Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Handtaka Saddams Huss-eins er álitin mikill sigurfyrir Bandaríkjastjórn íuppgjörinu við fortíð
Íraks og fyrrverandi ráðamenn
landsins en Bandaríkjamenn
standa enn frammi fyrir því erfiða
verkefni að tryggja sátt um póli-
tíska framtíð landsins og afla sér
stuðnings ríkja sem lögðust gegn
innrásinni. Hvort tveggja er nauð-
synlegt til að koma á nægum stöð-
ugleika í landinu til að hægt verði
að kalla bandarísku hersveitirnar
heim.
Uppreisnin gegn hernámsliðinu
er aðeins hluti af vandamálinu.
Stjórn George W. Bush Banda-
ríkjaforseta hefur gefið sér tæpa
sjö mánuði til að mynda íraska
bráðabirgðastjórn með aðild sjíta,
múslíma og Kúrda sem hafa eldað
grátt silfur saman í margar aldir.
Ennfremur þarf að endurreisa
efnahaginn sem er í kaldakoli eftir
harðar refsiaðgerðir Sameinuðu
þjóðanna og þrjú stríð á 24 ára
valdatíma Saddams Husseins.
„Mikilvægum kafla í sögu Íraks
er vissulega lokið en Bandaríkja-
stjórn hefur ekki enn getað hafið
nýjan kafla með því að færa póli-
tísku völdin til íraskrar stjórnar
sem Írakar telja lögmæta, endur-
spegla viðhorf þeirra og hæfa til að
stjórna landinu,“ sagði Kenneth
Pollack, sérfræðingur í málefnum
Íraks við Brookings-stofnunina í
Washington.
Afstaða Evrópu-
ríkjanna óbreytt
Bandaríkjamenn ætla nú í vik-
unni að beita sér fyrir því að Evr-
ópuríki afskrifi skuldir Íraka og
óska eftir stuðningi Sameinuðu
þjóðanna við áætlunina um tilhögun
valdatöku íraskrar stjórnar. Hvort
tveggja hefur mætt andstöðu vegna
stefnu Bandaríkjastjórnar í málefn-
um Íraks.
Leiðtogar Frakklands, Rúss-
lands og Þýskalands fögnuðu hand-
töku Saddams en þeir hafa ekki enn
orðið við beiðni Bandaríkjastjórnar
um pólitískan stuðning og fjárhags-
lega aðstoð við endurreisn Íraks.
Dominique de Villepin, utanríkis-
ráðherra Frakklands, kvaðst vona
að handtaka Saddams yrði til þess
að reynt yrði að tryggja alþjóðlega
einingu í málefnum Íraks.
Leiðtogar allra ríkjanna þriggja
áréttuðu hins vegar þá afstöðu sína
að Bandaríkjamenn og bandamenn
þeirra ættu ekki einir að stjórna
pólitísku breytingunum og endur-
reisnarstarfinu í Írak. Sameinuðu
þjóðirnar ættu þar að gegna mik-
ilvægu hlutverki.
Gefið eftir í deilu um útboð?
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hringdi í utanríkis-
ráðherra nær tuttugu ríkja í Evr-
ópu og Asíu í fyrradag til að hvetja
þá til að styðja endurreisnarstarfið.
Hann sagði þeim að handtaka
Saddams endurspeglaði hversu
miklu ríki heims gætu áork
legðu deilumálin til hliðar
höndum saman, að sögn e
manns í bandaríska utanr
neytinu.
James Baker, fyrrveran
ríkisráðherra Bandaríkja
einnig til Frakklands, Þý
og Rússlands í vikunni til
að fá ríkin til að afskrifa
Íraks. Baker var gert mj
fyrir í vikunni sem leið þ
kynnt var að fyrirtækjum
landi, Þýskalandi og Rússl
ekki leyft að bjóða í verk
ríkin þrjú gagnrýndu þá
harðlega.
