Morgunblaðið - 08.02.2004, Side 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„Alvöru ævintýrabók“
edda.is
„Allt verður ljóslifandi
og skemmtilegt og frum-
leikinn hoppar um á
hverri síðu.“
- Kristín Heiða Kristinsdóttir,
MBL
Best myndskreytta bókin
að mati barna
Valið á sýningunni Þetta vilja
börnin sjá í Gerðubergi
Guðjón Ketilsson myndskreytti
„ÞAÐ er ófært að segja má allt frá Norðurárdal í Borg-
arfirði, norður um og austur á land og suður með land-
inu, allt til Víkur.“ Þannig lýsti starfsmaður hjá Vega-
gerðinni færðinni á þjóðvegum landsins í gærmorgun.
Hjá Vegagerðinni minnast menn ekki jafn mikillar
ófærðar svo víða á landinu á sama tíma í mörg ár.
Sæmileg færð var hins vegar um Snæfellsnes, á Suð-
urnesjum og austur í Árnes- og Rangárvallasýslu en
skafrenningur á öllu þessu svæði. Illviðri var víða um
landið fram eftir laugardegi og biðu starfsmenn Vega-
gerðarinnar færis að veður lægði svo hægt yrði að
senda snjómoksturstæki til að opna helstu þjóðvegi.
Svona leit kort Veðurstofunnar yfir færð á landinu út fyrir hádegi í gær. Kolófært var víða um land.
Ófært allt frá Norðurárdal
til Víkur í Mýrdal
„VISTIN hefur verið ágæt. Það var
dansað fram eftir nóttu en svo fór raf-
magnið þannig að menn voru bara við
kertaljós að hafa það rólegt og bíða, fá
sér kaffi og borða þorramat,“ sagði
Sigurbjörn Snæþórsson, bóndi í Gils-
árteigi, í samtali við Morgunblaðið í
gærmorgun þar sem um hundrað
manns voru veðurtepptir í Félags-
heimilinu Hjaltalundi á þorrablóti í
Eiða- og Hjaltastaðaþinghá á Austur-
Héraði aðfaranótt laugardags.
Sigurbjörn segir að stórhríðin hafi
skollið á rétt fyrir þrjú, einhverjir hafi
verið farnir heim áður en það var. En
björgunarsveitir vissu einmitt um 20
manns sem sátu fastir í bílum á leið
frá blótsstað og óttuðust um að svo
gæti verið ástatt um fleiri.
Sigurbjörn segir ekkert annað að
gera en að bíða þess að veður lægi.
„Það er verst að það eru nokkrir kúa-
bændur hérna. Þeir eru orðnir óþol-
inmóðir að fara að komast heim.“ Að-
spurðir hvort einhverjir heima á
bæjunum geti mjólkað skepnurnar
segir Sigurbjörn að þannig sé ástatt
heima hjá honum á Gilsárteigi. „En
hann kemst ekkert út í fjós það er svo
vitlaust veður. Jæja, núna sló raf-
magninu aftur inn,“ sagði Sigurbjörn
og beið þess að veðrinu slotaði.
Hundrað
manns veð-
urtepptir á
þorrablóti
FÁMENNT var í miðborg Reykja-
víkur í fyrrinótt og lítið að gera hjá
lögreglu.
Fólk hljóp á milli öldurhúsa í fimb-
ulkuldanum og stoppaði lítið við
samkvæmt lýsingu lögreglunnar en
eitthvað var þó um minni háttar
pústra á milli manna.
Fáir á ferli í
fimbulkulda
BJÖRGUNARSVEITARMENN á
Höfn fóru til aðstoðar manni sem sat
fastur í bíl sínum í ófærð og óveðri á
Skeiðarársandi aðfaranótt laugar-
dags. Fóru björgunarmenn á bíl frá
Freysnesi og sóttu manninn. Var
hann ágætlega á sig kominn skv.
upplýsingum lögreglu.
Björguðu
manni á Skeið-
arársandi
TVEIR piltar sem sátu fastir í ófærð
og stórhríð á Fljótsheiði óskuðu að-
stoðar björgunarsveitar kl. 22 á
föstudagskvöldið, skv. upplýsingum
lögreglunnar á Húsavík. Voru tvær
björgunarsveitir kallaðar út til leitar
og fundust piltarnir kl. fimm um
nóttina.
