Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 52
SKOÐUN 52 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐUSTU þremur áratugum hefur orðið bylting í vímuefna- meðferðarmálum þjóðarinnar. Free- portfarar komu heim og stofnuðu SÁÁ og hófust handa við stofnun afeitrunar- og meðferð- arstöðva hér á landi. Fyrir þann tíma var það aðeins Bláa-bandið og deild 10 á Kleppi sem stóð fólki til boða. Það er óhætt að segja að þessi vakning hafi verið lyginni líkust enda hafa u.þ.b. 20 þús- und einstaklingar sótt sér meðferð á þeim tíma sem SÁÁ hafa starfað. Um 5.770 innlagnir ár hvert Á markaðnum í dag eru fimm stofn- anir og samtök sem sinna meðferð og/eða afeitrun vímuefnasjúklinga á Íslandi. Auk þeirra sem hér eru tald- ar upp eru heimili barnaverndarstofu en eitt þeirra, Árvellir, hefur boðið upp á meðferð fyrir eldri en 18 ára en ekki er ljóst hversu mörg pláss að jafnaði eru í boði. Það skal tekið fram að gert er ráð fyrir að meðaltals afeitrun sé um 10 daga á hvern einstakling. Meðal dval- artími í framhaldsmeðferð eftir afeitrun er 28 dagar – í reynd er tím- inn oft lengri eða skemmri en gengið er útfrá meðaltalstölum hér. Í Krýsu- vík og í Byrginu dvelur fólk jafnan lengur en mánuð í senn. Úrræði Landspítalans í Arnarholti rúmar 10 fyrrverandi vistmenn úr Gunn- arsholti. Á þessari stundu eru örlög Arnarholts ekki ráðin en uppi eru hugmyndir um að loka þessu úrræði. Lítið eða ekkert eftirlit Aðgangur að vímuefna- meðferð á Íslandi verð- ur að teljast mjög góð- ur, hvort sem tekið er mið af samanburð- arlöndum eða biðlistum í heilbrigðiskerfinu al- mennt. Lítið eða ekkert eftirlit er með því hvert einstaklingar fara í meðferð, hversu oft þeir fara og hversu stutt líð- ur á milli meðferða. Þannig getur ein- staklingur farið á Vog í meðferð á morgun, dvalið þar í 10 daga og lokið 28 daga meðferð á Staðarfelli í fram- haldi af því. Viku eftir þá meðferð getur sami einstaklingur leitað sér meðferðar í Byrginu, Krýsuvík eða Hlaðgerðarkot. Það er ekki óalgengt að hitta fyrir einstaklinga í meðferð- arkerfinu sem eiga yfir 10 innlagnir að baki. Hörð samkeppni, óvægin gagnrýni Vandi vímuefnameðferðar á Íslandi felst fyrst og fremst í því að margir ólíkir aðilar – sjálfseignastofnanir, einkahlutafélög og opinberar stofn- anir – bjóða upp á meðferð. Vegna þessa fara tvö ráðuneyti með málefni vímuefnameðferðar á Íslandi og jafn- vel þrjú eins og kom í ljós þegar utan- ríkisráðuneytið kom að málefnum Byrgisins. Dómsmálaráðuneytið kemur einnig við sögu í málefnum fanga og menntamálaráðuneytið í málefnum barna á skólaskyldualdri. Rekstrarlegar forsendur byggjast jafnt á frjálsum framlögnum, kostn- aðarþátttöku notenda meðferðar og beinum styrkjum frá ríki og sveit- arfélögum. Samkeppnin er því oft hörð og gagnrýnin óvægin á milli mismunandi sjónarmiða. Oftar en ekki eru birtar fréttatilkynningar frá þessum aðilum þar sem ástandinu er lýst og er það yfirleitt slæmt og bið- listar langir. Í skýrslu sem unnin var fyrir Heilbrigðisráðuneytið árið 1997 er þessi þáttur nefndur. Þar kemur m.a. fram að