Morgunblaðið - 12.03.2004, Side 21

Morgunblaðið - 12.03.2004, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 21 Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Vidvörunarljós og þú eignast bílinn ÍRSKA stjórnin, sem fer með for- mennsku í Evrópusambandinu (ESB) þetta misserið, varaði við því á miðvikudag að lítill tími væri eft- ir til stefnu til að ganga frá sam- komulagi um nýj- an stjórnarskrár- sáttmála sam- bandsins, en góðu fréttirnar væru þær að teikn væru á lofti um að málamiðlun kynni að vera í sjónmáli. Dick Roche, Evrópumálaráðherra Írlands, sagði að nú, þegar tveggja ára viðræður um stjórnarskrársátt- málann væru að baki, tryði hann því ekki að auðveldara reyndist að finna lausnir þeim ágreiningsefnum sem efti stæðu með því að láta tímann líða frekar. Pattstaða „Tíminn vinnur ekki með okkur. Við verðum að ná samkomulagi eins fljótt og okkur er það auðið,“ sagði Roche í ávarpi í Evrópuþinginu í Strassborg og varaði við þeim „hætt- um sem sambandinu stafaði af áframhaldandi pattstöðu.“ Til stendur að írska ESB-for- mennskan leggi fram nýja málamiðl- unartillögu um stjórnarskrársátt- málann á leiðtogafundi sambandsins 25.–26. þessa mánaðar. En eftir því sem írskur stjórnarerindreki tjáði AFP-fréttastofunni hefur stjórnin ekki séð sér fært enn sem komið er að leggja ný samkomulagsdrög fyrir ríkisstjórnir hinna ESB-landanna. En Bertie Ahern, forsætisráð- herra Írlands, virtist bjartsýnni eftir fund með dönskum starfsbróður sín- um Anders Fogh Rasmussen í Dyfl- inni á miðvikudag. Sagði Ahern að vísbendingar um vilja í hinum ESB- höfuðborgunum til að sýna aukinn sveigjanleika ykju sér bjartsýni á að reynast myndi unnt að ná góðum framförum í málinu, og það fljótt. Ahern tók þó fram að enn væri og snemmt að segja til um það hvort takast myndi að ljúka ríkjaráðstefn- unni um stjórnarskrársáttmálann í formennskutíð Íra, sem lýkur um mitt árið. Drög að stjórnarskrársáttmálan- um, sem felur í sér víðtæka upp- færslu núgildandi stofnsáttmála ESB, voru unnin á svonefndri Fram- tíðarráðstefnu með þátttöku fulltrúa frá öllum núverandi og tilvonandi að- ildarríkjum sambandsins. Frá því síðastliðið haust hafa þessi drög ver- ið til umfjöllunar á hefðbundinni ríkjaráðstefnu (eins og þeirri sem t.d. tók ákvörðun um Maastricht- sáttmálann svonefnda árið 1992) en vonir brugðust um samkomulag á leiðtogafundi í desember. Strandaði á ágreiningi um atkvæðavægi aðild- arríkjanna í breyttu ákvarðanatöku- kerfi í stækkuðu Evrópusambandi. Aðildarríkjunum fjölgar úr 15 í 25 1. maí næstkomandi. Tíminn vinnur ekki með stjórnarskrá ESB Strassborg. AFP. Bertie Ahern TVEIR stærstu stjórnarandstöðu- flokkarnir í Suður-Kóreu reyna nú að knýja fram atkvæðagreiðslu á þinginu um hvort svipta eigi forseta landsins, Roh Moo-Hyun, embætt- inu. Stjórnmála- skýrendur segja að meginmark- mið stjórnarand- stöðuflokkanna sé að styrkja stöðu sína fyrir þingkosingar í apríl þar sem þeir hafi átt mjög und- ir högg að sækja. Stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokk- urinn, er með meirihluta á þinginu, 145 þingmenn af 271. Hann og Lýð- ræðisflokkurinn, sem er með 62 þingmenn, hafa lagt fram tillögu á þinginu um að forsetanum verði vik- ið frá og búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna í dag. Roh er sakaður um að hafa brotið kosninga- löggjöfina með því að hvetja til mik- illar kjörsóknar til að tryggja Uri- flokknum, sem styður Roh, sigur í kosningunum 15. apríl. Forsetinn á að vera hlutlaus í þingkosningum. Verði tillagan samþykkt með a.m.k. 181 atkvæði þarf Roh að láta strax af embætti þar til stjórnlaga- dómstóll landsins hefur fjallað um málið. Dómstóllinn þarf að staðfesta eða hnekkja embættissviptingunni innan hálfs árs. Sakaðir um spillingu Báðir stjórnarandstöðuflokkarnir eru svarnir óvinir forsetans en máls- höfðunartillagan stafar einkum af vandamálum þeirra sjálfra, að sögn stjórnmálaskýrenda. Tugir þing- manna Þjóðarflokksins hafa verið sakaðir um að hafa þegið fé af suður- kóreskum stórfyrirtækjum. Roh var í Lýðræðisflokknum en sagði sig úr honum í september sl. Síðan hefur fylgi þess flokks snar- minnkað en Uri-flokksins aukist. Suður-Kórea Reynt að svipta Roh forseta- embættinu Seoul. AFP. Roh Moo-hyun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.