Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HARLA sterk samfélagslýsing. Þannig horfði landinn engu að síður við mér eftir sjö ára fjarveru í heimsborginni París. Glöggt er gests augað. Síðan hef ég trúlega samtvinnast um of hinu ,,efnislega“ lífsgæða- kapphlaupi landans, því einhver hafði nýlega á orði að ég væri orðinn of ,,pakkaður“ til að njóta lífsins og finnst mér það eiga við svo marga aðra, einkum í þéttbýli höfuðborg- arsvæðisins. Margir sjá ekki fram úr neyslunni öðruvísi en með meiri vinnu og vinnufíknin sligar heilu fjölskyld- urnar. Börn og ung- lingar kunna ekki leng- ur að hreyfa sig og leita sér æ oftar at- hvarfs í heimi sýnd- arveruleika og deyfi- efna. Útkoman er sláandi hátt hlutfall geðrænna vandamála, sem heil þjóð stendur næsta ráðalaus frammi fyrir. Sannkallað þjóð- félagsmein sem er jafn áberandi í mörgum öðrum löndum, en birt- ist hér í annarri mynd þótt af svip- uðum rótum sé sprottið í upphafi. Á meðan Evrópubúar fyllast bölmóði vegna atvinnuleysis og stirðleika í efnahagslífi æða Ís- lendingar stjórnlaust áfram og elta skottið á sjálfum sér í kapp- hlaupi eftir einbýlis- húsum og jeppum en hirða æ minna um mannleg samskipti og þá náttúruperlu sem menning þeirra byggir á. Þegar Falun Gong menn heimsóttu land- ann og kenndu honum nokkrar gagnlegar æf- ingar til að slappa af og beisla þá orku sem í umhverfinu býr kusu ráðamenn að loka augunum. Það var engu líkara en þeir hefðu sogast inn í atburðarás sem þeir réðu ekki við: M.ö.o látið undan þrýstingi umbúða- aflanna. Það sama á við okkur öll, þegar við sofnum á verðinum og missum sjónar á þeim andans gæð- um og menningarlegu gildum sem gera okkur hamingjusöm, hversu ólík sem við lítum út á ytra borði. Jólin eru til marks um þessa vitfirru, og um leið þá þversögn sem henni fylgir. Því á sama tíma og lands- menn fara á enn eitt lífsgæðakapp- hlaupafylleríið, verða þeir allt í einu áberandi menningarlegir, sannkall- aðir bókaormar, jafnvel stórunnend- ur lista á velflestum sviðum. Að því leytinu lýsa jólin upp skammdegið og bæta upp andleysið fyrri hluta árs. Þannig verður bókaupplestur allt í einu eðlilegur hluti af jóla- bókaflóðinu; hefð sem gaman væri að viðhalda allan ársins hring. List- framleiðendur sjá sér skiljanlega hag í að kynda undir hinni menning- arlegu hlið jólafylleríisins og viti menn: Reyndir bókaútgefendur læra af reynslunni og leitast við í æ ríkari mæli að dreifa bóksölunni allt árið með helmingi ódýrari kiljubók- um. Guð sé lof fyrir þá vitglóru: Hér eru þá loksins komnar bækurnar semgrannar okkar og flestar alvöru bókaþjóðir hafa getað státað af hing- að til. Bækurnar sem eru fyrst og fremst ætlaðar til lesturs en ekki til þess fallnar að skreyta stofuhillur og rykfalla þar með árunum. Með öðr- um orðum vandaðar kiljubækur þar sem innihald og formlegt útlit hald- ast í hendur án skrums eða skæl- ingar umbúðatískunnar. Bækur sem hljóta ekki náð hörðu kápunnar, (þær sem Íslendingar dýrka, sér í lagi á jólunum), nema um sé að ræða sígild meistaraverk. Fæstir Íslendingar ná að komast yfir nema pínulítið brot af öllum út- gefnum bókum yfir jólasteikinni og aðeins lítill hluti landsmanna les af- ganginn á nýja árinu. Samt er stöð- ugt rætt um hvað við séum mikil menningar- og bókaþjóð og hve langt við höfum náð á þeim vett- vangi erlendis. Ekki verður því bein- línis mótmælt en fæstir fórna tíma og peningum til að lifa raunverulega í heimi listarinnar. Hinir þræla sér út og njóta ekki nema að litlu leyti menningarlífs af einhverju viti, (hef kynnst því sjálfur alltof oft). Vegna of mikils vinnuálags láta alltof marg- ir teyma sig umhugsunarlaust inn í hringiðu umbúðakapphlaupsins. verslunarhallanna á kostnað hinnar torsóttu leitar að andlegri upplyft- ingu sem þó hlýtur að fela í sér var- anlegri lífsgæði. Hve mörgum skyldi t.d. ekki þykja eftirsóknarverðara að keyra jeppa en fylla sálina