Bandaríkjastjórn virðis
máls á því að fallist ríkin
skrifa skuldir Íraks fái
þeirra að bjóða í verk í Íra
þótt ríkin hafi ekki verið
lagi hinna viljugu“ þegar
var gerð. Bandarískur e
maður í Washington sag
þetta væri aðeins hugm
varpað hefði verið fram en
orð“.
Tækifæri til að ná sá
Íraska framkvæmdaráð
dad hyggst nú í vikunni ó
stuðningi Sameinuðu þjóð
áætlun ráðsins um að írös
birgðastjórn verði mynduð
Stjórn Bush á
verkefni fyri
Þótt Saddam Hussein, fyrrverandi Ír
höndum eiga Bandaríkjamenn enn
írösku þjóðina á sitt band, tryggja
landsins og alþjóðlega einingu um
The Washington Post, AFP.
ÞAÐ er einfeldni að ályktaað með handtöku Sadd-ams Husseins falli allt íljúfa löð í landinu og
andstaða hverfi við innrásarliðið.
Æ fleiri hallast að því að und-
anfarna mánuði hafi forsetinn frá-
hrakti ekki búið við þær aðstæður
að hann hafi átt þátt í að skipu-
leggja árásir á bandaríska her-
menn sem hafa verið nánast dag-
legt brauð síðustu mánuði.
Þekki maður til þjóðarsálar
Íraka er barnaskapur að álíta að
þar hafi nema að litlum hluta ver-
ið Baath-flokksmenn að verki.
Írakar eru mjög stolt þjóð og þeim
var stórkostlega misboðið með
innrásinni og þeim hefur ekki
fundist nema eðlilegt og sjálfsagt
að klekkja á innrásarmönnum sem
vanvirt hafa siði þeirra og hefð
með framgöngu sinni.
Þorri manna trúði því að stjórn-
völd í landinu hefðu frá því í fyrra
sýnt vopnaeftirlitsmönnum SÞ
samvinnu í leitinni að gereyðing-
arvopnunum en var síðan gert
ómögulegt að starfa þar sem lýð-
um var ljóst að George Bush,
Bandaríkjaforseti, með stuðningi
Tony Blair, forsætisráðherra
Breta, ætluðu sér og undirbjuggu
mánuðum saman að ráðast inn í
landið. Undir því yfirskini að finna
gereyðingarvopn, koma Saddam
Hussein frá vegna þess að hann
hefði stutt hryðjuverkamenn og
öfgahópa.
Það síðastnefnda er þó það al-
vitlausasta því þekkjandi til
stjórnarfars Íraka vita menn líka
að fáa taldi hann ógna valdi sínu
meira en trúaröfgamenn, hverju
nafni sem þeir nefndust.
Það hefur ekki aukið á trúverð-
ugleika innrásarliðsins að aldrei
virtist vera til nein áætlun um
hvað ætti að gera eftir að Írak
hefði verið frelsað úr tröllahönd-
um Saddams Husseins.
Menningarólæsi innrásarliðsins
hefur gengið fram af hinum
óbreytta íraska borgara og hefur
það komið skýrar í ljós með hverri
vikunni sem hefur liðið. Dæmin
eru svo mýmörg að mér fi
ekki taka því að endurtak
hér.
Fáir harma brottf
Saddams Hussein
Í fréttum sem bárust frá
eftir að Saddam Hussein n
sagði að menn hefðu dans
um úti, hleypt af byssum u
loftið og alls staðar hefði r
mesta kæti. Auðvitað. Hva
rauninni fréttnæmt við þa
fagni því að einræðisherra
við Saddam Hussein sem m
eiga grátt að gjalda sé lok
samaður?
Það er kannski merkile
Hvað verður
nú í Írak?
Nú leggja menn höfuð í bleyti og velta
fyrir sér hvert framhaldið verður í Írak,
skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir, en við
nánari athugun er málið varla svo ein-
falt þótt fagnað sé að harðstjóri hafi
náðst og ekki raunhæft að halda að lýð-
ræði komist þar á í einu vetfangi.
