Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 29
verið bent á mikilvægi þess að gera
öðrum minnihlutahópum í landinu
hærra undir höfði.
Treysta illa her og lögreglu
Vantraust á lögreglu og hernum á
sér mjög djúpar rætur meðal Albana,
en í gegnum tíðina voru nær ein-
göngu Makedóníumenn í lögregl-
unni. Spilling er sömuleiðis mjög al-
geng á þessum slóðum, einnig meðal
valdastétta. Albanar upplifðu lög-
regluna því oft eins og vald að ofan,
en ekki sem eitthvað sem þeir gætu
treyst eða leitað til.
Það sama má segja um herinn.
Albanar eiga margir hverjir enn erf-
itt með að treysta makedónska hern-
um, sem er kannski heldur ekki að
furða, þar sem aðeins eru rúm tvö ár
frá því að sprengjum var varpað á
albönsk þorp úr skriðdrekum og her-
flugvélum stjórnarhersins. Þannig
má búast við því að það taki mörg ár,
ef ekki áratugi að byggja upp traust
allra íbúa landsins á her og lögreglu
landsins.
Makedónía gerir sér vonir um að
ganga í Atlantshafsbandalagið
(NATO) á næstu árum og er nú unnið
að því að nútímavæða herinn. Þannig
stendur til að fækka atvinnuher-
mönnum og á sama tíma á að fjölga
Albönum.
Meðallaunin um 16.000 krónur
Atvinnuleysi í Makedóníu er gríð-
arlegt eða um 40% og meðallaunin
aðeins um 180 evrur, eða um 16.000
íslenskar krónur á mánuði. Umsvif
ríkisins eru að auki talin allt of mikil
og því standa stjórnvöld í Makedóníu
frammi fyrir erfiðu verkefni. Að
þurfa að fjölga Albönum og starfs-
mönnum sem tilheyra öðrum minni-
hlutahópum, og á sama tíma skera
niður ríkisbáknið. Á sama tíma svíð-
ur ungum Makedóníumönnum eðli-
lega að þeir hafi minni möguleika á
að komast í störf innan stjórnsýsl-
unnar, lögreglu og hersins.
Fátækt er mjög útbreidd í Make-
dóníu, sem kemur kannski ekki á
óvart þegar 40% eru atvinnulaus og
meðalmánaðarlaun undir 20 þúsund
krónum. Margir rækta ýmsar mat-
jurtir í garðinum og ekki er óalgeng
sjón að sjá geitur og hross á gangi í
hverfum höfuðborgarinnar Skopje,
en það er óskiljanlegt hvernig fólk
nær að draga fram lífið á þessum
launum. Kannski gerir fólk það ein-
mitt ekki.
Glæpum sagt stríð á hendur
Á götum höfuðborgarinnar má sjá
nýja og rándýra bíla innan um Lödur
og Yugo-bíla, sem eru komnir til ára
sinna. Það má að hluta til skýra með
því að margir, einkum Albanar, hafa
flutt til landa í Mið-Evrópu, einkum
Sviss, Þýskalands og Ítalíu, vinna
þar stóran hluta ársins, senda fjár-
muni heim til Makedóníu og eyða
sumrinu þar. Makedónar hafa sest
víða að sömuleiðis, t.d. í Svíþjóð og
Bandaríkjunum.
Öfgarnar sem blasa við milli fá-
tæktar og ríkidæmis má að einhverju
leyti skýra með því hversu útbreiddir
glæpir og spilling ýmiskonar eru í
Makedóníu. Mansal, vændi og smygl
hvers konar, allt eru þetta stór
vandamál á Balkanskaganum. Víða
má kaupa falsaða geisladiska og
DVD diska, falsaða merkjavöru á
borð við fatnað og ýmsa fylgihluti – í
raun er auðveldara að kaupa falsaða
hluti en þá upprunalegu. Þá eru kon-
ur fluttar nauðugar frá Rúmeníu t.d.
eða fyrrverandi lýðveldum Sovétríkj-
anna í gegnum Makedóníu og er eit-
urlyfjum smyglað þar í gegn sömu-
leiðis. Eitt af hlutverkum
lögreglumannanna sem starfa nú í
Makedóníu á vegum Evrópusam-
bandsins, er einmitt að hjálpa lög-
reglunni að berjast við þessi vanda-
mál.
