Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 43 ✝ Sigmunda Kol-brún Guðmunds- dóttir fæddist á Akranesi 11. októ- ber 1935. Hún lést 18. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Júníus Jónsson, f. á Gamla-Hrauni 29. júní 1908, skipstjóri á Akranesi, og Hólmfríður Ás- grímsdóttir, f. 8. ágúst 1905 á Ási í Hjaltadal. Alsystkini Kolbrúnar eru: Frans Sævar, Ingibjörg Gíslína, Ásgrímur Þór, Barði Erling og Jónína Lilja. Eftirlifandi eigin- maður Kolbrúnar er Guðmundur Bern- harð Sveinsson, f. 17. júní 1933 í Hveravík í Nessveit. Börn þeirra hjóna eru: Erling Ómar, Guðrún Þóra, Haf- dís Dagmar, Guð- mundur, Hólmfríð- ur Dröfn, Magndís Bára og Bryndís. Einnig ólu þau upp Huldu Ingibjörgu Benediktsdóttur. Á Akranesi var náms- og starfsvettvangur Kolbrúnar. Útför Kolbrúnar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Kolbrún Guðmundsdóttir var fædd á Akranesi og þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Akranes hef- ur örugglega verið góður staður fyr- ir börn og þau hafa unað þar við leik og störf. Bjart var yfir bernskuár- unum. Kynni okkar Kolbrúnar hófust haustið 1952 þegar við ásamt fleiri ungum stúlkum komum til náms í húsmæðraskólann á Hverabökkum í Hveragerði til að auka þekkingu okkar á ýmsum hliðum heimilis- halds, en það þótti sjálfsagt fyrir heimasætur þess tíma. Við vorum fimm saman í herbergi, eru þrjár látnar en eftir lifa Ingibjörg systir Kolbrúnar og undirrituð. Veturinn var ógleymanlegur og þroskandi að búa í heimavist og þurfa að fara eftir reglum skólans. Kolbrún var góður félagi, hjálpsöm, dugleg og hlátur- mild. Vegir skildu að námi loknu og samfundir voru færri en við hefðum óskað. Kolbrún og maður hennar eignuð- ust sjö börn og tóku auk þess í fóstur frænku Kolbrúnar tveggja ára. Það er fagurt ævistarf að ala upp átta börn og koma þeim til manns. Ég vil fyrir hönd okkar skóasystra á Hverabökkum veturinn 1952–1953 þakka Kolbrúnu allar góðu samveru- stundirnar. Eiginmanni, börnum og fjölskyldum þeirra auk systkina sendum við samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa minningu Kol- brúnar. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem.) Guðríður Bjarnadóttir. SIGMUNDA KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Við, sem þetta skrif- um, viljum ekki láta líða lengra en þegar er orðið frá ótímabæru fráfalli góðs vin- ar, Eiríks Elissonar, að minnast hans svo sem vert er. Þegar við hitt- um þau heiðurshjón, Eirík og Ingi- gerði, í Löngubúð á Djúpavogi sl. sumar benti ekkert til þess að nokkr- um vikum síðar væri hann allur, því þann dag var eins og vænta mátti stutt í glettnina og strákslegan prakkarasvipinn, sem einkenndi hann. Þannig munum við minnast hans og jafnframt með gleði í hjarta hins trausta vinar, sem hann var okkur alla tíð. Í kringum Eirík var sjaldan logn- molla. Því má segja nú, þegar sárasti sviðinn vegna brotthvarfs hans er á braut og birtan eykst í víðum skiln- ingi, að andlát hans hafi borið að á þann hátt, sem hann hefði líklega kosið, hefði hann átt völ þar um. Hvað sem því líður finnst okkur öll- um, sem eftir sitjum og sjáum á bak góðum dreng, hann hafa horfið okk- ur allt of snemma. Eiríkur og Ingigerður voru ná- grannar okkar á Egilsstöðum í næst- um fjögur ár. Betri nábúa var ekki hægt að hugsa sér, hvort sem dvalið var við rabbstundir yfir kaffibollum, knúð dyra í verkfæraleit, leitað að- stoðar með bitlítil eða vangæf sláttu- tæki eða óskað viðgerðarmanns með uppbrettar ermar, þegar bilaður eð- alvagn beið á hlaðinu. Í minningunni lifa hlýju sumarkvöldin, þegar setið var með hljómgígju úti í garði og húsfreyjan átti það til að lauma mildu söngvatni að söngstjóranum, en húsbóndinn steig taktinn og hummaði með, enda dansmaður góð- ur. Hið sama á við um samveru- stundir yfir sjósignum fiski, sem hefð var að snæða einu sinni á vetri í boði fólksins af fjörðum niður. Of- arlega í huga verður einnig ætíð samsætið heima hjá þeim hjónum að áliðnu sumri 2002, sem lauk með því að gengið var um fagra lóð þeirra, sem þau bæði og ekki síður húsbónd- HALLDÓR EIRÍKUR ELISSON ✝ Eiríkur Elissonfæddist á Hall- freðarstöðum í Hró- arstungu 3. ágúst 1938. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 10. sept- ember síðastiðinn og var útför hans gerð frá Egilsstaðakirkju 19. september. inn lagði metnað sinn í að hafa vel hirta og snyrtilega í hvívetna. Ekki má gleyma stundunum, sem karl- arnir áttu saman í bíl- skúrnum að smakka til hákarl með tilheyrandi, velja beztu bitana og undirbúa að hengja undir rjáfur til geymslu. Og þegar svöðusár opnaðist við ógætilega handfjötlun hráefnisins var Eiríkur snöggur að leggja til sjúkrabílinn yfir á heilsugæzluna og koma hinum slas- aða fumlaust í hendur læknis. Ekki þótti honum ónýtt að aðgerð lokinni að fá lækninn í heimsókn í bílskúr- inn, svo hann gæti tekið þátt í þeirri helgistund að velja sér væna og góða beitu, enda allir þrír smekkmenn á þetta vandmeðfarna hnossgæti. Var þá hlegið hrossahlátri yfir þessum sérstöku aðstæðum og menn sam- mála um að líklega hefði það aldrei gerzt á Íslandi fyrr, að læknir hefði að aflokinni aðgerð birzt á slysstað og gert tjónvaldinn upptækan með því að éta hann. Eríkur var uppalinn í sveit og þótt hann byggi lengi í þéttbýlinu á Egils- stöðum var hann ætíð mikill bóndi í sér. Hann aðstoðaði við sauðburð, heyskap og önnur bústörf í Ásgarði, sentist um í smalamennsku á haustin og birtist drjúgur á svip með afurðir úr garðlöndum sínum, þegar kart- öfluuppskera á fjörðum og Héraði var borin saman. Hann naut þess að fylgjast með búverkum í Ásgarði og var það hluti af lífsmunstri hans að hringja reglulega til að fá fréttir af öllu er að búrekstrinum laut og ekki mátti líða of langt á milli ferða á bú- garðinn. Faðir og afi var hann einnig góður og geislaði í návist barna- barnanna. Háturmildi Eiríks var viðbrugðið og ófá voru þau mannamótin, þar sem hlátur hans smitaði frá sér og losaði um þvingað andrúmsloft. Þeir, sem stóðu að skemmtun undir nafn- inu „Belgur 2000“, voru svo vissir um að Eiríkur myndi mæta að þeir létu þess sérstaklega getið við auglýs- ingu á samkomunni að hann hefði þegar boðað komu sína, enda þóttust þeir vita að stráksskapur sá, er þar átti að hafa í frammi, myndi höfða til hans. Eiríkur var skipuleggjari góður og vildi hafa alla hluti á hreinu. Sem dæmi um það má nefna, að hann hafði eitt sinn veg og vanda af því að annast framkvæmd kynnisferðar í tengslum við fundi á vettvangi stétt- arfélags, er hann hafði valizt til trún- aðarstarfa fyrir. Hafði hann þá með margra vikna fyrirvara kallað til gleðimenn tvo að aðstoða sig við að halda uppi söng í rútunni, meðan ek- ið var umhverfis „Fljótið eina“, og gætti þess að stoppa á fyrirfram ákveðnum stöðum. Hélt hann mönn- um vel að veitingum, svo sem góðra gestgjafa er siður, hafði þó allt í hófi og gætti þess engu að síður að allar tímasetningar héldu. Og þótt Eiríkur gæti verið snögg- ur upp á lagið og segði stundum hluti í hálfkæringi vissu allir, er til þekktu, að þar fór maður, sem innst inni var bæði ljúfur og góður og sannur vinur vina sinna. Þannig munum við minnast hans. Um leið og við þökkum að ferðalokum Eiríki El- issyni góð kynni, og allar ánægju- legu samverustundirnar, sem okkur auðnaðist að eiga með þeim hjónum, sendum við okkar beztu kveðjur til Ingigerðar, sona þeirra, tengda- dætra, barnabarna og annarra, er um sárt eiga að binda vegna fráfalls hans. Hlíf og Hafþór. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, REBEKKU LÓU LÚTHERSDÓTTUR, Þórður Óskarsson, Bryndís Kristinsdóttir, Guðmundur Rúnar Óskarsson, Ólöf Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sigurður Páll Óskarsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við ykkur öllum sem sýnduð okkur ómetanlegan stuðning og hlýju við andlát og útför okkar elskulega unnusta, sonar og bróður, HALLMARS ÓSKARSSONAR, Engjaseli 61. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæslu- deildar Landspítalans við Hringbraut. Fyrir hönd vina og ættingja, Marta Guðmundsdóttir, Hallbjörg Thorarensen, Óskar Elvar Guðjónsson, Þórir Óskarsson, María Óskarsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar og systur, EMILÍU LÍF JÓNSDÓTTUR, Grænukinn 7, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks vökudeildar Barnaspítala Hringsins. Emilía Guðbjörg Rodriguez, Jón Halldór Pétursson, Hafþór Ingi og Enok Vatnar. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við frá- fall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS JÓNSSONAR útvarpsvirkjameistara, Lynghaga 24, Reykjavík. Jón Ólafsson, Elsa K. Ásgeirsdóttir, Ólafur Ólafsson, Hlíf Þórarinsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Helgi Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur og bróðir, SVEINN KONRÁÐSSON, Háagerði 25, sem lést sunnudaginn 1. febrúar verður jarðsunginn frá Bústaðarkirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Lauf félag flogaveikra. Konráð Ragnar Sveinsson, Arna Eir Einarsdóttir, Gunnar Örn Sveinsson, Sara Kristjánsdóttir, Jón Arnar Sveinsson, Konráð Ragnar Sveinsson, Guðbjörg Jóna Jónsdóttir og systkini hins látna. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.