Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 34
LISTIR
34 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í
vikunni hefur staðið styr um rokk-
sveitina Mínus. SAMFÉS, samtök
félagsmiðstöðva á Íslandi, höfðu
bókað bandið til að leika á dansleik
Samfés hinn 27. febrúar 2004. Í kjöl-
far greinar, sem birtist upprunalega
í erlenda blaðinu Bang, og var svo
þýdd og staðfærð af DV, tala liðsmenn meðal
annars um neyslu sína á ólöglegum eit-
urlyfjum. Í kjölfarið fór SAMFÉS fram á að
meðlimir settu nafn sitt við eftirfarandi yf-
irlýsingu, annars fengju þeir ekki að spila:
„Hljómsveitarmeðlimir bera af sér þann
fréttaflutning sem hefur átt sér stað að und-
anförnu í dagblöðum, þ.e. umræðan um notk-
un eiturlyfja er ekki
byggð á staðreyndum
og er orðum aukin.
Hljómsveitarmeðlimir
Mínusar nota ekki ólög-
leg vímuefni og hvetja
ekki til notkunar á
þeim.“
Mínus bauð þá í staðinn þessa yfirlýsingu:
„Hljómsveitin Mínus mun ekki koma fram
undir áhrifum á Samfésballi 27. febrúar nk.
og hefur aldrei hvatt til neyslu fíkniefna.“
Þetta vildi SAMFÉS ekki samþykkja. Eft-
ir þetta hefur allt verið í járnum.
Ég ætla ekki að taka afstöðu til þessarar
deilu, sem er þó fremur kjánaleg, svona fljótt
á litið. Svo virðist sem SAMFÉS ætlist til
þess að meðlimir Mínuss tali gegn betri vit-
und. Þá urðu kröftug mótmæli Mínuss, sem
birt voru í Morgunblaðinu í vikunni, sem olía
á eld.
En hitt er hins vegar ljóst að eiturlyf, lög-
leg sem ólögleg, hafa fylgt listsköpun um
ómunatíð og á einhverjum tímum þótti það
bara sjálfsagt mál.
Það er athyglisvert, en líklega eðlilegt,að þegar talað er um listir og eiturlyfer jafnan litið til dægurtónlistar.Setningin „Kynlíf, eiturlyf og vagg
og velta“ („Sex, drugs and rock’n’roll) er orð-
in að hálfgildings stofnun í rokkmenningunni
og fólk hugsar gjarnan um sýrurokk, Jim
Morrison, pönk og tæknó í þessu samhengi.
Dægurtónlistin þrífst, m.a., á umtali, slúðri,
goðsögnum og ákveðinni ímyndarsköpun og
þetta er því skiljanlegt. En hvað með „beat“-
skáldin, djassarana, myndlistarmennina
o.s.frv.?
William Burroughs nýtti sér t.a.m. LSD í
sinni sköpun og eitt helsta þrekvirki „beat“-
bókmenntanna, Á vegum úti, eftir Jack Kero-
uac er eitt langt amfetamíntripp. Djassarar
eins og Miles Davis og Charlie „Bird“ Parker
voru á kafi í heróíni og í röðum myndlist-
armanna, um og eftir aldamótin 1900, var
kókaín talið jafn sjálfsagt og svalandi appels-
ínusafi.
Ég er ekki að tiltaka þessi dæmi til að
bregða upp einhverjum vörnum fyrir poppið,
rokkið og tæknóið. En vímuefni og listir hafa
leiðst hönd í hönd víðar en á þeim sviðum.
Það sem truflar mig þó mest, sem listunn-
anda, er að það er klárt mál að sum listaverk,
sem milljónir manna njóta um heim allan
voru búin til fyrir tilstuðlan eiturlyfja. Þetta
setur mann í afkáralega stöðu. Ég gæti ekki
hugsað mér lífið án Sgt. Peppers Lonely He-
arts Club Band, bestu rokkplötu allra tíma
sem Bítlarnir gáfu út árið 1967. En síst vil ég
hampa eiturlyfjum eða hvetja til neyslu
þeirra.
En, kannski væri Sgt. Pepper betri plata
ef lyfjanna hefði ekki notið við? Eða kannski
verri? Er hugsanlegt að ef eiturlyf væru ekki
til væri besta plata sjöunda áratugarins Glad
All Over með Dave Clark Five?
