Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorbjörg Magn-úsdóttir fæddist í Hvammsvík í Kjós 12. júní 1915. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 4. desember síðastlið- inn. Þorbjörg var dóttir hjónanna Magnúsar Þórðar- sonar, bónda og sjó- manns, f. 28. okt. 1884, d. 7. júlí 1945, og Sigrúnar Árna- dóttur, f. 28 septem- ber 1890, d. 4. maí 1955. Þau bjuggu í fimmtán ár í Hvammsvík í Kjós, síðan á Móum á Kjalarnesi í sex ár og fluttust svo til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Þorbjörg var fjórða af ellefu systkinum. Bræður Þorbjargar voru: 1) Árni, f. 23. september 1911, d. 24. mars 1937. 2) Sig- urður Engilbert, f. 14. september 1912, d. 10. apríl 1933. 3) Óskar, f. 8. maí 1914, d. 6. júlí 1946, kvæntur Kristínu Salómonsdótt- ur, f. 28. október 1915, d. 6. mars 1999, þau eignuðust þrjú börn, eitt dó í fæðingu, Gústav og Sig- rúnu Þóru. 4) Guðmundur Helgi, f. 3. nóvember 1916, d. 28. febr- úar 1938. 5) Sigurvin Magnús, f. 11. mars 1918, kvæntur Kristínu Þóru Gunnsteinsdóttur, f. 13. ágúst 1919, þau eiga þrjú börn, Geir, Helga og Sigrúnu. 6) Grím- ur Sigurlaugur, f. 31. ágúst 1919, d. 18. febrúar 1926. 7) Hreggviður, f. 16. ágúst 1922, d. 22. júní 1954, kvæntur Sesselju Jónu Magn- úsdóttur, f. 27. júní 1921, d. 8. mars 1993, þau eignuðust þrjú börn, Magnús, Hreggvið og Höllu. 8) Grímur Sigur- laugur, f. 18. júní 1927, d. 12. desem- ber 1927. 9) Ársæll, f. 13. október 1928, kvæntur Guðrúnu Sigríði Óskars- dóttur, f. 31. október 1929, þau eiga fimm börn, Ósk, Þorbjörgu, Vigdísi Sigrúnu, Magnús og Hreggvið. 10) Jóhannes, f. 4. maí 1932, d. 18. maí 1985, kvæntur Ingveldi Halldóru Benediktsen Húbertsdóttur, f. 28. október 1928, þau eignuðust tvö börn, Hú- bert Nóa og Sigrúnu. Þorbjörg bjó með foreldrum sínum á meðan þau lifðu og hjálp- aði til á stóru heimili. Hún vann hjá Sjóvá frá 1938. Einnig vann hún um árabil á kvöldin og um helgar í Breiðfirðingabúð. Hún bjó á Vesturvallagötu 3 um nokk- urra ára skeið en lengst bjó hún á Freyjugötu 1. Útför Þorbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ævaforn austurlensk frásögn greinir frá manni nokkrum, er á efsta degi stóð við fótskör meistara síns, sem spurði hvað hann hefði af- rekað í lífi sínu á jörðinni. „Ekkert“ svaraði maðurinn. Meistarinn leit í bækur sínar og sá að þar voru aðeins skráð þrjú orð um lífsferil þess, sem leitaði til hans. „Fórnfýsi, trú- mennska, skyldurækni“. Án frekari orða opnaði hann hliðið og veitti leit- andanum aðgang að fögnuði herra síns. Kannski lýsa þessi þrjú orð Þor- björgu, föðursystur minni, betur en langar útlistingar. Kannski stóðu þau í lífsbókinni, þegar hún stóð frammi fyrir herra sínum. Alla vega koma þau í huga, þegar þess er freistað að kveðja hana hinstu kveðju með örfáum orðum. Hún var af þeirri kynslóð Íslendinga, sem gerði kröfur til sjálfs sín áður en kröfur voru gerðar til annarra. Þeirri kynslóð, sem skapaði mestu breytingar til framfara í sögu þjóð- arinnar og það helst með því að vinna hörðum höndum, láta sér nægja það, sem fram var rétt, og styðja sína nánustu. Þorbjörg, eða Tobba, eins og hún var alltaf kölluð, skilur eftir sig góð- ar og hlýjar minningar hjá öllum þeim, sem kynntust henni. Hún var glæsileg kona, sem jafnan bar höf- uðið hátt og stóð fyrir sínu, hvort heldur var til orðs eða æðis. Þótt hún yrði fyrir miklum áföllum í lífinu var hún eins og grenitréð, sem Stephan G. lýsir í einu ljóða sinna – hún bognaði ekki, en brotnaði í byln- um stóra, síðast, eins og allir verða raunar að gera. Það er lögmál lífs- ins. Tobba ólst upp á stóru heimili og bjó þar með foreldrum sínum og bræðrum. Mikið var á þessa fjöl- skyldu lagt. Má sjá af ættarskrá hennar hér að framan, að margir bræður hennar féllu frá ungir að ár- um og komu þar til bæði slysfarir og sjúkdómar. Eðlilega tók þetta mjög á foreldra hennar, en Tobba var sannarlega stoð þeirra og stytta. Hún var umhyggjusöm og nærgætin og hugsaði meira um þeirra hag en sinn eigin. Kom það ekki síst fram eftir að faðir hennar féll frá, en þá hélt hún heimili með móður sinni og annaðist hana í áratug. Það gerði hún ekki aðeins af skyldurækni, heldur líka af kærleika. Ég var ungur að árum þegar ég fór fyrst að leggja leið mína einn til Tobbu. Það var löng leið að hjóla úr Hlíðunum heim til hennar á Vest- urvallagötu 3, en samt á sig leggj- andi. Tobba tók alltaf á móti mér og öðrum með bros á vör og gleði í svip. Í hennar augum voru allir jafnir og ekki var tekið síður á móti börnum og unglingum en hinum fullorðnu. Veitingar bar hún fram, sem ekki voru skornar við nögl. Síðan settist ég við fótskör hennar og hlustaði á það, sem hún vissi að ég vildi fá að heyra, frásagnir af fjölskyldu henn- ar og þá einkum bræðrunum, sem horfnir