Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 13

Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 13 ÚTSALAN ER Í VEIÐIHORNINU ÚTSÖLULOK Í DAG – OPIÐ FRÁ KL. 13-17 ALLT Í SKOTVEIÐINA Byssuskápar (væntanlegir á frábæru verði - sjá www.veidihornid.is) Frábær tilboð á rifflum - góðir byrjendapakkar: Norinco 22 cal, boltalás, 5 skota magasín, 6x40 sjónauki, festingar, hörð byssutaska og 100 skot. Aðeins kr. 29.990 fyrir allt þetta. Norinco 22 cal, griplás, 15 skota, 6x40 sjónauki, festingar, hörð byssutaska og 100 skot. Aðeins kr. 34.990 fyrir allt þetta. Norinco pumpa, 12 ga, 3", 28" hlaup, 3 þrengingar. Aðeins kr. 27.995. Felugallar (jakki og smekkbuxur), verð frá kr. 15.996. 250 Sellier & Bellot skeetskot og 150 leirdúfur kr. 3.990. Mikið úrval af riffilskotum - Hvergi betra verð ALLT Í STANGAVEIÐINA Ron Thompson neopren vöðlur. Frábært verð - aðeins frá kr. 7.999. Flugustangir frá kr. 6.900, mikið úrval. Sérstakt tilboð á Sage flugustöngum meðan á útsölu stendur. Ron Thompson Avalon fluguhjól með diskabremsu, aðeins kr. 4.999. Sérhannaðar vöðlutöskur aðeins kr. 2.995. Mikið úrval af töskum. Flugulínur, taumar og taumaefni með 50% afslætti. 10 spúnar kr. 1.750. 20 spúnar kr. 3.000. 20 laxaflugur í boxi kr. 3.900 (fullt verð 7.595). 15 laxatúpur kr. 3.375 (fullt verð kr. 6.750). ALLT FYRIR FLUGUHNÝTARANN Landsins mesta úrval af hnýtingarefni og verkfærum 15% afsláttur meðan á útsölu stendur OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13-17 - LOKADAGUR Veiðihornið Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sjá upplýsingar á www.veidihornid.is Munið gjafabréfin – Sendum samdægurs vélar en með eignarhaldi Atlanta verður bætt við leyfum fyrir stærri skoðanir á Boeing 747, 757 og 767 vélum. Binda forráðamenn Atlanta vonir við að þessi leyfi verði komin í hús síðsumars eða í haust. Shannon MRO er á góðum stað við flugvöllinn og flutti í nýjar og glæsi- legar höfuðstöðvar fyrir einu og hálfu ári síðan. Flugskýlið er stórt og mikið, einir 60 þúsund fermetrar að flatarmáli og getur tekið inn í einu Boeing 747 vél eða 2–3 minni vélar. Fyrri eigendur, hraðflutningafyrir- tækið UPS, gerðu ekki mikið í því að ná viðskiptum við utanaðkomandi aðila og hugsuðu mest um að þjón- usta sinn eigin flugflota þó að af- kastageta flugskýlisins væri mun meiri. Lætur nærri að 90% verkefn- anna hafi verið fyrir UPS. Hafþór Hafsteinsson segir að þarna sjái eigendur Atlanta sóknar- færin með þessari fjárfestingu. Auk þess að þjóna Atlanta, Air Atlanta Europe, Íslandsflugi og UPS er svig- rúm talið vera gott til að þjónusta fleiri flugfélög og gera rekstraráætl- anir ráð fyrir auknum umsvifum og hagnaði öll árin 2004, 2005 og 2006. Þannig er talið að tvöföldun verði á útseldum vinnutímum árið 2006, miðað við síðasta ár, en flugskýlið á að geta annað allt að 400 þúsund út- seldum vinnutímum á ári. Í raun er litið á alla Evrópu sem markaðs- svæði, auk tækifæra sem gefast hjá flugfélögum úr öðrum heimsálfum. Rótgróið fyrirtæki Shannon MRO er rótgróið fyrir- tæki og hefur verið starfandi við flugvöllinn allt frá árinu 1959. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið skipt nokkrum sinnum um eigendur og nafn, en lengst af var eigandinn írska ríkisflugfélagið Aer Lingus, eða frá árinu 1967 til 1999, þegar UPS tók við rekstrinum. Ári áður hafði fyr- irtækið hlotið nafnið Shannon MRO, en sú nafngift stendur hins vegar að- eins til vorsins eins og áður greinir. Þá ætla nýir eigendur að efna til há- tíðahalda og fagna tímamótunum. O’Loughlin segir ekkert annað standa til en að fyrirtækið ætli að bjóða áfram upp á það sem það hafi verið þekkt fyrir; hágæða þjón- ustu og mikla fagþekkingu, hag- stætt verð og stuttan afgreiðslu- tíma. Orðsporið sé gott en Shannon MRO þurfi aðeins að skerpa á áherslum sínum í mark- aðsstarfinu, sækja sér fleiri kúnna. Og það tekur sinn tíma, allt upp undir tvö ár með endalausum fund- um hér og þar og símtölum. Skoð- anir og viðhald flugvéla er mikil ná- kvæmnisvinna og gríðarmiklar kröfur gerðar um fagkunnáttu starfsmanna. Í því skyni starfrækir fyrirtækið sérstaka kennslumiðstöð þar sem starfsmenn, bæði nýir og gamlir, eru þjálfaðir til verka. O’Loughlin segir þróunina í flug- heiminum um þessar mundir vera athyglisverða. Eftir hryðjuverkin 11. september hafi margt breyst og mörgum félögum hafi verið að fatast flugið, þó ekki Atlanta. Hann segir að nú sé það t.d. óvænt að gerast að flugfélög eru í auknum mæli að fjárfesta á ný í viðhalds- og skoðunarfyrirtækjum. Flug- félögin sjái sér hag í því, bæði til sparnaðar í viðhaldi á eigin flug- flota en einnig til að færa út kví- arnar og auka veltuna. Fimm milljóna króna spurning Að endingu var ein létt samviskuspurning lögð fyrir Írann, í ljósi þess að fyrirtækið ætlaði að ná í aukin viðskipti við önnur flug- félög. Hún var á þá leið hvort flug- félagið fengi þjónustu á undan ef bæði Atlanta og t.d. SAS myndu hringja og panta með skömmum fyrirvara vélarskoðun á sama tíma. „Þetta er fimm milljóna króna spurning,“ segir O’Loughlin og hlær en setur síðan í brýrnar. „Ef SAS byði betur þá yrði félagið tekið á undan. Nú veit ég ekki hvort Magn- ús [Þorsteinsson] yrði sammála mér en ég veit þó að hann er ekki í þessu bara til að vera með í leikn- um heldur einnig til að skora,“ seg- ir hann en bætir loks við diplómat- ísku svari: „Til að allir verði nú ánægðir myndum við leita leiða til að þjónusta bæði félögin. Sam- keppnin er líka hörð, og á eftir að harðna enn meir, þannig að við munum að sjálfsögðu taka hverju verkefni sem býðst.“ eigenda MEÐ kaupunum á Shannon MRO á vesturströnd Írlands á flugfélagið Atlanta nú tvö dótturfélög á Bret- landseyjum á sviði viðhalds, við- gerða og skoðunar á flugvélum. Hitt nefnist Avia Services Ltd. og er við Manston-flugvöll á suðausturhluta Englands. Þar starfa hátt í 60 manns, m.a. nokkrir Íslendingar, og er framkvæmdastjórinn einnig ís- lenskur, Þórir Kristinsson. Hefur Atlanta átt fyrirtækið í bráðum fimm ár. Upphaflega ætlaði Atlanta að byggja upp framtíðarviðhaldsstöð í Manston, sem er gamall herflug- völlur, en eftir að áform eigenda flugvallarins náðu ekki fram að ganga fór félagið að leita að hent- ugri aðstöðu fyrir flugvélaflota sinn. Í kjölfarið beindust sjónir manna að Shannon og hafa nokkurra mánaða viðræður nú leitt til fjárfestingar á Írlandi. Verður rekstrinum í Man- ston haldið áfram eftir sem áður. Er fyrirtækjunum, auk tæknideildar hér á landi, ætlað að þjóna flugflota Atlanta og annarra félaga. Atlanta er nú með 32 vélar í verkefnum víða um heim, þar af 13 í pílagríma- flugi í Asíu og Afríku. Langflestar vélanna eru af gerðinni Boeing 747, eða 21 talsins, en síðan eru á ferð- inni sjö Boeing 767 og fjórar Boeing 757-vélar. Tvö dótturfélög á Bretlandseyjum                !  !"   Eigendur Atlanta reikna með að velta fyr- irtækisins aukist um hálfan milljarð á þessu ári og fjölga þurfi starfsmönnum um þrjá tugi, auk fjárfestinga í nýjum búnaði. bjb@mbl.is DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, talar yfirleitt ekki nema nauðsyn beri til. Hann situr þögull og hlustar, með báða vísifingur á vör og horfir yfir gleraugun. Þeg- ar hann talar, er það í hvössum tón, og stundum segir hann aðeins hluta úr setn- ingu. „Ég er ein- rænn að upp- lagi,“ segir hann. „Þar sem ég ólst upp, í vestrinu, er manni kennt að vera ekki með óþarfa læti.