Morgunblaðið - 08.02.2004, Side 72

Morgunblaðið - 08.02.2004, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK. Smáauglýsingar á ÍSLENSK samgönguyfirvöld geta ekki boðið lággjaldaflugfélaginu Ryanair upp á niðurfellingu flugvallarskatta vegna notk- unar á Keflavíkurflugvelli utan annatíma gegn því að flugfélagið fljúgi með 250– 300.000 farþega á ári til landsins. Þetta er niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar Ís- lands, „Flug- og ferðaþjónusta á Íslandi: Umfjöllun í tilefni af beiðni Ryanair um lækkun gjalda á Keflavíkurflugvelli“, sem unnin var fyrir vinnuhóp samgönguráð- herra. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á Hag- fræðistofnun, sagði nýlegan dóm, þar sem Ryanair var gert að endurgreiða niður- greiðslur vegna notkunar á flugvellinum í Charleroi í Belgíu, í raun renna frekari stoðum undir niðurstöður skýrslunnar. „Það er ómögulegt að mismuna félögum á þennan hátt,“ segir Ásgeir, en bendir á að alls ekki sé út úr myndinni að lækka flug- vallarskatta og minnka gjöld utan háanna- tíma fyrir öll flugfélög. Mögulegt að lækka gjöld til allra flugfélaga  Ekki hægt/8 SKRIFAÐ hefur verið undir samninga við hraðflutningafyrirtækið United Parcel Servi- ces (UPS) um kaup flugfélagsins Atlanta á írska viðhaldsfyrirtækinu Shannon MRO Ltd, sem er við flugvöllinn í Shannon á vesturströnd Írlands. Kaupverð fæst ekki uppgefið en velta fyrirtækisins á síðasta ári var um einn millj- arður króna og starfsmenn rúmlega 150. Auka á veltuna með því að fá leyfi til að skoða fleiri og stærri flugvélar. Einnig var samið við UPS um áframhaldandi viðhald og skoðanir fyrir flugvélar félagsins. Kaupin fengu í lok janúar samþykki Þróun- arsjóðs sveitarfélagsins Shannon en viðhalds- fyrirtækið hefur notið styrkja úr sjóðnum í mörg ár. Hefur Atlanta einnig gengið frá samningum við sjóðinn um nýja styrki. Eru styrkirnir aðallega ætlaðir til þess að skapa ný störf eða nýja verkkunnáttu. Þannig hafa eig- endur Shannon MRO verið gerðir ábyrgir fyrir endurgreiðslu styrkja ef starfsmönnum fækk- ar. Tóku eigendur Atlanta yfir skuldbindingar UPS við þróunarsjóðinn, sem falla svo niður að fullu árið 2007. Ætlunin er að breyta nafni fyrirtækisins í Air Atlanta Engineering Ltd með viðhöfn á Shannon-flugvelli í vor. Stjórn félagsins skipa Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Atlanta, Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, og Þor- steinn Ólafur Þorsteinsson, aðstoðarmaður for- stjóra. John O’Loughlin, framkvæmdastjóri Shann- on MRO, fagnar nýjum eigendum í viðtali við Morgunblaðið og fer fögrum orðum um þá. „Þeir kunna greinilega til verka og við fögnum kaupum þeirra. Þetta á eftir að verða jákvætt fyrir báða aðila. Atlanta er framarlega á sínu sviði og vel þekkt í hinum alþjóðlega flugheimi. Ég hefði ekki samþykkt að halda áfram hjá fyrirtækinu nema hafa tröllatrú á nýjum eig- endum. Ég sé Atlanta fyrir mér í „úrvalsdeild“ flugfélaga eftir tíu ár,“ segir hann. Þjóna þarf 32 flugvélum Dótturfélög Atlanta á Bretlandseyjum eru nú orðin tvö en frá árinu 1999 hefur félagið átt viðhaldsfyrirtækið Avia Services Ltd. í Manst- on á suðurhluta Englands. Þar starfa hátt í 60 manns undir stjórn Íslendingsins Þóris Krist- inssonar. Auk tæknideildar Atlanta á Íslandi þjóna þessi fyrirtæki stórum flota flugfélags- ins, sem telur nú alls 32 Boeing-vélar. Búið að semja um fjár- festingu Atlanta á Írlandi  Atlanta/12–13 GULLFOSS er ekki síður tignarlegur á