af for- vitnilegum innblæstri. Sjálfur hef ég fundið fyrir and- legum tómleika og sljóvgun í öllum hamagangi umbúðanna og skil því mætavel hvernig mörgum kunni að líða eða öllu heldur ætti að líða þeg- ar hinu andlega kalli tilverunnar er ekki sinnt sem skyldi. Nema að það sé rétt sem ég hef heyrt að hægt sé að halda niðri jafn aðkallandi röddu með skrumskældu brosi einhverrar tilbúinnar hamingjukönnunar, sem hlýtur að minnsta kosti að vera í hróplegu ósamræmi við tæpt sálar- ástand landans miðað hátt hlutfall geðlyfjatöku. Um leið og ég óska landsmönnum innilega gleðilegs árs og þakka fyrir árið sem er að líða bið ég ykkur að íhuga með mér þær hættur sem stafa af ,,umbúðaþjóð- félaginu“ og hvernig við getum í sameiningu leyft innihaldinu að njóta sín betur í framtíðinni án þess að setja hér allt á annan endann. Góðar stundir. ,,Umbúðaþjóðfélagið’’ Benedikt S. Lafleur skrifar um lífsgæðakapphlaup landans ’„Margir sjá ekki framúr neyslunni öðruvísi en með meiri vinnu“ ‘ Benedikt S. Lafleur Höfundur er rithöfundur og myndlist- armaður. VIÐ hjónin tókum þá ákvörðun sumarið 2002 að flytjast búferlum með dætur okkar tvær og varð Dan- mörk fyrir valinu. Eftir að fjöl- skyldufaðirinn hafði misst vinnuna í fyrsta skipti a lífsleiðinni, um áramót- in áður, hafði verið hart í ári og ákvaðum við því að freista gæfunnar annarsstaðar. Maðurinn er smiður og höfðum við fregnir af því að vinnu væri að fá í Danmörku. Atvinnuleysið á Ís- landi stóð ekki lengi yfir en það hafði í för með sér að hann skipti um vinnuveitanda og samdi um laun á nýjan leik. Þau laun komust hvergi nærri þeim launum sem hann hafði haft. Fyr- irtækið sem hann starf- aði hjá og, að okkur skilst mörg fyrirtæki i byggingariðnaði, hafa það fyrir sið að láta starfsmenn með stysta starfstím- ann fara þegar verkefnaskortur blas- ir við og ráða þá ekki aftur þótt verk- efnunum fjölgi, því þá eiga þeir rétt á að fá sömu laun og þeir höfðu haft. Í þessu tilfelli voru laun mannsins orð- in há þar sem góðæri var mikið á ár- unum áður. Á Íslandi vinna iðn- aðarmenn a.m.k. 48 stunda vinnuviku allt árið um kring og jafnvel þegar at- vinnuleysi er í greininni halda þeir sem hafa vinnu áfram að vinna hina löngu vinnudaga. Vinnuveitendur borga flestir jafnóðum út orlof og þegar að orlofstímabili kemur er það undir hverjum og einum komið að hafa sparað orlofseyri sinn til frísins. Þessi undarlega menning iðn- aðarmannageirans virðist þó ekkert vera í umræðunni, verkalýðsfélög iðnaðarmanna og iðnaðarmenn sjálfir eru afar máttlausir hvað varðar þessi kjör sín. Meðan á góðærinu stóð fjölgaði í fjölskyldunni hjá okkur og við stækk- uðum við okkur húsnæðið. Þegar svo atvinnuleysið kom á daginn kom í ljós að við gátum ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem við höfðum farið út í. Húsnæðið sem við keyptum var þó ósköp venjuleg íbúð sem passar fyrir 4 manneskjur og hvorki ný né dýr. Þrátt fyrir að við værum bæði i fullri vinnu var sama hvernig dæmið var reiknað, við gátum alls ekki staðið undir skuldbindingum og lifað sæmi- legu lífi. Með sæmilegu lífi á ég ein- ungis við matarinnkaup og lágmarks fatainnkaup og því að standa undir daglegum skyldum, s.s. afmælum og þess háttar. Nýir bílar, veitinga- húsaferðir og ferðalög teljast þar ekki með. Þegar við höfðum svo reiknað og reiknað og komist að því að eitthvað róttækt þyrfti að gerast til að allt færi ekki á verri veg tókum við þá ákvörð- un að skipta alveg um umhverfi og freista gæfunnar ann- arsstaðar. Atvinnu- tækifæri buðust er- lendis sem varð til þess að við fórum til Dan- merkur og hér erum við enn. Við vorum oft spurð að því áður en við fórum hvort við héld- um að grasið væri grænna hinum meg- in …? Og því svöruðum við til: Nei, við höldum bara að það sé öðruvísi og okkur lang- ar til að kynnast því. Það kom svo á daginn að grasið er svo sannarlega öðruvísi hérna megin við hafið, að