölluðum viðmið- unarárum og vorum því aðeins með 30 þúsund lítra framleiðslurétt. Svo gerist það á þessum tíma að ég átta mig betur á hver ég er. Ég hefði aldrei haft yndi í að vera ein- ungis kúabóndi og þá heldur aldrei haft svigrúm til að sinna öðrum hugðarefnum mínum, sem eru ófá.“ Spáði okkur dauða og hörmungum „Það blundaði ýmislegt í mér á þessum tíma,“ heldur Eymundur áfram. „Kristbjörg hafði unnið á Heilsuhælinu í Hveragerði og að hennar frumkvæði byrjuðum við að rækta lífrænt til heimilisins. Ég fór að finna fyrir eftirspurn, ungt fólk í Reykjavík sem var að koma erlendis frá og hafði keypt lífrænt þar fór að spyrjast fyrir. Það kveikti í mark- aðsmanninum í mér. Þarna var markaður og svart framundan í mjólkurframleiðslu. Ég hef alltaf verið „gambler“ og ekkert hræddur við að taka sénsa. Ég trúi á að fylgja minni sannfæringu en því er ekki að leyna að þegar við fórum út í að rækta lífrænt grænmeti spáði fólk okkur dauða og hörmungum.“ Eymundur og Kristbjörg rækt- uðu fyrst kartöflur, gulrætur, rófur KIRKJUJÖRÐIN Vallanes er 330 ha að stærð og þar var lengst af prestssetur og sauðfjárbúskapur. Kirkjan stendur rétt hjá bænum og er einkar falleg, hnarreist undir sínu rauða þaki og snyrtilegt um- hverfis. Bærinn í Vallanesi er tvílyft hús frá árinu 1938, enduruppgert og þar býr Eymundur Magnússon, maður á miðjum aldri sem hlustar ekki á útvarp, horfir ekki á sjónvarp eða les blöðin. Hann var einu sinni kúabóndi, en leggur núna fyrir sig lífræna ræktun, framleiðslu heilsu- olíu og matvæla, jóga og nudd, svo eitthvað sé nefnt. Hann var líka kvæntur um langa hríð, en vegurinn hans og Kristbjargar Kristmunds- dóttur greindist fyrir fáum árum og nú deila þau með sér því sem þeim er mikilvægast í lífinu, drengnum Gabríel Sveini. Jörðin beið í tuttugu ár „Ég er búinn að búa hér síðan 1979,“ segir Eymundur, sem situr í dagstofu sinni undir stóru og til- þrifamiklu veggmálverki sonar síns Gabríels. „Vallanes hafði þá ein- hverra hluta vegna beðið eftir mér í tuttugu ár. Við Kristbjörg komum frá Svíþjóð til Egilsstaða og vorum að leita okkur að jörð. Bjuggum eitt og hálft ár á Egilsstöðum og var bent á Vallanes. Ekki leist mér nú vel á jörðina til að byrja með, því hér var allt í niðurníðslu og hafði ekki verið bóndi í tuttugu ár. Ekki neitt til neins og engin tún, um fjór- ir hektarar sem voru bara þýfi. En þessi jörð reyndist við nánari athug- un vera sannkallað gósenland og það er hvergi betra að rækta en í Vallanesi. Hér þurfti bara að slétta út þúfurnar, plægja og tæta, búa til og sitthvað fleira til heimilisnota, en þegar meiri alvara færðist í rækt- unina urðu kartöflurnar þar fyr- irferðarmestar vegna eftirspurnar. „Við skiptum alveg yfir í lífræna ræktun árið 1989 og seldum fram- leiðsluna undir vöruheitinu Móðir Jörð eins og ég geri enn þann dag í dag.