Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 35 INFORMATION MEETING IN ICELAND Date: Monday, February 9 Time: 18.00 – 19.30: MBA (Executive MBA) 19.30 – 20.15: Master of Science (BScB) Venue: Radisson SAS Saga Hotel Reykjavik, Hagatorg BI Norwegian School of Management, one of the leading private business schools in Europe, will be holding an information meeting in Iceland to present its graduate programs: MSc and MBA. Icelandic BI alumni will be present to answer your questions. For those interested, information about the international full time Bachelor of Science in Business(BScB) and part time Executive MBA program will also be available. MASTER OF SCIENCE – TWO YEARS FULL TIME - state of the art knowledge based on cutting edge research (MSc in Business, Financial Economics, Marketing, Organizational Psychology, Business & Economic History) MBA- 11 MONTHS FULL TIME - strategic leadership through international group work (General management MBA with a focus on Leadership, Strategy, Corporate Finance and group work) More information: www.bi.edu study@bi.no Telephone: + 47 22 98 50 50 Dagskrá Listasafns Íslandsnæstu mánuði verðurbæði fjölbreytt og spenn-andi, að sögn Ólafs Kvaran safnstjóra. Um síðustu helgi var opnuð sýning á verkum Flúxuslista- manna úr einkasafni Þjóðverjans René Block, en hann er sýn- ingarstjóri ásamt Gabr- iele Knapstein. Meðal listamannanna sem eiga verk á sýningunni eru Joseph Beuys, George Brecht, John Cage, Arthur Köpcke, Manfred Leve, George Maciunas, Benjamin Patterson, Robert Reh- feldt, Dieter Roth og Wolf Vostell. Flúxushreyfingin hefur mótað al- þjóðlegt listalíf allt frá sjöunda ára- tugnum og ekki síst haft mikil áhrif á Íslandi. Það var ekki síst vegna ná- inna tengsla Dieters Roth við ís- lenska listsamfélagið að íslenskir listamenn kynntust mörgum Flúx- uslistamönnum sem margir sýndu hérlendis. Hluti Flúxussýning- arinnar er einmitt helgaður þessum tengslum og þeim gerð góð skil. Sýningin hefur að leiðarljósi að sýna tengslin við Flúxushreyfinguna og hvernig flúxusáhrifa gætir enn í verkum starfandi listamanna í dag. Í þessum hluta Flúxussýningarinnar eru verk eftir Magnús Pálsson, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guð- mundsson, Sigurð Guðmundsson, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Kristin G. Harðarson, Eygló Harðardóttur, Margréti H. Blöndal og fleiri. Í lok mars verður opnuð sýning sem nefnist Íslensk myndlist 1900– 1930, en að sögn Ólafs Kvaran er hún framhald af tímabilasýningum Listasafnsins sem fjalla um íslenska listasögu. „Húsnæði okkar leyfir ekki stórar yfirlitssýningar, og okk- ar aðferð til að fjalla um íslenska listasögu er að skipa henni í ákveðin tímabil. Þessi tími er gífurlega spennandi; þetta er tími frumherj- anna í íslenskri myndlist, þegar ís- lensk myndlist er að skilgreina sjálfa sig og sitt samband við samfélagið.“ Sýningin veitir yfirlit yfir þau margvíslegu viðfangsefni sem ís- lenskir listamenn fengust við fyrstu þrjá áratugi 20. aldar bæði í málara- og höggmyndalist. Landslag, þjóð- sögur, mannamyndir, goðsögur og uppstillingar voru allt áleitin myndefni á þessu tímabili. Þarna verða sýnd verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jó- hannes Kjarval, Jón Stefánsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristínu Jónsdóttur, Finn Jóns- son, Gunnlaug Blön- dal, Einar Jónsson og fleiri. Framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar verður sérstaklega glæsilegt, en það er sýning unnin í sam- vinnu við Astrup Fe- arnley-listasafnið í Ósló. Á síðustu árum hefur Lista- safnið markvisst byggt upp erlend tengsl og samstarf við söfn erlendis, og Listahátíðarsýningin er liður í þess konar samstarfi. Að sögn Ólafs verður uppistaða þessarar sýningar bandarísk samtímalist. „Astrup Fe- arnley-safnið hefur á margan hátt mikla sérstöðu í samanburði við evr- ópsk söfn, því það hefur haft tök á því að kaupa mörg þeirra dýru am- erísku verka sem önnur söfn hafa ekki getað eignast. Þarna gefst því einstakt tækifæri til að draga saman í eina sýningu þá listamenn sem hæst hefur borið á alþjóðlegum vett- vangi á síðustu tuttugu árum. Þetta eru stóru stjörnurnar sem hafa sett mark sitt á alþjóðlegt listalíf.