Hugmyndafræði sjöunda áratugarins fékk
rothögg þegar þrjár hetjur, Jimi Hendrix,
Janis Joplin Jim Morrison, hrundu niður með
stuttu millibili árin ’70 og ’71. En dýrkunin,
sem þetta fólk nýtur í dag, er næstum trufl-
andi. Hvaða sammannlegu, sálrænu þættir
valda því að óstýrilátir sukkarar eru settir á
stall? Þetta virðist höfða á einhvern öf-
ugsnúinn hátt til hugmynda okkar um að lifa
lífinu til fulls. Eða eins og Who sögðu í „My
Generation“: „I hope I die before I get old“
en þar er vísað til þess að dauðinn sjálfur
væri betri en að vera lifandi dauður.
En ber listamönnum að sýna ábyrgð,vitandi það að óharðnaðir unglingarlíta upp til þeirra? Einhvern tíma ásjöunda áratugnum var Paul McCart-
ney spurður að þessu og hann hafnaði því.
Þetta er að sjálfsögðu snúið mál og snýst um
túlkun og mismunandi upplifun einstaklinga
á listinni. Listamenn eru frjálsir í sinni sköp-
un, þeir ganga ekki atbeina uppeldisstofnana.
Er Mínus að hvetja til eiturlyfjaneyslu með
því að nefna lag sitt „My Name is Cocain“?
Er þetta ekki bara listaverk sem hverjum og
einum er leyfilegt að túlka á sinn hátt, eins
og svo gjarnan er sagt. Og hvar liggja mörk-
in á milli raunveruleika og leikhúss? Mínus
t.a.m. leikur sér skemmtilega með rokkklisj-
urnar, sem hægt er að heyra bæði í tónlist-
inni og sjá á meðlimum sjálfum.
Hvað sem öllu líður hafa eiturlyf, vímuefni,
hugvíkkandi efni eða hvað fólk vill kalla þetta
fylgt manninum alla tíð. Og þau fléttast inn í
menninguna eins og aðra þætti lífsins.
Þetta upphlaup milli Mínuss og SAMFÉS
er því einfaldlega enn ein birtingarmynd
frekar flókins máls sem seint verður senni-
lega til lykta leitt. Rétt er líka að benda á að
rokk og ról þarf ekkert endilega að fara sam-
an við eiturlyf eins og þessi kaldhæðnislega
setning ber vitni um: „As long as there’s, you
know, sex and drugs, I can do without the
rock and roll.“ („Svo lengi sem ég get stund-
að kynlíf og eiturlyf þá skiptir rokkið mig
engu“. Mick Shrimpton, trymbill Spinal Tap,
úr grínmyndinni This is Spinal Tap, 1984).
„Nafn mitt er Kókaín“
EKKI er til efs að meistaraverk Bítlanna, Sgt.
Peppers Lonely Hearts Club Band, hafi notið að-
stoðar hugvíkkandi efna.
AF LISTUM
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
SVIPMYND úr óperuheiminum er
yfirskrift stefnumóts við sópr-
ansöngkonuna Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttir, sem haldið verður í Íslensku
óperunni í dag, sunnudag, kl. 16.
Sigrún miðlar af reynslu sinni af
óperuheiminum og veitir innsýn í
fjölbreytt starf söngvara. Með henni
á sviðinu verða þau Einar Thorodd-
sen læknir og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari, en Anna
Guðný og Sigrún hafa starfað saman
um árabil. Bæði munu þau Einar og
Anna Guðný taka þátt í upprifjun á
söngferli Sigrúnar, sem mun ásamt
Önnu Guðnýju krydda dagskrána
með tóndæmum eins og þeim einum
er lagið.
Þegar Sigrún er spurð að því
hvernig dagsrkáin muni vera segir
hún: „Við höfum þetta skemmtilegt
og vonandi lendum við í ævintýrum.
Með mér verða tveir góðir vinir mín-
ir. Ég mun í grófum dráttum kryfja
söngferilinn með aðstoð læknisins.“
Eiginmaður Sigrúnar, Þorkell Jó-
elsson, stakk upp á því að hún bæði
Einar að vera með sér á kynning-
unni því hann hefur fylgst vel með
því sem er að gerast í söngmálum
hér. „Hann hefur verið læknir nán-
ast allra söngvara hér og þekkir
barkann minn ansi hreint vel, hann
er m.a. trúnaðarlæknir Íslensku óp-
erunnar,“ segir Sigrún. „Ég kem til
með að sýna dæmi þess og við spjöll-
um um það hvað var að gerast í
barkanum mínum meðan ég söng.
Allt verða þetta uppáhalds- og
draumalög og ég mun sýna fram á
fjölbreytileika hljóðfærisins og fer á
öllum mínum skala. Nú svo þekkir
Anna Guðný hljóðfærið mitt ansi vel
því hún hefur verið ankeri mitt í
gegnum tíðina.“
Ekki fá gestir einvörðungu að
hlýða á fjölbreytileika raddar söng-
konunnar því þeim gefst einnig kost-
ur á að spyrja hana um ferilinn. „Ég
vona að fólk verði forvitið og af-
slappað og spyrji mig spjörunum úr.
