Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.01.2004, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Anna Birna Jensdóttir, semgegnir stöðu fram-kvæmdastjóra og hjúkr-unarforstjóra hjúkrunar- heimilisins Sóltúns, gagnrýndi mikla lyfjagjöf á málþingi sænsk- íslenska verslunarráðsins, um einkarekstur á heilbrigðissviði, á föstudag. Þegar Sóltún tók til starfa árið 2001 tóku 76% heimilisfólksins níu eða fleiri tegundir lyfja að stað- aldri, nú er þetta hlutfall komið nið- ur í 65%. Dregið hefur úr lyfjagjöf á hjúkrunarheimilum á landsvísu, þannig voru 66% íbúa hjúkrunar- heimila á níu lyfjum eða fleiri árið 2001, og 55% ári síðar. Anna Birna segir þessa miklu lyfjanotkun mjög gagnrýnisverða þar sem hún geti haft slæm áhrif á líðan fólks, lyfin geti haft áhrif á virkni annarra lyfja og að auki sé svo mikil lyfjagjöf kostnaðarsöm. Fyrsta starfsár Sóltúns var lyfja- kostnaðurinn fyrir þá 92 einstakl- inga sem þar búa 28 milljónir króna, eða 800 krónur á mann á dag að meðaltali og rúmlega 290 þúsund krónur á ári á einstakling. Segir hún að sumir sjúklingar taki allt að 20 lyf að staðaldri þegar þeir komi á Sóltún og sum lyfjanna séu gefin oft á sólarhring. „Þetta er gífurlega mikil lyfjanotkun og lyfja- notkun er almennt mikil hjá íbúum hjúkrunarheimila á landinu. Þetta var alveg toppurinn að okkur fannst og finnst mér þetta mjög gagnrýn- isvert. Við höfum brugðist við þessu hérna í Sóltúni með því að setja fram lyfjastefnu og útbúa ákveðna gæðahandbók fyrir lyf,“ segir Anna Birna. Hún segir að stjórnendur Sóltúns hafi fundað með Landspítala – há- skólasjúkrahúsi um þetta mál og unnið markvisst að því að vinna gegn þessu. „Við leggjum gífurlega áherslu á að það sé gagn að lyfjum sem fólk er að taka og að lyfjameð- að hlakka til og þessa hluti færa gleði í lífið. Það þarf e til þess. Ég hef einmitt hey segja að engin gleðipilla ge þeim jafn mikla ánægju og uppákomur í menningu og samveru, söng og þess hátt um. Við getum í þjónustu v beitt allt öðrum aðferðum, með nudd, heitan pott, gön dans og fleira,“ segir Anna Lyfin geta gert óga Hún segir þá spurningu hvort lyfin geti gert ógagn, lyf hafi aukaverkanir. „Mér ferðin sé örugg og hagkvæm. Ef þessi þrjú atriði eru uppfyllt teljum við eðlilegt að viðkomandi taki lyf- ið,“ segir Anna Birna. Aukin vellíðan og færri byltur Á Sóltúni er að hennar sögn reynt að vinna gegn ónauðsynlegri lyfjagjöf. Þannig fara þeir starfs- menn sem annast heimilismenn sem taka níu lyf eða fleiri ársfjórðungs- lega yfir árangur þeirrar lyfja- meðferðar sem viðkomandi íbúi er á. Þannig sitji fólk ekki uppi með lyfjagjafir sem það þarf ekki á að halda. „Á sama tíma erum við að mæla meiri vellíðan og aukin lífsgæði hjá þessum einstaklingum nú en áður en þeir komu hingað inn. Þannig að það virðist alla vega ekki hafa þau áhrif að fólki líði verr, þó við séum að fækka lyfjunum.“ Anna Birna segist hafa miklar áhyggjur af milliverkun lyfja, það er þeim áhrifum sem eitt lyf hefur á virkni annars lyfs, þegar svo mörg- um lyfjum er blandað saman. Segir hún að margir íbúar hjúkrunar- heimila séu mjög valtir, þá svimi og þeir eigi erfitt með að halda jafn- vægi. Eins detti margir og þá sé hætt við að fólk brotni. „Þá fer mað- ur að velta því fyrir sér hvort ekki geti verið tengsl þarna á milli. Hvort það geti verið að fólk sé með svima þar sem það sé á svo miklum lyfjum. Mörg lyf, eins og t.d. hjarta- og þvagræsilyf, geta t.d. haft mikil áhrif á efnabúskap líkamans þannig að fólk fær svima ef það stendur snöggt upp,“ segir Anna Birna. Al- gengi byltna var um 22% fyrsta heila starfsár Sóltúns, en er nú komið niður í 15%. Anna Birna segir að önnur úr- ræði þurfi að koma í stað lyfjanna. „Við vinnum mjög mikið með fé- lagslíf, að fólk hafi eitthvað skemmtilegt fyrir stafni, eitthvað til Fólk tekur allt að 20 lyf að staðaldri við komu á hjúkr Byltum hefur fækk aukist við minni ly Á Sóltúni hefur markvisst verið unnið að því að fækka lyfjategundum sem fólk tek- ur inn að staðaldri, Anna Birna Jensdóttir, forstjóri heimilisins, segir í samtali við Nínu Björk Jónsdóttur, að á sama tíma hafi vellíðan íbúa aukist og byltum fækkað. Anna Birna Jensdóttir seg      !! !" +,- # !./ .