Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 8. febrúar 1994: „Niðurstaða finnsku forsetakosninganna um helgina er sú að jafn- aðarmaðurinn Martti Aht- isaari verður næsti forseti Finnlands. Fyrrum stjórn- arerindrekinn Ahtisaari hlaut 53,9% atkvæða en Elisabeth Rehn varnarmálaráðherra Finnlands 46,1%. Ahtisaari er kjörinn til sex ára og tekur við embætti af Mauno Koivisto, sem verið hefur forseti Finnlands und- anfarin tólf ár. Framan af bentu skoð- anakannanir til að Rehn myndi hafa betur í baráttunni en síðustu dagana fyrir kosn- ingar var ljóst að Ahtisaari var kominn með forskot á hana. Er talið að sú stað- reynd að Rehn kemur úr röð- um sænskumælandi Finna hafi dregið úr vinsældum hennar þegar á leið. Það sem líklega hefur þó ráðið mestu um úrslit kosn- inganna er mikil óánægja meðal Finna með stöðu efna- hagsmála. Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust nær einvörðungu um efna- hagsstefnu hinnar borg- aralegu ríkisstjórnar Esko Ahos, þar sem Rehn á sæti, og hið mikla atvinnuleysi í Finnlandi. Kosningarnar breyttust í eins konar átök milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar með Jafnaðarmannaflokkinn í broddi fylkingar.“ . . . . . . . . . . 8. febrúar 1984: „Nú liggja fyrir niðurstöður í tveimur könnunum á högum laun- þega. Annars vegar athugun Kjararannsóknanefndar sem starfar á vegum samtaka launþega og atvinnurekenda og hins vegar athugun Vinnu- veitendasambands Íslands. Úrtakið í þessum könnunum er ekki sambærilegt. Kjara- rannsóknanefnd var að rann- saka tekjur láglaunafólks en Vinnuveitendasambandið gerði úttekt á kjörum laun- þega almennt. Ástæða er til að vekja athygli á þessum mun, þar sem Þjóðviljinn, málgagn Alþýðubandalags- ins, er þegar tekinn til við að gera niðurstöður í athugun Vinnuveitendasambandsins tortryggilegar. Staðreyndir er hins vegar sú að í þeim hluta rannsóknanna sem eru sambærilegar hjá Kjararann- sóknanefndinni og Vinnuveit- endasambandinu er hið sama upp á teningnum. Í báðum til- vikum kemur fram, að það eru einstæðir foreldrar og barnmargar fjölskyldur sem standa verst að vígi.“ . . . . . . . . . . 8. febrúar 1974: „Í málgagni Framsóknarflokksins, Tím- anum, er leiðari sl. þriðjudag undir stöfunum Þ.Þ. þar sem ráðizt er harkalega að Al- þýðubandalaginu, eða flokki kommúnista á Íslandi, og virðast nú augu þeirra Tíma- manna loksins hafa lokizt upp fyrir þeirri staðreynd, að í ríkisstjórn Ólafs Jóhann- essonar sitja öfgamenn svip- aðrar tegundar og þeir, sem undanfarið hafa ráðið árás- unum á Solzhenitsyn. For- ystugrein Tímans þennan dag heitir: Kremlar- þröngsýni. Þar segir m.a.: Al- þýðubandalagið á bersýni- lega enn langt í land, þangað til það getur talizt víðsýnn sósíalistaflokkur, er rúmi jafnt kommúnista og sósíal- demókrata. Þar situr enn að völdum sama Kremlar- þröngsýnin og sú, sem stjórn- ar ofsóknum gegn Solzhenit- syn í Sovétríkjunum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U mræður um fjármögnun náms á háskólastigi verða æ meira áberandi. Undan- farna daga hafa fjárhags- mál Háskóla Íslands mjög verið til umræðu. Á fundi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra með stúdentum við Háskólann sl. fimmtudag var rætt um hvort taka bæri upp skólagjöld við skólann og hvort beita ætti fjölda- takmörkunum. Þá lýsti ráðherra sig reiðubúna að láta fara fram stjórnsýslu- og fjárhagsúttekt á skólanum. Um skólagjöld sagði Þorgerður Katrín: „Þeg- ar ég hef verið spurð um afstöðu mína til skóla- gjalda hef ég sagt að ég telji þau vera einn af val- kostum sem stjórnmálamenn hljóti að velta fyrir sér á hverjum tíma ef það kann að styrkja starf háskólanna í landinu. [...] Ég er með þessu ekki að segja að ég telji rétt að taka upp skólagjöld en ég er hins vegar að segja að það sé rétt að menn hefji þessa hreinskilnu umræðu um kosti, jafnt sem galla. [...] Við erum einfaldlega að reyna að finna leiðir til þess að auka fjárstreymi innan há- skólans án þess að jöfnum tækifærum til náms sé ógnað og um leið að auka gæði námsins.