Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að eðlilegt sé að lífeyrisrétt- indi á almennum vinnumarkaði verði sam- ræmd, en sú samræming verði að vera þannig að op- inberir launagreiðendur lagi sig að þeim leikreglum sem gildi á almennum vinnumarkaði. Ari sagði að forsvars- menn Starfsgreinasam- bandsins og Flóabandalags- ins hefðu kynnt honum og Ingimundi Sigurpálssyni, formanni Samtaka atvinnu- lífsins, viðbótarkröfugerð í lífeyrismálum í gær. Kröfugerðinni hefði verið komið á fram- færi og viðræðurnar myndu halda áfram. Ekki heppilegt fyrirkomulag „Það hefur alveg legið fyrir að við teljum ekki að sú uppbygging á lífeyrisréttindum sem er við lýði í opinberu sjóðunum, þ.e.a.s. að tryggja tiltekinn ávinning með bakábyrgð launagreiðandans án tillits til ávöxtunar sjóð- anna, sé heppileg fyrir utan auðvitað þann gríðarlega kostnaðarauka sem væri samfara því að samþykkja þessa kröfu,“ sagði Ari. Hann sagði að hækkanir af þessum sökum, þ.e. vegna aukinna lífeyrisréttinda, væru sama eðlis og aðrar launakostnaðarhækkanir. „Það sem er auðvitað algerlega ófært er að opinberir launagreiðendur, sem hafa skatt- lagningarvald, hvort sem það eru ríki eða sveit- arfélög, séu að fara með réttindi á sínum hluta vinnumarkaðarins inn á brautir og í þær hæðir sem almennt atvinnulíf í landinu á enga mögu- leika á að fylgja eftir. Sú þróun getur auðvitað ekki haldið áfram. Auðvitað væri eðlilegt að samræma lífeyrisréttindin á vinnumarkaðn- um, en sú samræming verður að vera þannig að opinberir launagreiðendur lagi sig að þeim leikreglum sem gilda á almennum markaði.“ Ari Edwald Ari Edwald um lífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna Lagi sig að leikreglum á almennum vinnumarkaði OLÍUFÉLAGIÐ, Esso, hækkaði í gær verð á lítra af dísilolíu um 1 krónu og er nú verðið á lítranum hjá Esso 39,60 krónur í sjálfsafgreiðslu og 44,80 krónur með fullri þjónustu. Önnur olíufélög hækkuðu ekki verðið á dísil- olíu og er lítraverð hennar á sjálfsafgreiðslustöðvum Olís og Shell 38,60 krónur, en 35 krónur á sjálfsafgreiðslustöðv- um Atlantsolíu. Esso hækk- ar verð á dísilolíu STARFSGREINASAMBANDIÐ hefur vísað kjaradeilu sinni við ríkisvaldið til meðferðar hjá ríkissáttasemjara og kynnt Samtökum at- vinnulífsins nýja kröfugerð í lífeyrismálum, þar sem krafist er sambærilegra lífeyrisrétt- inda og ríkisstarfsmenn búa við. Formenn landssambanda og þriggja stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Ís- lands samþykktu í gærmorgun áskorun til allra samninganefnda aðildarsamtakanna þess efnis að samningar um lífeyrismál verði teknir til endurskoðunar „með það að markmiði að líf- eyrisréttindi alls launafólks verði samræmd við lífeyrisréttindi í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins“. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, sagði að ákveðið hefði verið að taka tiil endurskoðunar kröfugerðina í lífeyr- ismálum eftir að þessi ósköp komu upp hvað varðar frumvarp um eftirlaun æðstu embættis- manna og leggja áherslu á að fá einhverja nið- urstöðu í þeim málum. Þeir hefðu reynt að fá fram hliðstæð kjör fyrir fólk innan ASÍ í starfi hjá ríkinu og op- inberir starfsmenn væru með. Ríkissjóður ábyrgðist lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna ef ekki væri nægt fé í sjóðnum og sambærileg krafa hefði verið lögð fram gagnvart SA nema að í því tilviki væri það atvinnurekandinn sem tryggði ávinnslu lífeyrisréttindanna. Halldór sagði að sú krafa að samræma kjör á almennum vinnumarkaði í lífeyrismálum líf- eyrisréttindum opinberra starfsmanna hefði það í för með sér að stuðull vegna ávinnslu réttindanna hækkaði úr 1,4 í 1,9 eins og hann væri hjá ríkisstarfsmönnum. Þá væri lífeyr- isaldurinn lækkaður úr 65 árum í 60 ár, auk ábyrgðar launagreiðenda á skuldbindingum vegna lífeyrisréttindanna. Halldór sagði að Starfsgreinasambandið að meðtöldu Flóabandalaginu hefðu kynnt þessa kröfugerð fyrir Samtökum atvinnulífsins og ríkinu. Þeir hefðu verið nokkuð lengi í viðræð- um við ríkið um þessi mál eða allt frá árinu 2001 og því hefði niðurstaðan orðið sú að