+/        7 $ % &  ' " ! (  Frambjóðendur í kosn-ingum vítt og breitt umheim standa yfirleittframmi fyrir því sama. Að kynna stefnu sína þannig, að hún höfði til kjósenda, og fjár- magna kosningabaráttuna. Rúss- neski forsetaframbjóðandinn og auðjöfurinn Vladímír Bryntsalov hefur samt engar áhyggjur af þessu. Honum er mest í mun, að „keppinauturinn“, Vladímír Pútín, núverandi Rússlandsforseti, taki hann ekki allt of alvarlega. „Ég ætla mér ekki að gagnrýna Pútín og upphefja sjálfan mig,“ segir Bryntsalov. „Hér horfir allt til betri vegar.“ Þegar hann er spurður hvers vegna hann sé þá yfirleitt að bjóða sig fram, segir hann, að það sé til að viðra skoðanir sínar, jafnvel þótt forsetakosningarnar 14. m næstkomandi verði allt of l sem gerist í Norður-Kóreu þessi vandi heldur aukist s þingkosningunum í desemb unnu flokkar, sem styðja P stórsigur. Í kjölfarið hafa n kunnir stjórnmálamenn dr hlé og Pútín og ráðgjafarni að verði hann að heita má e framboði, muni það sá efas um, að hann sé í raun lýðræ kjörinn leiðtogi. Þetta er á þær séu þær sömu og Pútíns. Hann er líka alveg með það á hreinu, að „aðeins Pútín getur orðið forseti“. Takist Bryntsalov að komast á listann yfir frambjóðendur með því að ná saman undirskriftum tveggja milljóna meðmælenda, er eins víst, að afskiptum hans af pólitík verði þar með lokið. „Hvers vegna ætti ég svo sem að vera að sólunda opin- beru fé og taka tíma í sjónvarpi til að endurtaka það, sem Pútín segir,“ spyr hann í mestu einlægni. Óttast n-kóreskt yfirbragð Nú kynnu einhverjir að klóra sér í hausnum í forundran en það er engin ástæða til þess. Svona er komið fyrir lýðræðinu í Rússlandi. Pútín gnæfir yfir allt og alla í rússneskum stjórnmálum og mesta áhyggjuefni ráðgjafa hans er, að Allt fyrir Pútín Pútín á skjánum í sjónvarp verslun í Moskvu. Lýðræðið í Rússlandi virðist hafa látið verulega á sjá í valdatíð Vladímírs Pútíns forseta. Andstæðingar hans segja, að í raun sé um að ræða eins-flokks-kerfi. „ÞETTA ERU HETJUR“ Tveimur bátsverjum af bátn-um Sigurvin GK var bjargaðköldum og hröktum úr sjáv- arháska í innsiglingunni að Grindavíkurhöfn á föstudag. Vonskuveður var þegar björgunin átti sér stað og samkvæmt lýsingu á atburðarásinni í Morgunblaðinu á laugardag rak bátinn stjórnlaust á nokkrum mínútum upp að eystri brimgarðinum í höfninni. Sjónar- vottar að því þegar bátnum hvolfdi tilkynntu það Neyðarlínunni upp úr klukkan 11 á föstudagsmorgun og kom hún boðum til björgunar- sveitarinnar. Rétt rúmum hálftíma síðar hafði mönnunum báðum verið bjargað. Menn úr björgunarsveit- inni Þorbirni komu mönnunum til bjargar og sýndu mikið snarræði. Erfitt var að athafna sig á staðnum vegna brims og grynninga og sagði Agnar Smári Agnarsson, skipstjóri á björgunarbátnum Oddi V. Gísla- syni, að lítið hefði mátt bera út af. Þrír björgunarmenn á slöngubátn- um Hjalta Frey áttu auðveldara með að komast að mönnunum og var þeim bjargað um borð í hann. Skipbrotsmennirnir þökkuðu björgunarsveitarmönnunum líf- gjöfina á laugardag. „Þetta eru hetjur, þetta er ekkert annað. Menn þurfa að vera svakalega hug- aðir, þetta er ekki fyrir hvern sem er,“ sagði Svanur Karl Friðjóns- son, skipstjóri á Sigurvini, en með honum um borð var Heimir Gunn- ar Hansson. Þegar slysið varð tókst Heimi að hlaupa til og ná í björgunarvesti fyrir þá og