Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Uss, ég vil ekki sjá að koma í afmælið úr því að ég fæ ekki að blása á kertin. Breytingar í hafinu Búsvæðin geta breyst mikið Það eru árstíðir í haf-inu og auk þess eruloftslagsbreytingar farnar að láta á sér kræla. Breytingar í undirdjúpun- um koma ekki síður fram en á þurru landi og koma stundum jafnvel fyrr fram. Það er hægt að spyrja fræðimenn út í þá sálma, en það er líka hægt að leita annarra vinkla og ræða um þá við náttúrubörn sem hafa alið allan sinn aldur í samneyti við nátt- úruna. Eitt slíkt er Arthur Bogason smábátasjó- maður og formaður Landssambands smábáta- eigenda. Hvað er í gangi, Arthur? „Ja, það bendir nú flest til þess að ástandið sé nokkuð eðlilegt, það eru að minnsta kosti teikn á lofti um að það sé talsvert af fiski í sjónum og gaman væri ef oftar væri farið eft- ir brjóstviti en reglustikum þegar svoleiðis er metið. Hvort menn fá að veiða þennan fisk og hvort þeir fá gott verð fyrir hann er svo allt annað mál.“ Hafró hefur sagt okkur að sjór- inn sé stöðugt að hlýna við strend- ur landsins ... „Já, það er útlit fyrir að við séum að sigla inn í hlýskeið, hvort sem það verður til góðs eða ills, nema hvort tveggja sé.“ Kemur hlýnandi sjór að ein- hverju leyti niður á aflabrögðum? „Veiðar geta orðið snúnari, á því er ekki vafi. Fiskur á það til að verða dreifðari. Þetta segja mér karlar, t.d. í Grímsey. Þeir hafa tekið eftir því að þorskurinn dreif- ir sér meira og það er erfiðara við hann að eiga. Á hinn bóginn hefur ýsan numið land fyrir norðan. Hún var náttúrlega vel þekkt á þeim slóðum, en hefur fjölgað mjög, einnig austur af landinu. Það er til marks um að þessi hlýrri sjór er að gera búsvæðin öllu líflegri. Annað dæmi sem ég get nefnt er sú ólýsanlega furða, að tveir gamlir karlar sem gera út trillur sínar frá Grenivík fengu sinn skötuselinn hvor síðasta haust. Það er í sjálfu sér frétta- efni, þeir eru báðir gamalreyndar kempur til sjós og hafa ekki séð þessa fisktegund á sínum slóðum áður. Það segir sig sjálft að þar sem gráðurnar eru ekki margar þá getur ein gráða verið gífurlega mikilvæg, hvort heldur hún er hærri eða lægri. Ein gráða, hvað þá örfáar geta samkvæmt þessu stækkað búsvæði um þúsundir ferkílómetra. Mér finnst að það mætti alveg taka svoleiðis með í reikninginn í fiskveiðistjórnun, en til þessa hefur það ekki verið gert.“ Er ekkert neikvætt við hlýnun sjávar hér við land? „Nú get ég ekki slegið neinu föstu, en breytingar eru ekki endilega alltaf af hinu góða sem kunnugt er. Eitt sem ég heyri menn þó velta fyrir sér varðar loðnuna. Að hún sé kaldsjávarfiskur og ef búsvæði hennar færð- ust til vegna hitastigs- breytinga þá gætu af- leiðingarnar orðið ófyrirsjáanlegar. Það er a.m.k. hægt að ímynda sér að öllum þeim botnfiski sem byggir máltíðir sín- ar á henni myndi ekki líka það ef hún færði sig á nýjar slóðir.“ Þá gæti ástandið orðið svart eða hvað? „Jú jú, í fljótu bragði gæti mað- ur ætlað það, en það er nú samt mín skoðun að náttúran sé með flesta eða alla hluti dekkaða. Ef við lítum t.d. til Nýfundnalands, þá hefur þorskstofninn langt í frá náð sér eins vel á strik við frið- unaraðgerðir og vonir manna stóðu til. Eigi að síður eru útflutn- ingsverðmæti þeirra á sjávaraf- urðum aldrei meiri. Náttúran sjálf fyllti skarðið sem þorskur- innskildi eftir sig.