“ Eymundur framleiðir um 70 tonn af kartöflum árlega, 20 tonn af róf- um og er með korn í 10 ha, sem gefa um 40 tonna uppskeru. Hann segist þó ekki vera kominn með manneld- ismarkað nema fyrir um 15–20 tonn af korninu. Hann hóf að rækta bygg ofan í kálfana og kýrnar í kringum 1985 og fékk svo þá hugmynd að markaðssetja bygg í bakstur. „Í mér er einhver mjög áleitin markaðs- baktería,“ segir Ey- mundur. „Mér finnst gaman að rækta bygg og þá kenni ég bara þjóðinni að borða bygg! Ég hef líka upp- götvað að bankabygg getur alveg keppt við hrísgrjón. Hingað er verið að flytja inn fleiri hundruð tonn af hrís- grjónum árlega og markaðurinn því mjög stór. Ég kalla bankabyggið „hin íslensku hrísgrjón.“ Banka- byggið er líka mjög hollt og saðsamt og gott fyrir meltinguna, svo ég hef góða samvisku af því að kenna þjóð- inni að borða bygg. Partur af markaðssetningunni á bygginu, sem ég hef svo gaman af, er að búa til uppskriftabækling, standa í verslunum allan veturinn, daðra við íslenskar húsmæður og leyfa þeim að smakka rétti úr bankabyggi og brauð úr byggmjöli. Jógað kemur inn í þetta líka vegna þess að þegar þú byrjar að rækta líkamann með hollu mataræði þá fylgir sálin og þetta andlega með líka.“ Lífrænt skyndifæði úr frystinum Eymundur segir að ræktunar- maðurinn í honum sé afar sterkur og að fátt sé fallegra en nýplægður akur. Hann hafi langað að koma meira byggi á markað og treysta kornrækt sína í sessi, því af henni hafi hann unun. Eymundur setti því byggbuff, rauðrófubuff og bygg- salat/tabúle á markað í fyrra. „Aðferð til að koma meira af byggi á markað er að framleiða til- búna rétti. Bygg er uppistaðan í buffunum, og salatinu, ásamt heima- framleiddri steinselju, kartöflum, rauðrófum, baunum og kryddi. Allt hráefnið er lífrænt ræktað og varan fullunnin og tilbúin á pönnuna.“ Eymundur segir það óhemju spennandi að búa til nýja og full- unna vöru. „Partur af þessu er líka að ef maður er alltaf að framleiða hrávöru, eitthvað eins og kartöflur og grænmeti, þá ertu í lægstu verð- flokkunum. Um leið og þú fullvinnur vöru eykst framlegðin. Ég hef enga sérstaka köllun til að þræla allt mitt líf fyrir engan arð, svo að ég reyni að hagræða mínum búskap þannig að ég fái einhverntíma möguleika á að fá tekjur og taka frí. Maður nennir ekki endalaust að púla af hugsjón einni saman, heldur verður að sjá fram á laun síns erfiðis. Það gerist með því að fullvinna vöru og um leið að svara kalli markaðarins. Þeir segja mér markaðsmenn að það þrennt sem gangi í markaðinn núna sé frystivara, lífrænt og skyndifæði. Ég hef alla þessa þrjá þætti í þessari nýju framleiðslu, svo ef ég er ekki réttur maður á réttum tíma þá er eitthvað að. Gamlar konur risið úr kör Undir vöruheitinu Móðir Jörð má fá þrenns konar líkamsolíu sem Ey- mundur framleiðir. Fyrsta má telja Lífolíu, sem inniheldur rósmarín, eucalyptus, eini og birki. Birki- og Blágresisolíur eru unnar úr viðkom- andi jurtum. „Lífolían er góð fyrir liði og vöðva og gamlar konur hafa sagt mér að þær hafi hreinlega risið úr kör eftir að þær fóru að nota hana,“ segir Eymundur. „Það er dásamlegt þegar maður fær svona viðbrögð. Hvernig er hægt að vera meira blessaður?“ Eymundur selur olíurnar víða á innanlandsmarkaði og má sem dæmi nefna að Landspítali – há- skólasjúkrahús notar þær. „Það er aðal fyrir mig og ég er einkar stolt- ur af því. Fólk með liðagigt og vefja- gigt hefur mikið notað olíurnar og nuddarar kaupa mikið af mér. Hugsanlega reyni ég þegar tími gefst til að koma þeim á erlendan markað.