Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hugmyndin að sögunni kviknaðiþegar ég var skotin í indverskristelpu fyrir einum 10 árum.Vandamálið var að ég var fátækurnámsmaður og átti erfitt með að
komast til hennar til Indlands. Einu sinni
spyrði ég hana í einhverju bríaríi: „Hvernig líst
þér á að ég ræni flugvél til að hitta þig í Ind-
landi.“ Hún svaraði að bragði: „Vel. Ef þú
kemst upp með það…,“ segir Einar Þór Gunn-
laugsson, kvikmyndagerðarmaður, og við-
urkennir að svar indversku kærustunnar hafi
orðið til þess að hugmyndin greyptist í huga
hans og myndaði seinna grunninn að kvik-
myndinni „Þriðja nafninu“. Kvikmyndin verður
frumsýnd í Reykjavík föstudaginn 13. febrúar
nk.
Vinnan við kvikmyndina hófst mörgum árum
eftir að hugmyndin kviknaði. „Ég var aðeins
búinn að skrifa 15 orð af 15.000 orða MA-
ritgerð minni þegar David Pupkewitz, framleið-
andi hjá Focus Films í London, hafði samband
við mig fyrrihluta ársins 2001. Hann sagði að
tónlistarmaðurinn David Stewart og vinur hans
Jeff Lowe ætluðu að fjármagna tíu ódýrar digi-
tal-myndir eftir fimm þekkta og jafn marga
óþekkta leikstjóra. Ég kæmi til greina í hópi
óþekktu leikstjóranna. Eins og gefur að skilja
varð ég uppveðraður, rumpaði ritgerðinni af og
hófst síðan handa við að skrifa handritið að
„Þriðja nafninu“ sumarið 2001.
David og Jeff, sem voru búnir að sjá fyrstu
drög, tóku fullbúið handritið með sér til yf-
irlestrar til New York í september árið 2001.“
Ekki alveg á besta tíma!
„Rétt. Tvímenningarnir voru nýkomnir til
New York með handritið þegar hryðjuverka-
árásin var gerð á Tvíburaturnana í New York
11. september. Handrit að kvikmynd um flug-
rán gat því ekki hafa verið í yfirlestri á óheppi-
legri tíma og stað. Tónlistarmönnunum var svo
brugðið við árásina að þeir tóku með hraði
leiguflugvél frá New York til Bretlands.“
Flugrán verður að skipsráni
Skemmst er frá því að segja að í kjölfar at-
burðanna í New York runnu áform Davids og
Jeffs út í sandinn. „Ég var ekki á því að gefast
upp,“ segir Einar Þór. „Ekki hvað síst af því að
ég var búinn að fá fleiri inn í fjármögnunina. Ég
og bandaríski meðframleiðandi minn Ian Bang
tókum sameiginlega ákvörðun um að halda
kostnaðinum í lágmarki og klára dæmið. Við
vorum sammála um að ekki væri lengur hægt
að láta myndina snúast um flugrán. Eftir at-
burðina í Bandaríkjunum lá einhvern veginn í
loftinu að ekki væri „rétt“ að vera með flugvél í
þungamiðju. Flugvélinni var því snarlega
breytt í skip.“
Einar Þór segist hafa séð Moses Rockman
fyrir sér í hlutverki S. A. Montessori á meðan
hann skrifaði handritið. „Ég hafði séð Moses í
prufu í London árið áður. Hann virtist kjörinn í
hlutverkið. Ekki var verra að hann var alveg
óþekktur. Montessori er nefnilega svolítið að
skapa sjálfan sig í myndinni.
Ég hef alltaf verið veikur fyrir klisjum.