“ Um hvað ertu að tala? „Ég er að tala um að í skjóli þorskveiða uxu og döfnuðu ýmis dýr sem fengu að vera í friði vegna áhuga veiðimanna á þorski. Menn fóru að veiða ýmiss konar krabbategundir í gildrur, rækju og fleira. Þetta skilaði svo góðum hagnaði að höggið af þorskveiði- banninu varð lítið eða ekkert.“ Er þetta eitthvað sem Íslend- ingar gætu hugað að ef breyting- ar í hafinu kipptu fótunum undan einhverjum nytjategundum? „Auðvitað yrði að skoða það. Hér við land eru ýmsar tegundir af ó- eða lítt nýttum tegundum, t.d. kröbbum, kuðungum og fleira. Þá er það undrunarefni að hum- arveiðar skuli ekki fyrir löngu vera byrjaðar hér við land með gildrum eins og öllum öðrum humarveiðiþjóðum gengur best að veiða það dýr og hafa enn betri hemil á stofnstærð en með troll- inu sem við erum fastir í. Það var örlítil frétt einhvers staðar fyrir tveimur árum um að humarveiði- menn á austurströnd Bandaríkjanna og Kan- ada hefðu verið með metár, það besta í 150 ár sem segir þá sögu að stýringin er afar skyn- samleg. Enda eru þetta menn sem hafa ekki áhuga á kvóta- kerfi.“ Er komið vor í hafinu? „Já, mér sýnist það, 2–3 vikum á undan áætlun. Það sést á því að spurst hefur til karla sem hafa veitt þónokkuð þroskaðar grá- sleppur. Það er býsna gott hljóð í körlunum, víða fiskur og allt mjög heilbrigt að því er virðist.“ Arthur Bogason  Arthur Bogason er fæddur á Akureyri 21. ágúst 1955. Snemma fór hann til sjós og hef- ur verið viðloðandi hafið bláa hafið allar götur síðan, fyrst nyrðra, síðan í Vestmannaeyjum og loks við Faxaflóa. Hann stofn- aði Landsamband smábátaeig- enda í desember 1985 og hefur verið formaður síðan. Er einnig formaður Félags strandveiði- manna í Norður-Atlantshafi, FFAW, og í stjórn Alþjóða- samtaka strandveiðimanna, WFF. Eiginkona er Dagný Elsa Einarsdóttir, hómópati og for- maður Fagfélags hómópata, og eiga þau saman dótturina Dag- björtu, 3½ árs, en fyrir átti Dagný þrjá syni. Í skjóli þorsk- veiða döfn- uðu ýmis dýr ÍSLENSK samgönguyfirvöld geta ekki boðið lággjaldaflugfélaginu Ryanair upp á niðurfellingu flug- vallarskatta vegna notkunar á Keflavíkurflugvelli utan annatíma gegn því að flugfélagið fljúgi með 250–300.000 farþega á ári til lands- ins. Þetta er niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar Íslands, „Flug- og ferðaþjónusta á Íslandi: Um- fjöllun í tilefni af beiðni Ryanair um lækkun gjalda á Keflavíkur- flugvelli,“ sem unnin var fyrir vinnuhóp samgönguráðherra. Í tilboði sem Ryanair gerði ís- lenskum stjórnvöldum er mælst til þess að flugvallarskattur og örygg- isgjöld verði felld niður til þess að örva umferð um völlinn utan há- annatíma, flugvallargjöld verði í samræmi við þá staðreynd að lend- ingar Ryanair eru utan megin- annatíma flugstöðvarinnar og sam- ið verði sérstaklega um gjöld fyrir meðhöndlun farangurs. Á móti lof- aði Ryanair að fjölga farþegum til Íslands