Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið til 22.00 til jóla ... er m eð a llt f yr ir jó lin Jóladagskrá í dag 17.00 Jólaskemmtun á Kringlutorgi Sigga Beinteins, Grétar Örvars og jólasveinarnir. MAGNÚS Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir heppilegast fyrir alla starf- semi spítalans að ljúka eins og kost- ur er framkvæmdum við sparnað og uppsagnir í desember og janúar. Um er að ræða allt að 200 starfs- menn sem eiga á hættu að missa vinnuna á grundvelli tillagna stjórn- arnefndar LSH til að mæta minnk- andi fjárveitingum til spítalans á næsta ári. Magnús segist ekki þora að treysta því að unnt verði að ljúka uppsögnum fyrir janúarlok vegna ríkrar samráðs- skyldu á grund- velli laga og reglna þar að lút- andi. „Viljinn er sá að reyna að gera þetta eins mikið og hægt er fyrir lok janúar enda eru mest áhrif af því fyrir rekstur spítalans,“ segir hann. Spurður um hvort deildir eins og slysa- og bráðamóttakan séu tilbún- ar að taka við auknum verkefnum á borð við neyðarmóttöku vegna nauðgana, eins og sparnaðartillögur gera m.a. ráð fyrir, segir Magnús að ef rekstrarfjár sé vant, verði menn einfaldlega að bæta á sig vinnu. Haft verði samráð við viðkomandi deildir þegar þar að kemur. Hlutirnir verða að heita sínum réttu nöfnum Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðamóttöku Landspít- alans í Fossvogi, tjáir sig ekki um þetta tiltekna atriði, en segir að gera verði greinarmun á hagræð- ingu og niðurskurði í þessu sam- bandi. „Hlutirnir verða að heita sín- um réttu nöfnum,“ segir hann. „Hér á slysadeildinni er mjög lítið svig- rúm fyrir nokkra hagræðingu. Það er löngu búið að stíga öll þau skref sem menn hafa mögulega getað séð fyrir í því efni. Ef lækka á útgjöld hefur það í för með sér niðurskurð á þjónustu. Við eigum engra annarra kosta völ.“ Heppilegast að ljúka upp- sögnum af á næstu vikum Magnús Pétursson SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir segir að ekki séu beinlínis efni til að taka upp skynpróf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli vegna þess að rannsóknir styðji það ekki nægjanlega vel að slíkt próf geri gagn. Hins vegar sé það til og það sé notað en hugsanlega skýri sú notkun að einhverju leyti þá staðreynd að fleiri blöðruhálskirtilskrabbamein finnist á Íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum. Árlega greinast um 160 karlar á Íslandi með krabbamein í blöðru- hálskirti eða álíka margir og þær konur sem greinast með brjósta- krabba. Eins og fram kom í úttekt í Tímariti Morgunblaðsins á sunnu- dag er eftirlit með körlum mun ófull- komnara vegna þessa en hjá konum. „Það hafa enn ekki komið fram nægjanlega skýrar rannsóknir um gagnsemi skipulagðrar skimunar í samfélaginu fyrir blöðruhálskirtils- krabbameini sem leitartækis,“ segir Sigurður og bætir við að þess vegna hafi hvorki á Íslandi né í nágranna- löndunum verið mælt með skimun fyrir blöðruhálskirtiskrabbameini. „Það þarf góðar rannsóknir til þess að menn mæli almennt með leit að krabbameini,“ segir hann. Í því sam- bandi bendir landlæknir á að hér- lendis sé leitað að brjóstakrabba- meini og leghálskrabbameini hjá konum, en óljósar upplýsingar séu um gagnsemi brjóstamyndatöku hjá konum milli fertugs og fimmtugs, þótt hún