Morgunblaðið - 20.12.2003, Page 47

Morgunblaðið - 20.12.2003, Page 47
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 47 Glæsilegt úrval af náttfötum og trimm-göllum Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Náttserkur kr. 1.990 Trimm-gallar kr. 7.950 Náttföt kr. 2.750 Í dag kl. 13:00 er þátturinn Heil og sæl á dagskrá Útvarps Sögu 99.4. Hulda Gunnarsdóttir fer ofan í kjölinn á þessum lúmska og óþægilega kvilla, spyr sérfræðingana ráða og fær reynslusögur frá þjóðkunnum Íslendingum. Spurningar til þáttarins sendist á heil@internet.is Heilsuþátturinn á Útvarpi Sögu 99.4 kl. 13.00 - 14.00 í dag. Það var mikið um að vera íKertaljósinu á Hvanneyrieinn morguninn í desember. Krakkarnir í 1. bekk í Grunnskól- anum í Borgarnesi voru komnir til að búa til kerti fyrir jólin. Strákarnir voru búnir með sín kerti og lagðir af stað til að skoða Hvanneyrarkirkju. Kolbrún Örlygsdóttir sem rekur Kertaljósið á Hvanneyri var að út- skýra fyrir stelpunum hvernig kert- in væru búin til. „Þið verið að passa ykkur á vax- inu,“ sagði hún. „Það er alveg sjóð- andi heitt og þess vegna verðið þið að bíða í röðinni eftir að komi að ykkur og alls ekki troðast. Þegar þið eruð búnar að dýfa kertunum í pott- inn farið þið aftast í röðina og bíðið þar til kemur að ykkur aftur. Svona gengur þetta koll af kolli þar til kertin eru tilbúin.“ Stelpurnar fóru í einu og öllu eftir fyrirmælunum og innan skamms voru kertin tilbúin. Sumar voru orðnar þreyttar í puttanum sem hélt spjaldinu með kertunum tveimur uppi. En samt fannst þeim þetta skemmtilegt. Kertagerð í óvissuferðum Kolbrún Örlygsdóttir opnaði Kertaljósið árið 1999, en hún bjó í Danmörku um skeið og kynntist kertagerð þar. Meira er að gera í kertagerðinni á sumrin og meira um að þá komi gestir og gangandi inn til að fá að búa til kerti. Á veturna er meira um að hópar komi og skólabörn. Þó seg- ir Kolbrún að ef tíðin er góð sé svo- lítið um að fólk komi og búi sér til kerti, sérstaklega þegar fer að nálg- ast jólin. Hægt er að fá grunn til að búa til hefðbundin kerti, en þá er þeim dýft í fljótandi vax sem til er í mismunandi litum. Auk þess er hún með kertamót, en þá tekur lengri tíma fyrir kertið að þorna. Fólk sleppur með hálftíma í kertagerð- ina, en lengri tími er nauðsynlegur ef skreyta á kertin. Kolbrún segir að oft komi fólk við í Kertaljósinu í óvissuferðum og er þá boðið upp á nokkurs konar pakkaferð því hægt er að fara í ferð um Hvanneyri með leiðsögumanni sem segir frá staðn- um og því markverðasta. Fólk gefur sér mislangan tíma í kertagerðina. „Á hverju ári kemur hingað þýsk kona sem hefur mjög gaman af því að búa til kerti,“ segir Kolbrún. „Hún kemur með alls kon- ar dót með sér, perlur og fleira, sem hún skreytir kertin með. Einnig kemur oft hingað íslensk kona sem býr í Bandaríkjunum, bara til að kaupa sér kerti.“ Kolbrún sjálf býr til fjölbreytt úr- val kerta sem hún hefur til sölu, auk þess að búa til kerti eftir pöntunum, t.d. í skírnar- eða fermingarveislur. Kertagerð: Stelpunum þótti gaman að búa til kerti. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Kolbrún Örlygsdóttir: Börnin dugleg við kertagerðina. Í það minnsta kerti …  HANDVERK Kertaljósið er opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 12 – 17 og eftir samkomulagi. Síminn er 437 0050 www.kerti.is asdish@mbl.is VINIRNIR og félagarnir til margra ára þau Auður Alfífa Ketilsdóttir, Hans Orri Kristjánsson og Halla Gunnarsdóttir eru nú stödd á Kúbu þar sem þau eru m. a. að tína appels- ínur og fræðast um kúbönsku bylt- inguna. Þau eru mikið ævintýrafólk og ákváðu að slá saman í lítið kúb- anskt ævintýri. Ferðin hófst með flugi til Lundúna 13. desember sl. og þaðan var haldið áfram til Kúbu. Al- fífa og Hans ráðgera að koma heim 19. janúar og halda áfram í háskólanámi, hún í bók- mennta- og kynjafræði og hann í bókmenntafræði og ensku. Halla, sem undanfarið hefur starfað við blaða- mennsku, ætlar á hinn bóginn að halda áfram ferð sinni um heiminn og stefnir á Asíu að aflokinni Kúbudvölinni. Ferðablaðið forvitnaðist um ferðina hjá Alfífu skömmu áð- ur en lagt var í’ann. „Við erum að fara í dag- skrá, sem er skipulögð í samvinnu Kúbverja og vin- áttufélaga Kúbu á Norður- löndum. Þegar við lendum í Havana verður tekið á móti okkur og við förum í vinnubúðir þar sem við verðum í þrjár vikur. Á morgnana vinnum við svo frá kl. 6.45 til 11. Eftir hádegismat verður einhver fræðsla um Kúbu og kúbönsku byltinguna og farið verður í ferðir. Á kvöldin verður svo menningartengd dagskrá þar sem við meðal annars munum læra nokkur orð í spænsku og dansa kúb- anska dansa. Skálavist Um 200 manns eru í vinnubúðun- um og búa allir gestir í skálum. Þegar Alfífa er spurð út í tilurð ferðarinnar, segir hún vin sinn hafi farið í þessar sömu búðir fyrir nokkrum árum. „Hann hvatti mig til að hafa sam- band við Vináttufélag Íslands og Kúbu þegar ég minntist á Kúbu- áhuga minn, en VÍK hefur séð um öll tengsl við Kúbu og skipulag ferðar- innar og forsvarsmenn félagsins, þau Sigurlaug og Pétur, hafa reynst okk- ur ómetanleg. Að öðru leyti höfum við ekkert undirbúið okkur neitt sérstak- lega. Hinsvegar eigum við Lonely Planet-bók um Kúbu sem er Biblía bakpokaferðalangsins. Við erum öll vön ferðalögum og finnst þetta því ekkert stórmál. Það verður svo bara að koma í ljós hvort við höfum rétt fyrir okkur,“ segir Alfífa. „Okkur hefur lengi langað til Kúbu því saga landsins og menning eru spennandi. Það er svo líka merkilegt að þetta litla land hafi lifað af um 40 ára viðskiptabann Bandaríkjanna. Nú áforma Bandaríkjamenn hins- vegar að aflétta ferðabanni til Kúbu og verða örugglega miklar breyting- ar í kjölfarið. Best þótti okkur að drífa okkur nú áður en að meiri breytingar verða. Það er þá alltaf hægt að fara aftur síðar.“ Ekki búast þremenningarnir við miklu jólahaldi á Kúbu því Kúbverjar hafa aldrei gert mikið úr jólahaldi. „Kúbverjarnir ætla að láta okkur eft- ir að skipuleggja aðfangadagskvöld og má þá búast við norrænu kvöldi í vinnubúðunum. Það verður gaman að upplifa öðruvísi jól einu sinni. En svo vöknum við hress klukkan sex á jóla- dagsmorgun til að tína appelsínur.“  HVERT ERTU AÐ FARA? Til Kúbu um jólin Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Ævintýrafólk: Auður Alfífa, Hans Orri og Halla eru í vinnubúðum á Kúbu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.