Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 48

Morgunblaðið - 08.02.2004, Page 48
SKOÐUN 48 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt lagaumhverfi ÍSLENSKT lagaumhverfi hefur breyst mikið á skömmum tíma. Áhrifavaldarnir eru margir og með- al þeirra eru aðild landsins að fjöl- mörgum alþjóðlegum mannrétt- indasamningum SÞ og mannréttindasáttmála Evrópu; að- ild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) 1994 og endurskoðun stjórn- arskrárinnar 1995. Áhrif mannrétt- indasáttmála Evrópu jukust enn er hann var lögfestur hér á landi 1994 og ákvæði hans urðu hluti landsréttar og hef- ur í raun fengið stöðu of- ar almennum lögum. Með aðildinni að EES skuldbatt landið sig til að yfirfæra í landsrétt verulegan hluta alls Evrópuréttarins og gera framvegis þær breyt- ingar á landsrétti sem nauðsynlegur kynnu að vera til að uppfylla þær skuldbindingar, sem leiða af EES aðildinni. Jafnframt skuldbatt landið sig í raun til að veita EES rétti forgang gagnvart landsrétti þegar ákvæði þessara tveggja rétt- arkerfa reynast ósamrýmanleg. EES réttur verður ekki sjálfkrafa hluti landsréttar heldur er það skylda ríkisstjórnar að leggja fyrir Alþingi frumvörp til breytinga á landsrétti, þannig að hann samrým- ist jafnan EES rétti. Vanræki rík- isstjórn og Alþingi þetta hlutverk getur ríkið orðið skaðabótaskylt gagnvart þeim, sem bíða tjón af vanrækslu ríkisins að þessu leyti. Hlutverk dómstóla í nýju umhverfi Fyrir því er löng stjórnskip- unarvenja hér á landi og stjórn- skipun landsins reyndar á því byggð, að þegar almennar rétt- arreglur samræmast ekki ákvæðum stjórnarskrárinnar, skuli dómstólar beita reglum stjórnarskrárinnar. Þær hafa forgang fram yfir almenn- ar réttareglur þar á meðal lög sett af Alþingi. Þetta á sér eðlilaga skýr- ingu. Valdhafarnir þrír, löggjaf- arvald, framkvæmdavald og dóms- vald, sækja tilveru sína og valdheimildir til stjórnarskrárinnar. Stjórnaskráin heimilar Alþingi að setja almenn lög og hún mælir svo fyrir að ráðherrar og önnur stjórn- völd skuli framfylgja lögum. Rísi ágreiningur um túlkun laga og framkvæmd þeirra skera dómstólar úr, þar á meðal um hvort Alþingi hafi við meðferð löggjafarvalds far- ið að reglum stjórnarskrárinnar og öðrum stjórnskipunarreglum, skráðum og óskráðum. Hafi Alþingi farið út fyrir þær heimildir sem því er veittar í stjórnarskrá í löggjaf- arstarfi sínu er dómstólum skylt að víkja lagaákvæðum sem þannig er ástatt um til hliðar. Almenn lög geta ekki vikið ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Almenn löggjöf sem takmarkaði réttinn til daga- blaðaútgáfu færi t.d. í bága við tján- ingarfrelsisákvæði stjórnarskrár- innar og dómstólar myndu víkja slíkum lögum til hliðar. En málið er ekki svo einfalt að Alþingi þurfi að- eins að taka tillit til ákvæða stjórn- arskrár við setningu laga. Áhrif alþjóðlegra skuldbindinga Landið hefur á undanförnum árum undirgengist æ ríkari skuldbind- ingar í alþjóðlegum samningum meðal annars um að haga löggjöf sinni um innanlands- mál með tilteknum hætti og til samræm- is við það sem stofn- anir utan Íslands ákveða. Með aðild- inni að EES féllst landið á að hluti lög- gjafarvalds þess væri falið stofnunum ESB án þess að hafa nokkuð um efni lög- gjafarinnar að segja. Að vísu getur landið