Mig langar til að gestir snúi heim
eins og þeir hafi verið gestir í stof-
unni heima hjá mér.“
Í hléi verður boðið upp á hið
ítalska „Diddú“-vín. „Við tengjum
dagskrána vínmenningu, því vín og
söngur fara afskaplega vel saman.
Söngkona þroskast vonandi eins og
gott vín.“
Söngferillinn krufinn
með aðstoð læknis
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigrún Hjálmtýsdóttir mundar hér hljóðfæri sitt, sópranröddina.
TÓNLEIKAR með Mótettukór
Hallgrímskirkju og Schola cantor-
um verða í Hallgrímskirkju á morg-
un, sunnudag kl. 17. Tónleikarnir
eru liður á dagskrá Myrkra mús-
íkdaga og eru helgaðir kirkjulegri
kórtónlist 20. aldar. Stjórnandi er
Hörður Áskelsson.
Flutt verður Messa fyrir 2 kóra
án undirleiks eftir svissneska tón-
skáldið Frank Martin. Þá flytja
kórarnir Agnus Dei úr Sálumessu
eftir pólska tónskáldið Penderecki
og nýtt verk, María meyjan skæra,
fyrir 2 átta radda kóra eftir Hreið-
ar Inga Þorsteinsson, einn kór-
félaga Mótettukórsins. Hreiðar Ingi
mun sjálfur stjórna frumflutningn-
um á verki sínu. Schola cantorum
flytur Sálm til heilagrar Sesselju,
viðamikið kórverk eftir breska tón-
skáldið Benjamin Britten, og Agnus
Dei úr Messu eftir Hjálmar H.
Ragnarsson.
Efnisskráin býður upp á nokkur
öndvegisverk sem samin voru á
tímabilinu frá 1926 til dagsins í dag.
Stærsta verkið er messan aftir
Martin, sem er í miklu uppáhaldi
hjá unnendum kórtónlistar, en hún
var síðast flutt af Mótettukór Hall-
grímskirkju árið 1991. Verkið var
samið á þriðja áratug síðustu aldar
en lá óflutt í þrjátíu ár. Síðan verk-
ið hljómaði í fyrsta sinni hefur það
vegna fegurðar og áhrifamikils tón-
máls skipað sér í fremstu röð tón-
verka fyrir kóra án undirleiks. Fjöl-
raddað Agnus Dei úr Sálumessu
Penderecki gerir miklar kröfur til
flytjenda, en það verk var m.a. á
efnisskrá Radda Evrópu á tónleik-
um í Hallgrímskirkju árið 2000.
Nýtt verk Hreiðars Inga Þorsteins-
sonar er samið fyrir tvo kóra og tvö
tungumál, íslensku og latínu, en
það hefur áður verið flutt í einfald-
ari gerð af kammerkórnum Hljóm-
eyki. Sálminn til heilagrar Sesselju,
verndardýrlings tónlistarinnar,
samdi Britten á tímum síðari
heimsstyrjaldarinnar við texta vin-
ar síns, skáldsins W.H. Auden.
Verkið er samið fyrir fimm radda
kór með einsöngsköflum fyrir fimm
söngvara. Það eru félagar Schola
cantorum sem fara með einsöngs-
hlutverkin á tónleikunum í Hall-
grímskirkju, en kórinn er að mestu
skipaður menntuðu tónlistarfólki.
Verk Brittens var flutt af Dóm-
kórnum fyrir nokkrum árum. Agn-
us Dei eftir Hjálmar H. Ragnars-
son er lokaþáttur úr Messu fyrir
blandaðan kór, en Schola cantorum
flutti það sem keppnisverk í kóra-
keppni í Baskalandi sl. haust þar
sem það vakti mikla athygli. Verkið
er samið fyrir þrískiptan kór og
býður upp á nýstárlega nálgun við
altarisgönguþátt messunnar.
Meistarar kórtón-
listar 20. aldar
HVAÐ ertu tónlist? nefnist
tónlistarnámskeið sem hefst á
mánudag þar sem Jónas Ingi-
mundarson leitar svara við
spurningunni Hvað ertu tón-
list? Hann leikur tóndæmi og
leiðir þátttakendur m.a. um
heim Händels, Brahms, Schu-
berts og Beethovens.
Samstarfsverkefni Endur-
menntunar Háskóla Íslands,
Salarins og Kópavogsbæjar
Tónlistar-
námskeið
í Salnum