voru. En meðal þeirra var faðir minn, sem ég missti ungur og náði því miður lítið að kynnast. Tíð- um fylgdi ég henni í vinnuna og fylgdist með henni þar, en störf sín vann hún af mikilli samviskusemi. Það að gera eitthvað sæmilega var ekki til í orðabók hennar. Allt þurfti að gera vel. Vandvirkni og snyrtimennska ein- kenndu líka heimili hennar. Á því sviði gerði hún kröfur. Það var eins gott fyrir ungan dreng að vera í vel burstuðum skóm og í pressuðum buxum og gæta þess að láta ekki á það falla í löngum hjólatúr. Ef eitt- hvað bjátaði á snyrtimennskuna var eins líklegt að gerðar væru við það athugasemdir. Hún var alin upp við það, að karlmenn í fjölskyldunni ættu að vera snyrtilegir, og því framfylgdi hún. Heimili hennar bar líka smekkvísi glöggt vitni. Þar voru margir fallegir munir. Marga hverja hafði hún búið til sjálf, en Tobba var sannur snillingur í útsaumi og handavinnu. Þótt lífið væri ekki dans á rósum hjá Tobbu og fjölskyldu hennar og sorgin berði þar oft og óvænt að dyr- um skein glettni og lífsþróttur úr augum hennar og hún sá jafnan hið skoplega í lífinu. Því kynntist ég, þegar ég sem unglingur fór að leggja leið mína í Breiðfirðingabúð, þar sem Tobba vann sína aukavinnu. Það var ekki til þess ætlast að þeir, sem þann stað sóttu, hefðu með sér brjóstbirtu, en eigi að síður var slíkt bann léttvægt í huga ungra manna, sem þangað komu til að skemmta sér. Það þurfti krókaleiðir til þess að koma því, sem haft var meðferðis, framhjá dyraverðinum. Meiri ógn stóð mér þó af því að þurfa að fara framhjá Tobbu og oftar en ekki tókst það samt. Það var svo ekki fyrr en löngu, löngu seinna, sem Tobba sagði mér, með sinn gamalkunna glettnisglampa í augum, að hún hefði svo sem vitað hvað um var að vera, en látið kyrrt liggja, þar sem ÞORBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda- sonur og bróðir, ÞORVALDUR KOLBEINS ÁRNASON, Skólabraut 2, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 10. desember. Útför fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðviku- daginn 17. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðfinna Emma Sveinsdóttir, Ágúst og Emil Þorvaldssynir, Árni Þór Jónsson, Sveinn Sveinsson, Þóra Björnsdóttir, systkini og fjölskyldur. Útför eiginkonu minnar, ÁSTRÍÐAR KARLSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Faxatúni 19, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. desember kl. 13.30. Rögnvaldur Þorleifsson og aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS GUÐLAUGSSON úrsmiður Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á St. Jósepsspítala mánudaginn 8. des- ember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Guðlaugur Magnússon, Bergljót Böðvarsdóttir, Kjartan Magnússon, Gunnar Magnússon, Drífa Alfreðsdóttir, Ólafur Haukur Magnússon, Sigrún Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON, Pálmholti 12, Þórshöfn, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 12. desember. Ólöf Jóhannsdóttir, Úlfar Þórðarson, Kristín Kristjánsdóttir, Jóhann Þórðarson, Hrafnhildur I. Þórarinsdóttir, Þóra Ragnheiður Þórðardóttir, Bergur Steingrímsson, Þórður Þórðarson, Líney Sigurðardóttir, Oddgeir Þórðarson, Sigrún Inga Sigurðardóttir, Helena Þórðardóttir, Höskuldur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, EGGERT KONRÁÐ KONRÁÐSSON frá Haukagili í Vatnsdal, Ástúni 2, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 12. desember. Jarðarförin fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 19. desember kl. 15.00. Torfhildur Rúna Gunnarsdóttir, Lilja, Harpa, María og Heiðar Eggertsbörn, Arnór, Særún, Haukur og Davíð Rúnubörn og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR EYRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Vesturbraut 1, Grindavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudag- inn 12. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Sævar Sigurðsson, Ágústa Sævarsdóttir, Heiðar Örn Sverrisson, Guðbjörg Særún Sævarsdóttir, Þóroddur Halldórsson, Sólveig Jóna Sævarsdóttir, Valur Freyr Hansson, Helga Guðrún Sævarsdóttir, Dóra Rebekka Sævarsdóttir, Kristín Bessa Sævarsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAJA GRETA BRIEM, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 14. desember 2003. Haraldur Briem, Eiríkur Briem, Snjólaug Guðrún Ólafsdóttir, Guðrún R. Briem, Ólafur Andri Briem, Maj Britt Hjördís Briem, Eiríkur Briem, Katrín Briem. Bróðir okkar, mágur og frændi, EIRÍKUR HALLSSON, Steinkirkju, Fnjóskadal, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 11. desember. Hann verður jarðsunginn frá Illugastöðum laugardaginn 20. desember kl. 14.00. Ingólfur Hallsson og fjölskylda, Elín Hallsdóttir, Anna Hallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.