sé mjög skýr á aldrinum frá fimmtugu til sjötugs. Hins vegar sé leitað að krabbameininu hjá fertug- um konum og upp úr. Sérstakt blóðpróf sem leitar að ákveðnu efni sem tengist blöðruháls- kirtiskrabbameini (PSA) er talsvert notað á Íslandi. Sigurður segir að það sé sennilega ástæða þess að blöðruhálskirtilskrabbamein hafi mælst algengara á Íslandi en á hin- um Norðurlöndunum og tíðnin hafi vaxið hraðar hérlendis. „PSA-prófið virðist vera notað meira hér hlut- fallslega heldur en til dæmis í Dan- mörku,“ segir hann. Hins vegar liggi ekki nægjanlega miklar rannsóknir fyrir til þess að hægt sé að mæla með því að hafin verði leit á meðal karl- manna þjóðarinnar sem komnir séu yfir fimmtugt. En prófið sé til og læknar noti það oft. Krabbameinsleit háð góðum rannsóknum „ÉG hef verið viðriðinn stjórnunar- störf á Landspítalanum í fjöldamörg ár og man ekki eftir öðru en að það hafi alltaf verið svipa á okkur með það að spara og draga saman,“ segir Atli Dag- bjartsson, yfir- læknir á vöku- deild Barnaspítala Hringsins. „En alltaf reynist það svo að það er ekki hægt að spara og draga saman eins og til er ætlast.“ Hann segir það ekki auðvelt verk fyrir yfirstjórn spítalans að þurfa að grípa til úrræða á borð við uppsagnir, en hins vegar sé uppi krafa um slíkt og því þurfi að ganga í það verk. „Það er engin spurning að hér er um að ræða stærstu sparnaðarkröfu sem ég hef séð á mínum ferli við Landspítalann. Það sem mér finnst sérstakt við þetta mál er að það er þvertekið fyrir að þessar kröfur verði dregnar til baka. Ég er þó ekki smeykur um að sú eining sem ég stjórna skaðist vegna þessara aðgerða, en sé litið á Barna- spítalann í heild sinni er þjónustan brothætt sem stendur. Við erum ný- flutt í nýtt húsnæði og sömuleiðis nýbúin að sameina þar tvær barna- deildir. Þar með höfum við komið á bráðamóttöku fyrir börn á öllu land- inu. Starfsemin hefur farið mjög vel af stað og ég veit ekki hvort þjóðin vill að hún verði brotin niður t.d. með því að flytja alla bráðamóttökuna frá hin- um nýja Barnaspítala Hringsins yfir í Fossvog eins og sparnaðartillögurnar gera m.a. ráð fyrir. Það held ég að væri spor afturábak.“ Aldrei hægt að draga sam- an eins og til er ætlast Atli Dagbjartsson Á MILLI 60 og 70% af okkar starfsemi er bráðaþjónusta og við höfum verið að endurskipu- leggja þjón- ustuna á síð- ustu árum,“ segir Margrét I. Hallgríms- son, sviðsstjóri hjúkrunar á kvennasviði Landspítalans. „Ég tel að við séum búin að ganga ansi langt í sparnaði og hef áhyggjur af því hvernig eigi að spara enn frekar. Ég finn að fólk er ofsa- lega kvíðið og margir hugsa um hvort þeim verði sagt upp. Það hefur verið talað um ákveðnar aðgerðir sem snerta kvenna- sviðið ekki svo mikið, en hins vegar fléttast öll starfsemin við ýmsa stoðþjónustu presta, sál- fræðinga, félagsráðgjafa o.s.frv. Óbein skilaboð yfirvalda eru þau að við megum ekki loka einu eða neinu, heldur veita sömu þjónustu. Við sem störfum hér sjáum þó ekki hvernig eigi að spara með því að veita sömu þjónustu og áður. Það er alveg ljóst að við þurfum að minnka þjónustuna. Ég vona að við sem stjórnendur berum gæfu til að gera það á réttum stöðum því við höfum fyrst og síðst áhyggj- ur af skjólstæðingum okkar sem sífellt verða veikari og veikari.