Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 29 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa nú undirritað samning um sæti til Alicante sumarið 2004 fyrir aðila að Félagi húseigenda á Spáni. Beint flug alla miðvikudaga í sumar tryggja þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og geta aðilar að Félagi húseigenda á Spáni snúið sér til Heimsferða og bókað sæti nú þegar. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 16.970 Flug aðra leiðina, 25. apríl, með sköttum, húseigendaafslætti og með VR ávísun að verðmæti kr. 5.000. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Verð kr. 20.990 Fargjald, með húseigendaafslætti, fyrir fullorðinn með sköttum, að frádreginni VR ávísun að verðmæti kr. 5.000. Gildir frá 19. maí. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Verð kr. 25.990 Fargjald, með húseigendaafslætti, fyrir fullorðinn með sköttum, án VR ávísunar. Gildir frá 19. mái. M.v. vefbókun á www.heimsferdir.is Bókunargjald á skrifstofu eða síma er kr. 1.500 á mann. Dagsetningar í sumar · 7. apr. 04 - Páskaferð* · 21. apr. 04 - Aðeins heimflug · 25. apr. 04 · 19. maí 04 · 26. maí 04 · 2. jún. 04 · 9. jún. 04 · 16. jún. 04 · 23. jún. 04 · 30. jún. 04 · 7. júl. 04 · 14. júl. 04 · 21. júl. 04 · 28. júl. 04 · 4. ágú. 04 · 11. ágú. 04 · 18. ágú. 04 · 25. ágú. 04 · 1. sept.04 · 8. sept.04 · 15. sept.04 · 22. sept.04 · 29. sept.04 · 6. okt. 04 · 13. okt. 04 · 20. okt. 04 - Aðeins heimflug 30% verðlækkun til Alicante í sumar Fyrstu 500 sætin Salan er hafin Bókaðu sæti og tryggðu þér afslátt Félags húseigenda á Spáni Afsláttur færist á bókanir við uppgjör ferða Sæti verður að staðfesta við bókun Flugsæti til Alicante frá kr. 16.970 sumarið 2004 * Fargjald í páskaferðina er hærra. Sveinninn sem kom úr Húna-vatnssýslu með aleiguna ípoka á bakinu varð síðareinn helsti kaupsýslumaður landsins. Vilhelm G. Kristinsson er í fyrstu spurður um orðið athafnaskáld og hvort Sigfús Bjarnason hafi verið dæmigert skáld af þessu tagi. „Mér var sagt að Matthías Johann- essen, skáld og ritstjóri, hefði fyrstur notað orðið athafnaskáld einhvern tíma á síðari hluta nýliðinnar aldar. Þetta orð var síðan tekið upp í nýrri orðabók Menningarsjóðs og þar skýrt sem mikilsvirtur brautryðjandi í atvinnulífi; frumkvöðull. Já, mér virðist Sigfús hafa verið dæmigert at- hafnaskáld, miðað við þá merkingu sem við Matthías og Menning- arsjóður leggjum í orðið. Hann fór á margan hátt ótroðnar slóðir í verslun og viðskiptum og þá ekki síst í stjórn- un og starfsmannamálum. Á þeim sviðum var hann engum líkur sinna samtíðarmanna og raunar langt á undan samtíð sinni. Þannig gæti Sig- fús Bjarnason hæglega verið höf- undur nýjustu metsölurita á sviði stjórnlistar og mannlegra samskipta. Síðast en ekki síst var hugur hans frjór og kvikur nótt sem nýtan dag, og hann orti í sífellu ný og ný erindi í kaupsýsludrápu lífs síns.