Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 63

Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 63
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er mjög ósáttur við að hafa ekki verið látinn vita af fundi í ríkisráði sem haldinn var 1. febrúar en þá voru liðin 100 ár frá því Íslendingar fengu heimastjórn. Forsetinn var í útlöndum þegar fundurinn var boðaður og þess vegna sat Halldór Blöndal, forseti Alþingis, fundinn í stað hans. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í vikunni að umræðan um ríkisráðsfundinn væri upphlaup og algjörlega út í himinblámann. Hann sagði að frekar ætti að spyrja hvers vegna forseti Íslands hefði ákveðið að vera í einkaerindum í útlöndum á eitt hundrað ára afmæli lýðveldisins. Ólafur Ragnar, forseti Íslands, segir að í tengslum við merkisafmæli í Íslandssögunni hafi forsetinn alltaf verið hafður með í ráðum. En þegar kom að 100 ára afmæli heimastjornar voru tekin upp önnur vinnubrögð og dagskráin undirbúin án þess að hafa samráð við embætti forseta Íslands. Ólafur segist hafa ályktað að þátttöku sinnar í hátíðarhöldunum, sem standa næstu mánuði, væri ekki óskað. Ólafur segir að boðað hafi verið til fundar í ríkisráði með mjög stuttum fyrirvara, en Davíð segir aftur á móti að fyrirvarinn hafi verið eðlilegur. Deilur um fund í ríkisráði Morgunblaðið/Sverrir Halldór Blöndal stjórnaði fundinum í ríkisráði síðastliðinn sunnudag . AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 63 KEVIN Keegan, knatt- spyrnustjóri Manchester City, segir að markvarsla Árna Gauts Arasonar í síðari hálfleik, þegar hann varði glæsilega aukaspyrnu Þjóðverjans Christians Ziege og í kjölfarið skalla Úrúgvæans Gustavo Poyet, hafi verið vendipunktur leiksins þegar liðið vann bikarleikinn gegn Tottenham, 4:3, eftir að hafa lent 3:0 undir. Leikmenn City voru einum færri þegar þeir unnu upp forskotið, þar sem einum þeirra var vísað af leikvelli. „Árni var frábær fyrir okkur og þvílík eldskírn sem hann fékk. Hann gat lítið gert í mörkunum þremur sem hann fékk á sig og ekki hjálpaði vörnin honum, svo mikið er víst. Þegar maður lítur til baka þá er ég ekki í nokkrum vafa um að frábær markvarsla Árna þegar hann fyrst varði spyrnu Ziege og tók svo skallann frá Poyet af marklínunni hafi verið vendipunktur leiksins og hann á hrós skilið,“ sagði Keegan á heimasíðu Manchester City. „Þessum leik kem ég aldrei til með að gleyma. Það var magnað að okkur skyldi takast að snúa leiknum okkur í vil en mann óraði ekki fyrir því þegar maður gekk út af eftir fyrri hálfleikinn að við ættum eftir að fara fagnandi af vellinum í leikslok,“ sagði Árni Gautur, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu í viðtali við Morgunblaðið. Landsliðsmarkvörðurinn lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester City. Kevin Keegan sagði að markvarsla þín í seinni hálfleik þegar þú varðir skotið frá Ziege og tókst svo frákastið hjá Poyet hefði verið vendipunktur leiksins. Ert þú samþykkur því? „Það kom ekki til greina að láta Ziege skora tvisvar. Ég náði sem betur fer að krafla í boltann og var fljótur upp svo mér tókst að ná frákastinu frá Poyet. Þegar ég lá með boltann í fanginu hélt ég að boltinn færi fyrir innan línuna en sem betur fer var það ekki. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið einhver vendipunktur en vissulega hefði staðan versnað ef við hefðum fengið á okkur fjórða markið. Það er gaman að Keegan skyldi segja þetta og eftir á að hyggja voru þetta mikilvægar markvörslur hjá mér,“ sagði Árni Gautur. Reuters Árni Gautur Arason sést hér verja í leiknum gegn Tottenham. TUGIR manna týndu lífi í sprengingu í Rússlandi á föstudag. Þá sprakk sprengja á lestarstöð í Moskvu. Talið er að hryðjuverkamenn hafi verið að verki. Sprengingin varð í vagni í neðanjarðarlest snemma á föstudag. Lestin var á Paveletskaía-stöðinni í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Ofsahræðsla greip um sig. Ringulreið ríkti. Sjónarvottar sögðu ekki hægt að lýsa því sem fyrir augu bar. Alls fórust 39 farþegar í tilræðinu. Um 100 manns særðust. Talið er að skæruliðar frá Tétsníu hafi sprengt sprengjuna. Tétsnía er í Rússlandi. Skæruliðar vilja stofna sjálfstætt ríki. Þeir hafa margoft framið hryðjuverk í Rússlandi. Fjöldamorð í Moskvu Reuters Særður maður fluttur á brott frá sprengjustaðnum í Moskvu. BANDARÍSKA þungarokks- hljómsveitin Korn mun halda tónleika í Laugardalshöll í maí. Hljómsveitin er ein sú vinsælasta í heimi. Hún var stofnuð í Kaliforníu árið 1992 og fljótlega varð hún aðalhljómsveitin í því sem er kallað nýþungarokk. Korn gáfu út 6. plötu sína fyrir jól. Hún heitir Take a Look In the Mirror. Tónleikarnir á Íslandi verða fyrstu tónleikarnir á löngu ferðalagi sem sveitin er að fara í um Evrópu. Plötur Korn hafa selst í milljónum eintaka. Síðasta plata, sem heitir Untouchables, er sögð vera dýrasta rokkplata sem gerð hefur verið. Miðasala á tónleikana hefst í verslunum Skífunnar á Laugavegi 26, Smáralind og Kringlunni sunnudaginn 29. febrúar klukkan 21.00. Rokksveit- in Korn til Íslands Árni Gautur hetja Manchester City Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.