að formi til neitað að innleiða slíka nýja löggjöf, en í reynd er það að áliti stjórnspekinga og lögspekinga ófær leið, enda myndi hún leiða til þess að landið yrði að segja síg úr lögum við EES. Hluti af fullveldinu er því ekki lengur í höndum landsins þar sem gerðir hafa verið samningar um að stofnanir utan landsins fari með þann hluta fullveldisins. Skiln- ingur sá sem landsmenn lögðu í fullveldishugtakið 1918 er aug- ljóslega breyttur og þeir leggja ekki eins mikla áherslu á fullveldið sem fyrr á tímum sjálfstæðisbaráttu. Enda þótt þeir alþjóðasamningar SÞ sem landið hefur gerst aðili að hafi ekki verið lögleiddir hér og gerðir að hluta landsréttar hafa þeir þó bein og óbein áhrif á löggjöf og dóma. Dómstólar leitast í æ rík- ari mæli við að túlka landsrétt þannig að hann samræmist alþjóð- legum skuldbindingum landsins og líta svo á það hljóti ætíð að vera vilji löggjafans að standa við alþjóð- legar skuldbindingar landsins og því beri þeim eftir því sem unnt er að túlka sett lög til samræmis við reglur þjóðaréttar. En hvað um meirihlutaviljann? Samkvæmt þingræðisreglunni myndar meirihluti kjörinna fulltrúa á Alþingi ríkisstjórn og í fram- kvæmd er það svo hér að öll löggjöf sem einhverju máli skiptir á upp- runa sinn hjá ríkisstjórn. Frum- vörpin verða til í ráðuneytunum og eru oftast samin af embætt- ismönnum og sérfræðingum. Þegar ráðherrar í ríkisstjórn hafa orðið ásáttir um efni og form lagafrum- varps er það lagt fyrir þá þing- flokka sem að ríkisstjórn standa. Fallist þingflokkarnir á frumvarp frá ríkisstjórn, er það lagt fyrir Al- þingi. Eftir það reynist örðugt að koma fram breytingum á laga- frumvörpum sem neinu nemur vegna þess að ríkisstjórn og þing- flokkar hennar hafa tekið ákvörðun. Að vísu eru frumvörp send til um- sagnar til aðila sem kunna að hafa hagsmuna að gæta eða búa yfir þekkingu og reynslu á viðkomandi sviði, en oftast er tími sá sem um- sagnaraðilar fá afar skammur og auki er þeim ljóst að nánast úti- lokað er að hafa áhrif á efni frum- varps sem komið er til nefndar. Sá meirihlutavilji sem birtist í löggjöf- inni er því í reynd vilji ríkisstjórnar og þingflokka hennar. Hér hefur myndast sú hefð að þingmenn telji sig bundna af vilja ríkisstjórnar og þingflokks og kom þessi hefð skýrt fram fyrir skemmstu er nýkjörinn þingmaður sagðist ekki geta barist fyrir þjóðþrifamálum eins og henni sýndist þar sem hún væri í liði og yrði að fylgja sínu liði. Yfirlýsing þingmannsins er heiðarleg og lýsir raunveruleikanum. Lagafrumvörp ríkisstjórnar í meiri háttar málum eru oft lögð þannig fram að í grein- argerð er látið sem aðeins ein lausn sé í boði á viðkomandi löggjaf- arsviði og aðrir kostir séu ekki frambærilegir. Þá eru meira háttar mál oft lögð fram rétt fyrir þinghlé með kröfu ríkisstjórnar um af- greiðslu fyrir hlé, þannig að ekki gefist neitt tóm til lýðræðislegrar umræðu utan og innan þings. Af þessum ástæðu hefur þingið sett niður meðal borgaranna og ákvarð- anir þess í lagaformi njóta ekki þeirrar jákvæðu viðtöku, sem þau ættu skilið ef að þeim væri staðið með lýðræðislegri hætti. Meiri- hlutaákvarðanir sem þannig verða til gera það ugglaust auðveldara fyrir dómstóla að víkja þeim til hlið- ar sem andstæðum stjórnarskrá en lögum sem til yrðu eftir samráð rík- isstjórnar, þings