Morgunblaðið - 08.02.2004, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 69
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10. b.i. 14 ára.
ÁLFABAKKI
kl. 1.45 og 3.45. Ísl. tal.
Sannkölluð stórmynd
sem hlotið hefur
frábæra dóma og
viðtökur um allan heim.
Tom Cruise hefur aldrei
verið betri!
EINGÖNGU SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.
ÁLFABAKKI
kl. 1.45 og 3.40. Ísl. tal.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
4 Tilnefningar tilóskarsverðlauna
AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal.
KRINGLAN
Sýnd kl. 12, 1, 2, 3, 5 og 7. Ísl. tal.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.20.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.30.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6 og 9. b.i. 14 ára.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. / Sýnd kl. 4 og 8. Enskt tal.
FRUMSÝNING
Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla
fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins!
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2 og 6.
Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reevesog Amanda Peet í Rómantískri
Gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“.
Gamanmynd eins og þær gerast bestar !
Kvikmyndir.com
Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna
fyrir leik sinn í myndinni
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.15.
KRINGLAN
kl. 11 og 2. Ísl. tal.
AKUREYRI
kl. 2. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
GH. Kvikmyndir.comKvikmyndir.is HJ.MBL
Frá
framleiðendum
FourWeddings,
Bridget Jones
& Notting Hill
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 12, 4 og 9.
AKUREYRI
Sýnd kl. 4 og 8.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
an á hátíðinni, en þó var fjöldi manns
kominn til að þinga um framtíðina.
Jannike Ålund, framkvæmda-
stjóri Gautaborgarhátíðarinnar, hef-
ur verið hliðholl íslenskri kvik-
myndagerð og hún skráði íslenska
kvikmyndagerðarsögu í bókinni En
sagolik [film] historia (Filmkonst,
2000).
Hún svarar ansi vel þegar hún er
spurð hvernig íslensk kvikmynda-
gerð standi miðað við frændþjóð-
irnar.
„Með það í huga hve lítil þjóðin er
er framleiðslan stór og opn-
unarmynd Hilmars Oddssonar í
háum gæðaflokki. Enda er hún ekki
bara keppnismynd hér – og hefur
snortið marga djúpt, sagan sem
hann segir – heldur er hún líka valin
sem Panoramamynd í Berlín.“
En hvernig sér utanaðkomandi
áhugamaður um íslenska kvik-
myndagerð þróunina fyrir sér í dag?
„Mér virðist nokkuð um litlar og
ódýrar myndir meðal yngri kvik-
myndagerðarmanna, myndin Salt er
ein slík, leikstjórinn þó ekki íslensk-
ur en myndin í meira lagi íslensk.
Þarna ríkir gróska og mikil breidd
sem er athyglisverð. Teiknimyndin
Anna og skapsveiflurnar (eftir
Gunnar Karlsson og þá sem gerðu
Litlu lirfuna ljótu) sem við sýndum í
Work in Progress var svo eitthvað
gjörólíkt,“ segir Åhlund sem lýsti
einnig ánægju sinni yfir móttökun-
um á Hestasögu.
Heimildarmynd um íslenskt
huldufólk ósýnileg í fyrstu
„Helstu leiðindi í ár voru að
nokkrar stórstjörnur afboðuðu
komu sína á síðustu stundu,“ sagði
framkvæmdastjórinn Åhlund á
blaðamannafundi í lok hátíðarinnar.
Tvö dæmi: Wim Wenders var að
jafna sig eftir stóra aðgerð og rúss-
neski leikstjórinn Andrzej Zijag-
intsev var upptekinn við að taka á
móti „gullörnum“ á hátíð í heima-
landinu fyrir Vozvrashcheniye eða
Endurkomuna, en sú mynd var
formleg lokamynd hátíðarinnar í ár.
Einnig áttu sér stað þau mistök að
þrjár myndir lentu á flækingi og
komu of seint, þannig að fyrsta sýn-
ingin datt niður. Ein þeirra var ein-
mitt frönsk heimildarmynd um
huldufólk á Íslandi, Enqete sur le
Monde Invisible, sem var á dagskrá
í flokknum „French Connection“.
