Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 11
því ekki vandamál. Ég held líka að
við sameiningu stórs kjarna og minni
sveitarfélaga þá sé stóri kjarninn
fremur að leggja til í því verki heldur
en hitt.“
Þegar stöðu Akureyrar ber á
góma segir Kristján:
„Því hefur stundum verið haldið
fram, þegar rætt er um sveitar-
stjórnarmálin, að Akureyri vilji ekki
telja sig til landsbyggðar. Sérstak-
lega bar á því þegar við fórum í
markaðsátakið Akureyri – öll lífsins
gæði fyrir þremur árum. Að við vær-
um að skapa okkur þá sérstöðu að
eiga ekki samleið með öðrum sveit-
arfélögum á landsbyggðinni.
Engin tvö sveitarfélög eru eins og
ég hef sagt að sveitarfélög á þessari
svokölluðu landsbyggð, hvort heldur
hún er á höfuðborgarsvæðinu, aust-
ur á fjörðum eða vestur á fjörðum,
eru í dag mjög ólíkrar gerðar. Það er
ekkert samasemmerki á milli sam-
félagsins á Ísafirði og á Raufarhöfn,
Akureyri og Egilsstöðum, Hafnar-
firði eða Höfn í Hornafirði. Ég mót-
mæli því að dregið sé strik við Faxa-
flóa og sagt að utan þess sé
„landsbyggð“ þar sem öll sveitar-
félög séu einsleit. Sérstaða Akureyr-
ar í flóru sveitarfélaga landsins er
mjög mikil og á það höfum við lagt
áherslu. En það þýðir ekki að Ak-
ureyri og Akureyringar samsami sig
ekki með íbúum hér í grenndinni; við
þurfum á okkar baklandi að halda og
bakland Akureyrar er allt Norður-
land og svæðið austur á firði. Íbúar
þar hafa stutt Akureyringa á margan
hátt til góðra verka, þó að ekki væri
nema með því að sækja hingað versl-
un og þjónustu, og það ber að virða.
Þar af leiðandi reynum við fremur að
standa með þessu svæði.
Og það að treysta Akureyri þýðir í
rauninni betri búsetuskilyrði út fyrir
mörk bæjarins. Það er hins vegar oft
erfitt fyrir þá sem standa utan við
þetta að horfa þannig á málið en það
verður bara að hafa það. Við tökum
þann slag þegar hann þarf að taka.“
Sjávarútvegur verði látinn í friði
Þegar talið berst aftur að atvinnu-
málum segist Kristján telja furðu-
legt að umræða um byggðamál sé
alltaf tengd umræðu um sjávarút-
vegsmál. „Það er argasta bull að
sjávarútvegur eigi að vera atvinnu-
grein sem bjargi sveitarfélögum ut-
an Faxaflóa. Það er reyndar voða-
lega auðseljanlegt af stjórnmála-
mönnum, sem vilja fara inn á þá
braut. En staðan er einfaldlega sú að
sjávarútvegurinn innan íslensku
landhelginnar byggist á því, og þarf
að una því, að sóknin í auðlindina er
háð takmörkunum. Til þess að stýra
þeirri takmörkuðu sókn hafa menn
sett upp kerfi sem kallað er kvóta-
kerfi og fram til þessa hefur ekki
komið fram nein betri aðferð til að
stýra sókninni í stofninn. Ég bíð
þeirrar stundar að umræða um sjáv-
arútveg verði með sama hætti og um
annan atvinnurekstur; að hann fái að
vera í friði. Að það sama gildi um
sjávarútveg og um iðnað eða verslun.
Að hann fái að þróast og vinna á sín-
um eigin forsendum en verði ekki lit-
ið á hann sem eitthvert olnbogabarn
eða – í hina áttina litið – eitthvert
allsherjar bjargráð; að hægt sé að
lækna öll mein með því að krukka í
þennan eina atvinnuveg.“
Þess vegna, segir Kristján og snýr
sér að sölunni á Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa fyrir skömmu, „fannst
mér skjóta dálítið skökku við þegar
reynt var að gera úlfalda úr þeirri
mýflugu að sjávarútvegsfyrirtæki
gekk kaupum og sölum. Þetta var
fjórða salan á ÚA á tiltölulega
skömmum tíma þannig að menn eru
orðnir nokkuð vanir því að fyrirtækið
skipti um eigendur. Enda var það
minnsta málið.“
Hann segir að því hafi ranglega
verið haldið fram að hann væri á móti
því að eigendur Tjalds eignuðust
ÚA. „Ég hef frá fyrstu stundu fagn-
að komu þeirra; að menn sem hafa
vit á útgerð og fiskvinnslu eigi þetta
fyrirtæki. Það er miklu líklegra til
farsældar fyrir atvinnureksturinn að
þar séu menn sem hafa eitthvert vit á
því sem þeir eru að sýsla með heldur
en einhverjir sem eru að kaupa sig
nýir inn í þessa atvinnugrein og hafa
ekki einu sinni hvolpavit á því sem
þeir hafa á milli handanna.
