Morgunblaðið - 08.02.2004, Side 30

Morgunblaðið - 08.02.2004, Side 30
30 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ásta Þorleifsdóttir Dr. Þorlákur Karlsson Eggert Claessen Guðjón K. Reynisson Ráðstefnustjóri: Eggert Claessen, stjórnarformaður Tölvumiðlunar hf. Dagskrá: 14:15-14:35 Samræmdir mælikvarðar og stjórnunarlíkön. Kynning á norræna verkefninu „Puttinc IC into Practice“, Ásta Þorleifsdóttir, verkefnastjóri. 14:35-14:55 Lesið í tölurnar - Dr. Þorlákur Karlsson, framkvæmdastjóri rannsókna og upplýsinga IMG. Kaffihlé 15:10-15:25 Fjárhagslegur ávinningur með hjálp Balanced Scorecard, Guðjón K. Reynisson, framkvæmdastjóri 10-11. 15:25-16:30 „Linking IC disclosure to value creation“, Prófessor Göran Roos, Cranfield University. 16:30-17:00 Umræður og fyrirspurnir með þátttöku fyrirlesara. Skráning er á heimasíðunni: www.stjornvisi.is Verð fyrir félagsmenn er 5.500 kr., en 7.500 kr. fyrir aðra. Námsmenn fá sérstakan afslátt. Stjórnvísi, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, s. 533 5666 Hagnaður af þekkingarverðmætum mánudaginn 16. febrúar kl. 14:00 - 17:00 í Sal F & G Nordica Hóteli Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Göran Roos, prófessor við Cranfield-háskóla í Bretlandi. Roos hefur verið ráðgjafi fjölmargra fyrirtækja í opinberum rekstri og einkarekstri í yfir 40 löndum. Göran Roos er einn af frumkvöðlum fræðimennsku í mati á þekkingarverðmætum (Intellectual capital) og hefur gefið út bækur og birt greinar um það efni. Á ÁRUNUM 1957–1963rákum við Haraldurbróðir minn búskap aðÁlftanesi á Mýrum, þarsem afasystir okkar Marta Níelsdóttir (1858–1941) hafði búið með eiginmönnum sínum, Jóni Oddssyni (1857–1895) og seinni manni sínum Haraldi Bjarnasyni (1874–1964). Nú er það sumarið 1958, að snún- ingastrákur, sem hjá okkur var, finnur flösku- skeyti á Álftanes- fjörum og inni í flöskunni var bæklingur frá öl- gerðinni Guin- ness. Í bæklingi þeirra var hið fræga slagorð: „Guinness is good for you“. Ég sendi ölgerðinni nafn og heimilisfang finn- andans á meðfylgjandi eyðublaði og fékk hann silfurskeið senda til baka, svo sem lofað var í skeytinu. Höf- uðstöðvar Guinness minnir mig, að þá hafi verið í Liverpool. Þangað vél- rita ég bréf í A-4 stærð og segist ekki geta tekið undir slagorð þeirra „Guinness is good for you“, því fram til þessa hafi mér alltaf þótt Carls- berg betri (Hitherto I have always felt, that Carlsberg was even better for me). II. Ekki stóð á svari frá flöskuskeyt- armönnum, sjálfur forstjórinn sendi mér tveggja síðna langt bréf, sem hófst þannig: „Síðan við hófum að kasta flöskuskeytum í hin ýmsu höf, hafa okkur borist þúsundir svara, en ekkert þeirra hefur glatt okkur meira en bréf þitt, sem okkur barst í gær. En þú misskilur eðli öls, Guinn- ness er „stout“, en Carlsberg fram- leiðir aðeins „lager“. Stout er dökk- ur bjór, en lager ljós.“ Ég bauð þeim að senda mér einn kassa (24 flöskur) af Guinness til að fullvissa mig um, að þrátt fyrir allt bæri Guinness af Carlsberg. En í svari forstjórans kom í ljós sú furðulega staðreynd, að Ísland var þá eina land í heiminum, þar sem lög leyfðu ekki innflutning á bjór. Forstjórinn harmaði mjög þetta bann, en sendi mér í staðinn metabók Guinness (Guinness book of records), 1955, þar sem margt fróðlegt var að finna. Um fjölkvæni stóð m.a. þetta: „Frú Vaughan var gift 61 sinni á 5 árum, en karlametið er 72 sinnum (a male record has been noted of 72 times). Frúin var 24 ára. III. Nú voru lögð fram á Alþingi mörg bjórfrumvörp, en dagaði öll uppi í þingsölum. Loks fór svo, að bjór- frumvarp var samþykkt á Alþingi 1988 og sala á honum leyfð frá 1. mars 1989. Lauk þá bjórbanni, sem í gildi hafði verið frá 1. janúar 1915. Hugðist ég nú rita til Guinness- manna, að nú væri lag, því enn átti ég bréfin góðu. Vinur minn úr læknastétt bað mig samt að bíða í eitt ár með birtingu og nú finn ég bréfin hvergi. Hugga ég mig við setningu Beru Nordal: „Afi (Sigurð- ur Nordal) sagði, að huldufólkið fengi þetta stundum lánað, en það skilaði því alltaf aftur.“ Enn eru þó bréfin ófundin, svo ég byggi þessi skrif á minni. Ölgerð Egils Skallagrímssonar hf. hefur umboð fyrir Guinness og skora ég hér með á forstöðumenn þess ágæta fyrirtækis að hafa samband við Gu- inness-menn og fletta upp á þessum 46 ára gömlu bréfaskriftum og senda mér kassann góða, sem ég hefi beðið eftir í 46 ár. Höskuldur, forstjóri ÁTVR, hefur mikinn áhuga á lyktum þessa máls, svo það ætti að flýta fyrir. Ölgerð Egils Skallagríms- sonar hf. hefur umboð fyrir Guinness segir Leif- ur Sveinsson, og skora ég hér með á forstöðumenn þess ágæta fyrirtækis að hafa samband við Guinn- essmenn og fletta upp á þessum 46 ára gömlu bréfaskriftum og senda mér kassann góða.                                          Morgunblaðið/Agnes Jóhannsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Leifur Sveinsson Kúaldarey undan Mýrum. Bókin sem forstjóri Guinness sendi Leifi Sveinssyni eftir bréfaskiftin sem hófust með flöskuskeytinu og fjallað er um í greininni. Flöskuskeytið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.