Morgunblaðið - 08.02.2004, Side 32
Allir hafa ýmist hitt eðaheyrt talað um sígauna.Í Róm eru þeir hvar-vetna. Þeir sjást oft ílitlum hópum á götum
úti. Annars vegar konur í síðpilsum
með reifabörn bundin framan á sig
og smábörn í eftirdragi og hins veg-
ar stálpuð börn, vart þekkjanleg
sem sígaunar. Minna fer fyrir karl-
mönnunum.
Almennt reynir fólk að forðast sí-
gauna sökum þess slæma orðspors
sem af þeim fer. Þeir eru sagðir
þræla út sorgmæddum börnum sín-
um auk þess að vera skítugir, þjóf-
óttir og lygnir. Sami hópur fólks
kann hins vegar vel að meta hina
margvíslegu tónlist, sem sjálfmennt-
aðir sígaunar leika á götum úti jafnt,
sem í sporvögnum borgarinnar. Að
auki er fegurð sígaunastúlkna um-
töluð og rómuð í bókmenntum. Sam-
an hefur þessi blanda mótsagna
skapað ímynd, sem gerir sígaunann
bæði heillandi og hræðilegan í senn.
Fjöldi hjólhýsa og kofahreysa á
tjá og tundri eða raðir hvítra gáma,
sérsmíðaðra af borginni, einkenna
þau svæði Rómar, sem byggð eru sí-
gaunum. Sígaunabúðirnar eru yfir-
leitt fullar af bílum og ógrynni barna
að leik. Undir hljómar ýmist hátt
stillt taktföst danstónlist eða hefð-
bundin sígaunatónlist. Þeir vegfar-
endur sem ósjálfrátt gjóa augunum
inn fyrir netgirðinguna finna fyrir
óttablandinni forvitni og jafnvel fyr-
irlitningu í garð þessa dularfulla
fólks.
Afkomendur Kain
Sígaunar eru mjög mislitur þjóð-
flokkur. Kannanir málvísindamanna
benda til þess að uppruni þeirra
liggi á Norður-Indlandi. Í gegnum
aldirnar hafa þeir smám saman fært
sig nær Miðjarðarhafinu og farið
þaðan fleiri en eina leið. Ein leiðin
liggur um Afríku og þaðan upp Pýr-
eneaskaga, önnur leið er frá eyjum
Miðjarðarhafsins í gegnum Ítalíu og
enn ein liggur um Balkanskaga. Á
þennan hátt dreifðu þeir sér í litlum
hópum um alla Evrópu og síðar meir
Ameríku. Í hverju landi urðu ein-
hverjir um kyrrt. Hver hópur sam-
anstóð af tugum manna, með í för
voru konur, gamalmenni og fjöldi
barna. Á vögnunum ferjuðu sígaun-
arnir dýr, verkfæri og allar nauð-
synjavörur. Þeir settu upp búðir
hvar sem þeir gátu. Á torgum fundu
þeir náttstað í skjóli nærliggjandi
húsa, en í útjarðri borga settu þeir
upp stór tjöld.
Fyrst virðist hafa sést til sígauna í
Evrópu í kringum árið 1400. Heim-
ildir lýsa þeim tötralega til fara, oft
dökkum á hörund, einkennilega máli
förnum, iðkandi ýmis störf, svo sem
handverk eða spámennsku. Þeir
sögðust koma langt að og hver hóp-
ur kynnti sig og uppruna sinn á ann-
an hátt en sá næsti. Þrátt fyrir það
að frá upphafi hafi fólk spurt hverjir
þeir væru eða hvaðan þeir kæmu, þá
hefur sérstaða þeirra valdið því að
ávallt var fátt um svör. Þetta olli
óvissu sem skapaði hræðslu og for-
vitni í garð sígauna á viðkomustöð-
um þeirra.
Sú staðreynd að þessi þjóðflokkur
flutti sig sífellt um fet og lifði ávallt í
óvissu vakti upp margar spurningar
og varð miðpunktur ýmissa kenn-
inga um sérkenni þeirra og upp-
runa. Þessar kenningar urðu til nán-
ast án samráðs við sígaunana sjálfa,
sem síðar meir eignuðu sér og högn-
uðust á kostum þeirra. Þeir voru t.d.
taldir afkomendur Kam, eins
þriggja sona Nóa, sem var bann-
færður fyrir að benda bræðrum sín-
um á nekt drukkins föðurs þeirra.