hefur það sennilega bjargað þeim frá drukknun. Öryggi hefur stóraukist á sjón- um undanfarna áratugi. Náttúru- öflin hafa þó hvergi nærri verið beygð til hlýðni og ljóst að hafið heldur áfram að vera hættulegur vinnustaður þótt tækninni fleygi fram. Atburðarásin í innsigling- unni í Grindavíkurhöfn á föstudag sýnir að fyrir öllu er að geta brugð- ist hratt og örugglega við þegar mannslíf eru í hættu. Til þess þarf bæði búnað og þrautþjálfaða björgunarmenn, sem geta lagt mat á aðstæður og gengið óhikað til verks. Um borð í slöngubátnum Hjalta Frey voru þrír kornungir menn, Björn Óskar Andrésson, Vilhjálmur Jóhann Lárusson og Hlynur Sæberg Helgason, sem fæddir eru 1981 og 1982. En þótt þeir séu ungir hafa þeir reynt ým- islegt. Allir þrír hafa starfað með björgunarsveitinni Þorbirni frá 14 ára aldri og tekið þátt í björgunar- aðgerðum. Þeir sögðu við Morgun- blaðið að þessi björgunaraðgerð hefði verið sú alvarlegasta. Það er ljóst að reynslan frá fyrri aðgerð- um gerði þeim kleift að bregðast rétt við þegar þeir lentu í sinni erf- iðustu raun og bjarga tveimur mannslífum. Þeir eru sannkallaðar hetjur. HRINGURINN Í 100 ÁR Kvenfélagið Hringurinn hélt uppá 100 ára afmæli sitt í gær. Það er táknrænt fyrir allt starf félags- ins undanfarna öld, að í tilefni dags- ins gaf það öðrum rausnarlegar af- mælisgjafir; annars vegar 50 milljónir króna til byggingar göngudeildar á Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans og hins vegar 15 milljónir króna til Barna- spítala Hringsins, sem ætlaðar eru til kaupa á íbúð fyrir foreldra veikra barna, sem koma utan af landi að leita sér lækninga. Hringskonur hófu fyrir rúmum fjórum áratugum söfnun fyrir byggingu barnaspítala. Þegar spít- alinn var risinn árið 2002 gáfu þær samtals 200 milljónir króna til hans. Forgangsverkefni Hringsins verð- ur áfram að styðja við Barnaspít- alann og efla tækjakost hans. Starf Hringsins fyrir spítalann er ómet- anlegt og hefur stuðlað að því að ís- lenzk börn geti fengið beztu umönnun, sem völ er á, í veikindum sínum. Hringurinn hefur jafnframt æv- inlega borið velferð barna almennt fyrir brjósti og það er vel við hæfi að á afmæli sínu gefi félagið BUGL stórgjöf. Vandamál barna og ung- linga með geðraskanir hafa hlotið aukna athygli á undanförnum ár- um, en jafnframt hefur mörgum runnið til rifja hversu ófullkomin aðstaða hefur verið til að annast hina ungu sjúklinga, m.a. í saman- burði við batnandi aðbúnað þeirra, sem eru líkamlega veikir. Gjöf Hringsins breytir miklu fyrir BUGL. Ólafur Ó. Guðmundsson, yf- irlæknir deildarinnar, segir í Morg- unblaðinu í gær að gjöfin geri að verkum að hægt sé að fara af fullum krafti í að byggja göngudeild við BUGL. Hann hittir naglann á höf- uðið þegar hann segir að gjöf Hringskvenna sé „alveg ótrúlega rausnarlegt framlag“. Starf Kvenfélagsins Hringsins í 100 ár er eitt bezta dæmið um það hverju fórnfúst sjálfboðaliðastarf getur skilað í þágu góðs málstaðar. Hringurinn studdi á fyrstu árum sínum baráttuna gegn berklum og byggði upp hressingarhæli í Kópa- vogi, en eftir 1942 varð meginbar- áttumál félagsins að reisa barna- spítala á Íslandi. Sá draumur varð að veruleika 1957 og spítalinn komst í eigið húsnæði 1965. Öllu þessu hafa Hringskonur áorkað með sölu jólakorta og minningar- korta, jólabasar, happdrætti og kaffisölu, auk þess sem margir ein- staklingar og fyrirtæki hafa lagt lóð sitt á vogarskálarnar og stutt félag- ið. Fjáröflun með slíku starfi krefst mikils tíma, vinnu og útsjónarsemi þeirra sem í félaginu starfa. Hring- skonur eru ekki þrýstihópur, sem fer fram á að aðrir leysi þau vanda- mál, sem við er að etja, heldur vinda þær sér sjálfar í verkin og hafa áorkað ótrúlega miklu á einni öld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.