Morgunblaðið - 27.01.2004, Side 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 27
HAFNARFIRÐI
Sigurbjörn Skarphéðinsson,
lögg. fasteignasali
OPIÐ VIRKA DAGA 9.00 - 18.00
OG NÚ Á LAUGARDÖGUM 11.00 - 14.00
Sonja MagnúsdóttirSigursveinn Jónsson Gyða GerðarsdóttirEiður ArnarsonSigurbjörn Skarphéðinsson Andri Björgvin Arnþórsson
Strandgötu 41,
220 Hafnarfjörður www.hf.is Sími 590 9595
ÁLFASKEIÐ - 220 HAFNARFIRÐI
Nýkomið í einkasölu mjög gott, 198,6 fm einbýli með
43,1 fm bílskúr á þessum vinsæla stað. Stór stofa
með arni, rúmgott hol, möguleiki á séríbúð. Eign
sem vert er að skoða. UPPL. EINGÖNGU Á SKRIFST.
Uppl. gefur Eiður Arnarson. sími 820- 9515
HAUKANES - 210 GARÐABÆ
Glæsilegt einbýlishús á Arnarnesinu, innst í
botnlanga með frábæru útsýni. heitur pottur. Eign
fyrir vandláta! Verð: tilboð, ath. eignaskipti koma til
greina. Allar uppl. veita Gyða í s. 820-9510 eða
Svenni í s. 820-9525.
HRINGBRAUT 15 - OPIÐ HÚS
Björt og falleg hæð og ris með sérinngangi á besta
stað í Hafnarfirði. Eignin er 120 fm og möguleiki á
fjórum til fimm svefnherbergjum. Gyða S.820-9510
og Svenni S. 820-9525 sölufulltrúar taka á móti
gestum milli 17.00 og 19.00
ÁLFHOLT - 220 HAFNARFIRÐI
Mjög falleg, 4ra herb. íbúð auk stúdíó-íbúðar í
kjallara. Glæsilegt eldhús, þrjú svefnherbergi, stofa,
borðstofa og sólskáli. Sérgarður og verönd. SJÓN
ER SÖGU RÍKARI. Verð 15,9 millj. Uppl veita Gyða í
s. 820-9510 og Sigursveinn í s. 820-9525.
GRENIÁS - 210 GARÐABÆ
Nýkomið í einkasölu glæsilegt endaraðhús á tveimur
hæðum ca 188 fm með innb. bílskúr á frábærum
útsýnisstað. Afhendist fullbúið að utan og nánast
tilbúið til innréttinga að innan. Nánari upplýsingar
veitir Sigursveinn sölufulltrúi í s. 820-9525.
LÆKJASMÁRI - 200 KÓPAVOGI
Nýkomin í einkasölu 110,9 fm íbúð á 2. hæð. Þrjú
sv.herb., stofa, sjónvarpskr., eldhús, borðkr. og
þvottahús. Stórar vestursvalir. Gegnheilt eikarparket
á gólfum. Vönduð eign, stutt í alla þjónustu. Verð
15,9 millj. Uppl. gefur Eiður Arnarson í s. 820-9515.
HÖRGSHOLT - 220 HAFNARFIRÐI
Falleg, björt og rúmgóð, 107,1 fm íbúð á efstu hæð í
góðu fjölbýli. Rúmgóð stofa og 3 góð herbergi.
Rúmgott eldhús með góðum borðskrók. Þvottahús
innan íbúðar. Stutt í skóla og leikskóla. LAUS
STRAX. Uppl. gefur Eiður Arnarson í s. 820-9515.
ÁLFASKEIÐ - 220 HAFNARFIRÐI
Nýkomið í einkasölu stórglæsileg, 115 fm, 4-5 herb.
íbúð á annari hæð í fjölbýli. Íbúðin er mikið
endurnýjuð, rafm., gluggar o.fl. Húsið er nýl. viðgert.
