Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 10
Samþykkt með 30 atkvæðum gegn 14 Morgunblaðið/Þorkell Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu, en Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra var í hópi þeirra sem studdu frumvarpið, en það gerðu allir þingmenn stjórnarflokkanna. ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp um eftirlaun æðstu embættismanna. Var það samþykkt með 30 atkvæðum gegn 14. Ellefu þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Átta þingmenn voru fjarverandi. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins, sem við- staddir voru atkvæðagreiðsluna, studdu frumvarpið. Auk þeirra studdi Guðmundur Árni Stefánsson, þing- maður Samfylkingarinnar, frumvarp- ið, en hann er meðal flutningsmanna þess. Aðrir þingmenn Samfylkingarinn- ar greiddu ýmist atkvæði á móti frumvarpinu eða sátu hjá. Þeir þing- menn flokksins sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu eru: Anna Kristín Gunnarsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústs- son, Ásta R. Jóhannesdóttir, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Katrín Júlíusdóttir og Mörður Árna- son. Auk þeirra greiddi allur þing- flokkur Frjálslynda flokksins at- kvæði gegn frumvarpinu; þar á meðal Steinunn K. Pétursdóttir, sem situr á þingi í fjarveru Guðjóns A. Kristjáns- sonar, formanns flokksins, og Sigur- jón Þórðarson, einn flutningsmanna frumvarpsins. Þá greiddu þrír þing- menn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs atkvæði gegn frum- varpinu, þ.e. þeir Ögmundur Jónas- son, Jón Bjarnason og Hlynur Halls- son, sem situr á þingi í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins. Kolbrún Halldórsdóttir var fjarstödd atkvæðagreiðsluna en Þur- íður Backman sat hjá. Hún er einnig meðal flutningsmanna frumvarpsins. Auk Þuríðar Backman, VG, sátu eftirfarandi þingmann hjá við at- kvæðagreiðsluna: Ásgeir Friðgeirs- son, Björgvin Sigurðsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Einar Már Sigurðar- son, Guðrún Ögmundsdóttir, Jóhann Ársælsson, Jón Gunnarsson, Kristján L. Möller, Margrét Frímannsdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, allt þingmenn Samfylkingarinnar. Átta þingmenn voru fjarstaddir at- kvæðagreiðsluna, eins og áður sagði. Það eru þingmennirnir: Birkir J. Jónsson, Framsóknarlokki, Drífa Hjartardóttir, Sjálfstæðisflokki, Ein- ar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf- stæðisflokki, Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, Lúðvík Bergvins- son, Samfylkingu, og Össur Skarp- héðinsson, Samfylkingu. Stuðlar að stéttaskiptingu Þuríður Backman sagði við at- kvæðagreiðsluna að í ljósi þess að breytingartillögur hennar við frum- varpið hefðu verið felldar teldi hún sig ekki bundna því að styðja frum- varpið í heild. Hún sat því hjá. Breyt- ingartillögur hennar gengu m.a. út á að afnema eða lækka álagsgreiðslur til formanna stjórnarandstöðuflokk- anna. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, ítrekaði andstöðu sína við frumvarpið í atkvæðagreiðslunni. Sagði hann það m.a. stuðla að misrétti og stéttaskiptingu. Gunnar Örlygs- son, þingmaður Frjálslynda flokks- ins, sagðist hafa verið andsnúinn frumvarpinu frá fyrstu stundu. „Af- staða mín hefur aldrei tekið breyting- um í þeirri miklu umfjöllun sem hér hefur átt sér stað. Ég er á móti þeirri grundvallarhugsun að ráðamenn þjóðarinnar njóti sérstakra lífeyris- réttinda umfram annað fólk í land- inu.