Hafði þeim þá tekist að brjótast á
bílnum langleiðina niður af heiðinni.
Leituðu
tveggja pilta
á Fljótsheiði
FJÖRUTÍU og níu starfsmenn
við Kárahnjúka sátu fastir í
vinnuvélum og vinnuskúrum
aðfaranótt laugardags og biðu
af sér veðrið. „Þetta er búin að
vera löng nótt hjá okkur. Við
áttum reyndar von á óveðrinu
og vorum búin að gefa út við-
vörun og óska eftir því að fólk
kæmi sér í húsaskjól tím-
anlega, en óveður koma mönn-
um að óvörum, jafnvel uppi í
Kárahnjúkum,“ segir Leó Sig-
urðsson, öryggisstjóri Impr-
egilo.
„Menn voru að yfirgefa sín
vinnusvæði á leiðinni í hús
þegar óveðrið skall á með
miklum krafti.“
Leó segir að mennirnir hafi
fest örfáa kílómetra frá vinnu-
búðunum í Kárahnjúkum.
Þegar Morgunblaðið talaði
við Leó á ellefta tímanum í
gærmorgun var verið að
senda stórvirka vinnuvél að
sækja mennina og vonaðist
hann til þess að megnið af
mönnunum, eða 44 þeirra
kæmust þannig í hús á innan
við klukkutíma.
Fjölmargir Portúgalar
vinna á Kárahnjúkum sem eru
fæstir vanir stórhríð á borð
við þá sem gekk yfir landið.
„Þeir eru nú bara mjög bratt-
ir, enda margir hverjir orðnir
vanir þessu [...] en auðvitað
leggst þetta mismunandi í
menn,“ segir Leó.
49 sátu
fastir í
vinnuvélum
og skúrum
„ÞAÐ er mjög erfitt ástand hérna
núna. Við erum með allmarga í neyð.
Við vitum um yfir 20 manns sem sitja
fastir í bílum, en óttumst að það séu
fleiri. Það er verið að reyna að finna
upplýsingar um það,“ sagði Baldur
Pálsson, slökkviliðsstjóri á Egils-
stöðum sem stjórnaði aðgerðum, við
Morgunblaðið í gærmorgun. Þetta
fólk var allt, að einum manni und-
anskildum, að koma af þorrablóti í
Hjaltalundi þegar það festist. Sagði
Baldur að björgunarsveitir hefðu vit-
að af fleiri bílum sem fóru af þorra-
blótinu en höfðu ekki skilað sér. „Við
erum núna að undirbúa alvöru leið-
angur á tveimur snjóbílum og öllum
öflugustu tækjum sem völ er á á
svæðið, á þennan veg sem liggur að
þorrablótsstaðnum,“ segir Baldur.
Þá var vitað um þó nokkurn fjölda
manna sem sátu fastir á Kára-
hnjúkasvæðinu sem hafði setið fast
frá því á föstudag. „Það er fólk í bíl-
um og þungavinnuvélum. Það er ger-
samlega ófært og allt útlit fyrir að
það verði áfram,“ sagði Baldur.
Björgunarsveitarmenn stóðu í
ströngu alla aðfaranótt laugardags-
ins. „Við erum búnir að vera að í alla
nótt og við höfum getað leyst nokkuð
mörg verkefni. Það eru stanslausar
beiðnir, við erum búin að vera hér í
allmiklu verkefni varðandi hitaveit-
una, til að tryggja öryggi hennar. Því
er lokið og við erum búin að aðstoða
fólk hér sem lenti í því að það fuku
upp hurðir og gluggar. Við höfum
sótt fólk út og suður við mjög erfiðar
aðstæður. Hér var vindhraðinn 27
metrar á sekúndu á klukkutíma-
kafla, það dúraði ekki en það er að-
eins að lagast,“ sagði Baldur þegar
Morgunblaðið náði tali af honum á tí-
unda tímanum í gærmorgun.
Björgunarsveitir stóðu í ströngu við að bjarga fólki í neyð
Tugir manna sátu fastir í
bílum og óttast um fleiri
Morgunblaðið/Steinunn
Allt var á kafi í snjó á Egilsstöðum í gærmorgun og flestir héldu sig innan dyra.
♦♦♦