Stutt í leikskóla og skóla. Nánari uppl. veitir
Sigursveinn í s. 820-9525. Verð 14,5 millj.
FURUGRUND - 200 KÓPAVOGI
Falleg, 3ja herbergja íbúð með aukaherbergi í
kjallara. Flísalagt baðherbergi. Stór stofa. Svalir í
suður. Gluggar í þrjár áttir, og mjög gott útsýni.
Verð 13,5 millj. Hafið samband við Andra í s. 820-
9509.
HRAUNSTÍGUR - 200 HAFNARFIRÐI
Var að fá í einkasölu rúmgóða, 3ja herb., risíbúð í
miðbænum. Rúmgóð stofa með parketi. Frábært
útsýni úr íbúð og góð staðsetning. Allar
uppplýsingar gefur Gyða Gerðarsdóttir í s. 820-9510
og 590-9510.
EINBÝLISHÚS RAÐ & PARHÚS 5-7 HERB. OG SÉRH.
4 HERBERGJA 3 HERBERGJA
HÓLABRAUT – 220 HAFNARFIRÐI
Vorum að fá í sölu glæsilega 3ja herb 93 fm á annari
hæð í góðu fjölbýli. Kirsuberja innréttingar og hurðir,
Eikarparket á gólfum.ÍBÚÐIN ER LAUS STRAX.
Nánari upplýsingar Sigursveinn í síma 820-9525 –
590-9525. Verð 13.5 millj
NÖKKVAVOGUR 11- OPIÐ HÚS
Falleg, tveggja herbergja íbúð með aukaherbergi í
kjallara í snyrtilegu fjórbýli. Skipulag sérstaklega
skemmtilegt. Sameiginlegt þvottahús. Verð 9,9 millj.
Andri Björgvin í s. 820-9509 tekur á móti gestum á
milli kl. 18.00 og 19.00 í kvöld.
VALLARBARÐ - 220 HAFNARFIRÐI
Falleg, björt, 2ja-3ja herbergja íbúð. Stór stofa og
hol, mjög rúmgott svefnherbergi. Gott eldhús og
bað. Þvottahús á hæðinni. Góð staðsetning og
útsýni. Laus strax! Allar upplýsingar gefur Gyða
Gerðarsdóttir í s. 820-9510 og 590-9510.
2 HERBERGJA3 HERBERGJA
Persónuleg
þjónusta
alla leið
Vantar allar
gerðir eigna
á skrá
AÐ UNDANFÖRNU hafa all-
margir tekið til máls um ævi-
sagnaritun og heimildanotkun í
framhaldi af deilum sem geisað
hafa um bók Hannesar Hólmsteins
um Halldór Laxness. Þar hefur því
miður margt verið missagt og ýms-
ir farið offari, og engu líkara en að
skyndilega séu tilvís-
anir í heimildir og
notkun þeirra orðið
rammpólitískt mál.
Þar hefur m. a. þung-
um skeytum verið
beint að höfundum
sem ég gef út undir
merkjum Máls og
menningar og því tel
ég mig knúinn til þess
að leiðrétta ákveðnar
rangfærslur í um-
ræðunni og taka fram
eftirfarandi:
Deilan um bók
Hannesar snýst um tvennt: annars
vegar að tilvísanir í heimildir séu
ófullnægjandi og að hann geri ekki
nógsamlega grein fyrir því hvernig
hann styðjist við rit annarra, og
hins vegar hvort hann geri texta
annarra höfunda að sínum. Að
jafna þessum atriðum saman við
gagnrýni á Guðjón Friðriksson fyr-
ir að sviðsetja atburði í sínum ævi-
sögum án þess að geta heimilda er
á hinn bóginn alveg út í hött. Sú að-
ferð við ævisagnaritun að setja at-
burði á svið, og túlka þá, er æva-
gömul og fullkomlega gjaldgeng.