SÁÁ stundi fremur markaðsrannsóknir en vísindalegar rannsóknir enda byggir afkoma þeirra á að hvert pláss sé skipað. (Shaffer, J. Howard. Mat á áfengis- og vímuefnameðferð) Stjórnlaust aðgengi án yfirsýnar Leiðirnar eru margar og mismun- andi. Trúfélög bjóða meðferð sem byggð eru á trúarbrögðum; aðrir bjóða upp á hugræna atferl- ismeðferð, aðrir á Minnesotameðferð og enn aðrir blöndu af þessu öllu. Inn í þetta fléttast síðan aðstoð fé- lagsþjónustu sveitarfélaga og ýmis áfangaheimili líknarfélaga. Eins og meðfylgjandi teikning gefur til kynna að þá eru hindranir í kerfinu raun- verulegar. Aðilar tala ekki saman og samstarf t.d. félagsþjónustu sveitar- félaga og meðferðaraðila er takmark- að. Yfirsýn skortir tilfinnanlega og aðgengi að meðferðarúrræðum er nær stjórnlaust. Afleiðingar þessa eru verri meðferð, verri árangur og sóun fjármuna. Forgangsröðunin er nokkuð brengluð ef litið er á þann fjölda sem leggst í meðferð á ári hverju. Þegar skorið er niður í meðferðarkerfinu virðist vera byrjað á öfugum enda. Á Vogi, sem er líklega besta afeitrunar- úrræðið á Norðurlöndum, liggja oftar en ekki einstaklingar sem undirrit- aður fullyrðir að ekki þurfi allir á afeitrun að halda. Þar starfa læknar, hjúkrunarfólk, meðferðarfulltrúar og annað starfsfólk og kostar sólar- hringurinn talsvert. Hinir sem veik- ari eru fá afeitrun í Byrginu, á Hlað- gerðarkoti eða á deild 33-A. Á þeim stöðum eru faglegar kröfur og að- búnaður allt annar og verri en það sem þekkist á Vogi. Hér ber að árétta að í huga undirritaðs er ekkert sama- semmerki á milli Vogs og betri ár- angurs - samanborið við aðra aðila. Hins vegar er óumdeilanlegt að Vog- ur er besta sjúkrahúsið fyrir vímu- efnasjúklinga sem þurfa á afeitrun að halda. Hvað er til ráða? Erfitt er að gera sér grein fyrir ár- angri af vímuefnameðferð á Íslandi. Árangurstölur koma jafnan frá með- Markvissara skipulag – virkara eftirlit Eftir Grím Atlason ’Kemur til greina aðsetja á laggirnar grein- ingar- og ráðgjafarstöð/ móttökustöð sem sinnti móttöku og greiningu allra þeirra sem leituðu sér aðstoðar vegna vímuefnavanda á Ís- landi?‘ Grímur Atlason NN  !? =# 8  &"'       C $ ,-@ O@ @ O@ (20 E@ O@ ,F ,@ 2&0 (1$'% &$% &(% $'% +'% 01&&% Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com Um er að ræða mjög glæsilegt fullinnréttað ca 340 fm skrifstofuhús- næði á 2. hæð í þessu vel staðsetta húsi. Mikið af bílastæðum. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Til leigu í Mörkinni 4 í Reykjavík á 2. hæð Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310 og sölu- menn Fjárfestingar fasteignasölu í síma 562 4250. Heimilisfang: KÓRSALIR 5 Stærð eignar: 111 fm Byggingarár: 2001 Brunabótamat: 14 millj. Verð: 15,5 millj. Glæsileg íbúð á jarðhæð (enginn stigi) í nýlegri lyftublokk í Sala hverfi. Suður- verönd og mikið útsýni. Fallegar inn- réttingar. Parket og flísar á gólfum. Sjónvarpstengi í herb. Þvottahús í íbúð. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali RE/MAX Suðurlandsbraut, sýnir eignina í dag á milli kl. 14 og 15. 