“ Fólk er ofsalega kvíðið Margrét I. Hallgrímsson „VIÐ höfum oft selt listaverk fyrir jólin til að geta átt fyrir jólunum og að þessu sinni langaði okkur til að gera eitthvað annað en að selja mað- ur á mann og skelltum upp sýningu, þegar okkur var boðin aðstaðan á Póstbarnum,“ segir Ingibjörg Finns- dóttir. Mæðgurnar Ingibjörg Finnsdóttir og Auður Andrea Skúladóttir eru með listsýningu á Póstbarnum við hliðina á Hótel Borg við Póst- hússtræti. Auður Andrea er 12 ára og er í Félagi einstakra barna en þetta er fyrsta sýning þeirra. „Þem- að hjá henni felst í því hvernig hún tjáir sig í gegnum sjúkrahúsvistir og hvernig sjálfsímynd hennar hefur styrkst,“ segir Ingibjörg um verk dóttur sinnar, sem hefur unnið með tré, gifs, pappír, gler og fleira, en sjálf er Ingibjörg með um 30 verk. „Við höfum verið mikið heima í gegnum árin þar sem hún hefur oft þurft að fara í aðgerðir en við höfum reynt að nýta tímann til að byggja upp sjálfsímynd hennar. Hún er flink í höndunum og hefur þá sér- stöðu að geta gert ýmislegt list- rænt.“ Auður Andrea er í Borgaskóla en var áður í Öskjuhlíðarskóla. Móðir hennar segir að hún eigi við tölu- verða námsörðugleika að stríða vegna sjúkdómsins en listsköpun liggi fyrir henni. „Ég hef verið fönd- urleiðbeinandi og til þess að örva hana byrjuðum við snemma að föndra saman. Hún fær mikla útrás í föndrinu og listsköpunin hefur mjög góð áhrif á sálina. Það er eins til eins og hálfs árs bið í listaþerapíu fyrir börn sem eiga við örðugleika eins og Auður Andrea á að stríða og við get- um ekki beðið aðgerðarlausar. Það er mikið atriði að byggja upp sjálfs- ímyndina og hlúa vel að sálinni.“ Sýningin er opin frá klukkan 11 til 1 á hverjum degi fram í janúar og segir Ingibjörg að viðbrögðin hafi verið góð. „Það hafa allir tekið þessu mjög vel, bæði fengum við húsnæðið frítt og listamenn spiluðu við opn- unina án þess að taka greiðslu fyrir, en við erum öllu velgerðarfólki okk- ar mjög þakklátar. Ég er með fast verð á mínum verkum en það þarf að semja sérstaklega við Auði And- reu um verðið á hennar verkum. Með því er ég að kenna henni að meta sjálfa sig og standa og falla með eigin ákvarðanatökum. Um helgina seldi hún til dæmis mynd í gegnum síma og ég er stolt af henni.“ Morgunblaðið/Jim Smart Ingibjörg Finnsdóttir og Auður Andrea Skúladóttir, dóttir hennar, eru með listaverk á sýningu á Póstbarnum sem vakið hefur athygli margra. Mæðgur eru með sýningu á listaverkum á Póstbarnum Segir listsköpunina hafa góð áhrif á sálina DÓMSTÓLL Skáksambands Íslands hefur fallist á það í úrskurði sínum að mótsnefnd Íslandsmóts skákfélaga hafi ekki verið rétt skipuð er hún dæmdi þrjár skákir af Hróknum, með þeim rökum að í liðinu væru of margir útlendingar. Hrókurinn kærði skipun mótsnefndar til Skáksambandsins. Í nýlegri niðurstöðu dómstólsins er þess krafist að mótsnefndin, sem skipuð verði þeim Þorsteini Þor- steinssyni, Þráni Guðmundssyni og Einari S. Einarssyni, komi saman á ný og kveði upp nýjan úrskurð varð- andi skákir Hróksins á Íslands- mótinu. Þar til það gerist standa fyrri úrslit að sögn Jóhanns Hjartarsonar, lögmanns Hróksins, og Hrókurinn er því efstur á Íslandsmótinu. Kæra Hróksins Mótsnefnd komi saman aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.