Það er ekkert óheiðarlegt við þá að-
ferð og það er ekkert eðlilegra en
að ævisöguhöfundur túlki og leggi
mat á viðfangsefni sitt. Menn skrifa
yfirleitt ævisögur um fólk vegna
þess að þeir hafa þar eitthvað til
málanna að leggja. Almennt séð
fara íslenskir ævi-
sagnahöfundar yf-
irleitt mjög varlega í
sviðsetningum og
byggja þar iðulega á
heimildum og fróðleik
sem á vegi þeirra hef-
ur orðið í rannsóknum
og heimildakönnun, en
kjósa af ýmsum ástæð-
um að setja hann fram
með þessum hætti.
Ástæðulaust er að orð-
lengja um þetta, en
þess má geta að um
sviðsetningar og ýms-
ar hliðar ævisagnaritunar var
fjallað á ágætri ráðstefnu Félags
íslenskra fræða um ævisögur í
febrúar í fyrra, sem virðist hafa
farið framhjá fjölmiðlum og þeim
sem nú sýna þessari merkilegu
bókmenntagrein áhuga.
Guðjón Friðriksson hefur rutt
brautina í ritun ævisagna sem ætl-
aðar eru almenningi, en þar sem
stuðst er við vönduð fræðileg
vinnubrögð í hvívetna, enda getur
þetta vel farið saman. Slíkar bækur
hafa notið mikilla vinsælda um
langan aldur um heim allan. Fyrir
þetta ber Guðjóni heiður og sóma,
en ekki dylgjur og aðdróttanir, þótt
menn kunni að vera ósammála hon-
um um túlkanir í einstökum efnum,
sem þeir hafa auðvitað fullt leyfi til.
Enn furðulegra er tal um að rit-
höfundar og skáld hafi „stolið“ efni
og fært inn í skáldrit sín. Þar hafa
verið nefndir í greinum og taldir
fingralengstir Halldór Laxness og
Guðmundur Andri Thorsson. Það
er alkunna að bækur fæðast af bók-
um, og rithöfundar verða fyrir
áhrifum af því sem þeir lesa og
heyra, og almennt öllu sínu sam-
félagi. Góðar ævisögur gera einmitt
grein fyrir slíkum áhrifum. Halldór
Laxness var manna snjallastur í því
að vinna listaverk úr misjöfnum
efnivið, og gott dæmi um það eru
dagbækur Magnúsar Hjaltasonar
sem voru honum innblástur í þá
frábæru skáldsögu Heimsljós.
Hann fór ekkert í felur með þetta,
enda getur hver maður borið sam-
an dagbækurnar og sögu Halldórs,
eins og t.d. Peter Hallberg hefur
gert ítarlega. Sama gerir Guð-
mundur Andri Thorsson í skáld-
sögu sinni Íslandsförinni. Í at-
hugasemd á undan sögunni nefnir
hann helstu heimildir sem urðu
honum innblástur að skáldsögunni
og hann nýtir við ritun hennar og
því fráleitt að láta sem það sé eitt-
hvert nýuppgötvað launungarmál.
Sá mikli munur er hins vegar á
sagnfræðiverkum og sögulegum
skáldsögum að rithöfundar hafa
fullt leyfi til að vinna á hvern þann
hátt sem þeim sýnist úr efnivið sín-
um, og þess vegna að skrifa söguna
upp á nýtt, öfugt við fræðimenn.
Jafnsjálfsagða hluti ætti í raun-
inni ekki að þurfa benda mönnum á,
en er gert hér að gefnu tilefni.
Að gefnu tilefni
Páll Valsson skrifar um
ævisagnaritun ’Sú aðferð við ævi-sagnaritun að setja at-
burði á svið, og túlka þá,
er ævagömul og full-
komlega gjaldgeng.‘
Páll Valsson
Höfundur er útgáfustjóri
Máls og menningar.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Mörkinni 3, sími 588 0640
www.casa.is
Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
Húsgögn
Ljós
Gjafavara
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Útsala
stærðir 36-46
Árshátíðarkjólar
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111