Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Á stundum virðist sem ungar söngkonurgeti ekki náð vinsældum í tónlist nemaþær séu sem fáklæddastar og hagi sérsem óðsiðlegast; keppist um að verasem skækjulegastar. Söngkonan No-
rah Jones hefur afsannað það rækilega, sannað að
ef röddin er góð, lögin sterk og flutningur einlæg-
ur þarf lítið annað – Norah Jones er nefnilega
einn vinsælasti tónlistarmaður heims í dag, seldi
sautján milljónir eintaka af fyrstu plötu sinni án
þess að vera að engjast við stálsúlur eða reyta af
sér hverja spjör. Á morgun kemur út ný breiðskífa
hennar, Feels Like Home, sem beðið er með mik-
illi eftirvæntingu.
Norah Jones er fædd í New York 1979. Faðir
hennar er sítarleikarinn frægi Ravi Shankar, en
Jones fluttist í úthverfi Dallas með móður sinni er
hún var fjögurra ára gömul og ólst þar upp. Á
heimilinu var mikið um tónlist, þá helst sveita-
tónlist, soul og djass, en einnig heyrði hún mikið
af gamalli tónlist á heimili móðurforeldra sinna.
Hún byrjaði að syngja með kirkjukór fimm ára
gömul og að læra á píanó sjö ára, en einnig spilaði
hún á saxófón í skólalúðrasveit um tíma.
Kolféll fyrir djassinum
Þegar Jones var fimmtán ára gömul fluttust
mæðgurnar inn í Dallas til að auðveldara væri fyr-
ir Jones að sækja skóla, Booker T. Washington-
listaskólann, en þegar hér var komið sögu var
stúlkan kolfallin fyrir djassinum. Hún segist hafa
djassáhugann frá Billie Holiday og það hafi kennt
henni mest að hlusta á hana.
Sextán ára gömul var Jones farin að troða upp
sem söngkona. 1996 vann hún tvenn Down Beat-
verðlaun fyrir djasssöng og lagasmíðar og ein
verðlaun til árið eftir. Þá söng hún með djass-
rokksveit, Laszlo, en lauk síðan tónlistarnámi sínu
með prófi í píanóleik.
Sest að í New York
Sumarið 1999 hélt hún í skreppuferð til New
York, en líkaði svo vel við borgina og tónlist-
armenn sem hún hitti þar, þar á meðal sambýlis-
mann sinn, bassaleikarann Lee Alexander, að hún
ákvað að vera um kyrrt, byrjaði að semja lög með
nokkurskonar hljómsveit og hafði í sig og á með
því að spila á klúbbum víða um borgina. Hún söng
líka með fönksveitinni Wax Poetic og var gestur
hjá fleiri tónlistarmönnum, sjá til að mynda disk-
inn góða New York City með blúsgítarleikaranum
Peter Malick.
Með tímanum smalaði Jones saman í eigin
hljómsveit, þar sem Alexander er meðal burðar-
ása, og tók upp kynningarupptökur í október 2000.
Þær upptökur rötuðu í hendurnar á starfsmanni
EMI sem fór með þær til Blue Note-útgáfunnar
og þar á bæ ákváðu menn þegar að gera við Jones
og hljómsveit útgáfusamning; „það er einstakt lán
að fá að heyra í einstökum tónlistarmönnum,“
sagði forstöðumaður útgáfunnar til skýringar á því
hve fljótir menn voru að hugsa sig um þar á bæ.
Upptökur hófust á fyrstu plötu Jones og félaga í
maí 2001 eftir að legið hafði verið yfir lögum. Sum-
ir urðu til þess að fetta fingur út í það að Jones
skyldi ekki semja meira sjálf og hún hefur sagt að
það hafi verið eina gagnrýnin sem henni sárnaði.
Átta Grammy-verðlaun
Come Away With Me kom svo út fyrir réttum
tveimur árum í febrúar 2002 vestan hafs og í byrj-
un mars hér á landi, og vakti ekki ýkja mikla
hrifningu framan af. Smám saman spurðist þó út
hvað væri á ferðinni, um haustið var platan farin
að seljast vel og salan jókst jafnt og þétt næstu
mánuði. Um það leyti sem platan var ársgömul var
búið að tilnefna hana til nokkurra Grammy-
verðlauna. Þegar kom að Grammy-verðlaunahátíð-
inni var heildarsala á plötunni orðin fimm milljónir
eintaka.
Fáir tónlistarmenn eru eins
vinsælir um heim allan og
söngkonan og píanóleik-
arinn Norah Jones. Að sögn
Árna Matthíassonar bíða
menn spenntir um allan
heim eftir nýrri plötu henn-
ar sem kemur út á morgun.
arnim@mbl.is
Fögur og hlý
Norah Jones fékk fimm Grammy-verðlaun og
það ýtti rækilega við plötunni, hún tók að seljast
sem aldrei fyrr í Bandaríkjunum og varð mest
selda plata ársins 2003 þar í landi. Til viðbótar við
fimm Grammy-verðlaun til Norah Jones fyrir plöt-
una fengu aðrir sem komu að henni einnig verð-
laun, þar á meðal íslenski upptökumaðurinn Steinar
Höskuldsson. Alls fékk platan eða þeir sem að
henni komu átta Grammy-verðlaun.
