Morgunblaðið - 16.12.2003, Side 52
ÍÞRÓTTIR
52 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Áskrifendum Morgunbla›sins
b‡›st smáaugl‡sing í bla›inu
Bílar fyrir a›eins
995 kr.
Fólkið sem þú vilt ná til
les sama blað og þú!
Ertu a› hugsa um a› selja bílinn flinn? Far›u árangursríkustu
lei›ina og augl‡stu hann í bla›inu Bílar.
Pantanafrestur er til kl. 12 á flri›judögum. Panta›u núna í
síma 569 1111 e›a sendu tölvupóst á augl@mbl.is
-alltaf á miðvikudögum
CHELSEA hefur áfrýjað úrskurði
aganefndar enska knattspyrnusam-
bandsins sem dæmdi á dögunum
miðvallarleikmann liðsins, Joe Cole,
í tveggja leikja bann vegna atviks
sem átti sér stað á síðustu leiktíð
þegar hann var liðsmaður West
Ham. Cole missti stjórn á skapi sínu
og lenti í ryskingum við leikmann
Bolton á leið til búningsherberja.
COLE getur því tekið þátt í leikj-
um Chelsea við Charlton og
Portsmouth í jólatörninni því mál
hans verður ekki tekið fyrir að nýju
fyrr en á nýju ári. Paul Smith,
stjórnarformaður Chelsea, segir að
atvik sem átti sér stað fyrir 230 dög-
um þegar Cole var leikmaður í öðru
liði eigi ekki að bitna á Chelsea og
því hafi verið tekin ákvörðun um að
áfrýja úrskurðinum.
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, er sannkallaður fót-
boltafíkill. Wenger segir í viðali við
BBC að eftir leik á laugardegi fari
hann til síns heima og horfi á fótbolta
í sjónvarpinu til miðnættis. „Laug-
ardagskvöldin hjá mér fara í að
horfa á fótbolta á skjánum. Fyrst
fylgist ég með leik úr frönsku deild-
inni, síðan þeirri spænsku og í lokin
skipti ég yfir á þáttinn „Leikur dags-
ins“. Eftir þetta horfi ég gjarnan á
eina mynd enda erfitt að sofna eftir
allan fótboltann,“ segir Wenger, sem
þekkir knattspyrnumenn, sem leika
með ótrúlegustu liðum víðs vegar um
heim, með nöfnum.
FRIÐRIK Ragnarsson, þjálfari
úrvalsdeildarliðs Njarðvíkur í körfu-
knattleik, tók fram skóna á nýju um
helgina er liðið sótti Hött heim á Eg-
ilsstaði. Aðeins átta leikmenn úr
Njarðvík fóru í ferðina austur og var
Friðrik níundi maður á leikskýrslu.
Njarðvík vann örugglega, 111:82.
FÓLK
Gaute Larsen, þjálfari Stabæk,segir við Nettavisen að Helgi
sé gamall „fjölskyldvinur“ í Stabæk
og æfi með liðinu til þess að halda
sér í góðu líkamlegu ástandi enda sé
hann að leita sér að liði til þess að
semja við. Við vitum að hann er
betri en hann hefur sýnt undanfarin
ár og við erum að skoða þann mögu-
leika að hann gangi til liðs við okkur
á ný, bætir Larsen við.
„Ég er bara að halda mér í formi.
Það eru engar æfingar hjá Lyn svo
ég fékk leyfi til að mæta á æfingar
hjá Stabæk,“ sagði Helgi í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Spurður hvort hann útilokaði að
ganga í raðir Stabæk á nýjan leik
sagði Helgi: „Nei það geri ég ekki.
Ef ekkert annað kemur upp og Sta-
bæk vill fá mig þá getur alveg farið
svo að ég spili með liðinu aftur. Ef
ég verð áfram í Noregi þá er Sta-
bæk líklegasti kosturinn og ég get
raunar ekki séð mig spila með öðru
norsku liði en Stabæk. Ég fann þeg-
ar ég mætti til félagsins að nýju
hvað gott er að vera þar og ólíku við
að jafna og hjá Lyn. Hugsunin hjá
mér er að reyna komast til liðs utan
Noregs. Það er hins vegar rólegt á
leikmannamarkaðnum núna en ég
reikna með því að það fari allt á fullt
í janúar og þá gæti eitthvað gerst í
mínum málum,“ sagði Helgi.
Helgi skoraði sjö mörk fyrir Sta-
bæk í 20 leikjum árið 1998 en árið
eftir skoraði hann 14 mörk í 18 leikj-
um og var í kjölfarið seldur til
gríska liðsins Panathinaikos. Sta-
bæk er á höttunum eftir framherja
og vinstri vængmanni fyrir næstu
leiktíð en Tryggvi Guðmundsson
sem hefur verið í herbúðum liðsins
undanfarin ár hefur ákveðið að yf-
irgefa Stabæk og leita fyrir sér á
öðrum vígstöðvum. Eins og komið
hefur fram áður er Veigar Páll
Gunnarsson með tilboð í höndunum
frá Stabæk.
HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti eftir allt
saman skipt á nýjan leik yfir til norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk
en norski vefmiðillinn Nettavisen greinir frá því að hinn íslenski
Helgi Sigurðsson æfi þessa dagana með Stabæk sem hann lék með
á árunum 1998–1999. Helgi var í herbúðum norska liðsins Lyn frá
Osló en náði sér ekki á strik á leiktíðinni og hefur hann ákveðið að
yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út um áramótin.
Morgunblaðið/Kristinn
Helgi Sigurðsson (t.h.) og Rúnar Kristinsson í landsleik.
Helgi á ný
til liðs við
Stabæk?