sumu leyti grænna og að sumu leyti ekki. Fjölskyldufaðirinn fékk strax vinnu á sömu launum og á Íslandi, en nú vinnur hann til kl. 15 á daginn, skemur a föstudögum og er vinnuvik- an 37 stundir og aldrei meira en það. Í fyrsta skipti síðan við eignuðumst börn er ekki búið að loka leikskól- anum áður en hann er búinn í vinnunni og hann tekur í fyrsta skipti fullan þátt í lífi og uppeldi barna sinna, til jafns við mig. Þetta eitt og sér er svo stór kostur við Danmörku að það verður til þess að okkur þykir tilhugsunin um að flytja heim nánast óbærileg, a.m.k. á meðan börnin okk- ar eru lítil. Hugsunarhátturinn hér hvað varðar lífsgæði er allur annar en á Íslandi og lífsgæðakapphlaupið, sem er þar, þekkist varla. Viðbrigðin við að fara úr hringiðu lífsgæðakapp- hlaupsins á Íslandi og hingað eru ólýsanleg. Hér forgangsraðar maður upp á nýtt og kemst að því að hús, bílar, húsgögn og allir dauðir hlutir skipta bara engu máli. Hér erum við tilbúin til að búa við aðrar aðstæður en á Íslandi því hér lifir fólk ekki um efni fram. Það er bara ekki þannig. Það er eðli mannsins að langa til að vera eins og hinir og að falla inn í um- hverfið er skynseminni oft og tíðum yfirsterkara og ef menning sam- félagsins er þannig að allir eigi að eiga allt og verði að vera flottir, þá flýtur maður með straumnum. Eins og ég hef lofað sjálfri mér að gera það ekki þegar við flytjum aftur til Ís- lands, en þó er ég samt handviss um að innan fárra vikna verð ég komin í nákvæmlega sömu spor og ég var í og eins og allir hinir eru í á Íslandi í dag. Skynsamasta leiðin fyrir okkur að fara er menntaleiðin og sú öruggasta til að lifa mannsæmandi lífi. Hér í Danmörku eru möguleikar til mann- sæmandi lífs, sérstaklega á meðan á námi stendur, mun meiri en á Íslandi. Matarinnkaup eru t.a.m. miklu ódýr- ari hér en á Íslandi og barnafatnaður á töluvert lægra verði. Barnabætur eru ótekjutengdar, læknisþjónusta er ókeypis, námsstyrki endurgreiðir maður ekki og svona mætti lengi telja. Skattarnir hér eru hærri en á Íslandi, en Danir eru ótrúlega ánægðir með skattana sína vegna alls þess sem þeir fá fyrir þá. Áður en ég hóf nám hér starfaði ég hjá Kaupmannahafnarborg, en á Ís- landi starfaði ég hjá Reykjavíkurborg áður en við fluttum hingað, á báðum stöðum í fjármáladeildum. Helsti gallinn sem ég í fljótu bragði sé við danskt samfélag er sá, að hvatning er lítil fyrir ungt fólk til að standa sig sjálft í lífinu. Vegna allra þeirra bóta og styrkja sem það á kost á vill það síður reyna að bjarga sér af eigin rammleik. Dvöl okkar hér hefur verið okkur mjög lærdómsrík og ekki síst hefur hún orsakað það að kunna betur að meta það sem við eigum á Íslandi; fjölskyldu, vini, náttúru, íslenskt vatn og lambakjöt. Þetta allt á eftir að verða til þess að við komum heim fyrr en síðar, vonandi með meiri menntun upp á vasann. Þangað til vonum við að verkalýðsfélögin og íslensk stjórn- völd geri átak í að bæta lífskjör unga fólksins og barnafólksins sem er að reyna að koma undir sig fótunum í líf- inu. Ísland – Danmörk Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir skrifar um danskt samfélag ’Hér í Danmörku erumöguleikar til mann- sæmandi lífs, sér- staklega meðan á námi stendur, mun meiri en á Íslandi. ‘ Sigurlaug A. Jóhannsd. Höfundur er búsettur í Danmörku.                                    !            !  "  #!$   % &%    ' ( %   )*  +  ,  + - (  )*  #     ( # ' (  ( %     .'    /! % (   !   )*  ,   0 "        1     1 "   ( "  (    *    2  , +!  3" 4   1             "      -      3   * 5)  6   73-7       5)  6 (       (   "#  $%& '         2      8              !           8 !  "  +!9+$   %   ,       (      '   , (   &%     , (   ! , * "   , (   -   ) ( ,     : 3    * 5)  6   5;<       5)  6 (       (   =(',        * 5)  6  6 ! 5' ! ## >"' *   ?     (    * (  :      ' (',      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.