Stór-Albanía?
Í fyrrasumar reikuðu hópar vopn-
aðra og svartklæddra albanskra
öfgamanna um fjöllin í norðvestur-
hluta Makedóníu og létu illa. Rændu
þeir t.d. tveimur lögreglumönnum og
hótuðu öllu illu. Fór svo að herinn
gerði árás á þessa hópa í september
síðastliðnum. Mennirnir, sem flestir
voru mjög ungir, sögðust vera að
berjast fyrir auknum réttindum Alb-
ana og jafnvel fyrir stofnun einhvers
konar „Stór-Albaníu“, sem myndi ná
til norðvesturhluta Makedóníu, suð-
urhluta Kosvovo og Albaníu.
Þótt Albanar sem búa í Makedóníu
líti fyrst og fremst á sig sem Albana
og dragi t.d. albanska fánann, en ekki
þann makedónska, að hún fyrir utan
híbýli sín, er þó ljóst að meirihluti
Albana sem búa í Makedóníu vilja
ekki tilheyra slíku ríki og nutu um-
ræddir öfgamenn því ekki stuðnings
meirihluta Albana síðasta sumar.
Albanía er mun fátækari en Make-
dónía, og að auki stefnir landið á inn-
göngu í Evrópusambandið þar sem
margar ólíkar þjóðir búa saman.
Margir trúa því einmitt að lausnin
fyrir Makedóníu, sé að gerast aðili að
ESB, þar sem skipting makedónsku
þjóðarinnar í þjóðfélagshópa myndi
þá ekki skipta jafnmiklu máli.
Íbúar Makedóníu eru einnig byrj-
aðir að gera sér grein fyrir mikilvægi
þess að efla áhuga erlendra fjárfesta
á landinu til að auka hagvöxt. Ná-
grannar þeirra, Búlgarar, hafa t.d.
fengið verulegt fjármagn inn í landið
á þann hátt. Íslendingar hafa verið
meðal þeirra sem fjárfest hafa í
Búlgaríu, t.d. í lyfjafyrirtækinu Balk-
anPharma og nú nýlega í búlgarska
landssímanum. Þeir vita að mikil-
vægt er að stöðugleiki ríki í landinu
svo erlendir aðilar vilji koma með
fjármagn inn í landið og eins til að
efla ferðamennsku. Ástandið í Make-
dóníu hefur því smám saman verið að
færast til betri vegar, þótt enn sé á
brattann að sækja.
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur unnið að því að byggja upp
lögregluna í Makedóníu síðustu ár. Hér fer fram útskrift ungra lögreglumanna
úr öllum hópum þjóðfélagsins, en stefnt er að því að fjölga Albönum og öðrum
fulltrúum minnihlutahópa innan lögreglunnar og hersins.
nina@mbl.is
Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd
Stærðfræði - íslenska - danska - enska - náttúrufræði
- íslenskar rannsóknir sýna að nemendur sem eru fyrir neðan 6 á
samræmdu prófunum eiga í erfiðleikum með framhaldsnámið.
- það er ennþá tækifæri til að styrkja stöðu sína fyrir vorið.
- hjá okkur starfa kennarar sem náð hafa mjög góðum árangri með
nemendur á samræmdum prófum.
Einnig námsaðstoð við nemendur framhalds- og háskóla
Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga
og á vef okkar www.namsadstod.is
NÁMSAÐSTOÐ
fyrir samræmdu prófin í 10. bekk
SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR
Augnháralitur og augnabrúnalitur
Tana® Cosmetic
Augnháralitur og augnabrúnalitur sem fagaðilar nota.
Auðveldur í notkun.
Allt sem þarf í einum kassa - þægilegra getur það ekki verið.
NÝTT
GlernaglaþjölProfessional Glass Nail file
Glerþjölin sem eyðist aldrei!
Fíngerðasta þjölin sem þú getur fundið,
fer sérlega vel með neglur og hindrar
að þær klofni eða brotni.