Söluaukningin var ekki bara í Bandaríkjunum,
platan bætti líka við sig víðar um heim, var til að
mynda mest selda erlenda platan hér á landi á síð-
asta ári, og nú þegar önnur plata Jones kemur út
hefur sú fyrri selst í sautján milljónum eintaka og
er enn að seljast; hún er búin að sitja 100 vikur á
breiðskífulistanum vestan hafs og er á aftur uppleið
sem stendur, sjálfsagt fyrir eftirvæntinguna eftir
nýju plötunni.
Spurðist einfaldlega út
Ekki var bara að Norah Jones hafi slegið í gegn,
í kjölfar hennar hefur sprottið fram grúi álíka lista-
manna sem syngja seiðandi mjúka djassskotna
dægurtónlist. Sumir skýra velgengni Jones með því
að í kjölfar hryðjuverkaárásanna vestan hafs hafi
menn leitað í þægilegri tónlist og pældari, en aðrir
segja að kynslóð sem alin var upp á rokki sé að
leita að veigameiri tónlist til að hlusta á, treysti sér
ekki í djassinn sem stendur og ekki heldur í klass-
íkina og þá sé Norah Jones góður kostur.
Hvað sem því líður þá náði Jones eyrum fólks án
mikilla auglýsinga eða tónlistarmyndbanda, platan
einfaldlega spurðist út. Hér á landi kom platan út í
marsbyrjun 2002 og menn ekki ýkja fljótir að taka
við sér í útvarpi. Þeir gerðu það þó í sumarbyrjun
2002 og í kjölfarið tók platan að seljast jafnt og
þétt, fór í rúmlega 3.000 eintökum 2002 og yfir
4.000 eintökum á síðasta ári þannig að af henni
hafa selst 7.400 eintök sem er gríðarleg sala á er-
lendri plötu hér á landi. Til gamans má geta þess
að vestur í Bandaríkjunum var þriðjungur af allri
djassplötusölu plata Jones.
Eru vinsældir og list andstæður?
Sagan segir að Jones hafi ekki liðið allt of vel
með hvað platan seldist vel vestan hafs, hún hafði
lært það í uppvextinum að vinsældir og list væru
andstæður. Að sögn forstjóra Blue Note, sem beitti
sér fyrir því að gerður yrði við hana útgáfusamn-
ingur á sínum tíma, hringdi hún í hann þegar selst
höfðu tvær milljónir eintaka af plötunni og spurði
hvort ekki væri nóg komið, hvort ekki væri hægt
að stoppa þessi ósköp.
Í ljósi metsölunnar og vinsældanna gefur auga-
leið að þrýstingur er mikill á Jones um að gera eins
eða betur á næstu plötu, Feels Like Home, sem
kemur út á morgun. Aðstandendur Blue Note hafa
reynt að slá á eftirvæntinguna og meðal annars lýst
því yfir oftar en einu sinni að ætlunin sé alls ekki
að selja eins mörg eintök af nýju plötunni og þeirri
síðustu, það sé einfaldlega ekki hægt að búast við
að annað eins endurtaki sig. Sjálf segist Jones vona
það eitt að fólk kunni að meta plötuna, hún hafi
ekki búist við neinu af Come Away With Me og
geri eins ráð fyrir að Feels Like Home seljist ekk-
ert ýkja vel; það sem mestu skipti sé að fólk kunni
að meta plötuna.
Fögur og hlý sem forðum
Á nýju plötunni er Norah Jones söm við sig,
söngröddin jafn fögur og hlý sem forðum og tón-
listin viðkunnanleg. Hún kryddar plötuna smekk-
lega með kántríkryddi og fær meðal annars Dolly
Parton í lið með sér og þá Levon Helm og Garth
Hudson, en þeir voru meðal helstu manna í hljóm-
sveitinni goðsagnakenndu The Band.
Jones segir að það hafi ekki beinlínis vakað fyrir
sér að gera plötu sem frábrugðin væri Come Away
With Me, frekar að sýna í hvaða átt tónlistin hefði
þróast frá því sú plata kom út. „Við erum búin að
spila saman býsna lengi og náum vel saman. Við
höfum verið að spila lög eftir okkur á tónleikum,
allir í hljómsveitinni eru farnir að semja lög, og
mér finnst rétt að þau séu á plötunni nýju, hún
sýnir hvar við erum stödd í dag.“
Eðlileg þróun
Jones segir að á tónleikaferðinni hafi þau smám
saman bætt fjörugri lögum á dagskrána, enda vilji
þau ekki að fólk sofni á tónleikunum, en segir síðan
af meiri alvöru: „Þetta er eðlileg þróun, það er ekki
svo að við séum að bæta lögum inn til bara fyrir
það að það sé í þeim hraðari taktur. Þetta er senni-
lega afleiðing þess að spila á svo mörgum tón-
leikum,“ segir hún.
„Ég get svo sem ekkert gert við þeim vænt-
ingum sem fólk hefur um plötuna, annaðhvort kann
það að meta hana eða ekki, ég get lítið gert við því.
Það eitt vakti fyrir mér að gera eins góða plötu og
ég gæti einmitt núna, kannski ekki bestu plötu í
heimi, en vonandi finnst fólki hún skemmtileg, það
var svo skemmtilegt að taka hana upp.“