Morgunblaðið - 27.01.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 27.01.2004, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 11 ALMANNAHAGUR í húfi – krefjumst endurskoðunar á fjárveitingum til LSH, er yfir- skrift opins fundar um málefni Landspítalans háskólasjúkra- húss sem haldinn verður í Aust- urbæ í dag, þriðjudaginn 27. janúar, kl. 17. Aðstandendur fundarins eru Geðhjálp, Landssamband eldri borgara, Landssamtök hjarta- sjúkra, Umhyggja, Öryrkja- bandalag Íslands, ASÍ, BHM, BSRB og Læknafélag Íslands. Á fundinum munu fulltrúar þessara samtaka flytja stutt ávörp og í fundarlok verður borin upp ályktun fyrir fund- inn. Fundur í Austurbæ um LSH ALÞINGI kemur saman að nýju eftir jólahlé á morgun, miðvikudag, kl. 13.30. Halldór Blöndal, forseti þingsins, segir að búast megi við því að rætt verði m.a. um vanda Landspít- ala háskólasjúkrahúss fyrstu dagana. „Ég sé ekki annað en að þinghaldið verði með venjulegu sniði,“ segir hann en bendir þó á að það liggi í loftinu að lögð verði fram stjórnarfrumvörp á næstunni um t.d. húsnæðismál og skattamál. Alþingi kem- ur saman á morgun VALNEFND Grafarvogs- prestakalls hefur valið í tvær prestsstöður. Í stöðurnar voru valin sr. Bjarni Þór Bjarnason sem hefur leyst af sem prestur í Grafarvogsprestakalli síðustu tvö árin og Lena Rós Matthías- dóttir, cand. theol., sem hefur verið tómstunda- og forvarnar- fulltrúi Vatnsleysustrandar- hrepps. Fyrir starfa í prestakallinu sr. Vigfús Þór Árnason sókn- arprestur, og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Fjórir prestar munu því þjóna prestakallinu en sóknarbörn þar nálgast nú 20 þúsund. Valin sem prestar í Grafarvogi EINAR Jón Gunnarsson held- ur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði verkfræði- deildar Háskóla Íslands: Tímaviðrétting í DFE kerfum – samanburður á stikum. Fyr- irlesturinn fer fram í dag, þriðjudaginn 27. ferbrúar, kl. 16.15, í stofu 157 í VR-2, húsa- kynnum verkfræðideildar Há- skóla Íslands. Meistaraverk- efnið var unnið í samstarfi við Conexant Systems á Íslandi. Meistaraprófsnefndina skipa Jón Atli Benediktsson prófessor, Ragnar H. Jóns- son, verkfræðingur hjá Co- nexant Systems á Íslandi, og Jóhannes R. Sveinsson dós- ent. Meistarafyr- irlestur um tímavið- réttingu STUTT EFTIR maraþonfundi um helgina í Ráðhúsinu náðist samkomulag í gær milli Reykjavíkur- borgar, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar – stéttarfélags og Kjarafélags Tækni- fræðingafélags Íslands um að ljúka innleiðingu starfslauna á grundvelli starfsmats 1. nóvem- ber á þessu ári. Nú þegar verður hrint í fram- kvæmd þeim þætti nýs launakerfis sem lýtur að hæfnislaunum vegna virkrar þátttöku í sí- menntunaráætlun viðkomandi borgarfyrirtæk- is. Í kjarasamningum þessara aðila árið 2001 var samið um að taka upp nýtt starfsmatskerfi og leiðrétta starfslaun í áföngum á samnings- tímabilinu. Samhliða þessari launakerfisbreyt- ingu var ákveðið að taka upp nýtt hæfislauna- kerfi í stað eldra kerfis með það að markmiði að greiða sömu laun fyrir sambærileg og jafn- verðmæt störf hjá stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar. Þetta starfsmat og hæfnismat, sem átti að taka gildi í desember árið 2002, hefur tekið meiri tíma en reiknað var með í upphafi. Lokið verði gerð símenntunaráætlana Fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá aðilum samkomulagsins að starfsmatsnefnd