“ Tillaga Þuríðar felld Áður en atkvæði voru greidd um frumvarpið í heild, fór fram atkvæða- greiðsla um breytingartillögu frá Þuríði Backman, sem lögð var fram í gær við þriðju umræðu. Í tillögunni var lagt til að eftirfarandi málsliður bættist við frumvarpið. „Lög þessi koma þó eigi til framkvæmda fyrr en nefnd sem Alþingi kýs með fulltrúum allra þingflokka hefur farið yfir ákvæði þeirra í því skyni að ná sátt um þau, skilað Alþingi tillögum og þingið tekur afstöðu til þeirra.“ Þessi breytingartillaga Þuríðar var felld með 29 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks gegn fjórum atkvæðum þing- manna Vinstri grænna og þremur at- kvæðum þingmanna Frjálslynda flokksins. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður VG, var fjarstödd at- kvæðagreiðsluna en fjórði þingmaður Frjálslynda flokksins, Gunnar Ör- lygsson, sat hjá. Það gerðu einnig all- ir þingmenn Samfylkingarinnar sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna í gær. Eftirlaunafrumvarpið hlaut afgreiðslu á Alþingi í þinglok FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRUMVARP um línuívilnun fyrir dagróðrabáta var samþykkt á Alþingi í gær með 29 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins gegn 22 atkvæðum þingmanna Samfylk- ingarinnar og Frjálslynda flokksins. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Níu þingmenn voru fjar- staddir. Áður en frumvarpið var samþykkt var breyting- artillaga frá Grétari Mar Jónssyni, Frjálslynda flokknum, og Jóni Bjarnasyni, Vinstri grænum, felld með 28 atkvæðum gegn 23. Með breyting- artillögunni var lagt til að eftirfarandi málsgrein bættist við lögin um stjórn fiskveiða: „Leyfilegir sóknardagar hvers fiskveiðiárs verði aldrei færri en 23 og skal þeim fjölgað um einn fyrir hver 20 þúsund tonn leyfðs heildarþorskafla á fiskveiði- árinu umfram 230 þúsund tonn.“ Ekki tekið á málefnum dagabáta Í umræðunni um frumvarpið fyrr um daginn ítrekaði Kristinn H. Gunnarsson, starfandi for- maður sjávarútvegsnefndar þingsins, að það hefði verið niðurstaða stjórnarmeirihlutans að taka ekki að sinni á málefnum dagabáta. „Það er niðurstaða okkar að leggja ekki til að þessu sinni breytingar á því fyrirkomulagi heldur að halda áfram að vinna að lausn þess.“ Hann sagði að það væri nauðsyn- legt að skoða frekar þær tillögur sem fram hefðu komið, t.d. um að tengja saman sóknardaga og vél- arafl. „Það er stefna okkur að vinna hratt að til- lögugerð í þessu máli.“ Hann sagði niðurstaðna að vænta á þessum vetri. Enn ein skóbótin Í síðustu umræðu um frumvarpið ítrekuðu þing- menn Samfylkingarinnar andstöðu sína við það. Þá sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, að frumvarpið væri meingallað. Með því væri verið að taka af byggðakvóta, hvað sem hver segði. Taldi hann frumvarpið enn eina skóbótina á handónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Unnið að tillögum fyrir dagabáta Frumvarp um línuívilnun dagróðrabáta var samþykkt á Alþingi í gær SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra hefur lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um náttúru- verndaráætlun 2004–2008. Megin- efni tillögunnar er að Alþingi álykti, með vísan í náttúruverndarlög, að á næstu fimm árum skuli unnið að frið- lýsingu fjórtán svæða á landinu til að stuðla að traustari vernd íslenskrar náttúru og framkvæmd alþjóðlegra samninga um náttúruvernd hér á landi. Jafnframt verði á tímabilinu unnið áfram að stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs. Brýtur blað Í greinargerð segir að með gerð náttúruverndaráætlunarinnar til fimm ára sé brotið blað í sögu nátt- úruverndar á Íslandi. „Með henni er lagður grundvöllur að markvissari verndun náttúru Íslands en áður hefur tíðkast. Náttúruverndaráætl- un 2004–2008 markar fyrsta skrefið í þá átt að koma á fót skipulögðu neti verndarsvæða hér á landi sem bygg- ist