Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐARÁRSTÍG 14-16, SÍMI 551 0400 • KRINGLUNNI, SÍMI 568 0400 • www.myndlist.isSara Vilbergsdóttir Keflavík | „Hér er mikil dæg- urmenning og sjálfsmynd fólks er mikið tengd poppmenningu. Þetta kemur ekki síður fram í messum, poppararnir eru vinsælir og fólk fjöl- mennir á samkomur til þess að hlusta á þá,“ sagði Hákon Leifsson, organisti og kórstjóri í Keflavík- urkirkju, í samtali við Morgunblaðið, en hann stjórnar meðal annars barnakór Keflavíkurkirkju, ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur. Rétt fyrir klukkan fjögur alla mið- vikudaga má sjá fríðan flokk barna á hlaupum í átt að Keflavíkurkirkju. Þá hefst kóræfing hjá barnakór kirkjunnar, en kórinn var stofnaður síðastliðið haust. Að sögn Hákonar Leifssonar kom frumkvæðið að stofnun barnakórsins frá sókn- arnefnd, þar sem vonir nefndarinnar og væntingar hafi verið þær að hægt yrði að starfrækja barnakór við kirkjuna. „Sóknarnefndin ákvað að standa vel að þessu og leggur fjár- magn til starfseminnar. Það er for- senda þess að kórastarfið gangi og það gengur vel,“ sagði Hákon og bætti við að hann væri ánægður með krakkana. „Þetta er æskan sem erfir landið og allt mjög efnilegir krakkar.“ Rúmlega þrjátíu börn æfa að stað- aldri í kórnum, flest stelpur. Hákon sagði að strákarnir væru ekki enn búnir að uppgötva hvað það er skemmtilegt að syngja í kór. Kórinn hefur nokkrum sinnum komið fram opinberlega, oftast á samkomum í Keflavíkurkirkju, en einnig í heim- sókn til barnakórs Fella- og Hóla- kirkju í Reykjavík. Þá er stefnt að æfingabúðum eftir áramót og barna- kórinn mun koma fram á aðventu- samkomu næstkomandi sunnudag, þeirri síðustu á þessari aðventu. Að sögn Hákonar hefur kórinn fengið mjög góðar viðtökur. „Fólki finnst gaman að hlusta á börn syngja og ekki síður hafa viðbrögð foreldranna sýnt að þeir eru mjög ánægðir með starfið. Þeir hafa tekið þátt í framkvæmdum í tengslum við uppákomurnar og verið mjög fúsir til þess. Barnakórinn er orðinn hluti af safnaðarlífinu og það kostar ekk- ert að vera með, það er að segja ekk- ert mánaðargjald er rukkað.“ Vaxa upp í eldri barnakór? Hákon sagði í samtali við blaða- mann að öll börn sem hefðu áhuga á kórastarfinu væru velkomin, en þátttakendur væru flestir á aldr- inum sjö til níu ára. „Hugmyndin er að þau börn sem nú eru í kórnum vaxi upp í eldri barnakór og þannig verði starfræktir tveir barnakórar við kirkjuna næsta haust eða þar- næsta. Þá verður líka hægt að fara að syngja fjölrödduð og flóknari lög. Núna er kórinn bara að syngja ein- radda lög, dæmigerð barnakóralög sem hafa verið vinsæl í barnakórum. Krakkarnir hafa enn sem komið er bara sungið eitt tvíradda lag, að- fangadagskvöld eftir Gunnar Þórð- arson. Það er líka nóg fyrir þau til að byrja með að læra að syngja saman í hóp.“ Þegar sóknarnefnd Keflavík- urkirkju ákvað að koma á fót barna- kór við kirkjuna var Bylgja Dís Gunnarsdóttir ráðin til starfsins með Hákoni, en Bylgja Dís er með burtfararbróf í söng og starfar sem tónmenntakennari. Þau skipta verk- inu með sér á þann hátt að Bylgja Dís stendur fyrir framan kórinn og Hákon situr við píanóið. Hann segir alveg eins víst að Bylgja Dís muni sjá alfarið um stjórnun barnakórsins eða kóranna í framtíðinni. Sjálfur hefur Hákon mikla reynslu bæði sem organisti, hljómsveita- og kór- stjórnandi og þegar hann er inntur eftir séreinkennum í bæjarfélaginu er hann fljótur að nefna poppmenn- inguna. „Hér er mikil poppmenning sem ég hef ekki upplifað annars staðar. Poppararnir héðan eru vin- sælir, ekki síst hér í kirkjunni. Hljómar hafa til dæmis tekið þátt í tveimur aðventusamkomum og með vorinu verður flutt messa eftir Gunnar Þórðarson. Það er allt gott um þetta að segja og er í raun bara yndislegt,“ sagði Hákon. Barnakór var nýlega stofnaður við Keflavíkurkirkju Poppmenningin líka áberandi í kirkjunni Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Allt efnilegir krakkar: Hákon sem spilar á píanóið og Brynja Dís stjórna Barnakór Keflavíkurkirkju. Ljóðrænt landslag | Einar Bene- diktsson hefur opnað myndlist- arsýningu á Hafnargötu 22 í Kefla- vík. Um er að ræða ljóðrænar landslagsmyndir unnar með litkrít sem Einar hefur unnið að síðasta ár- ið. Einar er sjálfmenntaður í mynd- list en naut á yngri árum tilsagnar Erlings Jónssonar, Þorsteins Egg- ertssonar og Óskars Jónssonar. Sýningin er opin virka daga frá 15 til 19 og um helgar frá 13 til 19. Sýn- ingin stendur til 23. desember.    Keflavík | Tuttugu og tveggja ára stúlka tilkynnti lögreglu rétt fyrir klukkan sjö á laugardagsmorgun að henni hefði verið nauðgað í bif- reið við veitingastað í Keflavík. Í dagbók lögreglunnar í Keflavík kemur fram að stúlkan hafi verið ölvuð. Hún kvaðst hafa farið upp í bifreið varnarliðsmanns fyrir utan skemmtistaðinn og þar hafi henni verið nauðgað. Stúlkan var flutt á Neyð- armóttöku vegna nauðgunarmála til skoðunar. Hún gaf upp skráningarnúmer bifreiðarinnar og var varnarliðs- maður handtekinn á bifreiðinni nokkru síðar þegar hann ók um að- alhlið varnarsvæðisins á Keflavík- urflugvelli. Hann var færður í fangageymslu í Keflavík en sleppt síðdegis eftir skýrslutöku.    Kærði nauðgun í bíl við skemmtistað Keflavíkurhöfn | Kafarar á vegum lögreglunnar í Keflavík köfuðu í gær í Keflavíkurhöfn í leit að skotvopnum sem stolið var í bæn- um fyrir nokkru. Hluti vopnanna var notaður við rán í Bónusversl- un í Kópavogi en lögreglan leitar annarra. Kafararnir fundu ekki byssurnar í höfninni. Mikið dýpi er við enda Keflavíkurhafnar en kafa þurfti á um 20 metra dýpi og var skyggni aðeins tveir til þrír metrar. Gunnar Jóhannesson aðstoðaði félaga sinn, Sigurð Stefánsson, fyrir köfunina. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Leitað að skotvopnum Ber að ofan | Lögreglan var kölluð að húsi í Vogum um klukkan hálftíu að morgni sunnudags vegna þess að ofurölvi maður væri að reyna að komast inn í húsið. Fjarlægðu lög- reglumenn manninn. Tekið er fram í dagbók lögreglunnar að hann hafi verið ber að ofan. Fékk maðurinn gistingu í fangageymslu þar til af honum var runnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.