Morgunblaðið - 27.01.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2004 29
valdið mikilli vanlíðan. Þarna getur
verið um að ræða lyfjaflokka eins og
þunglyndislyf, róandi lyf, svefnlyf
og slíkt. Fólk situr kannski uppi
með tvær, þrjár tegundir af lyfjum
sem það var kannski sett á fyrir tíu
árum og nýir meðferðaraðilar eiga
mjög erfitt með að grípa inn í þegar
fólk er búið að vera lengi á þessum
lyfjum. Það getur verið áhættusamt
að ætla að taka fólkið af lyfinu. En
ef maður horfir á þetta frá fjárhags-
legu sjónarmiði er þetta náttúrlega
sóun á almannafé.“
Vantar yfirsýn
Anna Birna segir erfitt að átta sig
á því hvar sökin á þessari miklu
lyfjanotkun íbúa hjúkrunarheimila
liggi. „Maður þarf að átta sig á því
að einstaklingurinn talar máli sínu
og kallar kannski eftir hjálp og að-
stoð. Aðstoðin er fólgin í lyfja-
ávísun. Einstaklingurinn getur farið
á milli sérfræðinga og þannig raðast
lyfin smám saman upp, án þess
kannski að viðkomandi sérfræð-
ingar hafi yfirsýn yfir heildina.“
Anna Birna segir að hún hefði þó
haldið að fólk hafi yfirsýn yfir lyfja-
notkunina á sjúkrahúsunum en það-
an komi flestir nýir íbúar Sóltúns.
Lyfjameðferð sjúklinga sem séu að
bíða eftir hjúkrunarrými sé ekki
efst á forgangslistanum á sjúkra-
húsunum. Margir bíði í mánuði og
jafnvel ár og dagi þannig uppi með
þau lyf sem þeir taka.
„Það er reynt að hugsa um fólkið
eins vel og hægt er, en það er
kannski ekki verið að grandskoða
aftur og aftur meðferðina, vegna
þess að það eru að koma nýir og
bráðveikir sjúklingar inn. Ég held
að það sé fyrst og fremst kerfið og
uppbygging þess sem veldur þessu.
Ég ræði þetta mikið við lækna og
þeim bregður svolítið við þegar þeir
sjá tölurnar yfir lyfjanotkun. Ef all-
ir eru vakandi fyrir þessu er hægt
að vinna gegn því. Menn þurfa að
vanda sig vel, þeir eru að fara með
almannafé og gagnsemi þarf að
ráða ríkjum, það er ekki endilega
besta lausnin að bæta við nýju lyfi.
Lyf eru mikið niðurgreidd af ríkinu
og læknirinn þarf að muna að hann
á ekki bara að ávísa lyfinu, heldur
líka muna að taka fólk af því þegar
lyfið er hætt að skila sínu,“ segir
Anna Birna.
fyllilega réttlætanlegt að hefja um-
ræðu um þetta og tel að það hafi
skort yfirsýn, að menn hafi ekki átt-
að sig á því að lyfjanotkunin sé
svona mikil. Hver sérfræðingur
sinnir sínum sjúklingi, en hefur
kannski ekki heildaryfirsýn yfir
lyfjanotkunina hjá íbúum hjúkr-
unarheimila.“
Anna Birna segir einnig að það
komi fyrir að fólk taki inn lyf árum
saman sem það þurfi ekki á að halda
og sem ekki geri gagn, einfaldlega
af því að það sé erfitt að taka fólk af
lyfjunum. „Það er hætt við að fólk
fái fráhvarfseinkenni, sem geta
sem
ekki pillu
yrt íbúana
eti fært
ýmsar
listum,
tar hlut-
við íbúana
verið
guferðir,
Birna.
agn
vakna
, því flest
r finnst
runarheimili en dregið hefur úr lyfjagjöf
kað og vellíðan
yfjagjöf
nina@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
gir mikla lyfjanotkun mjög gagnrýnisverða.
!! !" !! !"
01+
/0+
02,
!
+!
/!
6
6
#
6
) #
gildi 1. maí næstkomandi en þá á
fullgildingarferlinu í aðildarríkj-
unum að vera lokið.
Samkvæmt 128. gr. EES-
samningsins er aðildarríki ESB
skylt að gerast jafnframt aðili að
EES-samningnum. EES-
samningurinn sjálfur mælir ekki
beint fyrir um með hvaða skil-
málum ný ríki komi inn í EES-
samstarfið og því þarf að gera
sérstakan samning um það. Við-
ræður um stækkun
EES hófust í byrjun
janúar 2003 og af
hálfu íslenskra
stjórnvalda var lögð
megináhersla á að
stækkun Evrópusam-
bandsins og Evr-
ópska efnahagssvæð-
isins gerðist sam-
hliða. Í tengslum við
inngöngu nýju
ríkjanna í Evrópu-
sambandið þarf að
hafa í huga að Ísland
hafði áður gert frí-
verslunarsamninga
við þessi ríki og
tryggja varð að við-
skiptakjör okkar versnuðu ekki
við inngöngu þeirra í sambandið
því að við aðildina falla úr gildi
allir fríverslunarsamningar sem
áður höfðu verið gerðir tvíhliða
við önnur ríki. Viðskiptakjör okk-
ar við þessi ríki voru að sumu
leyti mun betri en gilda sam-
kvæmt EES-samningnum.
