Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 08.02.2004, Qupperneq 68
68 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Roger Ebert  HJ MBL  ÓHT Rás2 Erótísk og örgrandi. Leikur Óskarsverðlaunahafanna er magnþrungin. Byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Philip Roth. í i i l f i . l l f i ili . 6 Tilnefningar til óskarsverðlauna m.a. besta mynd ársins Sýnd kl. 8. B.i. 16. Kvikmyndir.is DV 4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna „Le peuple migrateur“ /- Heimur farfuglanna Sýnd kl. 3 og 8 Sýnd í stórasalnum kl. 3 „l´adversaire“ -Óvinurinn Sýnd kl. 10. „l´auberge espagnole“- Evrópugrautur Sýnd kl. 3.30 og 10.30 „Étre et avoir“- Að vera og hafa Sýnd kl. 1.40 „Le mystére de la chambre jaune“- Leyndardómur gula herbergisins Sýnd kl. 8 FRUMSÝNING FRUMSÝNING Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins! Sýnd kl. 1.45 og 3.45. Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11 Sannkölluð stórmynd sem hlotið hefur frábæra dóma og viðtökur um allan heim. Tom Cruise hefur aldrei verið betri! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2.30, 8 OG 10.30. FRUMSÝNING Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“. Gamanmynd eins og þær gerast bestar !  Kvikmyndir.com Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni GAUTABORGARHÁTÍÐIN er tímasett milli kvikmyndahátíðanna í Rotterdam og Berlín. Veðurfarslega er hún ýmist í snjókomu, frosti eða slyddu svo jafnvel fólk ofan af Ís- landi kvartar um kulda. Síðari helgi hátíðarinnar mátti sjá breytt göngu- lag fólks á ferð milli kvikmyndahús- anna vegna hláku og vaxandi hálku, fáir með mannbrodda. Hátíðin, sem stóð frá 23. janúar til mánudagsins 2. febrúar, er virtasta kvikmyndahátíð Norðurlanda og að gamni má nefna að árið 1979 var boðið upp á 20 myndir, en 420 í ár. Markmiðið er þó ekki að sýna sem flestar myndir heldur að gestir geti notfært sér sem best það sem í boði er og að vanda til dagskráratriða og námskeiða sem haldin eru í tengslum við hátíðina. Sirkusstemmning Einkennandi fyrir hátíðina er hve vel hún er sótt af ólíkum hópum al- mennings og svo hvernig hlúð er að mannamótum, bæði hátíðlegum og minna hátíðlegum. Í ár var einn að- alsamkomustaðurinn sirkustjald sem stóð blátt og rautt í snjónum á Olof Palmes-torgi, með námskeiðum og umræðufundum á daginn og tón- list á kvöldin. Blúshljómsveit lék þar eitt kvöldið og öðru sinni var tjaldið hitað með suður-amerískum töktum, en heimildarmyndir um tónlist voru eitt aðalþemað í ár. Undir samnefn- aranum „Out Of The Blues“ var sýnd röð af sögulegum myndumum uppruna og áhrif blústónlistarinnar, þ.á.m. myndir eftir Scorsese og Wenders. Flokkurinn „Cuba Libra“ var tileinkaður kúbverskri tónlist og dönsum og þótti þegar upp var stað- ið einn best heppnaði flokkurinn á hátíðinni ásamt „Little Italy“, með röð af ítölskum myndum. Í kúbversku dagskránni reyndist merkilegust Cuban Music 1 kvik- myndasýning samansett af 20 mín- útna mynd eftir Nestor Almendros (Ritmo de Cuba 1960), með ýmsum afró-kúbverskum rytmum – guajira, habanera, cha cha cha – eins og þeir eru dansaðir á Alberto Alonsos- ballettskólanum, og lengri mynd frá 1965, Nosotros La Musica eftir Rogelio Paris. Stórmerkileg heim- ildarmynd sem gerist á börum og í