og hins borg- aralega samfélags. Hér heyrir það til undantekninga að frumvörp séu sends til umsagnar á frumstigum áður en þau eru lögð fyrir rík- isstjórn og þingflokka hennar. Launung er jafnvel höfð á sumum lagafrumvörpum þar til þau eru lögð fyrir þing að því er virðist til að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu. Af þessum ástæðum má draga í efa að lýðræðislegur meiri- hlutavilji birtist ætíð í löggjöfinni einkum í hinum umdeildari málum. Núverandi meirihluti á Alþingi nýt- ur stuðnings liðlega 51% kjósenda. Miðar stjórnskipanin við alræði Alþingis? Stjórnskipan landsins er reist á nokkrum hornsteinum og meðal þeirra er efnislegt lýðræði, grund- vallareglur réttaríkis og mannrétt- indi. Undirstöður þessar birtast í stjórnarskránni og þær takmarka vald Alþingis með ýmsum hætti. Valdið takmarkast og af þrígrein- ingu valdþáttanna, þar sem dóm- stólunum er falið að dæma eftir lög- unum. Með þessu er átt við allar réttarreglur, en þeim er skipað í stigveldi þar sem stjórnskip- unarreglur eru rétthæstar, en síðan sett lög í samræmi við stjórnarskrá og stjórnvaldsreglur í samræmi við almenn lög. Af þessari skipan leiðir að löggjafarvaldi Alþingis eru sett- ar skorður með ákvæðum í stjórn- arskrá og þá einkum mannréttinda- ákvæðum. Dómsvaldið er ekki sett undir löggjafarvald eða fram- kvæmdavald og á ekki að taka við fyrirmælum frá þessum valdþátt- um. Hlutverk dómstóla er að taka afstöðu til álitamála sem fyrir þá eru lögð af málsaðilum og lögmönn- um þeirra. Dómstólar hafa ekkert sjálfstætt íhlutunarvald og taka ekki afstöðu til annarra álitamála en fyrir þá eru lögð. Dómstólar láta því ekki í ljós álit á deilumálum nema fyrir þá séu lögð raunveruleg ágreiningsefni milli málsaðila. Dóm- stólar svara ekki spurningum frá al- menningi, stjórnvöldum eða Al- þingi. Dómstólar gæta þess hinsvegar að lög sem aðili dóms- máls byggir kröfur sínar á sam- ræmist stjórnarskrá, bæði þannig að þau séu sett með lögformlegum hætti og birt og að Alþingi hafi ekki farið út fyrir þær skorður sem því eru settar í stjórnarskrá. Í stjórn- arskrá er ekki aðeins gætt hags- muna meirihlutans, hver sem hann er og hvernig sem hann reiknast, heldur er sú skylda lögð á Alþingi að taka tillit til hagsmuna minni- hlutahópa og einstaklingsbundinna mannréttinda. Gangi meirihlutinn á Alþingi gegn stjórnarskrárvernd- uðum réttindum með ákvæðum í löggjöf ber dómsstólum að víkja slíkum ákvæðum til hliðar. Dóm- stólum er skylt að fara að lögum og í því felst m.a. að gæta að rétthæð réttarreglna. Stjórnskipunin er því ekki byggð á alræði Alþingis. Þær undirstöður sem stjórnskipunin er byggð á gera ráð fyrir takmörk- unum á meirihlutavaldi löggjafans og felur dómstólunum það vald að skera þar úr. Stjórnarskráin er sett af stjórnarskrárgjafanum, þ.e. kosningabæru fólki og Alþingi í sameiningu. Takmarkanir á valdi Alþingis eiga sér því stoð í stjórn- lögum, sem eru sett með vandaðri hætti en almenn lög og eru að auki rétthærri. Stjórnlög eru því sett með lýðræðislegum hætti og vald- heimildir dómstóla lýðræðislegar og í samræmi við grundvallarreglur réttarríkis og lýðræðis um vernd minnihluta og þrískiptingu vald- þáttanna. Afstaða evrópskra dómstóla Evrópskir fræðimenn eru sammála um gagnvirk áhrif dómstóla í