2ja herb. - 201 KÓP. Hrafnhildur Bridde - s. 899 1806 Netfang: hrafnhildurh@remax.is Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut Heimilisfang: SÓLTÚN 30 Stærð eignar: 94 fm Byggingarár: 1998 Brunabótamat: 10,8 millj. Verð: 14,9 millj. LAUS FLJÓTLEGA! Falleg íbúð á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi. Sérinngangur af svölum. Eldhúsið er opið inn í rúmgóða stofu. Þrjú svefnherbergi. Flísar og dúkur á gólfi. Suðursvalir. Þvottahús á hæð. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali RE/MAX Suðurlandsbraut, sýnir eignina í dag á milli kl. 13 og 14. 4ra herb. - 105 RVÍK Hrafnhildur Bridde - s. 899 1806 Netfang: hrafnhildurh@remax.is Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Laufásvegur 6 - Opið hús Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Stórglæsileg 101,3 fm íbúð í hjarta borg- arinnar með sérinngangi á jarðhæð. Íbúð- in, sem er sérstaklega vel hönnuð, skipt- ist í forstofu, hol, garðskála, svefnher- bergi, stofu og borðstofu með gegnheilu endaparketi. Baðherbergið er með granít- flísum, innbyggðum sturtuklefa og horn- baðkari. Eldhúsið er stórglæsilegt með eyju og barbekk. Sjón er sögu ríkari. 4538. Verð 17,5 millj. Kristján, sími 868 4522, sýnir íbúðina í dag á milli kl. 14.00 og 16.00. Egilsstöðum - Fjarðabyggð, sími 580 7905, fax 580 7901, netfang fasteignasala@austurland.is • heimasíða austurland.is/fasteignasala Skriðufell - Norður-Héraði Jörð ásamt 100.000 lítra mjólkurkvóta. 1.060 ha jörð í utanverðri Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði. Góður húsakostur, 177,2 fm einbýlishús, 243 fm ný véla/verkfæra- geymsla, fjós fyrir 85 gripi, 100.000 lítra mjólkurkvóti, tæki til búrekstrar og bú- fénaður. Einkar vel hirt bú, þrifalegt og ástand gott á húsum. Heimarafstöð. Ræktað land 38,1 ha, auk verulegs húsakosts þar að auki. Fögruhlíðará metin til hlunninda (veiði). Ásett verð 45,0 millj. Hilmar Gunnlaugsson, hdl. og lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Kristín Hjördís Ásgeirsdóttir, lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Árbakki - Norður-Héraði Jörð án fullvirðisréttar. 158 ha land í einka- eigu og hlutdeild í yfir 500 ha sam- eignarlandi. Landið liggur að Jökulsá á Dal. Gott 109 fm einbýlishús, mikið endurbætt, þar á meðal klætt að utan, tvö stór refahús, vinnslusalur milli þeirra en getur verið fjölnotarými. Hesthús. Malarnámur og fínar veiðilendur. Tilboð óskast. Áhugasömum er bent á að fá nánari lýsingu hjá Fasteigna- og skipasölu Austurlands ehf. MIÐLEITI Opin og vel skipulögð 4ra herb. 137 fm íbúð á eftirsóttum stað í litlu fjölbýli í Miðleitinu í Reykjavík. Íbúðin er á jarð- hæð með útgengi úr stofu í lítinn suð- urgarð. Gegnheilt parket og vandaðar innréttingar. Í sameign er líkamsrækt, sturtuaðstaða og gufubað, sérþvotta- hús og sérmerkt stæði í bílskýli. Góð eign þar sem stutt er í verslun og þjón- ustu, menningu og útivist. V. 25,5 m. Sigurður Óskarsson, lögg. fasteignasali. Hamraborg 5 Sími 53 50 600 - Fax 53 50 601 Netfang husin@husin.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.