þessara aðila hafi lagt mikla vinnu í starfsmats- kerfið sem felist m.a. í mati á einstökum þátt- um hvers starfs og að tryggja að öll störf séu metin með sömu aðferð. Þessi vinna hafi reynst afar tímafrek og henni sé ekki lokið. Þá sé að störfum sérstök hæfnismatsnefnd aðila sem af sömu ástæðum hafi ekki lokið störfum. Knýja á á um að þær stofnanir sem enn hafa ekki gert símenntunaráætlanir ljúki þeirri vinnu. Þá segjast samningsaðilar sammála um að birta starfsheiti á launaseðlum í samræmi við ÍSTARF-staðla við launagreiðslu þann 1. mars næstkomandi. Samkomulag náðist í gær við Reykjavíkurborg um starfsmat og hæfnislaun Ljúka á innleiðingu starfs- launa fyrir nóvember í ár SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður Starfsmanna- félags Reykjavíkur, segir það ánægjulegt að hafa loks náð þessu samkomulagi. Hún segir að komið hafi verið til móts við borgarstarfsmenn með nokk- urs konar bótum vegna tafa á að hafa komið kerfinu í fram- kvæmd. Eru þær bætur aft- urvirkar með þeim hætti að 3% áfangahækkun um ára- mótin færist til 1. september sl. og kemur til borgarstarfs- manna á næstunni sem ein- greiðsla. Spurð um áhrif hæfnislauna, sem taka gildi 1. mars nk. og verða afturvirk til 1. desember árið 2002, segir Sjöfn þau koma misjafnlega út hjá starfsmönnum borgarinnar, m.a. eftir starfsaldri. Fá eingreiðslu vegna tafa Sjöfn Ingólfsdóttir FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, sá fjögur norsk loðnuskip á miðunum út af Héraðsflóa á eft- irlitsflugi yfir loðnumiðin í gær og sést eitt þeirra á myndinni. Alls hafa átta norsk loðnuskip tilkynnt sig inn í íslenska fiskveiðilögsögu og voru fjögur þeirra farin til hafn- ar til löndunar. Einnig voru 17 ís- lensk loðnuskip að veiðum á svæð- inu. Bræla hefur verið á miðunum um helgina. Morgunblaðið/Gæslan Átta norsk loðnuskip á miðunum Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Runólfi Gunn- laugssyni, Fasteignasölunni Höfða: „Að búa til frétt úr engu Jóhanna Sigþórsdóttir (JSS), blaðamaður á Fréttablaðinu, sendir okkur á Höfða fasteignasölu pistilinn í mánudagsblaði Fréttablaðsins. Þar er reynt með mjög ósmekklegum hætti að gera vinnubrögð fasteigna- sölunnar tortryggileg í augum les- andans. Málið snýst í stuttu máli um sölu á eign sem var til uppboðsmeð- ferðar og var uppboðsfrestur til 15. jan. sl. Sú fullyrðing að seljandinn hafi ekki átt eignina þegar tilboð var gert er því alröng. Eigandi eignarinnar vildi að sjálf- sögðu láta reyna á frjálsa sölu á eign- inni innan frestsins og freista þess að fá nauðungarsöluna afturkallaða. Nokkur tilboð bárust í eignina innan frestsins og samþykkti eigandinn hæsta tilboð með fyrirvara um sam- þykki uppboðsbeiðanda. Þegar til kom samþykkti uppboðs- beiðandi ekki tilboðið og taldi hag sín- um betur borgið með því að leysa til sín eignina með uppboðsafsali hinn 15. jan. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja og lauk söluferlinu þar með að öðru leyti en því að af hálfu fast- eignasölunnar var reynt að fá upp- boðsbeiðanda til að selja tilboðsgjaf- anum eignina beint. Ef marka má skrif Jóhönnu kann tilboðsgjafinn okkur ekki miklar þakkir fyrir slíkt. Mál af þessum toga eru tiltölulega algeng hjá fasteigasölum og hygg ég að fasteignasalar leggi sig almennt fram við að leysa málin innan upp- boðsfrestsins til hagsbóta fyrir eig- anda eignar eins og reynt var í þessu tilviki. Mikil hlýtur gúrkutíðin að vera hjá „blaðamanni“ Fréttablaðs- ins hafi hann ekki annað og þarfara við tíma sinn að gera en að velta sér upp úr slíkum málum sem í raun eru ekki fréttnæm fyrir fimmaura. Mál sem þessi eru til afgreiðslu af og til hjá öllum fasteignasölum og hafa ekki þótt fréttnæm hingað til svo framarlega að gengið sé frá málum með eðlilegum hætti eins og hér var gert í hvívetna. Hér hefur því greinilega verið búin til „frétt“ úr engu.