Morgunblaðið - 20.12.2003, Side 86

Morgunblaðið - 20.12.2003, Side 86
ÍÞRÓTTIR 86 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þrjú skylmingafélög sinna skylm-ingum barna og unglinga, Skylmingafélag Reykjavíkur, FH og Skylmingafélag Sel- tjarnarness en vísir er enn að félagi á Bifröst í Borgarfirði. Talsverð aukning hefur verið á með- al þeirra yngstu og á Íslandsmótinu með höggsverði í Hagaskóla mættu tæplega hundrað börn og unglingar til leiks en fjöldi iðkenda hefur þre- faldast á þremur árum. Sá yngsti var 6 ára og réð sér varla fyrir kæti allt mótið en á þessu móti var köppum skipt í hópa eftir aldri og einnig eftir því hvort þeir voru að byrja eða höfðu verið lengur en eitt ár. Fyrir vikið var oft mjótt á munum. Þau yngstu skildu ekki alveg flóknar reglur um vörn og sóknarrétt en það kom ekki að sök, þrautreyndir dóm- arar sáu um það. Þetta var því fyrsta mót fyrir marga og spennan mikil, jafnvel stundum stutt í tárin en þá ekki vegna höggs heldur spennu. Stund- um reyndist dómurum erfitt að sinna sínu hlutverki því glæsilegir taktar og uppstillingar voru þeim alveg ný, svo þeir gleymdu sér augnablik – horfðu á hugfangnir eins og hinir því oft voru tilþrif á kostnað lagsins eða höggsins. Margir vildu gefa stig fyrir skemmtilegan stíl en það er alveg gagnstætt reglum. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Vaskur hópur skylmingamanna bíður eftir að komast í úrslit í Hagaskóla. Í efri röð frá vinstri Gunnhildur Garðarsdóttir, Jónas Ásgeir Ásgeirsson, Kári Sveinsson, Alexander Lárusson, Romuald Máni Bodinaud, Örvar Steinbach, Andri Björn Stefánsson, William Val- geir Wiley og Nikulás Ari Hannigan. Í neðri röð Andrés Gísli Ásgeirsson, Klemens Nikulásson, Benjamín Jóhann Johnsen, Hannes Kristinn Stefánsson, Bergur Frostason og Viktor Hagalín Magnason. Baldur Helgason með brugðið sverð og við öllu bú- inn ef hann skyldi vera kall- aður til bardaga. Flokkur þeirra sem byrjuðu að æfa fyrir skömmu og tóku þátt í sínu fyrsta móti. Frá vinstri Hlynur Hákonarson, Haukur Örn Eiríksson, Benjamín Jóhann Johnsen, Hannes Kristinn Stefánsson, Klemens Nikulásson, Bergur Frostason, Sindri Freysson, Andrés Gísli Ásgeirsson, Gísli Þór Ing- ólfsson, Sigurður Þórhallsson, Páll Gestsson, Viktor Zdravkov Demirev, Viktor Hagalín Magna- son, Vilberg Sindri Elíasson og Elías Ásgeirsson. TILÞRIFIN voru mörg hver glæsileg og flestir skylmingakappa, jafnt drengja sem stúlkna, lifðu sig rækilega inn í hvern einasta bardaga á Íslandsmóti barna og unglinga – sex til fimmtán ára, sem fram fór í íþróttahúsi Hagaskóla á dögunum. Foreldrar, sem mættu til að fylgjast með ungviði sínu, skylmdust í huganum, tóku nokkrar sveiflur á pöllunum og ekki laust við stöku tilþrif hjá þeim, þó án sverðs. Fyrir vikið skemmtu sér allir hið besta, ekki síst aðrir áhorf- endur – áhuginn neistaði af krökkunum, sem og foreldrum. Þrír lúnir en sáttir. Sindri Freysson, Hlynur Hákonarson og Vil- berg Sindri Elíasson. Skylmingastúlkur framtíðarinnar – ágætar vinkonur úr FH og Skylmingafélagi Reykjavíkur. Frá vinstri Hlín Þórhallsdóttir, El- ísabet Kolbrá Úlfarsdóttir, Karen Ýr Sigurjónsdóttir, Gunnhild- ur Garðarsdóttir og Unnur Sesselía Ólafsdóttir. Páll Gestsson valdi hanska af kostgæfni, enda má lítið útaf bregða þegar á hólminn er komið. Íslandsmót í skylmingum Skrautlegar sveiflur með sverðinu Stefán Stefánsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.