Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 7
Til hamingju! edda.is Stórvirki Guðjóns um þjóðhetjuna verðlaunað Guðjón Friðriksson hefur um árabil verið einn virtasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur þrívegis hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir verk sín. Með ævisögu Jóns Sigurðssonar hefur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur enn einu sinni unnið stórvirki á sínu sviði. Í bindunum tveimur er dregin upp lifandi og heillandi mynd af þjóðhetjunni sem Íslendingar hafa dýrkað og dáð hátt á aðra öld en var þrátt fyrir allt bæði breyskur og umdeildur maður á sinni tíð. Guðjón hefur safnað saman miklum heimildum um ævi og störf Jóns forseta og unnið úr þeim einstaklega vandað og læsilegt ritverk sem ekki er aðeins ævisaga þjóðhetju heldur um leið ítarleg stjórnmálasaga þess átakaskeiðs sem lagði grunninn að Íslandssögu okkar tíma – saga sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Tilboðsverð bæði bindin 7.999 kr. fullt verð 11.980 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.