Ég hef ekki þá afstöðu að sjávar-
útvegur eigi að vera hluti af félags-
málakerfi þjóðarinnar. Það er af-
skaplega óeðlilegt að gera kröfur til
þess að t.d. ÚA sé rekið á Akureyri ef
enginn raunverulegur grunnur er
fyrir hendi til þess. Í ÚA er ekki rek-
in atvinnubótavinna heldur er þar
um að ræða afspyrnugott fyrirtæki
sem byggir á þeirri kunnáttu og
færni sem fyrir hendi er hér á Ak-
ureyri, en ekki annars staðar á land-
inu. Tjaldsfeðgar þekkja og kunna að
nýta sér þennan auð og eru því lík-
legri en margir aðrir til þess að reka
áfram á þessum grunni öflugt fyr-
irtæki.
Stóra málið varðandi ÚA, og það
sem ég gagnrýndi, var hvernig fyr-
irtækið var selt; hver seldi og undir
hvaða skilmálum. Gagnrýni mín
beindist fyrst og fremst að viðskipta-
bankanum, Landsbanka Íslands.“
Kristján segir mjög umhugsunar-
vert hvernig viðskiptabankarnir hafi
undanfarin misseri aukið tök sín í at-
vinnulífi landsmanna. „Ég get tekið
dæmi af hvítakjötsmarkaðnum. Bún-
aðarbankinn fór á fullu inn í þann
markað og allir þekkja hvernig stað-
an er þar. Atvinnugreinin er í bull-
andi vandræðum þó svo bankinn hafi
farið inn, eða kannski vegna þess.
Það er einnig rétt að menn íhugi
hverjir leiddu það verk og hvar þeir
eru við störf í dag.
Við skulum svo skoða hvaða stöðu
Landsbankinn er að taka núna í sjáv-
arútvegi og hvernig verðmætin, inn-
an gæsalappa, verða til í sambandi
við þær sölur. Þóknanir koma fyrir
söluna til þess sem hana annast, at-
vinnureksturinn er ekki lengur fjár-
magnaður að stærstum hluta með
eigin fé einstaklinga eða fyrirtækja
sem bíða þolinmóð eftir sínum arði af
fjárfestingunni og geta unað því að
það komi „léleg“ ár í rekstrinum.
Fjármögnun frá banka þýðir að
sjálfsögðu það að hann krefur þig um
vexti sama hvort þér gengur vel eða
illa.“
Sitja kringum borðið
„Þegar horft er á heildarmyndina
þá hefja eigendur bankans þessi við-
skipti í atvinnulífinu, sitja svo allan
hringinn í kringum borðið og enda á
því að óska sjálfum sér til hamingju
með góða sölu! Þetta er orðið mjög
einkennilegt og ég hef gagnrýnt að
fjármálastofnanirnar séu í rauninni
að taka til sín fjármuni út úr atvinnu-
rekstri í landinu með þessum hætti. Í
tilfelli ÚA er svo verið að færa þetta
fjármagn út af því atvinnusvæði sem
bjó þetta til.
Í dag ráða tiltölulega fáar fjár-
málastofnanir gríðarlega miklu í
efnahagslífi landsins, sem er smátt á
heimsvísu, og ég er skrambi hrædd-
ur um að það myndi heyrast hljóð úr
horni í íslensku samfélagi yfirleitt ef
það fer að sverfa að og þessar fjár-
málalstofnanir fara að einbeita sér
að því að flytja arðinn af atvinnu-
starfsemi í landinu til útlanda til þess
að stuðla að eigin vexti þar. Í litlum
efnahagskerfum fjárfesta menn ekki
endilega þar sem arðurinn þeirra
verður til heldur flytja hann annað
og draga þannig úr vexti þess um-
hverfis sem þeir upphaflega unnu í.