Niccoló af Poggibonsi setti fram þá
kenningu að sígaunar væru beinir
afkomendur Kain en rétt eins og
forfaðir þeirra dæmdir til að vera
flækingar og flóttamenn sem hvergi
geta stoppað í meira en þrjá daga.
Fyrir almenningi gat flökkulífið ekki
verið annað en tákn um guðlega
refsingu, sem sígaunarnir voru enn
að taka út fyrir yfirsjónir forfeðr-
anna.
Töfrar eða tálsýn
Ímynd pílagrímsins var oft mis-
notuð af sígaunum. Einn hópur
kynnti sig sem slíka fyrir Sigmundi
konungi Bóhemíu og fékk hjá hon-
um fullgilt ferðaleyfi hvert sem var
innan Evrópu. Það varð til að auka
sögusagnir af þessu tagi. Út frá
þessu vegabréfi Sigmundar virðist
síðan hafa fæðst skilgreiningin „bó-
hem“ (eða „bóhemískur“) sem var
notuð í Frakklandi yfir sígauna og
síðar til að lýsa hinu fátæka en
frjálsa lífi náms- og listamanna, ekki
ólíku lífi sígauna. Enska orðið „gyp-
sie“ og hið spænska „gitano“ koma
frá hugmyndum um egypskan upp-
runa þeirra. Í raun virðist vera að
hluti sígauna hafi verið kenndur við
borg að nafni Gype eða Litla
Egyptaland, sem staðsett var á Pe-
lopsskaga á Grikklandi og skýrir
það nafngiftina.
Nöfnin sígauni, „zingaro“ á
ítölsku og „zigeuner“ á þýsku eiga
hins vegar rætur í orðinu „At-
hinganoi“, nafni á hinu forna trú-
félagi Atsingana, þekkt frá áttundu
öld á landsvæði býsanska keisara-
dæmisins. Þeir voru sagðir Samarít-
ar, fylgjendur Símonar galdra-
manns, samtímamanns postulanna,
sem þekktur var fyrir töfra og dul-
speki. Trúfélagið var þekkt fyrir
galdra og spámennsku en einnig fyr-
ir eigingirni og að byrla dýrum eit-
ur.
Það er erfitt að segja hvort kom á
undan, hænan eða eggið, en stað-
reyndin er að sígaunar urðu þekktir
fyrir galdra og sem sjáendur. Það
orðspor lifir enn góðu lífi í tengslum
við sígaunakonur, sem hika ekki við
að nýta meinta sérgáfu sína í at-
vinnuskyni. Þær leggja bölvun á fólk
eða aflétta eftir pöntun. Þær eiga
jafnvel til að hræða fólk úti á götu í
von um peninga.
Sígauni eða ekki?
En hverjir eru hinir raunverulega
sígaunar? Sá sem leitar nákvæmra
skilgreininga verður fyrir vonbrigð-
um. Þótt sígaunar tali sama tungu-
mál er það orðið svo blandað tungu-
málum nágrannaþjóða að orða-
forðinn er mismunandi milli hópa.
Þá eru til kristnir, kaþólskir, grísk-
rétttrúaðir og múslímskir sígaunar.
Sumir lifa á flækingi á meðan aðrir
eru kyrrsetumenn eða fara hinn
gullna milliveg. Margir fræðimenn
eru sammála um, að það sé erfitt ef
ekki ómögulegt, að finna eitthvað
sem einkennir þá alla en skilur þá
jafnframt frá öðru fólki. Auk þess
geta sérkenni hóps sífellt breyst. Í
raun er eina sameiginlega sérkenni
sígauna að þeir nýta sér sveigjan-
leikann sem undirstöðu samfélags
síns, hvort sem er í félagslegum,
fjárhagslegum eða menningarlegum
skilningi. Með þessu móti breytist
hver hópur í takt við umhverfið sem
hann býr í.