Kona við blaðsölustað í Ba
ÁFALL FYRIR ESB
Niðurstaða leiðtogafundar Evrópu-sambandsins er haldinn var íBrussel um helgina er mikið áfall
fyrir sambandið. Til stóð að á fundinum
yrði samþykkt ný „stjórnarskrá“ fyrir
sambandið er tæki við hlutverki fyrri
ríkjasamninga er mótað hafa samstarfið í
gegnum tíðina. Þegar upp var staðið lauk
fundinum hins vegar án þess að niður-
staða fengist. Réð úrslitum að Pólverjar
og Spánverjar voru ekki reiðubúnir að
samþykkja minna atkvæðavægi í ráð-
herraráðinu en þeir eiga rétt á sam-
kvæmt hinu svokallaða Nice-samkomu-
lagi.
Oft hefur áður verið deilt hart á fund-
um sem þessum þar sem leiðtogarnir hafa
tekist á um grundvallarbreytingar í sam-
starfinu. Til þessa hefur hins vegar ávallt
tekist að ná einhvers konar málamiðlun
þó svo að lengja hafi þurft fundina veru-
lega og sitja næturlangt á sáttafundum,
líkt og til dæmis var raunin í Nice fyrir
þremur árum.
Það mun koma í ljós á næstu mánuðum
hversu mikil áhrif þetta skipbrot stjórn-
arskrárinnar mun hafa fyrir sambandið.
Fyrir liggur að mjög skiptar skoðanir eru
uppi meðal aðildarríkjanna um hvert eigi
að vera innihald grundvallarsáttmála af
þessu tagi og hversu langt eigi að ganga í
átt að auknum samruna. Þeir sem lengst
vilja ganga telja sameiginlegan stjórnar-
skrársáttmála vera mikilvægt skref í átt
að því að Evrópusambandið verði að eins-
konar sambandsríki þar sem mikilvægir
málaflokkar á borð við utanríkis- og varn-
armál og jafnvel skattamál, er nú heyra
undir einstök ríki, færist í auknum mæli
til hinnar sameiginlegu heildar. Önnur
ríki vilja fara hægar í sakirnar. Svíar
höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu í
haust að taka upp hina sameiginlegu
mynt evruna. Danir og Bretar hafa sömu-
leiðis staðið utan við samvinnu á sviði
peningamála. Í Bretlandi eru háværar
raddir um að ekki sé æskilegt að færa enn
frekari völd til Brussel.
Raunar er það þannig að þegar íbúar
ESB hafa fengið tækifæri til að sýna hug
sinn til samstarfsins hefur gætt mikillar
andstöðu. Má nefna þjóðaratkvæða-
greiðslur í Danmörku, Svíþjóð, Írlandi og
Frakklandi á síðastliðnum árum í því
sambandi. Engu að síður er þróun í átt að
stöðugt nánara samstarfi keyrð áfram.
Þegar eru farin að heyrast þau sjón-
armið meðal ráðamanna í nokkrum ríkj-
um Evrópusambandsins að mikilvægt sé
að þau ríki er vilja ganga lengra í sam-
starfi á ákveðnum sviðum geri það upp á
eigin spýtur. Sú umræða hefur reglulega
komið upp á yfirborðið enda ljóst að
Frakkar, Þjóðverjar og Belgar vilja
ganga mun lengra en til dæmis Bretar og
Norðurlandaþjóðirnar. Það er því líklegt
að ekki muni líða langur tími áður en drög
að stjórnarskrársáttamála liggi á borði
leiðtoganna á nýjan leik. Niðurstaða
fundarins í Brussel um helgina sýnir hins
vegar að það verður erfiðara að ná sátt
um mál af þessu tagi eftir því sem aðild-
arríkjum fjölgar. Er það raunar helsta
röksemd þeirra er vilja breyta atkvæða-
vægi innan ráðherraráðsins að það sé
nauðsynlegt til að tryggja skilvirkni við
ákvarðanatöku.
Þessi þróun innan Evrópusambandsins
hefur bein áhrif á okkur Íslendinga. Við
tengjumst ESB nánum böndum í gegnum
Evrópska efnahagssvæðið. Við eigum að-
ild að Schengen-samstarfinu. Það er því
mikilvægt að fylgjast grannt með þeirri
þróun sem á sér stað innan sambandsins.