“ Hefurðu einhverja skýringu á því hvers vegna svo margir fram- kvæmdamenn koma úr Húnavatns- sýslu? „Nú er það svo að ég veit ekki til þess að gerðar hafi verið samanburð- arrannsóknir á því hvar fram- kvæmdamenn eiga sér uppruna. En það er rétt sem þú segir að margir áberandi og atorkumiklir fram- kvæmdamenn hafa komið úr Húna- þingi. Það á raunar við um andans menn líka, svo sem fræðimenn og vís- indamenn. Þess má geta að þegar Háskóli Íslands tók til starfa kenndu tveir af prófessorunum læknisfræði en einn íslenska málfræði og bók- menntasögu. Þeir voru allir Húnvetn- ingar langt fram í ættir. Sex prófess- orar kenndu aðrar námsgreinar. Ósjálfrátt verður manni hugsað til þess hvort Benediktsklaustrið á Þingeyrum þar sem menn stunduðu bókmenntaiðkun og lækningafræði eigi sinn þátt í þessu þó að svo langt sé um liðið frá því að klaustrið var rú- ið og rænt. Svo hefur alþýðumenntun jafnan þótt mjög góð í Húnaþingi og verkleg menning staðið hátt. Fyrr á tímum fór lengi orð af því að í Húna- þingi væru meiri glæpamenn en í öðr- um héruðum. Það hefur hins vegar líka verið sagt að maður með sterka einstaklingshyggju og metnað verður að þræða tæpari stig og hættulegri en hinn sem er fæddur og uppalinn á flatlendi meðalmennskunnar, eins og Páll Kolka kemst að orði í riti sínu Föðurtúnum. Páll heldur því fram að sú sterka einstaklingshyggja og metnaður sem var sameiginlegur arf- ur Íslendinga frá víkingaöldinni hafi jafnan haldist með Húnvetningum sem einhver skýrasti þátturinn í skapgerð þeirra. Ef til vill er þetta skýring á framkvæmdasemi Hún- vetninga.“ Hvert var helsta afrek Sigfúsar? Tengist það Land Rovernum, Cater- pillar eða Bjöllunni? „Ég hygg að helsta afrek Sigfúsar Bjarnasonar hafi verið það að reka fyrirtæki sitt í hálfan fjórða áratug, frá stofnun 1933 og til 1967 er hann lést, á þann hátt að vegur þess var ávallt upp á við, jafnt hvað varðaði af- komu og umtal. Menn segja að hann hafi aldrei tapað á viðskiptum. Það er athyglisvert í ljósi einkunnarorða hans sem voru: Það er enginn bisness nema báðir aðilar séu ánægðir. Hon- um tókst þetta með fyrirhyggju, var- kárni og heiðarleika, en jafnframt um leið með krafti og ákveðni. Hann var þekktur fyrir að standa ávallt í skil- um. Þá voru viðskiptavinir hans ekki gleymdir um leið og þeir gengu út um dyrnar, hann var frumkvöðull í fyr- irbyggjandi eftirliti með bifreiðum og tækjum sem hann seldi og sá til þess að þjónusta var tiltæk hringinn í kringum landið og ávallt nóg af vara- hlutum á lager. Hann gaf út leiðbein- ingar á íslensku um notkun bílanna sem hann seldi og tók ekki við nýjum verslunarumboðum nema að hafa fullvissað sig um að geta veitt bestu hugsanlega þjónustu. Einhverju sinni eftir að Sigfús var orðinn umsvifamikill í bílainnflutningi sneri einn af keppinautum hans sér að honum í samkvæmi og spurði: „Hvernig stendur á því Sigfús, að yð- ur gengur svona miklu betur en okk- ur hinum sem erum þó búnir að stunda þessi viðskipti miklu lengur en þér?“ Sigfús svaraði með hægð sem ávallt einkenndi viðmót hans: „Það er vegna þess, góði, að ég á svo miklu betri viðskiptavini en þið.“ Ef til vill skýrir þetta margt um vel- gengni hans. Hann valdi sér starfsmenn af kostgæfni, treysti þeim og veitti mikið frelsi til að sinna störfum sín- um. Samt lét hann þá finna að hann væri á staðnum án þess að anda ofan í hálsmálið á þeim og þeir vissu að til þess var ætlast að menn næðu árangri. Mörg dæmi eru um að menn hafi helgað Sig- fúsi og fyrirtækjum hans allan starfsaldur sinn. Þeim fannst hann góður húsbóndi og hann hugsaði jafnt um efnhagslega og andlega velferð þeirra, í bók- staflegri merkingu.