Myndin er eftir Jean Michel Roux,
sem mun hafa verið við upptökur á
annarri mynd er hann hreifst af Ís-
lendingum og dularfullri fegurð
landsins.
Meðal hápunkta nefndi Åhlund
vel sótt og vel heppnuð námskeið í
kvikmyndagerð undir samnefn-
aranum Script Factory, sem í ár var
þó aðeins vísirinn að því sem koma
skal, og Åhlund nefnir Berlínarhá-
tíðina sem fyrirmynd í þeim efnum,
með Berlinale Talent Campus, þar
sem aðgöngumiðinn er mikil hæfi-
leikasamkeppni.
Fjarvera feðra
Af stökum myndum sem vöktu at-
hygli á hátíðinni má nefna Les Yeux
secs, mynd um vændi sem gerist í
fjallaþorpi í Marokkó á slóðum
berba. Leikstjórinn á að hafa gert
allt vitlaust og heitir Narjiss Nejjar
(f. 1971) en framleiðandinn Nofuissa
Sbai. Þeir sem hugðust styrkja
myndina eru sagðir hafa dregið sig
til baka þegar „vitleysurnar“ komu í
ljós: leikstjórinn hafi verið of ungur
og verið kona sem gerði mynd um
vændi með vændiskonum í aðal-
hlutverkum.
Önnur mynd sem vakti athygli og
forvitni er heimildarmyndin From
the Beginning to the End eftir
dansk-sænska leikstjórann Maj
Wechselmann. Þrisvar sinnum
dvaldi hún í Írak í leit að svörum við
spurningunni hvers vegna raf-
magnsveitur Íraka voru frá banda-
rísku sjónarmiði „hernaðarleg skot-
mörk“. Myndin var frumsýnd á
hátíðinni og verður næst sýnd á há-
tíðinni í Berlín.
Í stríðsmyndum líkt og blúsmynd-
um eru konur annars fremur sjald-
gæf sýn. Einnig í heimi kvikmynda-
framleiðenda og meðal
kvikmyndaleikstjóra eru þær í mikl-
um minnihluta. Gæti það verið ein af
skýringunum á hve fjarvera feðra er
áberandi þema, a.m.k. í nýjum nor-
rænum myndum?
SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn efnir til Stórmóts Hróksins
2004 í mars ásamt UMF Fjölni og Rimaskóla. Um al-
þjóðlegt atskákmót er að ræða þar sem innlendir og er-
lendir stórmeistarar munu takast á m.a. en mótið er
annars öllum opið. Þetta mót mun marka hápunkt
Skákhátíðar Reykjavíkur sem fram fer 26. febrúar til 7.
mars.
Stuðningsaðilar eru ÍTR, Reykjavíkurborg, Ice-
landair, Viðskiptanetið, Opin kerfi HF, Fosshótel og
Offsetfjölritun. Börn og unglingar verða boðin sér-
staklega til leiks í Rimaskóla en Hrókurinn hefur lagt
ríka áherslu á að kynna skákina fyrir þessum aldurs-
hópum að undanförnu.
Þátttökugjald er 3.000 krónur en þeir sem eru yngri
en 18 eða eldri en 67 greiða ekkert fyrir þátttöku. Verð-
laun eru 10.000 dollarar. Nán-
ari upplýsingar um skráningu
og slíkt er hægt að nálgast á
neðangreindum heimasíðum.
Stórmót Hróksins og Fjölnis í Rimaskóla 1.–3. mars
Allir velkomnir
Morgunblaðið/Ómar
Umsvif Hróksins hafa verið mikil undanfarið. Hér
má sjá þá Halldór Blöndal og Friðrik Ólafsson á
skákhátíðinni í Qaqortoq á Grænlandi.
www.skakhatid.is
www.hrokurinn.is