Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 1
Starfsgreinasambandið hefur vísað kjaradeilu sinni við ríkisvaldið til meðferðar hjá ríkissáttasemjara og kynnt Samtökum atvinnulífsins nýja kröfugerð í lífeyrismálum, þar sem krafist er sambærilegra lífeyrisrétt- inda og ríkisstarfsmenn búa við. Formenn landssambanda og þriggja stærstu aðildarfélaga Al- þýðusambands Íslands samþykktu í gærmorgun áskorun til allra samn- inganefnda aðildarsamtakanna þess efnis að samningar um lífeyrismál verði teknir til endurskoðunar „með það að markmiði að lífeyrisréttindi alls launafólks verði samræmd við lífeyrisréttindi í A-deild Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins“. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði að ákveðið hefði verið að endurskoða kröfugerðina í lífeyrismálum eftir að þessi ósköp komu upp vegna frum- varps um eftirlaun æðstu embættis- manna og leggja áherslu á að fá ein- hverja niðurstöðu í þeim málum. Halldór sagði að sú krafa að sam- ræma kjör í lífeyrismálum á almenn- um vinnumarkaði lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna hefði það í för með sér að stuðull vegna ávinnslu réttindanna hækkaði úr 1,4 í 1,9 eins og hann væri hjá ríkisstarfsmönn- um. Þá væri lífeyrisaldurinn lækk- aður úr 65 árum í 60 ár, auk ábyrgð- ar launagreiðenda á skuldbindingum vegna lífeyrisréttindanna. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA telji ekki að sú uppbygging á lífeyr- isréttindum sem er við lýði í opin- beru sjóðunum, þ.e. að tryggja til- tekinn ávinning með bakábyrgð launagreiðandans án tillits til ávöxt- unar sjóðanna, sé heppileg fyrir utan þann gríðarlega kostnaðarauka sam- fara slíkri kröfu. „Það sem er auðvitað algerlega ófært er að opinberir launagreiðend- ur, sem hafa skattlagningarvald, hvort sem það eru ríki eða sveitar- félög, séu að fara með réttindi á sín- um hluta vinnumarkaðarins inn á brautir og í þær hæðir sem almennt atvinnulíf í landinu á enga möguleika á að fylgja eftir. Sú þróun getur auð- vitað ekki haldið áfram. Auðvitað væri eðlilegt að samræma lífeyris- réttindin á vinnumarkaðnum, en sú samræming verður að vera þannig að opinberir launagreiðendur lagi sig að þeim leikreglum sem gilda á almennum markaði,“ sagði Ari Ed- wald enn fremur. ASÍ vill sama lífeyrisrétt og opinberir starfsmenn Kjaradeilu Starfs- greinasambands- ins við ríkisvaldið vísað til ríkis- sáttasemjara  Kjaradeilu/4 Ari Edwald Halldór Björnsson Móðir jörð Eymundur Magnússon ástríðu- bóndi í Vallanesi Austurland Bækur Saga um blekkingarleik Rætt við Guðmund Andra um Náðarkraft Hvar eru konurnar? Soffía Auður Birgisdóttir leitar kvenna meðal höf- unda og þýðenda í jólabókaflóðinu STOFNAÐ 1913 341. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti hét því í gær að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, fengi sanngjarna málsmeðferð og réttarhöld yfir honum myndu standast þær kröfur sem gerðar eru á alþjóðavettvangi. Bush sagði það hins vegar Íraka að ákveða hvort Saddam myndi sæta dauðarefs- ingu, ef fundinn sekur um þá glæpi sem hann er sagður bera ábyrgð á. „Veröldin er betri staður án þín, herra Saddam Hussein. Og mér finnst athyglisvert að þegar staða þín tók að versna þá grófstu þér holu og þú skreiðst ofan í hana,“ sagði Bush á fréttamannafundi í Washington er hann var spurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Saddams. „Það þurfa að fara fram opin réttarhöld og ég er viss um að þau munu verða sanngjörn.“ Bush varaði við að mikil hætta stafaði enn af hryðjuverkamönnum í Írak þó að nú væri búið að handsama Saddam Hussein. „Erfitt verkefni blasir áfram við okkur og við munum þurfa að færa frekari fórnir. Öllum ætti hins vegar núna að vera ljóst að Írak stefnir í átt að frelsi.