kjara- viðræðum við ríkið hefði verið vísað til ríkis- sáttasemjara. Deilan væri því komin í hans hendur. Hins vegar hefði verið ákveðið að halda áfram beinum viðræðum við Samtök at- vinnulífsins, alla vega eitthvað fram í janúar. Alger samstaða Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði að það hefði verið alger samstaða á fundi for- manna allra landsambandanna og þriggja stærstu aðildarfélaganna, Verslunarmanna- félags Reykjavíkur, Eflingar og Einingar-Iðju í gærmorgun. Þarna væri mikið réttlætismál á ferðinni. Það væri ekkert launungarmál að ástæðan fyrir áskoruninni varðandi samræm- ingu lífeyrisréttinda á almennum markaði og lífeyrisréttindi hjá opinberum starfsmönnum væri sú atburðarás sem hefði farið á stað um miðja síðasta viku varðandi eftirlaun æðstu embættismanna Landssambönd ASÍ leggja fram nýja kröfugerð um lífeyrismál Kjaradeilu við ríkisvaldið vísað til ríkissáttasemjara Samninganefndir gera kröfu um samræmingu lífeyrisréttinda Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags, leggur mikla áherslu á að ríkið komi til móts við kröfur Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins í lífeyrismálum. ÞAÐ ríkir sorg í sveitarfélaginu Halsa í Noregi eftir að háhyrning- urinn Keikó, sem hefur hafst við í firðinum fyrir utan bæinn, drapst sl. föstudag. Þorbjörg Kristjánsdóttir líffræðingur, sem hefur sinnt Keikó undanfarin tvö ár, segir blendnar til- finningar bærast í brjósti sér eftir dauða háhyrningsins. „Ég viðurkenni það alveg að ég tók þetta nærri mér. Þetta var svo- lítið áfall, þetta gerðist hratt. Allt í einu er allt búið. Ég var mjög sorg- mædd fyrst. Ég hef nú líka verið með honum nánast á hverjum degi frá því við komum hingað til Noregs. Þetta hefur verið ótrúlega mikið og stórt ævintýri en nú er komið að leiðarlokum,“ segir Þorbjörg. Hún segir að Keikó hafi veikst að- eins tveimur dögum áður en hann drapst. „Þetta tók því skjótt af. Seinni daginn sáum við að hann var orðinn verulega veikur og því lítið sem við gátum gert. Þá vissum við hvert stefndi og dýralæknirinn okk- ar var byrjaður að undirbúa okkur.“ Háhyrningar í haldi eiga það til að fá bráðalungnabólgu að sögn Þor- bjargar en það var banamein Keik- ós. „Hann hefur veikst áður og það getur vel verið að það hafi haft eitt- hvað að segja, hann hefur kannski verið veikari fyrir. En svo er það líka annað, hann var orðinn gamall.“ Talið er að Keikó hafi verið um 27 ára gamall en háhyrningstarfar í haldi verða yfirleitt ekki eldri en 20 ára. Villtir háhyrningstarfar geta hins vegar orðið 30–35 ára. Þorbjörg segir að tíminn sem hún starfaði við að sinna Keikó hafi verið mjög lærdómsríkur. „Þetta er búið að vera með ólíkindum. Það sem var ánægjulegast við þetta var þegar hann stökk af stað frá Íslandi og lagði upp í langt ferðalag. Eftir það urðum við bjartsýnni á að verkefnið þjónaði tilgangi.“ Dauði Keikós hefur vakið mjög mikla athygli og nánast hver einasta fréttastofa í Noregi hefur komið til Halsa til að fjalla um málið. Þorbjörg Kristjánsdóttir líffræðingur vann með háhyrningnum Keikó í tvö ár „Allt í einu er allt búið“ Ljósmynd/Hallur Hallsson Þorbjörg Kristjánsdóttir gefur Keikó, sem hún sinnti í tvö ár, að éta. BÚIÐ er að grafa háhyrninginn Keikó við Taknesbugt í Noregi. Venjulega eru hræ dauðra hvala, sem rekur á land, dregin út á haf og þeim sökkt, en Free Willy- Keiko-stofnunin óskaði eftir því að Keikó yrði grafinn í landi. Var það gert í fyrrinótt með leynd, að sögn norska ríkisútvarpsins til að koma í veg fyrir ágang. Stórvirkar vinnuvélar unnu að greftrinum sem tók um þrjár klukkustundir. Keikó var um sex tonn þegar hann drapst. Lars Olav Lillebø, sem fer með menningarmál í Halsasýslu í Nor- egi, segist búast við að reist verði minnismerki um háhyrninginn Keikó við Taknesbugt þar sem hvalurinn dvaldi síðasta ár ævi sinnar. Keikó drapst sl. föstudag úr bráðri lungnabólgu. Hann hafði þá haldið sig við Noreg í rúmt ár en þangað synti hann frá Klettsvík í Vestmannaeyjum þar sem hann dvaldi í rúm fjögur ár. Búið að grafa Keikó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.