Samningurinn um stækkun
EES var gerður í Vaduz í
Lichtenstein 14. október 2003 en
svo sem kunnugt er tafðist undir-
ritun hans í tæpan mánuð vegna
ágreinings milli Liechtenstein
annars vegar og Slóvakíu og
Tékklands hins vegar um viður-
kenningu á fullveldi Liechten-
stein. Svo að samningurinn taki
gildi þurfa öll aðildar-
ríkin að fullgilda hann
og það þarf að gerast
fyrir 1. maí ef stækkun
ESB og EES á að geta
orðið á sama tíma. Þær
tafir sem urðu á undir-
ritun samningsins í
Vaduz eru því mjög
óheppilegar enda er
fullgildingarferli al-
þjóðasamninga í ein-
stökum ríkjum oft
mjög flókið og tímafrekt. Á þess-
ari stundu er ekki ljóst hvernig
brugðist verður við ef ekki næst
að fullgilda stækkunarsamning
EES í öllum aðildarríkjum sam-
bandsins fyrir 1. maí.
Frumvarp til laga um stækkun
Evrópska efnahagssvæðisins var
lagt fram á Alþingi fyrir jól og er
nú til meðferðar í utanríkismála-
nefnd Alþingis. Málið hefur verið
sent 50 félögum, samtökum og
stofnunum til umsagnar og munu
margir koma að málinu áður en
meðferð þess lýkur í nefndinni og
á Alþingi.
Eitt stórt atvinnusvæði
Við stækkun Evrópusambands-
ins úr 15 ríkjum í 25 ríki stækkar
atvinnusvæði Evrópska efnahags-
svæðisins gríðarlega. Eins og áð-
ur segir felur EES-samningurinn
í sér að til verður einn sameigin-
legur vinnumarkaður. Þorri nýrra
aðildarríkja tilheyrir hópi efna-
minni ríkja þótt verulegar efna-
hagslegar umbætur hafi orðið í
mörgum þeirra undanfarin ár.
Gera verður ráð fyrir að töluvert
rót komist á íbúa þeirra ríkja sem
eðlilega vilja leita að nýjum tæki-
færum í öðru landi innan EES-
svæðisins.
Í aðildarsamningi EES er gert
ráð fyrir að EES-ríkin geti gert
fyrirvara við frjálsa för launafólks
frá nýju aðildarríkjunum að Kýp-
ur og Möltu undanskilinni og
þannig tryggt sér aðlögunartíma í
allt að sjö ár frá gildistöku stækk-
unarsamningsins eða fram til árs-
ins 2011, að uppfylltum vissum
skilyrðum. Í fyrstu töldu aðilar
vinnumarkaðarins að Ísland þyrfti
ekki að fara fram á aðlögunartíma
gagnvart vinnumarkaðnum. Ís-
lensk stjórnvöld héldu þeim
möguleika hins vegar opnum með-
an á samningaferlinu stóð. Ríkis-
stjórnin tók nýlega ákvörðun um
að beita aðlögunartíma fyrstu tvö
árin eftir gildistöku stækkunar-
samninganna eða fram í maí 2006.
Afstaða Alþýðusambands Íslands
til málsins hafði breyst og taldi
það nú nauðsynlegt að takmarka
aðgengi launamanna frá nýju að-
ildarríkjunum að vinnumark-
aðnum. Samtök atvinnulífsins hafa
hins vegar ekki talið nauðsynlegt
að nýta aðlögunarákvæðið enda
hafi erlent starfsfólk gegnt veiga-
miklu hlutverki í íslensku efna-
hagslífi að undanförnu. Samtökin
lýsa sig þó ekki andsnúin ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar. Að tveimur
árum liðnum þarf svo að taka
ákvörðun um hvort farið verði
fram á aðlögunartíma fram-
lengdan í allt að þrjú ár til við-
bótar eða til ársins 2009. Eigi síð-
ar en árið 2011 verður einn
sameiginlegur vinnumarkaður á
öllu EES-svæðinu.