“ Það má taka undir það með menntamálaráð- herra að kominn er tími til að fram fari ítarleg og hreinskiptin umræða um kosti og galla þess að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og hina ríkisháskólana. Því miður hefur varla mátt nefna orðið skólagjöld í umræðum um háskólastigið án þess að menn velti ofan í pólitískar skotgrafir hver um annan þveran og reki upp kollinn rétt aðeins til að hrópa að jafnrétti til náms sé í hættu. Breyttur mál- flutningur Á undanförnum árum hefur þó orðið sú breyting á, að for- svarsmenn ríkishá- skólanna hafa gengið í lið með þeim sem vilja ræða þennan kost. Tilkoma einkarekinna há- skóla, sem fá sömu framlög á hvern nemanda í sams konar námi og í ríkisháskólunum, en hafa jafnframt þann möguleika að innheimta skóla- gjöld, hefur sýnt ríkisháskólunum fram á að þeir eru í raun í spennitreyju þar sem þeir hafa enga heimild til að láta nemendur greiða fyrir námið að hluta. Einkareknu háskólarnir bjóða að sönnu aðallega upp á nám í vinsælum greinum, en það er ekki eina ástæðan fyrir því að ungt fólk flykk- ist í þá, þrátt fyrir skólagjöld sem nema hundr- uðum þúsunda króna á ári. Þessum nemendum stendur til boða svipað nám í Háskóla Íslands, sem kostar þá 35 þúsund króna innritunargjald á ári. Einkareknu skólarnir laða til sín nemendur vegna þess að fólk telur að með því að borga meira fái það betri menntun. Þessir skólar hafa úr meira að spila á hvern nemanda en ríkishá- skólarnir, eru í stakk búnir til að bjóða kennurum betri laun og hafa laðað til sín kennara frá Há- skóla Íslands og fleiri ríkisstofnunum. Að sjálfsögðu sjá stjórnendur ríkisháskólanna að við svo búið má ekki standa. Þess vegna hefur Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, gert skólagjöld að umræðuefni og bent á að í núver- andi stöðu hafi einkareknu skólarnir samkeppn- isforskot á Háskóla Íslands. Viðskipta- og hag- fræðideild HÍ hefur beinlínis farið fram á heimild til að innheimta skólagjöld í framhaldsnámi í við- skiptafræðum. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Ís- lands, hefur vakið máls á kenningum Nicholas Barr, prófessors við London School of Econo- mics and Political Science, sem kalla má guð- föður nýsamþykktrar kerfisbreytingar í Eng- landi, þar sem heimild ríkisháskóla til að innheimta skólagjöld er hækkuð en jafnframt gerðar umbætur á námslána- og styrkjakerfinu. Þá skrifaði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, athyglisverða grein á mið- opnu Morgunblaðsins fyrir viku, þar sem hann setur fram hugmyndir um að ríkisháskólarnir fái heimild til að leggja á skólagjöld í meistara- og doktorsnámi, en á móti verði lánareglum og end- urgreiðslukjörum Lánasjóðs íslenzkra náms- manna breytt til að auðvelda námsmönnum að standa undir skólagjöldunum. Jafnframt verði kerfi námsstyrkja stóreflt. Einnig má sjá að breytingar eru að verða í hinu pólitíska umhverfi. Stjórnarandstöðuflokk- arnir sitja reyndar allir sem fastast í sinni skot- gröf og ljá ekki máls á umræðum um skólagjöld. Nýr menntamálaráðherra hefur hins vegar gefið skýrt til kynna að hún vilji ræða málið. Fram- sóknarflokkurinn hefur til þessa verið andvígur skólagjöldum í ríkisháskólum, en í grein Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns og aðstoðar- manns Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, laug- ardag, má þó greina vísbendingar um að sú afstaða geti breytzt. Þar segir Björn Ingi m.a.: „Í stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir kosning- arnar sagði jafnframt að menntun eigi að vera fyrir alla, óháð efnahag, búsetu og stöðu. Þar er jafnframt sérstaklega tekið fram að engin skóla- gjöld verði í grunnskólum, framhaldsskólum eða ríkisreknum háskólum. Afstaða Framsóknar- flokksins í þessum málum liggur því fyrir í öllum grundvallaratriðum. Hins vegar er engin afstaða eilíf, heldur þarfnast hún sífelldrar endurskoð- unar.