Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 11

Morgunblaðið - 16.12.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 11 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Jakkapeysa 7.900 3.900 Yrjótt peysa 4.600 2.300 Jakki m. satíni 4.900 1.900 Dömubolur 3.400 1.700 Hettupeysa 5.700 3.500 Mittisjakki 6.800 3.900 Vatteruð úlpa 6.800 2.900 Mokkakápa 9.900 5.900 Kjóll 6.500 3.900 Velúrpils 4.700 2.300 Dömubuxur 4.900 1.900 Satínbuxur 6.700 2.900 ...og margt margt fleira 40—60% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl.10.00-18.00 Stærðir 34-52 Ótrúlega lágt verð hins vegar. Munurinn felist í því að í almenna lífeyrissjóðakerfinu, sem ekki nýtur ríkisábyrgðar, hafi ekki verið hægt að tryggja launafólki fast hlutfall af þeim tekjum sem það hefur haft á starfsævinni. „Almennt launafólk greiðir 4% og atvinnurekandi 6% í lífeyrissjóð og þessi iðgjöld ásamt ávöxtun sjóðanna verður að standa undir framtíðarlíf- eyri þessa fólks. Kaupmáttaraukning þeirra sem koma í þeirra stað á vinnu- markaðinum skilar sér ekki inn í eft- irlaun þeirra sem eru komnir á eft- irlaun og því lækkar þetta hlutfall smátt og smátt. Hjá alþingismönnum og ráðherr- um er lífeyrirétturinn hins vegar fest- ur í sessi með sérstökum lögum sem tiltekið hlutfall af þeim tekjum sem eftirmenn þeirra fá á hverjum tíma. Launahækkun og kaupmáttaraukn- ing í framtíðinni skila sér því til allra fyrrverandi alþingismanna og ráð- herra vegna þessarar reglu.“ ASÍ segir Talnakönnun ekki hafa lagt mat á þennan mismun, heldur miðar hún í öllum tilfellum við 1,5% raunaukningu launa og 3,5% raun- ávöxtun eigna. Núvirðing sé því mið- uð við 2% ávöxtun. „Engin tilraun er gerð til þess að meta áhættu eða ábyrgð ríkissjóðs í framtíðinni ef kaupmáttarþróun reynist meiri, þrátt fyrir að ríkissjóð- ur sé einn til ábyrgðar ef svo reynist vera. Vanmatið kemur hins vegar fram sem óuppgerð ábyrgðarskuld- ALÞÝÐUSAMBAND Íslands (ASÍ) fagnar því að tekist hefur að þvinga fram í það minnsta gróft kostnaðar- mat á frumvarpinu um eftirlaun for- sætisráðherra. ASÍ segir aftur á móti vandséð hvers vegna alþingismenn eða ráðherrar, sem vilja fara á eft- irlaun, ættu ekki að nýta sér þann rétt sem þeir hafa áunnið sér samkvæmt nýju frumvarpi um lífeyrisréttindi al- þingismanna og ráðherra. Er ASÍ með þessu að vísa til þess mismun- andi niðurstaðna í útreikningum þess og Talnakönnunar sem lagði mat á „bestu“ og „verstu“ niðurstöðu fyrir ríkissjóð en „besta“ niðurstaða var að enginn alþingismaður eða ráðherra nýti sér réttinn og „versta“ niður- staða að allir nýttu sér réttinn. ASÍ áréttar að öll áhætta og ábyrgð á hugsanlegu vanmati, þ.e. mismun á bestu og verstu niðurstöðu sé alltaf hjá skattgreiðendum en ekki hjá ráð- herrum eða alþingismönnum; með frumvarpinu sé þeim tryggð eftirlaun sem tiltekið hlutfall af tekjum sem eftirmenn þeirra fá á hverjum tíma en slíkt þekkist aftur á móti ekki í al- menna lífeyriskerfinu. Ekki ríkisábyrgð í almenna kerfinu ASÍ bendir á að ekki sé tekið tillit til þess grundvallarmunar sem er á almenna lífeyrissjóðakerfinu annars vegar og opinbera lífeyrissjóðakerf- inu, þ.e. Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, alþingismanna og ráðherra binging ríkissjóðs á hverju ári – sem í dag nemur um 5.100 milljónum króna vegna alþingismanna og ráðherra.