“ Athugasemd frá Fasteigna- sölunni HöfðaFYRSTU eintök Sögu Stjórnar-ráðsins verða kynnt og afhentDavíð Oddssyni forsætisráð- herra í Þjóðmenningarhúsinu sunnudaginn 1. febrúar. Í frétt frá forsætisráðuneytinu af því tilefni segir: „Árið 1969 kom út á vegum Sögufélagsins rit Agnars Kl. Jónssonar Stjórn- aráð Íslands 1904–1964 sem fjallaði um stofnun þess og störf. Í tengslum við 95 ára afmæli stjórnarráðsins árið 1999 var tekin ákvörðun um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og gefa út sögu næstu fjörutíu ára á aldarafmæli stjórnarráðs- ins 1. febrúar 2004. Í því skyni var skipuð ritstjórn undir for- ystu Björns Bjarnasonar ráð- herra, en ásamt honum áttu í henni sæti Heimir Þorleifsson sagnfræðingur og Ólafur Ás- geirsson þjóðskjalavörður. Forsætisráðherra og ritnefnd- in kynntu á blaðamannafundi í nóvember árið 2000 væntanlega ritun sögu Stjórnarráðs Íslands. Þar kom fram að Sumarliði Ís- leifsson sagnfræðingur hefði verið ráðinn til að ritstýra verk- inu og að sex fræðimenn hefðu verið ráðnir til að fjalla um ein- staka þætti verksins. Einnig kom fram að áætlaður kostnaður við söguritunina fram að útgáfu bókanna væri áætlaður 40 millj- ónir króna. Frá upphafi var áhersla lögð á vandaða útgáfu og höfundum verksins ætlað að leggja á sig ítarlega rannsóknir í þeim tilgangi.“ Kostnaður lægri en miðað var við í fjárlögum „Í fjárlögum 2000–2004 hafa verið veittar 59,6 m.kr. til rit- unar og útgáfu verksins. Nú liggur fyrir að kostnaðurinn verður nokkru minni, eða um 54 m.kr. Kostnaður við verkið fram að útgáfu er 40 m.kr. líkt og áætlað var í upphafi. Af þeirri fjárhæð eru 37,5 m.kr. launa- greiðslur til höfunda, ritstjórnar og ritnefndar, 1,5 m.kr. vegna ljósmynda og 1,0 m.kr. ýmis kostnaður. Kostnaður við um- brot, prentun og bókband er áætlaður um 14 m.kr. Í fram- angreindum fjárhæðum er ekki tekið tillit til sölutekna, en á þessari stundu er ekki unnt að áætla þær með neinni vissu.“ Saga Stjórnar- ráðsins gefin út UNNIÐ er að hættumati og áhættu- greiningu vegna eldgosa og jökul- hlaupa í Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli, sem situr í vinnuhópi sem skipaður var vegna áhættumatsins, segir vinnu við mat og greiningu standa yfir en að niðurstaðna verði þó vart að vænta fyrr en með haust- inu. Við nýlegar jarðlagarannsóknir hafa komið fram upplýsingar um að stór hlaup hafi komið í Markarfljót vegna eldgosa í vestanverðum Mýr- dalsjökli á eitt til tvö þúsund ára fresti frá lokum ísaldar en þó ekki eftir að land byggðist. Hafa menn einnig horft til þess möguleika að slík jökulhlaup kunni að ganga enn vestar en að Markarfljóti, jafnvel allt að Þjórsá. Stór svæði í byggð, frá Eyjafjöllum og allt vestur að Þjórsá, gætu þá hugsanlega verið í hættu. Af þessum sökum samþykkti ríkis- stjórnin í fyrrasumar að láta vinna sérstakt hættumat fyrir þetta svæði. Niðurstöður hættumats í haust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.