“ Mannfall í árásum norður af Bagdad Stuðningsmenn Saddams létu, eftir því sem næst verður komist, sannarlega til sín taka í gær en átta manns biðu bana og sautján særðust í tveimur sprengjuárásum norður af Bagdad. Varaði Ricardo Sanchez, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, við hrinu hefndaraðgerða vegna handtöku Saddams. Háværar kröfur eru um það í Írak að Saddam verði strax leiddur fyrir rétt og tekinn af lífi. Stað- festi Abdul Aziz al-Hakim, sem nú situr í forsæti íraska framkvæmdaráðsins, að líklegt væri að farið yrði fram á dauðarefsingu yfir honum. Fréttaskýr- endur segja að yfirheyrslur og réttarhöld yfir Sadd- am geti tekið marga mánuði og jafnvel ár. Þá sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, að SÞ gætu ekki stutt áform um að leiða Saddam fyrir dómstól þar sem sakborning- urinn gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Fram kom í gær að Saddam hefði engar upplýs- ingar gefið Bandaríkjamönnum við yfirheyrslur. Þetta stangast þó á við fullyrðingar yfirmanns í Bandaríkjaher um að vitnisburður Saddams og rannsókn gagna í fórum hans hefðu leitt til hand- töku háttsettra bandamanna forsetans fyrrverandi. Bush heitir Saddam sanngjarnri meðferð Washington, Bagdad. AFP, AP. Sjónvarpsfréttamaður flytur frétt úr holunni sem Saddam Hussein fannst í á laugardagskvöld. Reuters  Sjá bls. 14, 16–17 og 32–33. Zinédine Zidane bestur Knattspyrnumaður ársins 2003 valinn hjá FIFA Íþróttir RÁÐAMENN í Frakklandi og Rússlandi gáfu í gær til kynna að þeir væru hugsanlega til við- ræðna um að afskrifa hluta skulda Íraks. Er talið að slíkt gæti stuðlað að bættum sam- skiptum við stjórnvöld í Banda- ríkjunum en þau hafa verið stormasöm undanfarna mánuði. Bandaríkjamenn óttast að skuldir Íraks við erlend ríki, sem talið er að nemi um 120 milljörðum Bandaríkjadala í heildina, geti hamlað allri við- leitni til að reisa landið við. Hafa stjórnvöld í Washington nú sent James Baker, fyrrverandi utan- ríkisráðherra, út af örkinni til að reyna að telja þær þjóðir, sem lánað hafa Írak fé í gegnum tíð- ina, á að afskrifa skuldirnar. Dominque de Villepin, utan- ríkisráðherra Frakklands, sagði eftir fund með fulltrúum íraska framkvæmdaráðsins í gær að hugsanlega mætti ná samkomu- lagi um skuldagreiðslur og nið- urfellingu hluta skuldanna, en Frakkar eru meðal þeirra þjóða sem eiga hvað mest inni hjá Írökum. Þá voru svipuð ummæli höfð eftir Júrí Fedotov, aðstoð- arutanríkisráðherra Rússlands. Vöktu ummæli hans athygli því að í síðustu viku útilokaði Sergei Ívanov varnarmálaráðherra með öllu að Rússar myndu af- skrifa átta milljarða dollara skuld Íraka. Ljá máls á afskrift skulda París. AFP. CARLO Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, neitaði í gær að staðfesta með undirritun umdeild fjölmiðlalög sem Ítalíuþing samþykkti 2. desember. Fyrir vikið fer frumvarpið aftur fyrir þingið. Þetta er í fyrsta skipti sem Ciampi forseti neitar að staðfesta lagafrumvarp sem ekki hefur með fjárlög ríkisins að gera. Forsetinn átti fyrr í gær fund með Berlusconi, sem lét að honum loknum hafa eftir sér að hann gæti vel unað því að gerðar yrðu „gáfulegar“ breytingar á löggjöfinni. Markmiðið með frumvarpinu var að hnekkja úr- skurði stjórnarskrárdómstóls um að Berlusconi yrði að láta af hendi eina af þremur sjónvarpsstöðvum sínum fyrir áramót. Þá gaf það að hluta færi á einkavæðingu ítalska ríkisútvarpsins, RAI. Ítölsk lög kveða á um að þingið geti samþykkt frumvarpið að nýju, án breytinga, og kæmist Ciampi forseti þá ekki hjá því að skrifa undir. Staðfesti ekki fjölmiðlalög Róm. AFP. Carlo Azeglio Ciampi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.