vet- urna en sumrin, íklæddur vetrarskrúða og klakaböndum. Flestir líta fossinn augum á sumrin, þegar vatnið fellur frjálst ferða sinna niður bergið. Færri hafa séð Gullfoss um há- vetur, þegar vatnið fellur undir þykkum ís, nokkurs konar klakabrynju. Þó eru nokkrir sem leggja leið sína að fossinum og njóta þess að horfa á þennan höfðingja íslenskra fossa. Morgunblaðið/RAX Gullfoss í vetrarskrúða og klakaböndum GERA má ráð fyrir að allt að sex ferðir verði daglega milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar næsta sumar, sem er meira framboð en áður hefur verið. Þá fjölga Flugleiðir áfanga- stöðum og Iceland Express flýgur tvisvar á dag til London og Kaup- mannahafnar í sumar, auk þess sem önnur flugfélög auka sætaframboð sitt um 10–15%. Þetta kemur fram í frétt frá Sam- tökum ferðaþjónustunnar, en þar segir meðal annars að margfaldur vöxtur hafi verið í einstaklings- ferðum hingað til lands umfram ferð- ir skipulagðra hópa og láti nærri að munurinn sé allt að fjórfaldur. Þá segir að gera megi ráð fyrir að á fjórða þúsund bílaleigubílar verði á ferðinni hér á landi næsta sumar. 350 þúsund ferðamenn í ár Fram kemur einnig að nokkur bjartsýni ríki hvað varðar ferðamenn hingað til lands næsta sumar. Bók- unarstaða fyrirtækja í ferðaþjónustu virðist góð og stefni í að aukning geti orðið um 10% milli ára nema ytri að- stæður verði óhagstæðar. Gangi það eftir verði ferðamenn til landsins í ár 350 þúsund talsins, fleiri en nokkru sinni áður, en 320 þúsund ferðamenn hafi komið hingað til lands á síðasta ári. Sex ferðir daglega til Kaupmanna- hafnar Gert er ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna hingað til lands í sumar. KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, gagnrýnir Landsbanka Íslands í samtali við Morgunblaðið í dag, vegna þess hvernig bankinn stóð að sölunni á Útgerðarfélagi Akureyringa á dögunum. Bæjarstjórinn gagnrýn- ir raunar viðskiptabankana mjög, segir umhugsunarvert hvernig þeir hafi aukið ítök sín í atvinnulíf- inu undanfarið og telur óeðlilegt að ein atvinnugrein sé í „bullandi gróða“ á meðan aðrar eigi undir högg að sækja. „Það liggur kannski í því að í þessari atvinnu- grein geti menn lagt byrðar yfir á aðra og látið almenning standa undir þessu.“ Gagnrýnir aðallega bankana Kristján segir því hafa ranglega verið haldið fram að hann væri á móti því að eigendur Tjalds eign- uðust ÚA á dögunum. „Ég hef frá fyrstu stundu fagnað komu þeirra; að menn sem hafa vit á útgerð og fiskvinnslu eigi þetta fyrirtæki,“ segir hann. „Gagnrýni mín beindist fyrst og fremst að viðskiptabank- anum, Landsbanka Íslands.“ Hann segir mjög umhugsunarvert hvernig viðskiptabankarnir hafi undanfarin misseri aukið tök sín í atvinnulífi landsmanna og vekur athygli á því hvernig verðmætin – og segir orðið verðmæti þarna vera innan gæsalappa – verða til í sam- bandi við sölu eins og á Útgerð- arfélagi Akureyringa. „Þegar horft er á heildarmynd- ina þá hefja eigendur bankans þessi viðskipti í atvinnulífinu, sitja svo allan hringinn í kringum borðið og enda á því að óska sjálfum sér til hamingju með góða sölu! Þetta er orðið mjög einkennilegt og ég hef gagnrýnt að fjármálastofnanirnar séu í rauninni að taka til sín fjár- muni út úr atvinnurekstri í landinu með þessum hætti.“ Ítök banka í atvinnulífi eru umhugsunarverð Bæjarstjórinn á Akureyri óhress með þátt Landsbankans í sölu ÚA  Arð á að nota/10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.