“ Þá segir ASÍ óumdeilt að forsætis- ráðherra hafi notið 11% kaupmáttar- aukningar undanfarin sjö ár og al- þingismenn og aðrir ráðherrar 9% kaupmáttaraukningar. Ef þessi þró- un haldi áfram sé einnig óumdeilt að kostnaður ríkissjóðs af réttindum for- sætisráðherra yrðu 240 milljónir og allra ráðherrana þá um 480 milljónir og vegna alþingismanna um 340 millj- ónir eða samtals 720 milljónir króna. 175 milljónir vegna forsætisráðherra „Ef kaupmáttarþróun alþingis- manna og ráðherra verður „bara“ helmingur þess sem hann hefur verið undanfarinn áratug, verður kostnað- araukning ríkissjóðs vegna ráð- herranna 350 milljónir (forsætisráð- herra með um helming) og 280 milljónir króna vegna þingmannanna eða samtals 630 milljónir. Hver sem raunveruleg kaupmáttarþróun þing- manna og ráðherra verður í framtíð- inni er aðalatriði málsins það, að vegna tryggingarinnar fyrir því að þeir fái fast hlutfall af tekjum eftir- manna sinna er öll áhættan og ábyrgðin af vanmatinu alltaf hjá skattgreiðendum en ekki alþingis- mönnum og ráðherrum. Almennt launafólk hefur ekki tryggingu fyrir því að halda óbreyttu hlutfalli af tekjum sínum í eftirlaun,“ segir ASÍ. Vanmat lendir alltaf á skattgreiðendum Útreikningar ASÍ á eftirlaunagreiðslum til þingmanna SVO skemmtilega vildi til að jóla- hlaðborð Kvenfélagsins Baugs og Kiwanisklúbbsins Gríms bar upp á 13. desember sem er dagur Lúsí- unnar. Lúsíuhátíð hefur verið hald- in árvisst í grunnskólanum í Gríms- ey í mörg undanfarin ár. Lúsían, þessi skemmtilegi sænski jólasiður, boðar komu ljóssins á dimmustu dögum ársins. Lúsían er einnig per- sónugervingur samkenndar og kærleika manna á meðal. Skóla- börnin undirbúa sig alltaf vel fyrir komu Lúsíunnar með jólalögum og við gerð hatta fyrir stjörnudreng- ina. Lúsían sjálf ber ljóskertakrónu og rauðan linda, þar sem hún geng- ur fremst, þernurnar koma fast á eftir og loks stjörnudrengirnir. Þetta er hátíðlegt og skemmtilegt og gaman að sjá skólabörnin ganga um og syngja: Grímseyjarbörnin birtuna bera – jólin þau minna á megi þau vera – gleðileg öllum hér – það okkar óskin er – Santa Lúsía – Santa Lúsía. Eftir sönginn var sest að snæðingi. Hlaðin borð af gómsætum jólaréttum, runnu ljúf- lega niður með jóladrykknum góða, malti og appelsíni. Kvöldið tókst í alla staði skínandi vel og ekki spillti það gleðinni að er líða tók á var barið hressilega á glugga og viti menn. Þrír jólasveinar voru mættir við mikinn fögnuð smáfólksins. Jólahlaðborð við Lúsíusöng Morgunblaðið/Helga Mattína Skólastjórinn í Grímsey, Dónald Jóhannesson, og Lúsían Lilja Sif Magn- úsdóttir með þernur og stjörnudrengi í kringum sig á Lúsíuhátíð. STJÓRNIR nokkurra bifhjólasam- taka og -klúbba í landinu lýsa yfir full- um stuðningi við aðgerðir lögreglu og Útlendingastofu gagnvart norskum Vítisenglum sem komið hafa hingað til lands undanfarnar tvær helgar. Segjast þær fordæma alla glæpa- starfsemi, sama hver eigi í hlut. Kemur þetta fram í sameiginlegri yfirlýsingu Bifhjólasamtaka lýðveld- isins, Sniglanna, Bifhjólaklúbbs Suð- urnesja, Arna, Bifhjólasamtaka Suð- urlands, Postula, og Bifhjólaklúbbs Vesturlands, Rafta. „Þessi félög voru fyrst og fremst stofnuð til þess að koma fólki saman sem hefur sama áhugamálið, þ.e.a.s að aka um á mótorhjólum um landið og njóta íslenskrar náttúru. Þau eru á engan hátt viðriðin glæpastarfsemi,“ segir í yfirlýsingu félaganna. Styðja að- gerðir gegn Vítisenglum GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.