“ Borgun eða hnignun Björn Ingi bendir í grein sinni á að um- ræðurnar um upptöku skólagjalda eru alls ekki séríslenzkt fyrirbæri. Í Bretlandi er eins og áður sagði nýbúið að heimila hækkun skóla- gjalda. Tímaritið The Economist fjallaði ítarlega um þá breytingu í síðustu viku undir forsíðufyr- irsögninni „Pay or decay: The university crisis“, sem mætti þýða „Borgun eða hnignun: Kreppa háskólanna.“ Tímaritið bendir á að eftirspurn eftir háskólamenntun hafi farið hraðvaxandi í Bretlandi og öðrum Evrópuríkjum, en fjármunir frá hinu opinbera hafi ekki haldið í við útþenslu háskólanna og fyrir vikið séu þeir í fjárþröng og gæðum menntunarinnar fari hnignandi. „Í raun hafa háskólar í þessum löndum orðið ríkisreknar gráðuverksmiðjur. Markmið þeirra er að koma sem flestu ungu fólki inn og út aftur með sem minnstum kostnaði og fyrirhöfn,“ segir í umfjöll- un blaðsins. Það fagnar því stefnubreytingu rík- isstjórnar Verkamannaflokksins – sem vel að merkja hefur áratugum saman barizt fyrir jafn- rétti til háskólanáms í Bretlandi. Þróunin hér á landi er nákvæmlega sú sama og í öðrum Evrópulöndum. Fleiri og fleiri vilja afla sér háskólamenntunar. Árið 2000 voru rúmlega 10.000 nemendur í háskólum landsins. Á síðasta ári voru þeir rúmlega 15.000. Það er 50% fjölgun á þremur árum – og bendir raunar ekki til að margar hindranir séu í vegi þeirra sem vilja leggja stund á háskólanám. Framlög ríkisins til háskólastigsins hafa aukizt að sama skapi – en dugar ekki til. Fjölgun háskólamenntaðra Ís- lendinga er vissulega þjóðarhagur og styrkir samkeppnisstöðu þjóðarinnar. Þess vegna eru líka hér um bil allir sammála um að háskólar eigi að fá framlög úr opinberum sjóðum. En er hægt að ætlast til þess að almennir skattgreiðendur taki á sig að fjármagna alla þessa aukningu, sem ekki sér fyrir endann á? Til þess að það yrði framkvæmanlegt, yrði væntanlega að hækka skatta til að koma í veg fyrir hnignun ríkisháskól- anna. Er ekki kominn tími til að spyrja, hvort þeir sem menntunarinnar njóta, eigi sjálfir að taka þátt í kostnaðinum? Menntunin greidd eftir á Þegar haft er á orði að með upptöku skóla- gjalda sé hindrað að efnalitlir nemendur geti lokið háskólaprófi, er að mörgu leyti horft á málin frá öfugum enda. Efnalitli stúdentinn, sem fer í háskóla, gerir það væntanlega ekki sízt með það í huga að bæta atvinnumöguleika sína og tekjur í framtíðinni. Það þýðir að hann ætti að vera betur í stakk búinn en ella að greiða kostn- aðinn við menntun sína eftir á – með því að taka námslán og borga það til baka. LÍN lánar fyrir skólagjöldum, með markaðsvöxtum fyrir gjöld- um í grunnháskólanámi, en vaxtalaust fyrir skólagjöldum vegna framhaldsnáms. Endur- greiðslur námslána eru tekjutengdar, þannig að þeir, sem þrátt fyrir að hafa náð sér í háskólapróf eru tekjulágir, greiða oft ekki námslánið að fullu til baka. Vegna þess að stærstur hluti útlána LÍN er að auki vaxtalaus, eru lán sjóðsins að veruleg- um hluta styrkur. Þannig má segja að með því að taka upp skólagjöld en lána fyrir þeim á hag- stæðum kjörum, væri að talsverðum hluta aðeins verið að færa niðurgreiðslu ríkisins á háskóla- námi til; framlag til háskólans breyttist í framlag til nemandans. Munurinn væri sá, að hinir tekju- hærri háskólamenn endurgreiddu stærri hluta framlags ríkisins en hinir tekjulægri, í stað þess að ríkisvaldið leggi hærri skatta á alla, þar á með- al efnalitlar fjölskyldur, til þess að greiða fyrir háskólanám hátekjumanna framtíðarinnar. Þannig ætti jöfnuður raunar að vera betur