annars vegar á vísindalegum gagnagrunnum um náttúru Íslands og hins vegar á faglegu mati á vernd- argildi þeirra, segir í greinargerð- inni. Lagt er til að áætlunin taki m.a. til fuglasvæða, s.s. í Vestmannaeyjum, til stækkunar þjóðgarða, m.a. þjóð- garðsins í Skaftafelli og til plöntu- svæða, s.s. við Látraströnd. Náttúru- verndar- áætlun lögð fram ALÞINGI kaus í gær fjóra aðalmenn og jafnmarga varamenn í stjórnar- nefnd Landspítala – háskólasjúkra- húss. Þórir Kjartansson verkfræð- ingur, Margrét S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri, Esther Guð- mundsdóttir þjóðfélagsfræðingur og Margrét Sverrisdóttir framkvæmda- stjóri voru kjörin sem aðalmenn. Auður Guðmundsdóttir markaðs- stjóri, Ari Skúlason framkvæmda- stjóri, Sigríður Finsen hagfræðingur og Svandís Svavarsdóttir táknmáls- fræðingur voru kjörin sem vara- menn. Kjörið er til fjögurra ára frá og með 22. desember nk. Ný stjórnar- nefnd LSH kjörin á Alþingi ALÞINGISMENN fóru í jólafrí um hádegisbil í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra las forsetabréf þess efnis að þingfundum væri frestað og að þingið kæmi saman að nýju hinn 28. janúar 2004. Áður en fundi var slitið óskaði forseti Al- þingis, Halldór Blöndal, þingmönn- um og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla. Þakkaði hann sömuleiðis fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Alþingi samþykkti nokkur laga- frumvörp áður en það fór í jólafrí, m.a. frumvarp um eftirlaun æðstu embættismanna og frumvarp um línuívilnun. Nánar er gerð grein fyrir atkvæðagreiðslunum um þau á öðrum stað á þingsíðunni. Þingmenn í jólafrí FIMM þingmenn úr öllum þingflokkum á Alþingi hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipuð verði nefnd til að kanna starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi og hvort þörf sé á lagasetningu eða aðgerðum til að treysta stöðu sjálfstæðs og fjölbreytts fjölmiðlareksturs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að kosin verði nefnd sem skipuð verði fulltrúum allra þingflokka, sem fái það hlutverk að kanna starfsskil- yrði fjölmiðla, hræringar á fjöl- miðlamarkaði og hvert stefnir. Nefndinni er ætlað að kanna sérstaklega hvort þörf sé á að sporna með lagaákvæðum eða öðrum hætti gegn óæskilegri samþjöppun á fjölmiðlamark- aði, hvort setja eigi sérstök ákvæði í lög sem tryggja fullt gegnsæi eignarhalds á fjölmiðl- um, hvort ástæða sé til að tak- marka sérstaklega möguleika aðila til eignarhalds á fjölmiðl- um sem eru markaðsráðandi eða mjög umsvifamiklir á öðr- um sviðum viðskipta, t.d. á sviði fjármálaþjónustu. Í störfum sínum er ætlunin að nefndin hafi samráð við Blaðamanna- félag Íslands, helstu fjölmiðla eða samtök þeirra, mennta- málaráðuneytið og aðra aðila er málið varðar. Varhugavert að of fáir aðilar séu ráðandi Í greinargerð með tillögunni segir að fjölmiðlar séu ein meg- instoð opins samfélags og lýð- ræðislegrar stjórnskipunar og hafi einnig undirstöðuhlutverki að gegna við að tryggja mál- frelsi. Þar segir einnig að var- hugavert sé að of fáir aðilar verði ráðandi um þátt fjölmiðla í skoðanamyndun samfélags- ins. Slíkt skapi hættu á að ólík- um sjónarmiðum sé gert mis- hátt undir höfði og þeir ræki ekki sem skyldi aðhalds- og gagnrýnishlutverk sitt. „Samþjöppun á fjölmiðla- markaði er því afar varasöm. Einnig er nauðsynlegt að ætíð liggi ljóst fyrir hvernig eignar- haldi fjölmiðla er háttað,“ segir í greinargerðinni. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Álfheiður Ingadóttir, varaþingmaður VG. Tillaga þingmanna úr öllum flokkum Starfs- umgjörð fjölmiðla verði könnuð ♦ ♦ ♦ flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.