EINKAVÆÐING OG VERÐ
Á ÞJÓNUSTU BANKANNA
Ríkisendurskoðun sendi í síðustu vikufrá sér skýrslu um einkavæðingu
ríkisfyrirtækja árin 1998–2003. Stofnunin
telur að þau meginmarkmið, sem stjórn-
völd stefndu að með einkavæðingu, hafi
náðst. Ríkisendurskoðun dregur þó fram
í skýrslunni mikilvæga undantekningu.
Bent er á að í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks vorið 1999 hafi verið nefnt að
sala hlutabréfa í ríkisbönkunum ætti m.a.
að leiða til aukins sparnaðar almennings.
Orðrétt sagði í stefnuyfirlýsingunni:
„Hlutabréf í ríkisbönkunum verði seld
með það að markmiði að ná fram hagræð-
ingu á fjármagnsmarkaði en tryggja um
leið virka samkeppni á markaðnum til að
ná fram ódýrari þjónustu.“
Ríkisendurskoðun segir í niðurstöðum
sínum um þetta atriði: „Íslenski fjármála-
markaðurinn er nú samkeppnishæfari,
sterkari til útrásar og skilvirkari en hann
var 1998. Nú hafa t.d. nokkur fjármála-
fyrirtæki burði til að sækja fram á erlend-
um mörkuðum. Þrátt fyrir sterkari fjár-
málastofnanir eru fáar vísbendingar um
að þjónustugjöld viðskiptabankanna hafi
lækkað verulega.“ Í frétt frá stofnuninni
segir að þetta þýði að hagur almennings
hafi ekki vænkazt eins og að var stefnt.
Það fer varla á milli mála að lýsing Rík-
isendurskoðunar er rétt. Bankarnir hafa
nýtt sér ýmis tækifæri til hagræðingar.
Allir stóru viðskiptabankarnir hafa hagn-
azt mjög vel undanfarin tvö ár, raunar
betur en flest önnur fyrirtæki í landinu.
Þá liggur fyrir að hagnaður þeirra það
sem af er þessu ári hefur vaxið verulega
frá sama tímabili í fyrra. Við þessar að-
stæður er ekkert óeðlilegt að hinn al-
menni neytandi velti fyrir sér hvort hann
eigi ekki að njóta góðs árangurs í rekstri
bankanna í lægri þjónustugjöldum og
minni vaxtamun.
Undanfarið hafa ýmsir orðið til að
gagnrýna verðið á þjónustu bankanna og
litla samkeppni þeirra á milli að þessu
leyti. Vilhjálmur Bjarnason, formaður
samtaka fjárfesta, benti t.d. á það fyrir
skömmu að verðskrár þjónustugjalda
bankanna í verðbréfaviðskiptum væru
svo líkar, að nánast mætti halda að um
einn banka væri að ræða. Þá hafa Neyt-
endasamtökin haldið því fram að þjónusta
bankanna sé dýrari en í hinum norrænu
ríkjunum og að meðalútlánsvextir hafi
ekki fylgt lækkun stýrivaxta Seðlabank-
ans. Samtök fjármálafyrirtækja hafa
mótmælt þessum fullyrðingum, en hinn
almenni neytandi er litlu nær um hið rétta
í málinu.
Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu
nýlega fram á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um að ríkisstjórninni verði fal-
ið að afla upplýsinga um tekjur banka af
vaxtamun og þjónustugjöldum sl. 10 ár og
bera þær saman við sams konar tekjur
banka annars staðar á Norðurlöndum og í
Evrópusambandsríkjunum. Í ljósi þess að
ríkisstjórnin hefur tekið þátt í að skapa
væntingar um bættan hag viðskiptavina
bankanna í kjölfar einkavæðingar og hag-
ræðingar, er ekki úr vegi að hún beiti sér
fyrir því að kanna hver þróunin hafi verið
í þjónustugjöldum og vaxtamun bank-
anna og hvernig íslenzka bankakerfið
standist samanburð við önnur í þessum
efnum.