um 250–300.000, að kynna Ísland fyrir einn milljarð króna á ári og veita Íslendingum aðgang að Evrópu á fargjöldum sem kosta frá 5000 íslenskum krónum. Samrýmist ekki jafnræði í viðskiptum Mat skýrsluhöfunda er að ekki sé hægt að taka óskir og loforð Ryanair sem samning af neinu tagi, enda felist engin sérákvæði í loforðum félagsins heldur sé aðeins um að ræða hluti sem verði að telj- ast eðlilegar afleiðingar af því að félagið hefji flug til Íslands. Í skýrslunni segir meðal annars: „Jafnvel þó tilboð Ryanair inni- héldi einhver sérákvæði leikur vafi á því hvort íslensk stjórnvöld ættu að gera slíkan samning. ... Fátt bendir til þess að íslensk stjórn- völd þurfi að grípa til sömu bjarg- ráða, ... og mörg jaðarhéruð Evr- ópu hafa gert til þess að laða til sín ferðamenn. Ennfremur getur það ekki samrýmst jafnræði í viðskipt- um né eðlilegri samkeppni að veita Ryanair meiri afslátt en öðrum flugfélögum sem venja komur sín- ar hingað eða eru staðsett hérlend- is.“ Þá segir að notendagjöld af flugfarþegum séu tiltölulega lág á Keflavíkurflugvelli miðað við marga viðkomustaði flugfélagsins Icelandair. Skýrsluhöfundar segja einnig að þegar litið sé til framtíðar sé aðal- viðfangsefni stjórnvalda ekki að fjölga ferðamönnum, „heldur að tryggja hámarksafrakstur í grein- inni og jafna álagið á land og þjóð“. Skýrsluhöfundar segja að varlega verði að stíga til jarðar þegar þjóð- hagslegur ábati sé metinn vegna atvinnusköpunar og auknar gjald- eyristekjur í kjölfar aukinnar ferðaþjónustu. Mismunur á ríki- dæmi þjóða velti ekki á fjölda starfa heldur framleiðni þeirra. Ferðaþjónustan hafi þó skapað mörg dýrmæt atvinnutækifæri sem séu þjóðhagslega ábatasöm fyrir ófaglært fólk, til dæmis þar sem ferðaþjónustan hafi komið í stað atvinnumöguleika sem lagst hafi af á síðustu árum auk þess sem árs- tíðarsveiflur í ferðaþjónustu falli vel að sumarleyfum í skólakerfinu. Þá meta skýrsluhöfundar mál svo að íslensk stjórnvöld ættu að fylgja ákveðnu hlutleysi gagnvart ferðaþjónustunni og leyfa greininni að byggjast að frumkvæði og á for- sendum einkageirans. Nýlegur dómur rennir stoðum undir skýrsluna Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun, sagði nýlegan dóm, þar sem Ryanair var gert að endurgreiða niðurgreiðslur vegna notkunar á flugvellinum í Charler- oi í Belgíu, í raun renna frekari stoðum undir niðurstöður skýrsl- unnar. „Það er ómögulegt að mis- muna félögum á þennan hátt,“ seg- ir Ásgeir, en bendir á að alls ekki sé úti úr myndinni að lækka flug- vallarskatta og minnka gjöld utan háannatíma fyrir öll flugfélög. Það sé í raun frekar raunhæft þegar lit- ið er á notkun vallarins yfir daginn þar sem sjá má tvo toppa í notkun og löng bil af mjög lítilli notkun á milli þeirra. „Þá væri mögulegt að stýra álaginu betur á flugvellinum. Hægt væri að taka allt að fimm milljónir farþega í gegn á ári ef álagið væri jafnað, en í dag er flug- stöðin full tvisvar á dag og tómleg þar á milli,“ segir Ásgeir. Skýrsla Hagfræðistofnunar fyrir samgönguráðuneytið Ekki hægt að mis- muna flugfélögum Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.