Montessori er í raun samsettur úr þrenns kon-
ar töffurum, þ.e. þeim ameríska, rússneska og
franska. Rússneski töffarinn er skemmtilega
ólíkur þeim ameríska. Rússneski töffarinn
gengur um með skammbyssu í annarri og ljóða-
bók í hinni hendinni, þunglyndur og svalur. Am-
eríski töffarinn er harður nagli og lætur sér
ekki nægja neitt minna en bæði peningana og
stelpuna. Franski töffarinn dregur heldur ekki
af sér við að ræna banka eða taka þátt í ein-
hverjum öðrum hasar þótt hann sé í rauninni
allan tímann að eltast við kvenlega tálsýn í
dimmum skógi,“ segir Einar Þór og getur ekki
varist hlátri. „Ég er þeirrar skoðunar að allar
þjóðir eigi sér sína töffara og ákveðnir þættir í
þeim koma fram í kvikmyndahetjunum þótt
þær séu ekki alltaf mjög raunsæjar persónur.“
Veggir þaktir minnismiðum
„Þó persónan hafi verið skýr velti ég því tals-
vert fyrir mér í hvaða búning ég ætti að klæða
hana,“ viðurkennir Einar Þór. „Hvort Montes-
sori ætti að vera dæmigerður töffari, strákur í
lopapeysu eða jafnvel hálfgerð geimvera. Ég
komst að þeirri niðurstöðu að hann mætti
hvorki verða of „kómískur“ eins og strákurinn í
lopapeysunni myndi verða né fáránlegur eins
og geimveruhugmyndin bauð upp á til að hann
væri í takt við hinar persónurnar. Jafnvægi yrði
að vera í myndinni allri, þ.e. ekki eitthvað ótrú-
lega fyndið/fáránlegt innan um þungt drama.“
Einar Þór segir að Moses hafi strax litist vel
á hlutverkið. „Hann kom til Íslands virkilega
vel undirbúinn og náði fljótt jafnvægi í þessu
erfiða hlutverki. Hinir leikararnir þurftu reynd-
ar ekki síður að taka á honum stóra sínum, t.d.
þurfti Elma Lísa Gunnarsdóttir (Lára) að leika
á tveimur tungumálum. Hennar hlutverk er
ákaflega vandmeðfarið. Lára er ekki beint þessi
dæmigerða góða stúlka þó vissulega eigi hún
sínar jákvæðu hliðar. Hjalti Rögnvaldsson (Há-
kon) náði góðum tengslum við Elmu Lísu í
myndinni. Hann er ákaflega þroskaður lista-
maður og þrælgóður í myndinni,“ segir Einar
Þór. „Hið sama má segja um Þröst Leó Gunn-
arsson.
Ekki má heldur gleyma Guðfinnu Rúnars-
dóttur. Ég hafði verið með henni á leiklist-
arnámskeið fyrir 20 árum og var eiginlega al-
veg búinn að gleyma henni þegar
framkvæmdastjórinn Guðjón Sigvaldason
stakk upp á henni í hlutverk Esju. Um leið
mundi ég eftir henni og áttaði mig á því að hún
væri akkúrat rétta manneskjan í hlutverkið.
Eins og sannast í myndinni.“
Hvernig gekk samvinnan?
„Ég get ekki sagt annað en að hún hafi geng-
ið frábærlega vel. Ég hafði verið í sambandi við
Moses og Glenn Conroy (Etcoff) í London.
Vinnan fór síðan á fullt skrið á Íslandi í nóv-
ember 2001. Við byrjuðum á daglegum æfing-
um, einn og einn, tveir og tveir, þrír og þrír leik-
arar í einu. Við lögðum áherslu á
„mínímalískan“- leik og spunnum nánast ekki
neitt. Leikararnir notuðu ákaflega ólíkar að-
ferðir til að nálgast hlutverk sín. Moses lagði
sig fram um að finna hugsunina á bakvið hvert
einasta tilsvar Montessoris í myndinni. Hand-
ritið hans var allt útkrotað þegar hann kom til
Íslands. Glenn þakti alla veggi í hótelherberg-
inu sínu af minnismiðum með hugrenningum
sínum um hlutverkið. Íslensku leikararnir not-
uð enn aðrar aðferðir. Allar þessar aðferðir
náðu svo einhvern veginn að smella saman í
eina heild í myndinni.