Það er þetta sem ég set spurning-
armerki við hvort samfélagið Ísland,
þessi 300 þúsund manna þjóð, þoli til
lengdar. Ég efast um að hún geri
það. Við erum farin að haga okkur í
þessum efnum eins og milljónaþjóð
og virðum ekki þær leikreglur sem
hafa verið í gildi; hinar „samfélags-
legu skyldur“ atvinnurekstrarins,
sem eru þær að hann láti samfélagið
sitt gróa. Virðing fyrir þessum
skyldum er á algjöru undanhaldi af
ráðandi öflum á peningamarkaði í
dag. Og ég held að mórallinn í sam-
félaginu sé ekki þannig að almenn-
ingur þoli þetta ráðslag.“
Hvað er til ráða?
„Því er erfitt að svara. Menn hafa
talað um lagasetningar og þvíumlíkt.
Ég er ekki hrifinn af slíku, það er
miklu nær að ætla að þeir einstak-
lingar sem starfa í viðskiptalífinu
hafi gott siðferði og vinni ekki ein-
göngu með persónuleg gróða- og
valdasjónarmið að leiðarljósi. Það
eru fyrir hendi ágætar og ítarlegar
reglur á flestum sviðum viðskipta-
lífsins hér á landi. Fremur en að
setja ný lög vildi ég sjá að núverandi
eftirlit yrði styrkt og sömuleiðis al-
menn siðferðisvitund athafnamanna
og starfsmanna viðskiptalífsins.
En ef það mat mitt er hins vegar
rétt, að almenningi sé ofboðið, spái
ég því að það styttist í að stjórnmála-
menn muni neyðast til þess að setja
um þetta einhverja löggjöf.“
Viðhorfið er það, segir hann, „að
almenningur óskar þess frekast að
það samfélag sem gerir atvinnu-
rekstri fært að vaxa njóti góðs af
verkum sínum. Að lífvænleg fyrir-
tæki séu ekki höggvin niður við rót
og arðurinn af þeim fluttur eitthvað
allt annað.“
Ertu að gefa í skyn að frekar hefði
átt að selja heimamönnum, t.d. þegar
ÚA var selt?
„Nei, alls ekki. „Heimamenn“ eru í
mínum huga þeir sem vilja reka fyr-
irtæki þar sem það er. Ég geri engar
athugasemdir við það hver á ÚA eða
eitthvert annað fyrirtæki hér í bæn-
um. Ég vil bara að atvinnureksturinn
í bænum skili eigendum sínum arði
og að sá arður nýtist til áframhald-
andi uppbyggingar samfélagsins.
Það er það sem ég sé ekki Lands-
bankann gera í þessu tilfelli því hann
flytur arðinn hreinlega í burtu. Með
sama hætti og hann hefur flutt sér-
þekkingu úr bankastofnuninni hér
við Ráðhústorgið burtu úr útibúinu.
Það liggur fyrir að Landsbankinn
fær um einn og hálfan milljarð í
hagnað af sölu ÚA. Mun hann eyða
því á svæðinu sem skapaði þann arð?
Nei, það liggur ekkert fyrir í því.
Það liggur líka fyrir að Lands-
bankinn fær fleiri hundruð milljónir í
þóknun fyrir það að selja ÚA-hlut-
ann út úr Brimi.“
Formaður bankaráðs Landsbank-
ans lýsti því yfir á fundi hér á síðasta
ári að bankinn væri reiðubúinn að
koma að atvinnuuppbyggingu á
svæðinu. Geturðu verið viss um að
þessi peningar verði ekki nýttir hér?
„Nei, ég veit það ekki en að
minnsta kosti hefur ekkert komið
fram um það ennþá. Þegar hinn
ágæti Björgólfur Guðmundsson
keypti sig inn í Eimskip og náði þar
yfirráðum líktu margir honum við
Hróa hött þegar hann var að brjóta
upp það veldi sem þar hafði ráðið
ríkjum. Þegar bankinn kynnti hag-
vaxtarspá sína hér á Akureyri lýsti
Björgólfur því svo yfir að hann vildi
vinna með heimamönnum að því að
efla atvinnulíf á svæðinu, sem er
mjög gott mál. En þar sem ekkert
liggur fyrir enn af hálfu þessa ágæta
manns bjó ég til þá líkingu að fleira
væri kannski líkt með honum og fóg-
etanum fræga en Hróa; að hann væri
að draga fjármuni út af svæðinu inn í
hirslu einvaldsins.“
Er þetta ekki einfaldlega frelsið í
hnotskurn?
„Ef frelsi sumra er með þeim
hætti að það takmarkar frelsi ann-
arra þá er eitthvað orðið að. Það get-
ur ekki verið að einhver hafi ætlast
til þess að hlutirnir gengju þannig
fyrir sig.
