Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SADDAM Hussein, fyrrum forseti Íraks, neit- aði því við yfirheyrslur eftir handtökuna á laugardag að Írakar ættu gereyðingarvopn. Bandaríska tímaritið Time hefur þetta eftir heimildarmanni innan bandarísku leyniþjón- ustunnar í Írak. Saddam sagði að sagan um gereyðingarvopn Íraka væri uppspuni frá rót- um og að Bandaríkjamenn hefðu skáldað hana upp til að réttlæta innrásina í Írak. Írakar ræða við Saddam Snemma að morgni sunnudags þegar Sadd- am Hussein hafði fengið nokkurra klukku- stunda svefn og skeggið mikla hafði verið rak- að af honum komu fjórir Írakar á fund hans. Þetta voru háttsettir íraskir embættismenn sem Bandaríkjamenn höfðu beðið um að koma til herstöðvar við flugvöllinn í Bagdad til að bera kennsl á fangann. Í fyrstu var áformað að Írakarnir virtu fang- ann fyrir sér í gegnum glugga eða myndavél en þeir kröfðust þess að fá að ræða við Saddam og var það leyfi veitt. Fundur þeirra stóð í um hálfa klukkustund. „Þetta var óraunverulegt,“ segir Mowaffak Rubaie, sjíti sem á sæti í Framkvæmdaráði Íraks sem Bandaríkjamenn komu á fót og skip- uðu. Hann flúði Írak árið 1979 eftir að hafa sætt fangelsun og pyntingum af hálfu Sadd- ams. Í fyrstu virtist Saddam þreyttur og ringl- aður, að sögn Adnans Pachachi, sem var utan- ríkisráðherra Íraks áður en Baath-flokkurinn tók völdin í landinu árið 1968. En viðmót Saddams breyttist þegar „gestir“ hans tóku að spyrja hann um nokkra hroðaleg- ustu glæpina sem framdir voru á valdatíma hans, innrásina í Kúveit 1990, notkun efna- vopna gegn óbreyttum borgurum í tveimur þorpum Kúrda og aftökur á nokkrum helstu trúarleiðtogum sjíta. Saddam sýndi engin merki iðrunar að sögn mannanna. Sagði Írana hafa gert efnavopnaárás „Hann var fullur hroka og haturs,“ segir Ab- del Abdul-Mehdi, einn af leiðtogum Íslamska byltingarráðsins í Írak, en svo nefnast ein helstu stjórnmálasamtök sjíta. Þeir sættu of- sóknum í tíð Saddams sem er súnníti. „Hann reyndi að réttlæta glæpi sína með því að segja að hann hefði einungis verið pólitískur leið- togi.“ Síðar hélt Saddam því fram að hann hefði ekki gefið fyrirskipun um að efnavopnum skyldi beitt gegn óbreyttum borgurum í Kúrdabænum Halabja árið 1988. Talið er að þar hafi um 5.000 manns týnt lífi. Saddam hélt því raunar fram að þar hefði íraski herinn alls ekki verið að verki. Íranar hefðu gert þá árás. Þegar hann var spurður um ástæður þess að hann ákvað að ráðast inn í Kúveit árið 1990 hélt hann því fram að það land tilheyrði Írökum. Þegar „gestirnir“ minntust á fjöldagrafirnar sem fundist hafa víða um Írak á undanförnum mánuðum með líkum tugþúsunda fórnarlamba ógnarstjórnar Saddams taldi hann ástæðulaust að ræða það mál frekar. Þar væru grafin lík „þjófa, liðhlaupa og svikara“. „Hjarta mitt verður rótt“ Rubiae sagði að vikið hefði verið að því við Saddam að írösku þjóðinni yrði ef til vill falið að ákvarða örlög hans. Sagði hann þá að þjóðin samanstæði af „lýðskrumurum“. Þegar hann var spurður hvernig hann hygðist „standa frammi fyrir guði sínum á dómsdegi“ sagði Saddam: „Hjarta mitt verður rótt.“ Rubiae kvaðst hafa kvatt forsetann fyrrver- andi með svofelldum orðum: „Far þú bölvaður. Íraska þjóðin mun senda þig til vítis.“ Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við CBS-sjón- varpsstöðina í fyrrakvöld að Saddam hefði ekki verið samvinnufús í yfirheyrslum og vildi lítið tjá sig. Sagður hafa viljað semja Brian Reed majór er stjórnaði aðgerðum heraflans sem fann Saddam Hussein á laug- ardag sagði í gær að hann hefði reynt að semja við bandarísku hermennina sem handsömuðu hann í jarðhýsi í Ad Dawr, skammt frá borg- inni Tikrit í Norður-Írak. „Ég er Saddam Hussein, ég er forseti Íraks og ég vil semja,“ hafði Reed eftir Saddam. „Svarið var að Bush forseti sendi honum kveðjur sínar,“ sagði Reed en hann sagði að bandarískur hermaður hefði skýrt frá þessum orðaskiptum sem áttu sér stað niðri í jarðhýs- inu. James Hickey, höfuðsmaður, sagði að þegar hermennirnir hefðu litið niður í jarðhýsið hefðu þeir séð mann þar niðri. „Tvær hendur birtust. Einstaklingurinn vildi greinilega gefast upp.“ Hickey sagði að hermennirnir hefðu orðið undrandi á aðstæðunum sem Saddam bjó við en hann hafðist við í holu, sem grafin var í jörð- ina á um 2,5 metra dýpi. Þá sagði höfuðsmað- urinn að hermennirnir hefðu búist við að lenda í skotbardaga. „Við vorum viðbúnir bardaga … og því að beita hernaðaryfirburðum,“ sagði hann. Hickey sagði að aðgerðin hefði haft það markmið að handsama eða drepa Saddam Hussein. Til greina hefði komið að varpa hand- sprengju niður í jarðhýsið, „hreinsa það með hernaðarlegum hætti“, eins og Hickey orðaði það áður en hermennirnir greindu mann þar niðri sem vildi gefast upp. „Það var hyggilegt af honum að bíða ekki lengi.“ Saddam Hussein sagður fullur hroka og haturs Reuters Írakar í Bagdad fagna fregnum af því að Saddam Hussein hafi verið handtekinn. Segir allar fullyrðingar um gereyðingarvopn Íraka vera bandarískan uppspuna frá rótum Bagdad. The Washington Post. ’ Ég er Saddam Hussein,ég er forseti Íraks og ég vil semja ‘ VIÐBRÖGÐ manna í múslímalönd- um er fréttist um handtöku Saddams Husseins í Írak voru allt frá geysi- legum fögnuði yfir í hryggð og reiði í garð Bandaríkjamanna, sumir töldu það niðurlægjandi að Írakar skyldu ekki sjálfir vera látnir handtaka manninn. Grannar Íraka, Íranar, sögðust fagna mjög handtöku Sadd- ams sem væri hreinræktaður glæpa- maður. Vonandi myndi atburðurinn gera kleift að koma á stöðugleika og grafa undan stuðningsmönnum Saddams í Írak. Stjórnvöld í Indónesíu, fjölmenn- asta ríki íslams, sögðust vonast til að nú yrði auðveldara að koma á friði og sáttum í Írak og endurreisa fullt sjálfstæði landsmanna, að sögn utan- ríkisráðherra landsins, Hassan Wirayuda. Hann gagnrýndi, að sögn AFP-fréttastofunnar, Bandaríkja- menn harkalega fyrir viku og sagði þá hafa með innrásinni og hernám- inu í Írak ýtt undir alþjóðleg hryðju- verk og gert heiminn ótryggari. Talsmenn stjórnvalda í arabalönd- um við Persaflóa voru himinlifandi yfir rás atburða og sögðust vona að kaflaskil hefðu orðið í sögu Íraks. Varaforseti þingsins í Bahrein, Hassan al-Ali, hvatti til þess að lýð- ræði yrði komið á í Írak en sendi um leið Bandaríkjamönnum kveðju. „Miklu skiptir að andspyrnuöflin þróist og styrkist þannig að Banda- ríkjamenn skilji að ekki er auðvelt verk að brjóta gegn fullveldi þjóðar,“ sagði hann. Stjórn Arafats þögul Palestínustjórn Yassers Arafats neitaði að tjá sig um handtökuna. Palestínska blaðið al-Quds í Jerúsal- em sagði að nú, þegar búið væri að handtaka Saddam, gæti ekkert rétt- lætt lengur veru bandaríska her- námsliðsins í Írak. Blaðið sagði í for- ystugrein að handtakan sýndi hve „brothættar arabískar ríkisstjórnir eru þegar stór hluti almennings hef- ur snúið við þeim baki“. Það væri hryggðarefni og skammarlegt að nú væri stjórn Saddams fallin og er- lendar hersveitir hefðu handsamað hann. Dálkahöfundurinn Ahmed Dan- bur skrifaði í blað sitt, Al-Hayat Al- Jadida, að dagurinn væri „dagur gleði fyrir svikara“ og minnti á að Saddam hefði á sínum tíma látið skjóta 39 Scud-eldflaugum á Ísrael. Stjórn Saddams hefði vissulega ver- ið „harkaleg og ólýðræðisleg“ en hún hefði einnig einkennst af hugrekki. „Saddam Hussein