Myndin er tekin upp í Mosfellsdal, aðeins við
Reykjavíkurhöfn, uppi í Hvalfirði og Kjalarnesi
á einhverjum þremur vikum. Við lögðum mikið
upp úr því að allt væri tilbúið í hverju herbergi
fyrir sig fyrirfram, t.d. lýsingin. Við þurftum
því ekki að bíða eftir því að allt yrði tilbúið í
næsta herbergi áður en við færðum okkur á
milli herbergja. Ég ætlaði ekki að trúa því að
við værum búin að taka upp tæplega hálfa
myndina á einni viku. Allt aðaldramað var tekið
upp á hálfum mánuði. Smærri atriði voru tekin
á einni viku í lokin.“
Myndavélin kyrr í 5 mínútur
Einar Þór viðurkennir að hann hafi lengi
langað til að gera kvikmynd í litlu rými með
áherslu á persónur og samtöl. „Ég byrja kvik-
myndina meðvitað á lágu nótunum, þ.e. samtali
milli tveggja persóna í myndinni. Hugsunin
með því var að fá fólk til að rýna í textann alveg
frá byrjun. Samtölin verða að halda því að í
myndinni eru hvorki sprengjur, bílaleikir né
annar hasar.
Önnur tilraun af minni hálfu var að sleppa
allri kerfisbundinni notkun á litum og táknum
eins og algeng eru í evrópskum kvikmyndum,
t.d. er Kieslowski þekktur fyrir litanotkun sína.
Ég vildi tryggja að ekkert tæki athygli áhorf-
andans frá persónunum og samtölunum. Ekki
einu sinni á hljóðrásinni.
Einn liður í þessari tilraun var að fara að
dæmi Dreyers og japanskra leikstjóra eins og
Ozu og halda hreyfingum myndavélarinnar í
lágmarki. Í einu samtalinu á milli Hjalta og
Elmu er myndavélin ekki hreyfð í heilar fimm
mínútur,“ segir Einar Þór og er spurður að því
hvort hann haldi að mynd á jafn rólegum nótum
og „Þriðja nafnið“ héldi hinum almenna kvik-
myndahúsagesti. „Við gerðum áhorfendaprufu
á myndinni í hópi fólks á aldrinum 18 til 30 ára
og niðurstöðurnar komu skemmtilega á óvart.
Fólk virtist hafa miklar skoðanir á þessum per-
sónum. Af prufunni virðist óhætt að ráða að
góður hópur kvikmyndahúsagesta kunni að
meta „Þriðja nafnið“ í flóru kvikmyndanna.“
Lítið í buddunni
Nú er rúmt ár frá því myndin var fullbúin.
Ertu ánægður með útkomuna?
„Já, ég er ánægður að því leyti að ég er
ánægður með að hafa prófað það sem ég prófaði
í myndinni. Ég fékk þarna tækifæri til að prófa
alls konar sérvisku og setja inn spurningar eins
og um hvort maður eigi að fórna þeim sem mað-
ur elskar til að bjarga 20 ókunnugum mann-
eskjum eða bjarga þeim sem maður elskar og
fórna hinum. Að svona spurningum hefur fólk
verið að spyrja sig í aldaraðir.
Eins fannst mér spennandi að fá tækifæri til
að finna einhvers konar jafnvægi á milli fólks úr
ólíkum áttum. Þarna er Bandaríkjamaður með
sín viðhorf, brjálæðingurinn Montessori og svo
íslenska sveitamennskan þar sem menn eru
bara að hugsa um að komast á veiðar. Ég við-
urkenni þó að auðvitað hefði verið gaman að fá
tækifæri til að gera ýmislegt betur og jafnvel að
gera fleiri tilraunir. Ástæðan fyrir því að ekki
var hægt að ganga lengra í þá átt var að hluta
til hvað við vorum með lítið af peningum í budd-
unni. Kostnaðurinn við myndina hrapaði niður
úr 60 milljónum í 35 milljónir og aftur niður í 20
milljónir vegna skorts á fjármagni.“
„Blátt áfram skelfilegt“
Myndin var að hluta til unnin í Pétursborg,
ekki satt?
„Já,“ svarar Einar Þór. „Ég hef lengi haft
brennandi áhuga bæði á rússneskri kvikmynda-
gerð og menningu og kynnst mikið af fagfólki
frá Rússlandi í gegnum tíðina. Meðframleiðandi
minn Ian býr að hluta til í Rússlandi. Eftir að
við misstum fjármagnið frá David og Jeff
ákváðum við að láta langþráðan draum um að
vinna að kvikmyndagerð í Rússlandi rætast.