bakgörðum og tónlistarstílarnir eru m.a. gaaguancó, rumba og charanga. Í rúman klukkutíma sit ég og nýt og verkjar um leið í líkamann af margra daga bíósetu. Konan við hlið mér er úr annarri borg suður með sjó, hún vill sitja úti á enda til að geta hlaupið á salsakúrs í sýning- arlok. Lengsta myndin stóð í sex og hálfa klukkustund Á sjöunda degi hátíðarinnar vind ég mér að listamanni frá Stokk- hólmi, leiktjaldahönnuðinum Mats Persson, sem hefur verið nánast óslitið í bíó frá hátíðarbyrjun. Ég hleyp á eftir honum með upp- tökutæki og spyr: „Hvað ber hæst í þínum augum?“ „Ætli það hafi ekki verið ítalska myndin La Meglio gioventù sem stóð í sex og hálfa klukkustund. Ekki eins pólitísk og ég átti von á en vel sögð saga sem hélt athygli manns í, já meira en hálfan dag. Ég sá hana á sunnudaginn var,“ svarar hann móður en bætir svo við að hugsanlegir hápunktar séu myndir sem hann missti af. Það er Marco Tullio Giordana sem á heiðurinn af þessari lengstu bíó- mynd hátíðarinnar, sem vakti at- hygli á hátíðinni í Cannes í fyrra og síðan um víða veröld. Giordana er fæddur í Mílanó 1950, og á einar tíu myndir að baki. Í ítalska flokknum voru sýndar allt frá nýjustu myndum Bernardos Bertoluccis, The Dreamers, og Ett- ores Scolas, Gente de Roma, til mynda yngri leikstjóra eins og hins arkitektúrmenntaða Francescos Pa- tiernos Edoardos Winspeares (f. 1965) og Constönzu Quatriglio (f. 1973). Gróska og breidd í íslenskri kvikmyndagerð Að vanda var hátíðin vel sótt af ís- lensku kvikmyndagerðarfólki og frá Kvikmyndamiðstöð Íslands mætti Laufey Guðjónsdóttir forstöðumað- ur ásamt Guðrúnu Eddu Þórhann- esdóttur kynningarfulltrúa en fyrri hluta hátíðarinnar var Hjörtur Gíslason framleiðslufulltrúi á staðn- um. Allnokkrar íslenskar myndir voru á dagskrá hátíðarinnar eins og um hefur verið getið. Kaldaljós var í aðalkeppninni en auk hennar voru sýndar heimildarmyndin Hestasaga eftir Þorfinn Guðnason og Jón Proppé, Karamellumynd Gunnars B. Guðmundssonar sem ber al- þjóðlega titilinn Caramels, þá sýnd sem formynd, og Burst eftir Reyni Lyngdal. Þá var Salt eftir Bradley Rust Gray sýnd fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir. „Góð, þegar ég vandist taktinum, það tók svolít- inn tíma … en svo varð hún bara fal- legri og fallegri …“ voru ummæli eins áhorfandans. Í samtali við framkvæmdastjóra kvikmyndahátíðarinnar í Tbilisi í Georgíu kemur í ljós að íslensk kvik- myndagerð er honum engan veginn framandi, né íslensk menning yf- irleitt. Hann hefur sýnt 101 Reykja- vík á sinni hátíð og er einn af mörg- um sem eru að leita að nýju norrænu hátíðarefni, gjarna íslensku. Þótt Georgía eigi langa kvikmyndahefð að baki sem fyrrverandi hluti Sov- étríkjanna var aðeins ein mynd það- Blákaldur blús og kúbverskir taktar Sigurvegarar voru sænskir á kvikmyndahátíð- inni í Gautaborg en stemmningin var þó al- þjóðleg eins og Kristín Bjarnadóttir komst að er hún drakk í sig bandarískan blús, kúbverska dansa, íslenska hesta og marokkóskt vændi. Draumórar ungs fólk á róstusömum tímum 7. áratugs síðustu aldar er við- fangsefni nýjustu myndar Bertoluccis. Mannsins sál: Fyrst myndin af einum sjö í miklum blúsmyndapakka var gerð af Wim Wenders og heitir The Soul of a Man.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.