Svo virðist sem afstaða EES-
ríkja til opnunar vinnumarkaðar-
ins hafi að sumu leyti breyst eftir
því sem leið á samningaferlið og
nú virðast mörg ríki ætla að not-
færa sér tveggja ára aðlögunar-
tímann hið minnsta. Danmörk hef-
ur þó lýst því yfir að vinnumark-
aðurinn þar verði opinn frá fyrsta
degi en með hertu eftirliti. Ekki
er alveg ljóst hvað átt er við með
hertu eftirliti í þessu sambandi. Í
reynd gæti það falið í sér hálf-
gerðan aðlögunartíma án þess að
nokkuð verði um það fullyrt hér
enda fer það að sjálfsögðu eftir
því hversu strangt eftirlitið verð-
ur og hvernig formkröfum verður
fylgt eftir.
Hvert stefnum við?
Íslensk stjórnvöld hafa lengi
stutt við sjálfstæðisbaráttu og lýð-
ræðisþróun í öðrum ríkjum. Er
skemmst að minnast stuðnings Ís-
lands við sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna. Nú hafa þau
uppskorið laun erfiðis síns og eru
á leið inn í Evrópusambandið sem
að þeirra mati var sjálfsagt ein
besta leiðin til að tryggja efna-
hagslega framtíð þeirra. Hvort
það er rétt mat skal ósagt látið en
afstaða þeirra er fullkomlega
skiljanleg eftir áratuga undirokun
Sovétríkjanna.
Ísland býður ný aðildarríki
Evrópusambandsins velkomin til
samstarfs innan Evrópska efna-
hagssvæðisins. Hins vegar má
ekki gleyma að standa líka vörð
um okkar eigin hagsmuni. Hag-
kerfi okkar og vinnumarkaður er í
góðu jafnvægi sökum styrkrar
efnahagsstjórnar, öflugra og
framsækinna atvinnufyrirtækja
og vel menntaðs og hæfs vinnu-
afls. Hins vegar er íslenskt efna-
hagslíf viðkvæmt fyrir utanað-
komandi áhrifum. Við þurfum að
halda vöku okkar í Evrópusam-
starfinu og tryggja hagsmuni Ís-
lands í hvívetna. Að sjálfsögðu
leitast hin aðildarríkin einnig við
að tryggja eigin hagsmuni. Ís-
lensk stjórnvöld hafa stundum
verið gagnrýnd fyrir að taka lög-
gjöf frá Evrópusambandinu því
sem næst óbreytta upp í stað þess
að aðlaga hana íslenskum rétti
með því svigrúmi sem leyft er á
hverjum tíma. Við þurfum að
fylgja sannfæringu okkar og
stefnumiðum í þessum efnum og
vera ófeimin við að notfæra okkur
það svigrúm sem alþjóðasamn-
ingar veita okkur.
Samningurinn um Evr-ópska efnahagssvæðiðsem undiritaður var íÓportó 2. maí 1992 og tók
gildi hér á landi 1. janúar 1994
hefur reynst Íslandi ákaflega vel
þau 10 ár sem hann hefur gilt.
Meginmarkmið samningsins er,
sem kunnugt er, að mynda eins-
leitt evrópskt efna-
hagssvæði, grund-
vallað á sameigin-
legum reglum um öll
meginatriði viðskipta
og samkeppni.
Samningurinn veitir
Íslandi aðgang að
innri markaði Evr-
ópusambandsins án
þess að það þurfi að
gerast fullgildur aðili
að sambandinu með
þeim réttindum og
skyldum sem slíkri
aðild fylgja óhjá-
kvæmilega. Innri
markaður Evrópu-
sambandsins felur í
megindráttum í sér frjáls viðskipti
með vörur og þjónustu, frjálst
flæði fjármagns, sameiginlegan
vinnumarkað, sameiginlegar sam-
keppnisreglur og sérstakar reglur
um ríkisaðstoð. Þegar samning-
urinn var gerður endurspeglaði
hann í raun kjarnann í stofnsátt-
mála Evrópubandalagsins frá
1957 (Rómarsamningnum), þar
sem reynt var að tryggja eins og
kostur var samræmi milli samn-
inganna á tilteknum sviðum.
Evrópusamruninn
Á þeim 10 árum sem liðin eru
frá gildistöku EES-samningsins
hefur mikið vatn runnið til sjávar
í Evrópu. Evrópusambandið hefur
stefnt að stöðugt meiri samruna
ríkjanna og aukinni samvinnu á æ
fleiri sviðum. Undanfarin missiri
hefur Evrópusambandið svo varið
miklum tíma, mannafla og fjár-
munum í að móta stjórnarskrá
fyrir Evrópusambandið. Svo virð-
ist sem Evrópusambandið stefni
með þessu inn í eins konar
„Bandaríki Evrópu“. Eins og
flestum er kunnugt um hafa þær
viðræður nú siglt í strand og er
óvíst um framhald málsins enda
er ekki eining með ríkjum sam-
bandsins um innihald stjórnar-
skrárinnar. Þrátt fyrir allar þess-
ar hræringar er
EES-samningurinn í fullu gildi og
veitir okkur áfram aðgang að
mikilvægasta hluta Evrópusam-
vinnunnar, fjórfrelsinu, þ.e. frjáls-
um viðskiptum með vörur og þjón-
ustu, fjármagnsflutningum og
sameiginlegum vinnumarkaði auk
sameiginlegs samkeppnis-svæðis.