Maður spyr sig hvort stokkið hafi
verið svo hratt í einkavæðinguna að
fólki ofbjóði eða hvort við höfum ekki
almennt áttað okkur á hinum nýju
leikreglum. Það getur vel verið að við
þurfum bara að venjast þeim; með
öðrum orðum að við verðum að
kyngja þessu og sjáum haginn af því
þegar fram líða stundir. Það getur
meira en verið. En staðan í dag er
þannig að þjóðarsálin íslenska er
klárlega ekki undir þetta búin.
Henni ofbýður.
Svo spyr maður líka: Hvernig í
ósköpunum stendur á þessum ofsa-
gróða fjármálastofna í landinu í dag?
Hvar er verðmætasköpunin í landinu
sem stendur undir þessu? Og af
hverju skyldu fjármálastofnanir ein-
ar og sér hafa þennan ágæta hagnað
en atvinnureksturinn í landinu vera í
einhverjum allt öðrum gír? Hvernig
skilar þetta sér til þeirra sem bera
þetta uppi? Njóta viðskiptavinir
bankakerfisins þessa í þeim mæli
sem þeim ber?“
Svara þú því.
„Ég tel það ekki vera, því miður,
og mér finnst það mjög óeðlilegt að
einhver tiltekinn hluti atvinnustarf-
seminnar í landinu geti einn verið í
bullandi gróða á meðan aðrar at-
vinnugreinar eiga undir högg að
sækja. Það liggur kannski í því að í
þessari atvinnugrein geti menn lagt
byrðar yfir á aðra og látið almenning
standa undir þessu.“
skapti@mbl.is
haldandi uppbyggingar
’ Ég mótmæli þvíað dregið sé strik
við Faxaflóa og utan
þess sé „landsbyggð“
þar sem öll sveitar-
félög séu einsleit. ‘
’ Mjög óeðlilegt að ein atvinnugrein
sé í bullandi gróða
á meðan aðrar eiga
undir högg að
sækja. ‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 11
’Slík samþjöppun á fjölmiðlamarkaðimundi ekki vera leyfð annars staðar þar
sem ég þekki aðallega til, a.m.k. eru það
ekki margir staðir þar sem það mundi
verða leyft og það er örugglega óhollt.‘Davíð Oddsson forsætisráðherra um sameiningu
Norðurljósa.
’Ég vil vita allar staðreyndirnar.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti skipar nefnd sem
rannsakar aðdraganda innrásarinnar í Írak.
’Ef mér hefði verið tilkynnt [um fund-inn] hefði ég að sjálfsögðu komið til
landsins og stýrt fundinum.‘Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson , um rík-
isráðsfund í fjarveru forseta.
’... líka getur honum ekki komið á óvartað þess sé minnst í ríkisráði að 100 ár
eru síðan þingræði var staðfest.‘
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði viðbrögð
forseta hafa komið sér mjög á óvart.
’Okkar hlutverk er að bera ábyrgð áöryggi og velferð þessa fólks. Okkur er
treyst fyrir því og við áttum enga aðra
kosti í stöðunni en að bregðast svona
við.‘Sveinn H. Skúlason , forstjóri Hrafnistu, um brott-
rekstur og kæru á hendur starfsmanni Víðiness, sem
barði gamla konu á hjúkrunarheimilinu.
’Á tímum Saddams og Baath-flokksinsfékk fólk myndir af honum gefins og var
hótað ef það hengdi þær ekki upp.‘Raad Fahmy , minjagripasali í Bagdad, furðar sig á
eftirspurn eftir minjagripum tengdum einræðisherr-
anum fyrrverandi.
’Ég vissi ekki neitt um Formúlu 1!‘Haraldur Björnsson hannaði tölvuleik sem byggður
er á kappakstrinum.
’Þjóðaratkvæðagreiðsla er einn afþeim kostum, sem verið er að
skoða, en einnig kemur til greina að
boða til kosninga eða mynda nýja
stjórn.‘Ónefndur, ísraelskur embættismaður vegna
áætlunar Ariel Sharon forsætisráðherra að
flytja alla ísraelska landtökumenn frá Gaza.
’Eftir að riða hefur fundist erbannað að flytja fé á milli bæja í
tuttugu ár. Menn verða að fara að
hlýða slíkum fyrirmælum.‘Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Riða hefur
greinst í fé á bæ í Biskupstungum.
’Hitinn var orðinn svo mikill að éghélt að þetta væri bara búið allt
saman.‘Sigurjón Hákonarson bjargaðist út úr brenn-
andi kjallaraíbúð í Hafnarfirði.
Ummæli vikunnar
HVERS kyns varningur, sem tengist Saddam Huss-
ein, rennur út sem heitar lummur í Bagdad um
þessar mundir.
Saddamsúr
Reuters