var harðhentur leiðtogi en einnig maður sem hélt fast við grundvallaratriði sín“ og beygði sig ekki fyrir Bandaríkja- mönnum og zíonistum [Ísraelum], sagði dálkahöfundurinn. Amr Mussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, lagði áherslu á að Írakar ættu sjálfir að rétta í mál- um Saddams og manna hans, eink- um með tilliti til þeirra „óviðunandi og alvarlegu“ atburða sem nú væri komið í ljós að hefðu átt sér stað í valdatíð Saddams. Saddam, sem áratugum saman hefur reynt að sveipa sig ljóma stríðshetjunnar og hvatti landa sína til að berjast til síðasta manns gegn Bandaríkjamönnum og bandamönn- um þeirra, gafst upp mótþróalaust. Hefur þetta valdið mikilli furðu með- al gamalla stuðningsmanna hans í arabaheiminum. Var Saddam víða sakaður um heigulshátt og bent á að synir hans hefðu þó fallið í bardaga. en hann hefði sjálfur svikið málstað araba með því að flýja á sínum tíma undan Bandaríkjamönnum frá Bag- dad í stað þess að berjast og falla. Viðbrögð almennings í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, voru í senn fögnuður og vantrú, að sögn fréttavefjar BBC. Fólk starði undr- andi á sjónvarpsskjáinn þar sem sýndar voru myndir af fúlskeggjuð- um einræðisherranum er rannsakað- ur var af bandarískum hermanni sem leitaði lúsa í hári foringjans fallna. Sumir neituðu að trúa því sem þeir sáu og Palestínumaður sagði í sjón- varpsviðtali að enginn kæmi í stað Saddams sem hefði verið vinur Pal- estínumanna. „Ég elska hann svo heitt að ég þoli ekki að fylgjast með honum í haldi,“ sagði Raafat Log- man sem býr á Gazasvæðinu. Ánægja í Kúveit Mest var ánægjan í Kúveit. „Aldr- ei mun renna upp meiri hamingju- dagur en núna,“ sagði Abdullah al- Shimmiri, opinber starfsmaður sem missti bróður sinn þegar Írakar tóku Kúveit 1990. Og margir arabar mæltu með því að einræðisherrann fyrrverandi fengi harða refsingu fyr- ir glæpi sína. „Hann ætti að fá dauðarefsingu, minna má það ekki vera,“ sagði sádi-arabískur náms- maður, Rashid al-Osaimi. Egyptar voru sumir hverjir beggja blands yfir atburðinum og minntu á hlutskipti Palestínumanna undir ísraelsku hernámi. „Þeim hefði verið nær að handsama Sharon, raunverulega stríðsglæpamanninn,“ sagði Aziz al-Shaburi, embættismað- ur í Karíó og vísaði þar til Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Aðrir neituðu í fyrstu að leggja trún- að á fréttirnar og sögðu að um bandarískar lygar og áróður væri að ræða. The Los Angeles Times hefur eftir fimmtugum kaupmanni í Kaíró að það sé gott að Saddam hafi náðst og verði nú dreginn fyrir rétt. „En hver mun draga Bandaríkjamenn fyrir rétt vegna þess sem þeir gerðu í Írak?“ spurði maðurinn. Dawood al-Shirian, stjórnmála- skýrandi í Sádi-Arabíu, sagði að sögn AP-fréttastofunnar að hand- takan væri vissulega jákvæður at- burður en ekki væri víst að afleiðing- arnar yrðu góðar fyrir alla araba- leiðtoga. „Það gerist í fyrsta sinn að arab- ískur einræðisherra er látinn svara fyrir gerðir sínar. Þetta mun hvetja arabískan almenning til að beita sér af meiri krafti fyrir réttindum sínum vegna þess að nú veit fólk að ekki er útilokað að draga einræðisherra til ábyrgðar,“ sagði al-Shirian. Misjöfn viðbrögð í löndum íslams Margir fagna handtöku Saddams en Palestínu- menn segja hann hafa verið vin þjóðarinnar Reuters Zahra al-Jassem, öldruð sjíta-kona frá Írak, grætur í gær við skrín til heið- urs Saddam í Damaskus í Sýrlandi. Jassem sagðist hafa misst þrjá syni í stríði Saddams gegn Íran 1980–1988 en forsetinn fyrrverandi hefði gefið sér íbúðarhús og einnig veitt sér mánaðarlegan fjárstyrk í sárabætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.