Stækkun EES-svæðisins
Frá stofnun hefur bandalagið
gengið í gegnum nokkur stækk-
unarferli. Í upphafi var það sam-
band sex ríkja en þau voru orðin
fimmtán talsins árið 1995. Hinn
16. apríl 2003 var svo undirritaður
samningur í Aþenu um umfangs-
mestu stækkun Evrópusambands-
ins frá upphafi, nú með aðild lýð-
veldanna Tékklands, Eistlands,
Kýpur, Lettlands, Litháens, Ung-
verjalands, Möltu, Póllands, Slóv-
eníu og Slóvakíu. Stækkun
Evrópusambandsins mun taka
EES-samningurinn
og stækkunarferlið
Eftir Sólveigu
Pétursdóttur
Höfundur er formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis.
’ Ísland býður ný aðildarríkiEvrópusambandsins velkom-
in til samstarfs innan Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Hins vegar má ekki gleyma
að standa líka vörð um okkar
eigin hagsmuni. ‘
Sólveig Pétursdóttir
kom mörgum á óvart þegar einn
frambjóðendanna, Írína Khaka-
mada, fór að haga sér eins og
alvörupólitíkus. Býður hún sig fram
í trássi við sinn eigin flokk, Banda-
lag hægrimanna, og vakti það raun-
ar strax grunsemdir um, að hún
væri líka á snærum Pútíns. Neitaði
hún því harðlega og fylgdi því eftir
með harkalegri gagnrýni á Pútín og
lögregluna fyrir aðfarirnar í gísla-
tökunni í Moskvu í október 2002.
Kostuðu þær 130 gísla lífið auk tét-
sensku hryðjuverkamannanna.
Khakamda hefur einnig krafist
opinberrar rannsóknar á fyrri
hryðjuverkum í Rússlandi en þau
áttu sinn þátt í sigri Pútíns 1999.
Eins-flokks-kerfi
Grígorí Javlínskí, leiðtogi hins
frjálslynda Jabloko-flokks, segir,
að allt húllumhæið í kringum kosn-
ingarnar sé bara til að fela þá stað-
reynd, að það sé ekki lengur um
neinar kosningar að ræða í Rúss-
landi. „Á síðustu fjórum árum hefur
Pútín eyðilagt alla sjálfstæða þætti
samfélagsins,“ sagði hann sama
daginn og Sameinað Rússland,
flokkur Pútíns og sigurvegarinn í
síðustu þingkosningum, tók sér for-
mennsku í hverri einustu nefnd á
þingi. „Þetta er ekkert annað en
eins-flokks-kerfi,“ sagði Javlínskí.
Heimild: Newsweek.
fyrir því, að vinir hans vilja gera
honum greiða með því að bjóða sig
fram gegn honum.
Kommúnistum hefur oft vegnað
vel í forsetakosningum á síðustu ár-
um en að þessu sinni ætla þeir ekki
að bjóða sjálfir fram, heldur að
styðja frambjóðanda eins stuðn-
ingsflokka sinna. Tveir helstu
flokkar frjálslyndra ætla hins vegar
að hunsa kosningarnar alveg.
Í framboði en kýs sjálfur Pútín
Fyrir flestum keppinauta Pútín
virðist ekki vaka neitt annað með
framboðinu en að koma sér í mjúk-
inn hjá honum. Má nefna sem dæmi
um það þjóðernisöfgamanninn Vla-
dímír Zhírínovskí, einn fyrrverandi
seðlabankastjóra, „Hr. Verðbólgu“
eins og hann er kallaður, og Sergei
Glazyev. Hann er fyrrverandi
kommúnisti en nú frammámaður í
hinum þjóðernissinnaða Föður-
landsflokki. Flokkurinn styður Pút-
ín á þingi og það, sem af er kosn-
ingabaráttunni, hefur Glazyev ekki
gert annað en að koma sér undan
spurningum um muninn á stefnu
sinni og Pútíns. Sergei Mironov,
vinur Pútíns frá Sankti Pétursborg,
segir hins vegar hreint út, að með
framboði sínu sé hann að styðja for-
setann enda muni hann sjálfur
greiða honum sitt atkvæði.
Ýmislegt getur þó gerst og það
mars
líkar því,
u. Hefur
síðan í
ber en þá
Pútín,
nokkrir
regið sig í
ir óttast,
einn í
semdum
æðislega
stæðan
Reuters
ps-