“ Hann hefur enga þörf fyrir að sýna sig og enga þolinmæði fyrir kurteisishjal eða smámuna- semi. „Það eru ekki nógu margar klukkustundir í sólarhringnum“ er gömul tugga sem hann hefur yfir þegar honum finnst tímanum sóað. Honum líður best í þögn og ein- veru, það eru bestu aðstæðurnar til að innbyrða upplýsingar. Hann ferðast alltaf með græna tösku sem í eru 20 bækur. Hann hefur yndi af sagnfræði, sérstaklega umfjöllun um stríð og hernað. Cheney er 62 ára og hefur verið giftur konu sinni Lynne í 39 ár. Hann þjáist af hjartaveilu og hefur fengið fjögur hjartaáföll um ævina, fyrst 37 ára gamall. Hann verður aldrei vændur um að vera höfð- ingjasleikja, smjaðrari eða athygl- issjúkur. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að hann taki ekki þátt í leiknum í Washington og hafi ekki gaman af. „Ég hef alltaf talið Dick mjög metnaðargjarnan,“ segir Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður demókrata, sem segist vinur Chen- eys. „Í stjórnmálum er lykilatriði hvernig þér tekst að fela metnaðinn. Það er hluti af leiknum. Mér fannst alltaf, hvað sem mér annars fannst um hann, Dick vera snillingur í því.“ Cheney er þögull á vinnustað, stundum þannig að aðrir verða vandræðalegir. Þeir sem eiga erindi við hann geta búist við að hann sitji og lesi þegar þeir koma inn á skrif- stofuna. Þá er líklegt að gesturinn þurfi að bíða dálitla stund, kannski nokkrar sekúndur, áður en Cheney kemur að kaflaskilum og lítur upp. Hefur gríðarmikil völd Hann er að miklu leyti ósýnilegur almenningi, fellur í skuggann af for- setanum og hinum svokölluðu „rokkstjörnum“ stjórnarinnar, Donald Rumsfeld og Colin Powell. Hann gefur líka nánast aldrei færi á viðtölum og er það meðvituð ákvörðun. Þá er hann þekktur fyrir að láta sig hverfa og vita fáir hvar hann heldur sig mestallan tímann. Hann er þó talinn valdamikill, Paul O’Neil, fyrrum fjármálaráð- herra í ríkisstjórn Bush, segir í bók sinni um árin í stjórninni Cheney vera hringamiðju valda og áhrifa í Hvíta húsinu jafnvel þó hann sitji jafnan þögull og kinki kolli. Fjöl- miðlaumræða um Cheney hefur verið neikvæð að undanförnu og hann sakaður um að hafa ýkt hættu af gereyðingarvopnum Íraka og lát- ið Bandaríkjamenn flana út í stríð. Orkufyrirtækið Halliburton, sem Cheney stjórnaði til 2000, hefur ver- ið sakað um okur á Bandaríkja- stjórn í samningum um dreifingu á olíu í Írak. Þrátt fyrir að hafa ekki verið dreginn inn í málið eru tengsl Cheneys við fyrirtækið jafnan tekin fram í fréttum. Talið er að Cheney hafi engan áhuga á að verða forseti. Hann íhugaði það þó fyrir kosningarnar 1996. „Skoðaði það mjög vandlega,“ segir hann. „Safnaði peningunum. Fékk ráðgjöf. Hélt fullt af ræðum.“ Hann ákvað svo að bjóða sig ekki fram. „Ég vildi ekki gera alla þessa hluti sem ég hefði þurft að gera til að vera kosinn,“ segir hann en sum- ir segja hann skorta þann eiginleika stjórnmálamanna að þrá að fólki falli vel við hann. Ef hann sækist ekki eftir forseta- embættinu er hann fyrsti varafor- setinn sem gerir það ekki síðan Nel- son Rockefeller var varaforseti, 1974–1977. Hann tekur skýrt fram að hann ætli ekki að bjóða sig fram 2008. „Nei, ég tók þá ákvörðun fyrir löngu. ... Mín vinna byggist á að for- setinn viti að ég er hér til að þjóna honum, sé hluti af hans liði, en ekki með hugann við hvað ég ætli að gera í Iowa eða New Hampshire eftir fimm ár.“ Dick Cheney vill stjórna bak við tjöldin Þögull og einrænn lestrarhestur Um borð Air Force Two. LATWP. Dick Cheney

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.