“ Hvað einkenndi helst persónuna? Oft er minnst á bros hans. „Ég kynntist Sigfúsi aldrei í eigin persónu og hitti hann aldrei. Af við- tölum við samferðamenn hans og af ýmsum gögnum má ráða að hann hafi verið hæglátur í framkomu og við- mótsprúður. Hann var með hávaxn- ari mönnum og gildnaði talsvert með aldrinum. Sigfús var einkar brosmild- ur og „Sigfúsarbrosið í Heklu“ var landsþekkt og kom meðal annars fram í revíutextum. Þá var hann ákaf- lega bóngóður og greiðvikinn. Þau hjón, Sigfús og Rannveig Ingimund- ardóttir, voru miklir höfðingjar og hús þeirra jafnan fullt af fólki sem þurfti á húsaskjóli að halda. Gjafmildi þeirra var mikil. Velgengnin óx þeim ekki í augum. Þau gleymdu því aug- ljóslega aldrei að þau voru bæði alin upp á alþýðuheimilum í sárri fátækt.“ Saga Sigfúsar er engin smá bók í þínum höndum? „Það var mjög lærdómsríkt að vinna að sögu Sigfúsar; til að mynda að rifja upp hið endemis ástand sem hér ríkti á hafta- og skömmtunartím- unum, meira að segja löngu eftir að aðrar vestrænar þjóðir höfðu hrist af sér þá klafa, og þær breytingar sem urðu þegar viðreisnarstjórnin kom á verslunarfrelsi upp úr 1960. Eða hvernig þeir sem stunduðu verslun voru úthrópaðir og uppnefndir af handhöfum stórasannleika í stjórn- málum. Enn þann dag í dag finnst mér örla á þeirri skoðun að minning kaupsýslumanna sé vart á vetur setj- andi. Hins vegar tel ég að sagan muni fella sinn dóm og þegar upp verði staðið verði ferill þeirra ekki talinn ómerkilegri en sumra svonefndra andans manna eða embættismanna, að ekki sé minnst á stjórnmálamenn sem svo vinsælt er að láta segja stórasannleik í jólabókaflóðinu.“ johj@mbl.is Sigfús í Heklu – Ævisaga athafnaskálds eftir Vilhelm G. Krist- insson er viðamikil bók sem m.a. rifjar upp hafta- og skömmt- unartímana og breytingar sem urðu með verslunarfrelsinu. Jóhann Hjálmarsson ræddi við Vilhelm um athafnaskáldið og per- sónuna sem var þekkt fyrir iðjusemi, árvekni og ekki síst brosið. Saga kaupsýslumanns Sigfús Bjarnason Vilhelm G. Kristinsson TENÓRARNIR þrír munu efna til stórtónleika milli jóla og nýárs 28. og 30. desember í Langholtskirkju. Tenórarnir eru að þessu sinni þeir Kobeinn Ketilsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium. Pí- anóleikur verður í höndum Ólafs Vignis Albertssonar. Ýmsir af bestu tenórum þjóðar- innar hafa spreytt sig í þríeykinu en Kolbeinn Ketilsson er nýr liðs- maður að þessu sinni. Kolbeinn er starfandi við óperuhús víða um Evrópu, og kemur heim sérstaklega til þess að taka þátt í þessum tón- leikum. Kolbeinn hefur sungið víða um heim bæði í óperum og með hljómsveitum, meðal annars undir stjórn Zubin Mehta, þess sama og stjórnaði tónleikum hinna upphaf- legu þriggja tenóra, Pavarottis, Domingos og Carreras, í Róm árið 1990. Jóhann Friðgeir er nú starfandi við óperuhús í Evrópu, en var áður fastráðinn hjá Íslensku óperunni. Hann er eini tenórinn sem sungið hefur alla tónleika með þríeykinu. Snorri Wium sem syngur nú öðru sinni með Tenórunum þremur syngur um þessar mundir í Ís- lensku óperunni, en hann hefur sungið ýmis hlutverk hér heima eftir að hann fluttist heim frá Þýskalandi þar sem hann starfaði í ýmsum óperuhúsum. Á efnisskrá tónleikanna verða bæði aríur, canzónur og sígild jóla- lög sem söngvararnir syngja bæði einir sér og saman. Eins og áður verður einungis um tvenna tónleika að ræða í Lang- holtskirkju. Tenórarnir þrír á hátíðartónleikum Snorri Wium Jóhann Friðgeir Valdimarsson Kolbeinn Ketilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.