“ Þetta póst-móderníska tímabil einkennist mjög af tileinkun og end- urvinnslu á mörgum listhugtökum sem fyrir eru, fyrirmyndum þeirra og þeim hlutum sem einkenna þau. Um leið endurspeglar listin goð- sagnir hversdagsins á mjög auðskil- inn og áþreifanlegan hátt. Lista- menn sem eiga verk á sýningunni eru Jeff Koons, Sherrie Levine, Bruce Nauman, Cindy Sherman, Andy Warhol, Robert Gober, Felix Gonzalez-Torres, Duane Hanson, Louise Lawler, Richard Prince og Charles Ray. „Þetta verður mjög spennandi sýning, því þarna er teflt fram þeim listamönnum sem hafa verið mjög áberandi í alþjóðlega listalífinu og þeim margvíslegu spurningum sem verk þeirra vekja,“ segir Ólafur, en sýningin verður opnuð við opnun Listahátíðar, 15. maí. Sumarverkin spanna heila öld Sumarsýning safnsins hefur yf- irskriftina Umhverfi og náttúra í ís- lenskri myndlist á 20. öld. Fjölmarg- ir listamenn munu eiga verk á sýningunni, má nefna Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Júl- íönu Sveinsdóttur, Svavar Guðna- son, Nínu Tryggvadóttur, Kristján Davíðsson, Sigurð Guðmundsson, Helga Þorgils, Georg Guðna, Bryn- hildi Þorgeirsdóttur, Sigurð Árna Sigurðsson, Hrafnkel Sigurðsson, Spessa, Guðrúnu Einarsdóttur, Daníel Magnússon, Ólaf Elíasson, Olgu Bergmann og Hlyn Hallsson. Ólafur Kvaran segir að markhóp- ur sýningarinnar sé ekki síst erlend- ir ferðamenn. „Verkin spanna allt frá rómantískri upphafningu lands- ins í verkum listamannanna frá alda- mótunum 1900 fram til þeirrar myndlistar sem við eigum frá síð- ustu árum, sem fjallar meira um samband náttúru og menningar og vekur gjarnan spurningar um af- stöðu okkar til náttúrunnar.“ Yfirlitssýning á verkum Guð- mundu Andrésdóttur verður opnuð í Listasafni Íslands í september, en Guðmunda var einn helsti fulltrúi abstraktlistarinnar í íslenskri mál- aralist á 20. öldinni. Stíll Guðmundu þróaðist frá geómetrískri ab- straktlist í flóknari myndbyggingu ljóðrænna verka þar sem hreyfingin á myndfletinum varð Guðmundu hugleikið rannsóknarefni. Guð- munda arfleiddi Listasafn Íslands að hluta þeirra verka sem hún lét eftir sig, svo og að öllum teikningum sín- um og skissum. „Það er ekki síst vegna þessarar höfðinglegu gjafar sem efnt er til þessarar sýningar, því með henni opnuðust möguleikar á að skoða hennar myndlist á nýjan máta.“ Sýning á helstu þáttum forvörslu Í tilefni af 120 ára afmæli Lista- safnsins verður í september opnuð sýning á forvörslu listaverka. Hún lýtur að helstu þáttum varðveislu, viðgerða og rannsókna á þeim menn- ingarverðmætum sem tilheyra safn- eign Listasafns Íslands og unnin eru á forvörsludeild safnsins. Í eigu safnsins eru nú um tíu þúsund verk og varpar sýningin ljósi á þennan mikilvæga þátt í starfi safnsins. Í nóvember verður opnuð sýning sem hlotið hefur nafnið Frumraun, en þar verða viðfangsefni yngstu kynslóðarinnar í íslenskri myndlist könnuð. Hvernig er upplifun þeirra á umhverfinu og hvernig end- urspeglast hún í listinni? Hvaða skilaboð kristallast í verkum þeirra? „Aðstaða þessarar kynslóðar lista- manna til að koma verkum sínum á framfæri er mjög fátækleg, þannig að okkur finnst það mjög forvitnilegt og spennandi verkefni að lyfta þeim fram.“ Sjónarhorni Listasafnsins hefur verið vel tekið af gestum þess, að sögn Ólafs, en markmið þess er að sýna verk starfandi listamanna. Í apríl verður Ragna St. Ingadóttir, sem býr og starfar í París, með ljósmyndainnsetningu og víd- eóverk í Sjónarhorni, en bæði verkin vinnur hún sér- staklega fyrir sýninguna. „Ragna er nær óþekkt á Ís- landi, því hún hefur verið búsett í Noregi og í París nær allan sinn listferil.“ Ólafur Kvaran segir að í öllu sýningarstarfi Listasafns Íslands sé lögð mikil áhersla á að skapa hinn virka áhorfanda. „Í tengslum við sýningarnar vinnum við ýmiss konar upplýsingar um verkin og listamennina, þannig að upplifun áhorfandans sem hingað kemur verði sem mest og best,“ segir Ólaf- ur Kvaran. Listasafn Íslands kynnir sýningar sínar næsta árið Michael Jackson og Bubbles á Listahátíð Flúxussýning, Flúxus-píanó-Lithá- en „Til heiðurs Maciunas“, Wolf Vostell,1994. Sumarsýning, Skógarhöllin, Jó- hannes S. Kjarval, 1918 olía LÍ 162 Sumarsýningin Umhverfi og náttúra, Hugi og Lóa Aðalheiður í Bjarnar- flagi, Hlynur Hallsson 2003, Yfirlitssýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur, Átrúnaður, 1971 Ol- ía LÍ 1605 Ólafur Kvaran safn- stjóri Listasafns Íslands Ljósmynd 1/3 LÍ 6316 Bandarísk samtíma- list á Listahátíð, Michael Jackson and Bubbles, Jeff Koons, 1988 Postu- lín og keramik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.