Við ákváðum í framhaldi af því að fá Rússa til að
vinna hluta af klippinu, alla hljóðvinnsluna og
tónlistina.
Ég gaf tónskáldinu Dimitri nokkuð frjálsar
hendur um tónlistina. Sú leið gekk þó ekki að
öllu leyti áfallalaust fyrir sig. Dimitri var búinn
að semja 7 eða 8 stef við myndina þegar við
komum til Pétursborgar í júlí árið 2002. Mér er
enn í fersku minni þegar við Ian sátum í eldhús-
inu og hlustuðum í fyrsta skipti á afraksturinn.
Þetta var blátt áfram skelfilegt.“
Hvernig segir maður tónskáldi svoleiðis?
„Við ákváðum að byrja á því að grafast fyrir
um hvernig hann skildi myndina. Þá kom í ljós
að honum fannst margt hreint og klárt fyndið í
myndinni, t.d. þegar Montessori heldur því
fram að hann hafi skapað krísu af brýnni nauð-
syn. Annars hefði einfaldlega blasað við stöðn-
un og dauði. Dimitri hafði notað 6 hljóðfæri í
stefin. Eftir að við höfðum heyrt hans túlkun
komumst við að því að eitt hljóðfæri myndi
duga. Við tókum því hin hljóðfærin út úr upp-
haflegu upptökunni. Þessi vinna tók 10 daga og
var ótrúlega skemmtilegt tilraunaferli.
Á meðan voru hljóðmennirnir að hreinsa öll
umhverfishljóð út úr upptökunni. Með aðstoð
túlks komust þeir inn í söguna og tóku ákvörð-
un um að setja ekki inn of mikið af aukahljóðum
inn í upptökuna. Best væri að hljóðið væri í stíl
við myndina - sem einfaldast.“
Ást í hröðu samfélagi
Hverju ertu að vinna að núna?
„Ég er að vinna að kvikmyndinni „Grunn-
samlega venjulegur“ hérna í Frakklandi.
Myndin er í grunninn fjármögnuð af sama aðila
og „Þriðja nafnið.“ Hugmyndin er að við gerum
saman þrjár myndir, eina pínulitla „Þriðja nafn-
ið“, aðra aðeins stærri „Grunsamlega venjuleg-
ur“ og þá þriðju töluvert stóra. „Grunsamlega
venjulegur“ er nánast að öllu öðru leyti en því
að ég virðist ráða illa við þann veikleika minn að
hrífast að klisjum ólík „Þriðja nafninu.“ Núna
er ég að vinna að því með parinu í söguna að
skapa eins konar andblæ sögunnar. Við ætlum
að reyna að búa til einfalda ástarsögu með mjög
sterkum skilaboðum um einstaklinginn í mjög
hröðu samfélagi,“ segir Einar Þór en þess má
geta að með aðalkarlhlutverkið í myndinni
“Grunsamlega venjulegur“ á móti ungverskri
leikkonu fer Guillaume Departdieu, sonur hins
þekkta franska leikara Gerards Depardieu.
Þrír töffarar í einum
„Ég hef alltaf verið veikur fyrir klisjum,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Einar Þór Gunnlaugsson.
Kvikmynd hans „Þriðja nafnið“ verður frumsýnd í Reykjavík nk. föstudag.
Moses Rockman fer með hlutverk hins klassíska töffara S.A.
Montessori í myndinni „Þriðja nafnið“.
Hjalti Rögnvaldsson í hlutverki Hákons og Guðfinna Rúnarsdóttir
í hlutverki lögfræðingsins Esju í djúpum samræðum.
Elma Lísa Gunnarsdóttur fer með hlutverk hinnar dularfullu Láru
og leikur á tveimur tungumálum í myndinni.
„Þriðja nafnið“ er forvitnilegur
titill á nýrri kvikmynd eftir Einar
Þór Gunnlaugsson kvikmynda-
gerðarmann í Bretlandi. Anna G.
Ólafsdóttir sló á þráðinn til Einars
Þórs þar sem hann var við vinnu
í Frakklandi og fékk að vita
meira um nýjustu afurðina.
ago@mbl.is