Evr- ópu hvers á annan einkum í málum á stjórnskipunarsviði. Jafnfram orka slíkir dómar á dóma mannrétt- indadómstóls Evrópu og dómar hans á dómstóla landanna. Í flestum löndum í Vestur- og Austur-Evrópu starfa stjórnlagadómstólar, sem einkum fjalla um það hvort landslög samrýmist stjórnarskrá og um sam- ræmi milli landslaga og alþjóðlegra mannréttindaskuldbindinga. Þess- um dómstólum er heimilt að víkja landslögum til hliðar ef þau eru ekki í samræmi við stjórnarskrá viðkomandi lands. Á Norðurlöndum og í tveimur löðrum Evrópulöndum þar sem meginlandsréttur er ríkjandi fjalla almennir dómstólar um samþýðingu landsréttar og stjórnarskrár. Noregur á lengri sögu endurskoðunar laga til sam- ræmis við stjórnarskrá en önnur Evrópuríki og hefur Hæstiréttur Noregs iðulega orðið að fjalla um slík álitamál, einkum á síðustu 30 árum. Hæstiréttur Danmerkur hef- ur lengst af verið tregur að lýsa lög í ósamræmi við stjórnarskrá, en það hefur nú gerst og telja fræðimenn það upphaf að breyttri stefnu rétt- arins. Svipað er að segja um ástandið í Svíþjóð, en talið er að æðstu dómstólar þar verði gagn- rýnni en áður einkum vegna dóma sem fallið hafa landinu í óhag hjá mannréttindadómstól Evrópu. Hér hefur Hæstiréttur nokkrum sinnum á undanförnum árum komist að þeirri niðurstöðu að landslög hafi farið í bága við stjórnarskrá eða al- þjóðlegar skuldbindingar landsins. Ekki hefur verið leitt að því getum hvað þá sýnt fram á að röksemdir Hæstaréttar í slíkum málum hafi verið af pólitískum toga í stað þess að vera lögfræðilegar. Hins vegar hafa ráðherrar í ríkisstjórn og ráð- gjafar þeirra haldið því fram að gengnum fáeinum dómum að Hæstiréttur hafi farið inn á hið póli- tíska svið í dómunum, en allt hefur það verið án rökstuðnings og skýr- inganna að leita í óánægju með nið- urstöðurnar, en ekki hin lög- fræðilegu rök. Með yfirlýsingum sínum hafa ráðamenn leitast við að gera dóma þessa tortryggilega og grafa undan trausti réttarins. Til- gangurinn kynni að vera sá að sá fræjum tortryggni þannig að dóm- stóllinn treysti sér ekki til að kveða upp dóma sem ætla má að kunni að vera í andstöðu við ráðandi pólitísk öfl. Fari svo að Hæstiréttur sveigi af þeirri leið sem hann hefur verið á og láti af því að beita endurskoð- unarskyldu sinni, neyðast máls- aðilar og lögmenn þeirra til að fara með málin fyrir mannréttinda- dómstól Evrópu, sem kannar hvort landsréttur á mannréttindasviði samræmist kröfum mannréttinda- sáttmála Evrópu eins og hann hefur verið túlkaður af dómstolnum. Vandséð er að það sé heppilegra að alþjóðlegur dómsstóll víki íslensk- um lögum til hliðar en Hæstiréttur. Að lokum er minnt á að gangi dóm- ar Hæstaréttar, sem túlka stjórn- arskána, gegn afdráttarlausum vilja þings og þjóðar er unnt að breyta stjórnarskránni á þann veg að áhrif dómsins verði ekki til frambúðar. Hefur Hæstiréttur gætt stjórnarskrárinnar? Tilefni þess að ofanrituð sannindi eru nú rifjuð upp er grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögum, sem birtist í Morgunblaðinu 13. janúar sl., en þar lýsir prófess- orinn áhyggjum sínum af því að Hæstiréttur sé „endurtekið í miðju viðkvæmra pólitískra deilumála“ Telur hann þetta óheppilegt fyrir það traust sem nauðsynlegt er að Hæstiréttur hafi „í huga stjórn- málamanna og almennings.