Sérkenni sígauna verður skýrara
ef við skoðum orðið „gadjé“ („gag-
gio, gorgio“ o.fl) á máli sígauna. Það
er nafn þeirra yfir alla sem ekki eru
sígaunar. Sígaunar og „gadjé“ eru
því tvær skilgreiningar, notaðar af
hvorum hópi fyrir sig, til að skil-
greina hinn. Sjálfir kalla sígaunar
sig því áhugaverða nafni „rom“ (eða
„manúsjh“) sem þýðir einfaldlega
maður. En á meðan þjóðfélag okkar
er óháð sígaunum, byggja sígaunar
sitt á fjölbreytni okkar þjóðfélags.
Sígaunar skilja á milli sín og ann-
arra sem um tvær ólíkar tegundir
mannkyns væri að ræða. Þjóðfélag
annarra er skynjað sem hluti af um-
hverfinu sem þeir búa í. Ásamt hinu
náttúrulega umhverfi, veðurfari og
landsvæði, er einnig til félagslegt
umhverfi. Án þess þrífast sígaunar
ekki. Úr því draga þeir sífellt nýjar
bjargir, sem þeir síðan endurvinna
og nota á sinn hátt. Bæði mannkyn
lifa svo daglegu lífi í sama heimi. Á
þennan hátt er hægt að skilgreina
það sem tilheyrir sígaunum. Hægt
er að líkja þjóðfélagi sígauna við
keðju, þar sem mismunandi hlekkir
tákna jafnmarga hópa sígauna. Sá
fyrsti og sá síðasti geta á vissu stigi
ekki átt neitt annað sameiginlegt en
að tilheyra sömu keðjunni sem við-
heldur, þrátt fyrir endalausar breyt-
ingar og hin sífelldu umskipti, óyf-
irstíganlegri línu sem skilur sígauna
frá öðrum.
Klípa stjórnvalda
Ágreiningur sígauna við annað
fólk er því nánast óhjákvæmilegur,
enda söguleg afleiðing af sambúð,
sem einkennst hefur af árekstrum í
gegnum aldirnar. Grunnþörfin til að
viðhalda sérstöðu, jafnvel í útliti,
hefur oft verið misskilin af evrópsk-
um almenningi sem andstaða og
þröngsýni af hálfu sígauna, sem þó
virðast hafa samþykkt misrétti og
aðskilnað gegn því að tapa ekki
þjóðareinkennum sínum. Sígauna-
vandinn er, fyrir hinn almenna borg-
ara, tvíþætt vandamál. Af mannúð-
arástæðum á evrópskur
Stækkun ESB hefur vakið upp mikla umræðu
um áhrif ódýrs vinnuafls í Vestur-Evrópu. En
hvað um áhrif stækkunarinnar á minnihluta-
hópa? Einn þessara hópa er þjóðflokkur
sígauna. Marco Solimene leitast við að gefa
okkur innsýn í líf þeirra og hugarheim.
Á skjön við samtímann
’ Í raun er eina sameiginlega sérkenni sígauna að þeir nýta sér sveigjanleikann sem
undirstöðu samfélags síns, hvort sem er í
félagslegum, fjárhagslegum eða
menningarlegum skilningi. ‘
’ Ágreiningur sígauna við annað fólk er því nánast óhjákvæmilegur, enda söguleg
afleiðing af sambúð, sem einkennst hefur
af árekstrum í gegnum aldirnar. ‘
Sígaunar vilja ekki láta taka ljósmyndir af
sér vegna þess að þeir trúa að hægt sé að
nota þær til að setja á þá álög, en öðru
gegnir um teikningar. Helga Ágústs-
dóttir fékk nokkra sígauna til að
sitja fyrir í Muratella, búðum
sígauna, sem voru fyrir utan
Róm. Á myndinni til vinstri
eru frænkur sem eru sex
til sjö ára, önnur með síg-
arettu í munni. Á hinni
teikningunni situr eldri
kona, sem átti hús í
Bosníu fyrir stríð, en
neyddist til að
yfirgefa það vegna
ófriðarins á
Balkanskaga.
32 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