Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 21 ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.480,- Næsta bil kr. 13.446,- kringlan/leifsstö› sími 588 7230 w w w . l e o n a r d . i s HRINGUR 29.900 kr . 20 hlekkir úr silfri 1 hlekkur úr 18 kt. hvítagulli með demöntum. HRINGUR 93.100 kr . 18 hlekkir úr 18 kt. gulli. 138 .900 kr . EYRNALOKKAR DIMENSION SKART 18 kt. hvítagull með demöntum. ARMBAND 25.800 kr . Stál HÁLSMEN 29.900 kr . 1 hlekkur úr 18 kt. hvítagulli með demöntum. 42 cm keðja úr 18 kt. hvítagulli. HÁLSMEN 26.900 kr . 1 hlekkur úr 18 kt. gulli með demöntum. 42 cm keðja úr 18 kt. gulli. Laugavegi, sími 511 4533. Smáralind, sími 554 3960. Kringlunni, sími 533 4533. JAFNRÉTTIS- og fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt fyrir sitt leyti jafnréttisstefnu til árs- ins 2007 og vísað henni til endanlegr- ar afgreiðslu í bæjarstjórn. Í jafn- réttisstefnunni er gengið út frá því að allar deildir bæjarins taki mið af henni, en að stofnunum bæjarins, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn, sé gert að setja sér sérstakar jafnrétt- isáætlanir. Með jafnréttisstefnunni sýna bæjaryfirvöld vilja sinn til að gera allar kringumstæður í bæjar- félaginu sem hagstæðastar fyrir bæði kynin, eins og segir í inngangi henn- ar. Þar með er stefnunni ætlað að koma öllum bæjarbúum til góða og styðja þá ímynd að á Akureyri sé að finna öll lífsins gæði. Áætluninni er skipt upp í fjóra meginhluta sem varða stjórnsýslu bæjarins, hlutverk hans sem vinnu- veitanda og veitanda þjónustu. Þá er einnig að finna í stefnunni samvinnu- verkefni nokkurra sveitarfélaga sem mun gera samanburð á stöðu jafn- réttismála hjá sveitarfélögum lands- ins mögulegan. Í jafnréttisstefnunni er það haft að leiðarljósi, að skilyrði kvenna og karla á Akureyri til að njóta lífsins gæða verði eins og best verður á kosið og að Akureyrarbær verði fyrirmynd annarra sveitarfé- laga í að gæta hagsmuna kynjanna. Einnig að konur og karlar njóti jafnra tækifæra og hafi sömu möguleika til áhrifa í bæjarfélaginu, stúlkum og drengjum verði sköpuð tækifæri til náms og félagslífs sem ekki mótast af hefðbundnum kynhlutverkum. Þá verði stuðlað að því að andleg og lík- amleg heilsa kynjanna verði sem best og kynlífsþrælkun, kynferðisleg mis- notkun og kynbundið ofbeldi því for- dæmt í hvaða mynd sem það kann að birtast í bæjarfélaginu. Í jafnréttisstefnunni er það talið lykilatriði við stjórn bæjarins, að tekið sé tillit til kynja- og jafnrétt- issjónarmiða. Þess sé gætt að aug- lýsingar um öll laus störf höfði til beggja kynja og þegar ráðið sé í störf skuli unnið að því að jafna hlut kynjanna. Jafnréttislög kveða á um að konum og körlum sem starfa hjá sama atvinnurekanda skuli greidd jöfn laun og þau skuli njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sam- bærileg störf. Kynbundinn launa- munur virðist staðreynd á íslenskum vinnumarkaði og munu bæjaryfir- völd á Akureyri gera sitt til að koma í veg fyrir að slíkt viðgangist, eins og segir í jafnréttisstefnunni. Fram kemur að það sé jafnréttis- og fjölskyldunefnd sem hafi það hlutverk að móta stefnu bæjarins í jafnréttismálum og fylgja henni eft- ir, sem og fjölskyldustefnu bæjarins sem samþykkt var 2002. Jafnréttis- ráðgjafi starfar með nefndinni og sér m.a. um framkvæmd og eftir- fylgni jafnréttisstefnu í samvinnu við nefndina og bæjaryfirvöld. Jafn- réttisnefnd var fyrst skipuð á Ak- ureyri árið 1982 og var fyrsta jafn- réttisáætlunin gefin út 1989. Jafnréttisfulltrúi var í fyrsta sinn ráðinn til starfa árið 1991 og var það í fyrsta sinn sem ráðið var í slíkt starf hjá íslensku sveitarfélagi. Ak- ureyrarbær hlaut árið 1992 jafnrétt- isviðurkenningu Jafnréttisráðs, þegar hún var veitt í fyrsta skipti. Jafnréttisstefna bæjarins til 2007 Sérstakar áætlanir fyrir fjölmennar stofnanir Fékk það óþvegið| „Það getur stundum hefnt sín að vera hrekkj- óttur þótt ekki sé það illa meint,“ seg- ir í dagbók lögreglunnar á Akureyri. „Það mátti ungur maður reyna á laugardaginn er hann í stráksskap gerði sér leik að því að henda snjó- kúlu í bíl sem ekið var framhjá hon- um. Brást bílstjórinn hart við og snaraðist út úr bílnum, sparkaði í hrekkjalóminn og tróð svo inn á hann snjó. Ekki varð stráksa meint af þess- um köldu kveðjum en hugsar sig örugglega um tvisvar áður en hann hendir snjókúlu í bíl aftur.“ Rekstrar- og viðskiptanám| Á vormisseri 2004 býður Símenntun HA í samstarfi við rekstrar- og við- skiptadeild HA í fyrsta sinn þriggja anna nám með starfi í rekstrar- og viðskiptafræðum. Námið verður metið að fullu til ein- inga og samsvarar 27 eininga námi á háskólastigi og gefur möguleika á áframhaldandi námi við rekstrar- og viðskiptadeild til BS-gráðu. Námið er skipulagt með þarfir fólks í atvinnulífinu á landsbyggðinni í huga og verður kennt í staðbundn- um lotum þriðju hverja viku frá fimmtudegi til laugardags alls fimm lotur á önn. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk.    FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Kaldbak afhjúpuðu nýja klukku með veðurhitamæli á auglýsingaturninum á Ráð- hústorgi á Akureyri á laugardag. Nýja klukkan leysir af hólmi eldri klukku sem setið hefur á toppi turnsins síð- ustu 20 ár. Veðurhitamælirinn í gömlu klukkunni er vafalítið frægasti hitamælir landsins, enda hafa fjöl- miðlar birt af honum margar myndir og þá með sem hæstu hitastigi, í gegnum tíðina. „Við teljum þetta vera eina löggilta hitamælinn í bænum,“ sögðu Kiwanismenn glaðir í bragði, þegar Þórir Magnússon, forseti klúbbs- ins, afhjúpaði nýju klukkuna. Þá sýndi hitamælirinn eins stigs frost. Auglýsingaturn Kiwanisklúbbsins Kald- baks hefur verið helsta tekjulind klúbbsins undanfarin ár. Turninn var upphaflega settur upp í göngugötunni en honum hefur verið fundinn framtíðarstaður á Ráð- hústorginu. Morgunblaðið/Kristján Ný klukka með veðurhitamæli afhjúpuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.