“ Vallanesbýlið er skráð í al- þjóðlegu samtökin „Willing workers on Organic Farms“ og er eina ís- lenska býlið í þeim. WWOOF eru sjálfboðaliðasamtök sem tengja saman lífræn býli og ungt fólk sem vill fara og hjálpa til við að byggja upp lífræna ræktun. Eymundur hef- ur haft yfir þrjátíu manns frá sam- tökunum síðustu þrjú árin og fólkið staðnæmist ýmist í nokkra daga eða marga mánuði í Vallanesi. „Þetta fólk er ekki einasta að kynnast mínu og hjálpa hér til, heldur fæ ég heil- mikið frá því og það kynnist inn- byrðis,“ segir Eymundur og heldur því fram að andrúmsloftið í Valla- nesi sé alþjóðlegt og að mest talaða tungumálið á staðnum sé enska. Stoðum rennt undir framtíðina Eymundur leggur stund á jóga og fór fyrir nokkrum árum til Kripalu í Bandaríkjunum á nuddnámskeið. Hann dreymir um að fara þangað aftur á jógakennaranámskeið og gera það sem hann kallar nauðsyn- lega hundahreinsun á sjálfum sér. „Ég geri jóga á hverjum einasta degi og enginn dagur er búinn fyrr en ég er búinn að því. Það gefur mér rosalega orku. Ég get komið inn hundþreyttur og uppgefinn, en þeg- ar ég hef lokið jóganu er ég búinn að gleyma hvað þreyta er og hef hreinsað af mér alla líkamlega og andlega þreytu dagsins. Ég geri töluvert af því að nudda aðra og í mér er einhver heilari eða þörf til að miðla orku og hjálpa fólki með höndunum. Enda er fólk farið að sækja í hendurnar á mér, ég gæti sjálfsagt verið í fullu starfi við þetta líka. Ég tek fólk heim í nudd og á sumrin er ég farandnuddari. Þá fer ég á sumarhótelin hér í kring á kvöldin og ferðamenn, leið- sögumenn, hótelstarfsmenn og bíl- stjórar koma á bekkinn hjá mér. Eymundur á sér þann draum að stofna í framtíðinni heilsubótarstöð í Vallanesi. Hann sér fyrir sér að fólk kæmi mest erlendis frá sér til heilsubótar og fengi grænmetisfæði, nudd, heita potta, jóga og gæti kom- ið að lífrænu ræktuninni, sett putt- ana í moldina. Hann segist alla tíð hafa verið að renna stoðum undir þennan draum. Til dæmis með skóg- ræktinni og skjólbeltarækt, með því hafi hann skapað gönguleiðir og yndislegt útivistarsvæði. Hann seg- ist hægt og rólega vera að skapa paradís í Vallanesi. „Ég fæ mínar bestu hugmyndir þegar ég er að sofna á kvöldin eða vakna á morgnana,“ segir Eymund- ur. „Þegar ég er ekki að hugsa neitt. Ég hef trú á að maður hafi aðgang að allri visku heimsins ef maður bara hættir að hugsa og er tilbúinn að taka við. Þess vegna hlusta ég aldrei á útvarp, horfi ekki á sjón- varp eða les ég blöðin, heldur trúi því að það komi til mín sem á að koma. Og það kemur vissulega.“ Ástríðubóndinn og farandnudd- arinn í Vallanesi Bóndinn í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, Ey- mundur Magnússon, hefur ekki farið troðnar slóðir í búskapnum. Steinunn Ásmundsdóttir hitti hann að máli og komst að raun um að þar fer maður sem ekki er við eina fjölina felldur. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Uppskorið eins og til stóð: Vallanesbóndinn fór mikinn um akra sína á kornskurðarvélinni í haust. Heilsuolíum og haustsólinni tappað á flöskur: Eymundur Magnússon og hjálparkokkar í olíuframleiðslu. steinunn@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.