tryggður. Álagning skólagjalda hefur fleira jákvætt í för með sér en að tryggja fjárhag skólanna. Hún stuðlar að aukinni kostnaðarvitund nemenda og að þeir geri meiri kröfur bæði til sjálfra sín og há- skólanna. Skólagjöldin verða til þess að skólarnir fá betri skilaboð um það hvort þeir standa sig eða ekki í samkeppni við aðra; ef fólk er reiðubúið að borga fyrir að stunda námið, er það skýr vísbend- LEIKREGLUR Á MARKAÐI Íþeim umræðum, sem nú fara framum nauðsyn þess að setjaákveðnari leikreglur á markaðn- um, hefur það sjónarmið komið skýrt fram, ekki sízt hjá ungu fólki, að allar takmarkanir á athafnafrelsi væru af hinu vonda og líklegar til þess að draga úr þeim árangri, sem óheftur markaður gæti náð við að bæta lífs- kjör almennings. Í ræðu á aðalfundi Samtaka verzl- unarinnar í fyrradag sagði Pétur Björnsson, formaður samtakanna, m.a., að fákeppni væri að verða ríkjandi á markaðnum hér í nokkrum greinum viðskiptalífsins. Dyggur fylgifiskur fákeppni væri misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sem væri bönnuð með lögum. Og hann bætti við: „Við höfum verið óþreytandi við að vekja athygli ráðamanna á þessu en höfum þann djöful að draga að okkar umbjóðendur eru hræddir við að op- inbera ástandið vegna ótta við hefnd- araðgerðir.“ Á sama fundi lýsti Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra sinni skoð- un á því, hvernig bregðast ætti við, og sagði: „Ég er þeirrar skoðunar, að eft- ir því, sem frelsið í viðskiptum verður meira og þátttaka ríkisins í atvinnu- rekstri minni, verður þörfin fyrir eft- irlit með því að fyrirtækin hegði starf- semi sinni í samræmi við forsendur frelsisins meiri, t.d. eftirlit með því, að samkeppni sé í raun frjáls og að allir sitji við sama borð …“ Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vék að sama máli í athyglis- verðri grein í Morgunblaðinu í gær og sagði: „Svigrúm einstaklinga til að láta að sér kveða í atvinnulífinu á að vera sem mest. Bezta leiðin til að tryggja hag fyrirtækja og viðskiptavina þeirra er frjáls samkeppni …“ Síðan sagði dómsmálaráðherra, að það „stangast … að sjálfsögðu ekki á við þá stjórnmálastefnu, sem vill veg markaðshagkerfisins mikinn, að setja leikreglur um framgöngu á markaðn- um. Hvarvetna hefur ríkisvaldið slík- ar reglur sér til trausts og halds í við- leitni sinni við að vernda hinn almenna borgara og tryggja hóflegt jafnvægi til stuðnings góðum viðskiptaháttum“. Björn Bjarnason vék síðan að þeirri nefnd, sem viðskiptaráðherra hefur nýlega skipað til þess að fjalla um samþjöppun í viðskiptalífinu og hringamyndun, og sagði: „Nefndin starfar … í þjóðfélagi þar sem sam- þjöppun hefur á skömmum tíma leitt til hringamyndunar og fákeppni á dagvöru- og byggingavörumarkaði, en þar hafa nú tvær keðjur stórmarkaða nálægt 80% hlutdeild hvor á sínum markaði. Stærsti aðilinn er með yfir 60% hlutdeild í matvöruverzlun og hefur jafnframt eignazt 2⁄3 af dagblöð- um landsins og 50% af sjónvarps- og útvarpsfréttastofunum.“ Þau ummæli, sem hér hefur verið vitnað til, benda til þess, að smátt og smátt sé að skapast víðtæk samstaða innan stjórnmálaflokkanna og úti í þjóðfélaginu um nauðsyn aðgerða til þess að koma í veg fyrir þá samþjöpp- un og hringamyndun í atvinnulífinu, sem m.a. var brugðið upp mynd af í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag. Með slíkum aðgerðum er ekki unnið að því að skerða viðskiptafrelsi heldur tryggja framtíð þess á Íslandi. Frelsi getur á skömmum tíma breytzt í ófrelsi. Samkeppni getur á skömmum tíma breytzt í einokun. Og einokun kemur niður á öllum almenn- ingi eins og dæmin sanna. Líklegt má telja að þegar upp verður staðið verði mjög almenn samstaða um nauðsyn aðgerða til þess að tryggja viðskipta- frelsið enda engin rök til annars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.