“ Hann segir að lengst af hafi Hæstiréttur farið með mikilli varúð með endur- skoðunarvald sitt, en á síðustu ár- um hafi fjöldi dóma þar sem Hæsti- réttur telur lög eða lagaframkvæmd ósamrýmanlega stjórnarskránni fjölgað. Telur hann að þetta hafi gerst í „viðkvæmum pólitískum ágreiningsmálum“ og nefnir hann til sögunnar nokkra dóma, sem hann segir að hafa orðið „mið- punktur pólitískra átaka.“ Meðal dóma sem nefndir eru er Ör- yrkjabandalagsmálið fyrra (2000) og síðara (2003) og gagnagrunns- málið (2003). Hann segir ranglega að Hæstiréttur hafi gerst beinn þátttakandi í afar viðkvæmum póli- tískum deilum er rétturinn ritaði bréf til forseta Alþingis til skýr- ingar á fyrri Öryrkjabandalags- dómi. Hæstiréttur ritaði ekki bréf til forseta Alþingis. Það gerði að- eins einn dómenda Hæstaréttar, en ríkisstjórnin gaf hins vegar í skyn að bréfið væri frá Hæstarétti að öll- um líkindum til að sannfæra Alþingi um réttmæti þess að samþykkja lög, sem vafi lék á að stæðust stjórnarskrá. Einungis þessi eini dómandi vék sæti í síðara öryrkja- málinu og er það staðfesting þess að Hæstiréttur leit á bréfið sem bréf þess dómanda eins, en ekki stofnunarinnar. Þá hefði allur rétt- urinn vikið sæti í málinu. Þá telur prófessorinn að gagnagrunnsmálið hafi fengið svo vandaðan undirbún- ing, að með öllu sé óskiljanlegt að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gagnagrunnslögin séu ósamþýðanleg stjórnarskrárvernd- uðum mannréttindum. Gagna- grunnslagafrumvarpið og grein- argerð með því var einhliða áróður fyrir einni lausn og á því byggt að hún væri sú eina tiltæka. Frum- varpinu var breytt í sífellu og mik- ilvægasta breytingin, sem raskaði grundvelli málsins, var gerð við þriðju umræðu og fékk ekki þá meðferð sem áskilin er í stjórn- arskrá, þ.e. þrjár umræður. Pró- fessorinn tók hinsvegar afstöðu í málinu m.a. sem ráðgjafi fyrirhug- aðs leyfishafa og taldi frumvarpið standast stjórnarskrá og hafði það álit hans og félaga hans veruleg áhrif á afstöðu alþingismanna, enda var lögfræðiálitið gefið í nafni Há- skóla Íslands. Sjónarmið hans verð- ur m.a. að meta í ljósi þessa. Davíð Þór gerir að því skóna að mikilvægt sé að Hæstiréttur ávinni sér trúnað stjórnmálamanna, en ekki rök- styður hann það sjónarmið. Mér virðist hinsvegar að það leiði af því hlutverki dómstóla að gæta þess að stjórnmálamenn á Alþingi misfari ekki með vald sitt að þeir líti dóm- stólana hornauga. Hins vegar tel ég engan vafa leika á því að margir þeirra dóma sem Davíð Þór nefnir hafi orðið til að auka traust almenn- ings á dómstólum og vekja meðal hans von um að þrátt fyrir allt kunni að reynast unnt að fá við- urkenningu á stjórnaskrárvernd- uðum mannréttindum fyrir dóm- stólum í andstöðu við harðstjórn meirihlutans á löggjafarþinginu. Með umræddum dómum hefur Hæstiréttur staðið vörð um stjórn- arskrána og með því áunnið sér meira traust en hann hefur oftlega notið fyrr í sögu sinni. Stjórnarskráin í gæslu Hæstaréttar Eftir Ragnar Aðalsteinsson ’Stjórnskipan landsinser reist á nokkrum hornsteinum og meðal þeirra er efnislegt lýðræði, grundvall- arreglur réttarríkis og mannréttindi. ‘ Ragnar Aðalsteinsson Höfundur er lögmaður og hefur flutt sum þeirra mála sem minnst er á fyrir dómstólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.